Orðlaus - 01.12.2003, Page 18

Orðlaus - 01.12.2003, Page 18
I Chosen Ground voru að gefa út sína fyrstu piötu FAR. Kalli (Charly-D) sem margir kannast við úr Subterranean er þar á ferð ásamt Söru Andrínudóttir. Það gleður eflaust marga að heyra að Kalli sé kominn aftur eftir nokkurra ára hlé en okkur lék forvitni á að fræðast meira um þessa ungu söngkonu sem er að gera frumraun sína með þessa plötu og hittum hana því í stutt spjall. mánuðum seinna fórum við svo bara í stúdíóið hjá Rúnari Júl og tókum plötuna upp á tveimur dögum. Eftir stúdióferðina spuröi ég hann hvað í fjandanum fékk hann til að gera þetta því hann var ekki búinn að heyra f mér syngja en hann sagðist bara trúa á mig og sagðist heyra það á því hvernig ég tala að ég hefði góða rödd. Ég er rosalega ánaegð að vera að vinna með honum og mér finnst ég vera rosalega heppin því mér finnst hann vera að gera rosa góða hluti. Þetta er ekkert í stíl við Subterranean samt jú, þetta er eiginlega allt annað, en af sömu gæðum. Eruði komin einhversstaðar í spilun? Emm, ég held sko að platan sé komin á allar útvarpsstöðvar og erum með eitt lag sem gæti farið á FM en þetta er samt ekkert þannig plata. Ég vil auðvitað að fólk heyri tónlistina og hlusti á hana en ég væri frekar til ( að vera f spilun á X-inu eða Skonrokk eða svoleiðis. Er svo bara kampavín og kaviar fr Já heldur betur! undan? Jæja Sara, velkomin. Takk fyrir það. Chosen Ground eru þú og Kalli eða eru meðlimirnir fleiri í hljómsveitinni? Nei, þetta er eiginlega bara dúett. Það voru gítarleikarar og allt svona sem spiluðu á plötunni, en þeir voru eiginlega bara til að fegra uppá og gefa plötunni betra sánd. Á næstu plötu sem við erum að byrja að vinna að ætlum við að hafa hljómsveit og spila síðan allt live. Á siðustu tónleikum var með okkur strákur sem breikdansaði fyrir okkur þannig að það er geðveikt gaman á tónleikunum hjá okkur. Við ætlum að reyna að vera alltaf með svona uppákomur. Hann breikaði á meðan ég var að syngja og þannig magnaðist upp stemmningin. Er langt síðan þú og Kaili fóruð að vinna tónlist saman? Nei, Kalli heyrði ekki í mér syngja fyrr en í stúdíóinu, hann vissi ekkert um mig. Ég kynntist honum f gegnum fyrrverandi kærasta systur minnar. Svo ákvað ég bara að spyrja hann hvort hann vildi einhvern tíman vinna tónlist saman, var búin að peppa sjálfa mig upp í það alveg geðveikt lengi og hann sagði bara já. Einhverjum Hvernig myndir þú lýsa plötunni ykkar? Emm, við erum búin að stúdera þetta svo ógeðslega mikið því þetta er ekki beint hip hop og ekki beint einhver elektrónísk tónlist þannig að við erum eiginlega búin að stimpla þetta sem graffitítónlist. Það er bara eitthvað nýtt hugtak ... svona þægileg tónlist. Þið hafið fengið góða dóma og líkt við Moorcheeba ... Já okkur var líkt við þá, Portishead og Massive Attack. Moorcheeba er uppáhalds hljómsveitin mín þannig að ég var alveg ýkt ánægð. Var Kalli búinn að vinna lengi að þessum lögum? Þetta voru lög sem eru búin að vera lengi í hausnum á honum og búin að liggja lengi á borðinu hjá honum. Þetta var eiginlega allt tilbúið. Þannig að það vantaði bara þig? Ha, ha .... já. En okkur hlakkar rosalega til að gera næstu plötu. Eruði komin með breiðan aðdáendahóp? Ha, ha ... ég er ailavega búin að gefa mina fyrstu eiginhandaáritun. En þessi plata er frumraun þin í söng er það ekki? Ég var ( kór i áttunda bekk en það var ekki nógu mikil athygli á mér þannig að ég hætti. Ha, ha, nei ég segi svona. Ég einhvern vegin festi mig aldrei inni í því. Mamma mín og systir mín gerðu alltaf grín af mér þegar ég var litil því ég var alltaf að reyna að syngja eins og Whitney Houston með kertastjaka heima í stofu en þorði aldrei að syngja fyrir framan neinn og þessvegna er þetta svolítið stórt skref. Þetta hefur verið svona leyndarmál bara fyrir mig. Myndirðu taka þátt í Idol? Nei, ég er ekkert að stila mig inn á það að vera einhver söngkona. Ég er engin Whitney Houston. Ég ofsyng ekki lögin mín og ég er ekki með einhverjar dúllur hér og þar. Hvenær eru næstu tónleikar? Réttfyrir jól, 19. desember llklegastá Prikinu og einnig verðum við með tónleika á Akureyri rétt fyrir jól. Að lokum? Súperstaaaar Texti: Hrefna & Steinunn. Myndir: Atli.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.