Orðlaus


Orðlaus - 01.12.2003, Síða 21

Orðlaus - 01.12.2003, Síða 21
3 ms og Stones voru í raun mestu mátar). Þeir þóttu ávallt hættulegri og grófari en hinir viðkunnalegu Bítlar. John Lennon söng "I wanna hold your hand" á meðan Mick Jagger kom flatt út, "I just wanna make love to you". The Stones voru kallaðir "ófríðasta band Bretlands", fyrsta alvöru úrkynjaða sleaze- rokkbandið. Það sem innrásarböndin Bresku gerðu gott fyrir tónlist var ekki bara að endurvekja rokkið frá dauðum heldur líka, með blúsáhrifunum, að leggja grunninn fyrir þyngri bönd einsog Led Zeppelin, sem risu einmitt úr ösku einnar innrásarsveitanna, The Yardbirds. Bandarískir aðdáendur innrásarbandanna, sérstaklega á vesturströndinni og miðríkjunum fóru að apa eftir hetjunum sínum (aðallega eftir grófasta innrásarbandinu, The Kinks). Þeir flykktust í bílskúrana með ódýra gítara og enga hæfileika og bjuggutil rífandi, þriggja-hljóma rokklög sem voru jafn gróf og þau voru spennandi. Hávaðinn var stilltur í botn til að fela lélegann gítarleikinn og söngvararnir, þar sem þeir kunnu ekki að "syngja", öskruðu því hástöfum með. Bílskúrs(garage)-rokk var það kallað og er sú tónlistartegund hinn sanni forfaðir pönksins. Neðanjarðarhetjur bílskúrsrokksins voru helstarThe Sonics, The Kingsmen ("Louie, Louie") og brimbrettaræflarnir í The Surfaris ("Wipeoutl"). Sum bílskúrsbönd meikuðu inná vinsældarlistana (t.d. The Troggs ("Wild Thing")) en flest voru þau of hávær og í rauninni of pönkuð til að ná hylli almúgans. Það er þó vel þess virði að skoða þessi bönd nánar, sérstaklega The Sonics, sem gerðu geðveikislega sveitt rokk n' Soul. Þeirra áhrifavaldar voru ekki bara rokkarar, heldur líka svartir listamenn þessa tíma og eru því sérlega fönkaðir, og með saxófónleikara innanborðs eru þeir með. Rithöfundurinn Ken Kesey ("One flew over the cuckoo's nest") er rétturnefndur faðir sækedelíunnar. ( kringum 1959 tók hann þátt í rannsóknum ríksisstjórnar Bandaríkjanna á eiginleikum skynvillulyfja: Meskalín, Psylocidin og LSD (sem var löglegt á þeim tíma). Hann kom til baka nýr maður og hóf að breiða út fagnaðarerindið. Kesey og annar frumherji sýrunnar, Tim Leary ("Turn on, tune in, drop out") hófu að kynna almúgann fyrir sýrunni með villtum partýum um gervöll Bandaríkin og áhrifin voru ekkert minna en bylting. Fólk víkkaði hugann og sá heiminn í nýju Ijósi. Fólk byrjaði að ganga í litríkum fötum, búa í kommúnum og hlusta á skrítna tónlist. Reyndar gerði það líka mikið af því að tapa vitinu og hoppa út um glugga, en það stoppaði ekki bylgjuna. LSD breytti gangi tónlistar svo um munaði. The Byrds var fyrsta bandið sem aðhylltist þessari heimsmynd sýrunnar til að ná almennri hylli. Skær, leikandi hljómur þeirra var sakleysislegur miðað við það sýrurokk sem koma skyldi, en cover þeirra á sýruskotnum lögum Bob Dylan ("Mr. Tambourine Man") voru fyrsti nasaþefur almennings af sækedelíu. Mikið af fyrstu sýruhausunum var lið sem stundaði kaffihúsin og Ijóðalestrarkvöldin og því var það engin furða að Folk-tónlistarenn voru fyrstir til að prófa sig áfram með rafmagnaða tónlist og listræna texta. Þessi tegund tónlistar var kölluð Folk- rock og þróaðist senn í sækedelískt rokk. The Lovin' spoonful, Jefferson airplane og sjálfir Bítlarnir byrjuðu að taka sýru og búa til tónlist undir