blaðið - 09.06.2007, Síða 18

blaðið - 09.06.2007, Síða 18
blaði Útgáfufélag: Ritstjórar: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árogdagurehf. Ólafur Þ. Stephensen Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Þrekvirki á jökli Ung kona, Marta Guðmundsdóttir, hefur lagt það á sig að ganga y fir Grænlands- jökul í kulda og vonskuverði til að styrkja baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Ferðin hófst 20. maí og lýkur þann 13. júni. Marta greindist með brjóstakrabba- mein árið 2005 og hefur gengið í gegnum erfiða lyfjameðferð. Gönguleiðin yfir jökulinn er um 600 kílómetrar og er farið eftir 66. breiddargráðu, þvert yfir jök- ulinn, frá vestri til austurs. Marta er eini íslendingurinn í sjö manna hópi sem lagði á jökulinn. Á bloggsíðu Mörtu má lesa að veðrið hafi verið afar óhagstætt og ferðin því gríðarlega erfið. Þrekvirki sem þetta, gert f þeim tilgangi að efla starf Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, verður sennilega seint fullþakkað. Því miður er það svo að ár hvert greinast á bilinu 160-170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Fjöldi nýrra tilfella hefur aukist en lifshorfurnar hafa sem betur fer einnig batnað mikið. Um helmingur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein fyrir fjörutíu árum lifði í fimm ár eða lengur en nú geta um 80 prósent vænst þess að lifa svo lengi. Nú eru á lífi um 1900 konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein. Tíunda hver íslensk kona getur búist við að fá brjóstakrabbamein og það er ekki lítill hópur. Flestir þekkja einhverja konu sem greinst hefur, hvort sem það er í fjölskyldu, vinahópi eða á vinnustað. Islenskar konur gera sér sennilega ekki grein fy rir hversu mikils virði það er að hafa aðgang að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þar er afbragðsþjónusta, fljót og góð, og vel tekið á móti öllurn. Þá greiða mörg yerkalýðsfélög skoðunina fyrir félagsmenn sína. Það er því mikil synd að enn skuli vera til konur sem ekki nýta sér þessa þjónustu. Nýjustu rannsóknir benda til þess að hjá þeim sem mæta í skoðun lækki dánarlíkurnar vegna brjóstakrabbameins um 40 af hundraði. Að undanförnu hafa Krabbameinsfélaginu borist stórhuga gjafir til að efla þessa þjónustu. Nýjustu tæki til að skoða brjóst kvenna, sem leysa munu af hólmi eldri röntgentæki, eru dýr en nú hillir undir að Krabbameinsfélagið geti eignast slík tæki. Það verður frábært fyrir allar íslenskar konur þegar nýja tækið verður komið í notkun því það er mun nákvæmara en það eldri og getur fyrr greint krabbameinsæxli, t.d. hjá mjög ungum konum. Auk þess nota þessi tæki mun minni geislaskammta en áður þekktist. Miðað við hversu vel hefur tekist til með krabbameinsleit hjá konum er nauð- synlegt að taka upp reglubundið eftirlit með körlum. Blöðruháls- og ristilkrabba- mein hafa aukist á undanförnum árum og nú er svo komið að ristilkrabbamein er annað algengasta krabbameinið sem greinist hér á landi. Alþingi ályktaði í vor að fela heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi þannig að skipu- leg leit hefjist á árinu 2008 en það hefur verið mikið baráttumál að fá það í gegn. Vonandi að nýr heilbrigðisráðherra gangi í málið. Krabbameinsfélagið hefur að stóru leyti verið rekið af góðmennsku einstak- linga og fyrirtækja ( gegnum tíðina sem hafa fært félaginu fé til eflingar þess. Fólki sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun eða í gegnum ættingja. Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur sem leggst bæði á börn og fullorðna. Það er nauðsyn- legt að heilbrigðisyfirvöld geri sér grein fyrir mikilvægi þess að sjúkdómurinn greinist á byrjunarstigi og efli alla þjónustu til að svo geti orðið. Það er þakkarvert sem gert er en enn er margt óunnið í baráttunni við krabba- meinið og vonandi er heilbrigðisráðherra með skýra sýn á þetta málefni. Þjóðin væntir þess. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á f réttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN Ú R SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefur unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana PENZIM er hrein, tær og litarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefni eða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engar fitur, oíiur eða kremblöndur sem geta smitað og eyðilagt flíkur eða rúmfót. PENZIM GEL WiIM AIJ. NAftWAi. s;;p{H Aítnvr MARtM EN2VMÍJS Adv*i*ual Slrln (a Body Mtnxiifí.nlu ** PENZIM LcrrioN wmi KU \ATi nAt .«p»n Mrnt M VRINt r.VJYVFt Ad*wmnl SkMi fc Bmly MaMifUlnit fc Penzim fæst í apótekum, heilsubúðum og verslunum Nóatúns um land allt. penzim.is 18 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 blaöiö 27..JuTsJt Blí TypL$Td H0í>BYLGJ/í Vt’N‘NuAn5 SKELLU* % 7$lA>4Dt tu y\kní\h/E& KtlLfi MiCr ~R.a$r$rr/l' £A/ BiMHVtfiKl 'BxGfUnn \/i$> eft? pt Sj Ú bFtjiz PVi' w hlATA HLBYrT T-ESgU Pítftftí ÍTJH í LAfiViÞ, Spennandi verkefni Ég hefði ekki tekið það alvarlega ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að ganga inn Dómkirkjugólfið með Árna Johnsen og Birni Bjarna- syni og láta biskupinn blessa sam- band okkar og nýja ríkisstjórn okkar og Sjálfstæðisflokks. Svona hefur almættið mikinn húmor að það er alltaf að leggja fyrir mann ný verk- efni til að auka manni víðsýni og lífs- reynslu. Það tekur auðvitað svolít- inn tíma að venja sig við hið breytta landslag og fyrstu dagana þurftu margir að minna sig á hverjum þeir væru með í liði og hverjum ekki en það er fljótt að venjast. Sumir hafa sagt að samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar hafi verið eini kosturinn, einkum eftir stórundarlega framgöngu Steingríms J. dagana eftir kosningar. En þó í því sé margt rétt er samstarf flokka okkar ekki neyðarkostur heldur spennandi tilraun. Tilraun til þess að návíðtækri samstöðu venjulegs fólks um mörg og stór verkefni sem linnu- litlar deilur hafa staðið um. Hinn mikli meirihluti ríkisstjórnarinnar styrkir mjög miðjuna í íslenskum stjórnmálum og gefur færi á breyt- ingum í frjálslyndis- og framfaraátt án öfga, hvort sem er til hægri eða vinstri. Enda sjáum við að þeir sem eru ósáttir eru einkum þeim sem lengst eru til hægri eða vinstri. Hin stóru verkefni eru auðvitað efnahagsstjórn í þágu almennings, útrýming biðlista barna og aldraðra ásamt endurskoðun almannatrygg- inga, úrbætur í heilbrigðiskerfinu, nýjar áherslur í atvinnumálum og umhverfisvernd. Við í Samfylking- unni megum vera býsna ánægð með þá málefnalegu góðu samstöðu sem við höfum náð með félögum okkar í Sjálfstæðisflokknum í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Nú verður verkefnið að breyta orðum í efndir og sýna með styrk og staðfestu í stjórnarsamstarfinu að hægt sé að ná markmiðum sínum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Takist okkur það ættum við líka að afs- anna að óhjákvæmilegt sé að sam- starfsflokkar Sjálfstæðisflokksins þurrkist að mestu út þegar á líður. Enda erum við minnug þess að Sam- Helgi Hjörvar fylkingin var ekki bara stofnuð til þess að komast í ríkisstjórn heldur til að ná forystu í landsmáíum og gera breytingar á samfélaginu í anda jafnaðarstefnunnar. Allt annað umhverfi í minn hlut kemur það ánægjulega verkefni að stýra umhverfisnefnd Alþingis. Á fáum sviðum eru áhrif stjórnarskiptanna til stefnubreytinga greinilegri. Samstaða er um að taka stærsta hluta kjörtímabilsins í að gera áætlun til framtíðar um hvaða hluta