Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 01.12.2003, Qupperneq 28

Orðlaus - 01.12.2003, Qupperneq 28
4- Það er fátt verra en að tenda í leiðinlegri borg þegar maður ætlar til útlanda að skemmta sór og enn verra er að vera áttavillt i borg sem á að vera rosalega spennandi en ramba ekki á neina spennu. Það er semsagt mikilvægt að hafa einhversskonar góðan leiðarvísi þegar maður kemur í fyrsta sinn á ókunnar slóðir. Ef þú skyldir leggja leið þína til New York þá er um að gera að fara til Brooklyn og tékka á Williamsburg hverfinu. Þar eru flestir íbúarnir (fyrir utan strangtrúaða gyðinga og pólverja) ungir, hipp og kúl og flestir, ef ekki allir, að gera eitthvað listrænt. Þá gildir einu hvort listin er tónlist, ritlist eða myndlist. Williamsburg hverfið er semsagt undirlagt af sætum stelpum og strákum sem iða í skapandi skinninu og þar er hellingur af stöðum sem svona fólk vill hafa í hverfinu sínu. Fatabúðir, kaffihús, draslbúðir, bókabúðir, plötubúðir, veitingastaðir o.s.frv sem mæta kröfum vonnabía, skapandi vonnabía, has bins og bins á aldrinum 20-35. Og það sem gerir þetta allt svo skemmtilegt er að þar er auðveldara að átta sig heldur en á Manhattan því Manhattan getur verið yfirþyrmandi ef maður er nýliði í stórborginni. i i ■ BLISS CAFE 191 Bedford Avenue Langi þig í góðan kaffibolla og grænmetisfæðu þá er Bliss hið besta mál. KOKIES Þar sem ég var stödd á Manhattan áður en ég kom til Williamsburg þá tók ég L-lestina á 14th street station á Union Square en L- lestin keyrir beina línu frá Manhattan til Brooklyn og fyrsta stöðin eftir að komið er yfir til Brooklyn er Bedford Avenue. Þar stígur maður úr lestinni og um leið og upp á stéttina er komið hefst fjörið. Bedford Avenue er ótrúlega lifandi og iðandi gata, full af kaffihúsum, veitingastöðum, búðum og búllum og út frá henni liggja þvergötur þar sem hægt er að finna margt og mikið hafi maður leiðarvísinn eða gædinn með sér. i i Á veggnum stendur Antique Lounge í dag, en ef vel er að gáð má sjá að það var áður skilti yfir svæðinu þar sem stendur Antique og á því stóð Kokies. Þangað til í júlí í fyrra var búlla þarna sem hét semsagt Kokies og Kokies var kókaín bar. Kókaín bar sem var opinn langt fram á morgun. Mafían rak búlluna í góðu yfirlæti og í fleiri, fleiri ár tókst þessum "Soprano" gaurum að komast hjá böstinu, en í fyrra var partíið svo búið. Til að komast inn á Kokies þurfti maður víst password og það var ekki flókið að brjóta þann kóða. Þú hringdir dyrabjöllunni og eftir að skörótt andlit birtist í lúgunni og þú muldraðir leyniorðin var þér hleypt inn í Jólalandið þar sem snjóboltarnir flugu um loftið og tönnum var gníst í hömluleysi eða þar til Guilliani borgarstjóri kom til sögunnar og hreinsaði borgina upp með sinni eftirminnilegu framtaksemi. Núna er þetta huggulegt, reyklaust “lounge" þar sem sem stelpur hanga og þamba kokteila. Alveg seif og ekkert rugl. ■ i ■ ■ i ■ ■ ■ a i ■ ■ i • i ■ ■ ■ i i ■ ■ ■ i ■ ■ ■ ■ ■ ■ i ■ i BEACONS CLOSET 110 Bedford Ave. Brookiyn, NY 11211 Algjörlega frrrrrábær Second Hand búð. Þarna er hægt að skipta á fötum, kaupa föt og selja. Allt á mjög góðu og viðráðanlegu verði og endalaust hægt að finna eitthvað flott. MINI MALL Mollið á Bedford er kallað smá mollið eða, The Mini Mall. Þar er að finna: Plötubúð sem sérhæfir sig í Indí rokki og undarlegri tónlist. Mjög artý stelpufataverslun, Mini Mini Mart, sem selur kúl stuttermaboli, fyndar buxur, skartgripi, leikföng, límmiða, töskur og allt of dýr krútt-kríp föt fyrir stelpur sem vilja vera spes týpur. Meiriháttar ostabúð. Æðisleg vínbúð. Tölvubúð. Jóga stúdíó þar sem hægt er að ná úr sér New York stressinu. og... Second Hand búð sem heitir The Girdle Factory og selur allskonar flott notuð föt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.