áhrifum hennar. "Rubber Soul" er ein besta plata fyrstu sýruáranna. (lok árs 1965 stóð heimurinn á barmi algerrar byltingar hvað varðar lífsstíl og hugsunarhátt. Breytingin var í loftinu og allir gátu fundið það. Næstu ár voru eitthvert frjóasta og mest spennandi tímabil aldarinnar. Þessi áratugur ástar og friðar endaði reyndar með blóði, óeirðum og rugli, en í nokkur ár var ekkert ómögulegt og fólk hélt virkilega að það gæti breytt heiminum með nýjum hugsunarhætti, nýrri tónlist, og fullt, fullt af dópi. Ég mæli með eftirfarandi plötum tímabilsins, fást flestar í Skífunni: Bob Dylan -The Freewheelin' Bob Dylan The Beatles - Rubber Soul The Sonics - Here are the Sonics!!! The Rolling Stones - Out of our heads The Beach Boys - The very best of... /ndi hópur leigumorðingja að drepa Bob Marley. Marley fékk eitt skot en umboðsmaðurinn hans, Don Taylor, tók fimm skot þar af fóru fjögur í klofið á honum. Taylor sagði seinna að CIA hefði tekið þátt í árásinni. 2. Lífssmottó umboðsskrifstofunar Alan McGee er „Taktu jafn mikið af eiturlyfjum og hljómsveitin og vertu meira rock'n'roll en bandið." Þetta útskýrir hugsanlega hvers vegna Alex Nightingale, umboðsmaður Primal Scream, tapaði ávisun sem þeir höfðu fengið í verðlaun á Mercury Music Prize upp á 20.000 pund sama kvöld. Peningana notaði hann i að halda upp á sigurinn. 3. TLC fundu sinn fyrsta umboðsmann í gegnum hárgreiðslukonu T-Buz. Samband þeirra endaði á gjaldþroti og hárgreiðslukonan, Pebbels, heimtaði greiðslu frá hverjum og einum liðsmanni TLC upp á nákvæmlega 566.434. dollara. 4. Chris Lighty sem er umboðsmaður 50 Cent er ekki hræddur við að taka þátt í hip hop stríði. Á mix tape sem 50 Cent og Eminem tóku upp til að ráðast á Ja Rule skýtur Lighty á keppinaut sinn og stórlaxinn, Irv Gotti, með því að öskra i laginu " This is Chris Lighty. Fuck you, Irv Gotti!" 5. George Harrison sagði frá því að umboðsmaður þeirra, Brian Epstein, hefði eitt sinn boðið þeim 50 pund á viku alla ævi og hann myndi fá afganginn. Sem betur fer tóku þeir áhættuna og tóku ekki tilboðinu. 6. Andy Warhol sagði að þegar hann hefði verið umboðsmaður The Velvet Underground hefði hann ekki haft efni á að borga neinum. í staðinn hafði hann þá með sér í föruneiti hvert sem hann fór sem gerði þeim kleift að lifa á snittum og kampavíni á öllum listaverkasýningum sem Andy var boðið í. 7. Það eru margir sem vilja halda þessum málum innan fjölskyldunnar. Beyonce Knowles er stjórnað af pabba sínum, Ashanti af mömmu sinni, Ozzy af konunni sinni ... Auðvitað! Celen Dion af manninum sínum.The Police var stjórnað af bróður trommarans og Tony Bennett og Tom Jones af sonum sínum. 8. Fyrrum umboðsmaður Black Sabbath, Don Arden pabbi Sharon Osbourne, hafur verið ásakaður um að halda fyrrum umboðsmanni Bee Gees, Robert Stigwood, út um glugga á fjórðu hæð á ökklunum, berja fullt af keppinautum sinum úr tónlistarheiminum og fikta við vinsældarlistana á sjötta áratugnum. Árið 1987 var hann ákærður fyrir að halda fyrrum gjaldkera sínum í varðahldi og fyrir fjárkúgun. Gjaldkerinn sagði hann hafa reynt að kasta bréfapressu í hausinn á sér. Arden var ekki fundinn sekur og hefur aldrei verið dæmdu fyrir neitt. 1. Árið 1976, rétt fyrir The Smile Jamika tónleikana, re\

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.