blaðið - 09.06.2007, Page 38

blaðið - 09.06.2007, Page 38
38 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 blaðið tíska tiska@bladid.net Litaspá sumarsins Nú þegar næstum er komið fram í miðjan júní er ekki seinna vænna að spá í aðalliti sumarsins. En sam- kvæmt miklum tískugúrúum og spekingum er litaspá sumarsins eftirfarandi: vatnsmelónurauöur, Ijósgrár, gulur, lime-grænn, hvítur og dálitið dempaður fjólublár. Þannig að líklegt er að verslanir séu um þetta leyti að fyllast eða eru nú þegar fullar af flíkum í fyrrnefndum litum. ÍStfSKECHERS \\VW/SCT:vE'. önmj&ú Stærðir: 27 - 35 4.690 kr. Stærðir 27 - 35 4.690 kr. Stærðir 21 - 26 5.990 kr. Stærðir 27 - 35 5.890 kr. 5.390 kr. SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 VILTU SEUA...? SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Verslunin KVK Falleg föt sem eru jafnframt þægileg litlu sundi út frá Laugavegin- ! um getur að líta einstaklega huggulega byggingu þar sem verslunin KVK er til húsa. | Aðstandendur búðarinnar I eru þær íris Eggertsdóttir I myndlistamaður og Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir en hún hefur textílmenntun að baki. Þær stöllur hófu að vinna að sinni eigin fata- og fylgihlutagerð vegna helsta lögmáls hagfræðinnar, framboðs og eftir- spurnar. En eins og flestir vita þarf markaðurinn að rata í ákveðið jafn- vægi. „Falleg föt sem eru jafnframt þægileg eru útgangspunktur okkar. Það er svo mikið af fatnaði í dag sem ætlaður er konum, til dæmis dragtir og annar spariklæðnaður, sem er dá- lítið þvingandi svo okkur langaði að reyna að hanna sparilegan klæðnað sem væri jafnframt þægilegur. Þess vegna notum við mjúk og góð efni sem og falleg form.” í versluninni getur að líta ýmiss konar sniðugan, óvenjulegan en jafnframt hentugan klæðnað sem er ekki á hverju strái. Ævintýralegar Rauðhettuhempur má þar nálgast, hina undarlegustu eyrnalokka og flíkur sem geta gegnt misjöfnum hlutverkum við mismunandi notk- Svokölluð Rauðhettuslá með afar fínni slaufu og hettu. Hentar vel í skógarferðir sumarsins eða jafnvel í heimsókn til ömmu gömlu. Sláin hentar sem yfirhöfn þegar veöur er hlýtt en einnig er hún nytsamleg ein og sér þegar kólna tekur. KVK-spangirnar hafa rutt sér til rúms að undanförnu hjá tískuljón- um borgarinnar. Þeer fást í nokkrum gerðum. Hægt eraðfá eintak með blúndum, leðri eða slaufum. Spangirnar eru nytsamlegar við margs konar tækifæri, bæði við ffn tiiefni og önnur. Hot-pink-slá Þessa má nota við hvers konar tilefni, bæði sem utanyf- irflík eða fín kokteilaflík. Hún er kjörin fyrir skvísur bæjarins sem vilja vekja athygli. Sláin er fóöruö og úr bómull með rómantískri blúndu að aftan. Röndóttur bómullarkjóll sem hentar vel íkokteilboð eða viö önnur tilefni. Stúlkurnar í KVK minna á að við kjól þennan sé hægt að vera í leggings, sokkabuxum eöa buxum, allt eftir smekk hvers og eins. Ljósbleikur og svartur kjóll sem hefur margvíslega notkunarmögu- leika. Einnig er hægt að nota flíkina sem pils eða ponsjó þegar svo stendur á. un, svo sem pils sem getur jafnframt verið kjóll eða jafnvel ponsjó þegar svo ber undir. „Við finnum vel að ís- lenskar konur hafa gaman af því að vera í einstökum flíkum en margar af flíkum okkar eru aðeins til í einu eintaki þó við notum sömu sniðin ef til vill síðar.” Þær leyfa efninu að ráða ferðinni og svo koma hugmyndirnar í kjöl- farið. Aðspurðar um ráð varðandi klæðaburð eru þær stöllur á einu máli um að það sé kominn tími til að fólk hætti að eltast við tískuspeki utan úr heimi og klæðist því sem hentar hverjum og einum. bjorg@bladid.net Málverkasýning einstök sýning Auður Marinósdóttir opnar sýningu laugardaginn 9. júní kl. 13:00 sem stendur viku W I snyrtibudduna Á sumrin hentar náttúruleg förðun gjarnan betur en þung og dramatísk. Þá er um að gera að velja sér léttan farða, gott krem og ferskt ilmvatn. Funny frá Moschino Nýr og ferskur ilmur frá Mo- schino. Funny einkennist af freyðandi ávaxtakeim með mjúkum tónum. Jasmína, bóndarós og rifsber gefa ilm- vatninu sumarlegan og léttan blæ sem svíkur engan. Elizabeth Arden Intervene Nýtt krem frá Eliza- beth Arden sem hægir á öldrunar- einkennum húðar- innar. Kremið gefur húðinni góðan raka ásamt því að það vinnur á áhrifum sólarljóss og dregur úr myndun finna lína. Kremið minnkar ójafnvægi sem er tilkomið vegna hormónabreytinga og viðheldur kollagenframleiðslu húðarinnar. WetandWild Wet N'Wild-vörurnar eru sérhann- aðar fyrir neglurnar. Nail Repair nærir og styrkir neglurnar. Nail Ironhand er sérstaklega ætlað stuttum og veikum nöglum og Diamond Shine gefur nöglunum einstakan gljáa og fallega áferð.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.