íslenskrar náttúru við ætlum að friða. Það er mikilvægt að við nálgumst umhverfismál frá því sjón- armiði en ekki eins og verið hefur í hvaða röð við ætlum að spilla náttúr- unni með virkjunum. Á meðan sú vinna fer fram verður ekki hróflað við mikilvægum svæðum þar sem virkjunaráform hafa verið, s.s. Kerl- ingafjöllum, Landmannalaugasvæð- inu og Langasjó. Áhugavert verður að sjá hvort okkur tekst að skapa þá víðtæku sátt sem mikilvægl er að ríki um framtíð náttúru landsins. Mikilvægur liður í stjórnarsátt- málanum er einnig yfirlýsingin um verulega stækkun friðlandsins í Þjórsárverum þar sem alls votlendis verði gætt. Helstu athugasemdir við hina nýju umhverfisstefnu hafa verið að Norðlingaöldu sé ekki sér- staklega getið en sem kunnugt er hafa sjónarmið stjórnarflokkanna um hana verið öndverð. Hvað sem gagnrýni líður liggur fyrir að í stjórnarsamstarfi þessara flokka verður ekki ráðist í Norðlingaöldu og er það auðvitað einn af hinum fjölmörgu ávinningum sem Sam- fylkingin hefur náð með því að axla ábyrgð á stjórnarsamstarfinu. Fyrir okkur sem erum vön því að starfa í meirihluta var skemmtilegt að fá að spreyta sig í stjórnarand- stöðu síðustu 4 ár en það var líka meira en nógu langur tími. Það var löngu orðið tímabært að jafnaðar- menn tækju um stjórnvölinn enda í pólitík til að hafa áhrif en ekki að mótmæla úti fyrir. Eftir sem áður er hlutverk stjórnarandstöðunnar lýð- ræðinu mikilvægt og áhyggjuefni á þessu sumarþingi hversu veikburða hún er og forystulaus. Því verður áríðandi að almenningur og fjöl- miðlar veiti okkur nauðsynlegt að- hald - það nauðsynlega aðhald sem ekki verður vart í þinginu. Höfundur er þingmaður Samfylkingar Klippt & skorið w Arangur íslensku keppendanna á Smá- þjóðaleikunum í Mónakó þetta árið er sérlega glæsilegur. Yfir 200 Islend- ingar tóku þátt í ellefu íþróttagreinum og hirtu margir þeirra verð- laun í sínum greinum auk þess sem margir aðrir bættu sín persónu- legu met enda aðstaða öll og umgjörð með því besta sem gerist. Gárungar í netheimum og reyndar víðar benda á að á slíkum vettvangi gæti íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sannarlega látið til sín taka meðal jafningja. Margsannað sé að þrátt fyrir stbku stórleiki þá séu íslenskir knattspyrnumenn upp til hópa ekki í nægilega háum gæðaflokkl tll að taka þátt í stærri mótum og ná góðum árangri. Fákeppnin meðal ferðaskrifstofa hérlendis er aldrei jafn áberandi og yfir háannatím- ann. Sama verð gildir mikið til á þeim þremur til fjórum ferðaskrifstofum sem eitt- hvað kveður að hérá landi og nokkuð áberandi hvað flugferðir hafa hækkað í verði. (vetur til að mynda buðust flugsæti til Evrópu nokkuð reglulega á tæpar 20 þúsund krónur fyrir ein- stakling en verð fyrir flugsætin í dag og næstu mánuði er 15 þúsund krónum dýrara fyrir sömu vegalengd. Þá er og lítill teljandl munur á fargjöldum lceland Express og lcelandair standi viljl til að flýja Klak- ann í flýti og flestum orðið Ijóst að sú kjarabót sem hið fyrrnefnda færði þegnum þessa lands íupphafierfyrirbí. Nýtt leiðakerfi Strætó tók gildi um síð- ustu helgi í miklum flýti. Virðist breyt- ingin hafa gengið nokkuð þrautalaust fyrir sig en hafa ber í huga að notendur þjónustunnar hafa hvergi rödd til að láta í sér heyra og er líklegt að vagnstjórar hafi fengið stöku gusur yfir sig í stað þeirra sem ábyrgðina bera. Ein breyttra leiða gengur um vesturbæ Kópavogs öfugum megin við það sem áður tlðkaðist og þjónustan er slík að þeim megin eru engin strætðskýli og hvergi merkingar um biðstöðvar. Viðskiptavinir verða að giska á hvar vagninn stoppar eða beinlínis flagga vagninn þegar hann ekur framhjá. albert@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.