Orðlaus - 01.04.2005, Page 16
"Það er flott, segðu honum að hann
sé Pele og sendu hann aftur inn á."
John Lambie, framkvæmdastjóri, þegar
honum var sagt að sóknarmaður sem
hafði fengið heilahristing vissi ekki hver
hann væri.
"Ég eyddi miklu af peningunum
mínum í brennivín, gellur og
hraðskreiða bíla. Afgangnum eyddi
ég í vitleysu."
George Best
"Ég er ekki sáttur við sóknarleikinn,
sumir leikmennirnir myndu ekki
hitta rassgatið á belju með banjói."
Dave Bassett
"Ég fékk högg á vinstri ökklann,
en eitthvað sagði mér að það hefði
verið sá hægri."
Lee Hendrie
"Ég sé gulrótina í myrkrinu."
Stuart Pearce
"Ég gæti ekki verið hamingjusamari,
en ég hef svo sem verið
hamingjusamari."
Ugo Ehiogu
"Án þess að ég ætli að skella
skuldinni alfarið á David Beckham
þá er Ijóst að tapið var honum að
kenna."
lan Wright
Tekið af fotbolti.net
"Það er alveg pottþétt að ég vil að
Brooklyn verði kristinn, ég veit bara
ekki ennþá í hvaða trú."
David Beckham
"Við töpuðum vegna þess að við
unnum ekki!"
Ronaldo
"Mig langar að spila fyrir ítalskt lið,
eins og Barcelona."
Mark Draper
"Mér er alveg sama þótt við töpum
hverjum einasta leik, svo f ramarlega
sem við vinnum deildina."
Mark Viduka
"Ef ég gengi á vatni, þá myndu þeir
sem gagnrýna mig segja að það væri
vegna þess að ég væri ósyndur."
Berti Vogts, þjálfari Þýskalands
"Það sem ég sagði við þá í hálfleik
væri óprenthæft í útvarpinu."
Gerry Francis
"Á undarlegan hátt virtist sem
boltinn hengi í loftinu enn lengur,
þegar þetta var endursýnt hægt."
David Acfield
"Newcastle, að sjálfsögðu, ósigraðir
í síðustu fimm sigurleikjum sínum."
Brian Moore
"Það er þeirra mál hvað þeir segja
um leikmenn liðsins, enginn vill
vera gagnrýndur, sérstaklega ekki
af leikmönnum sem munu eyða
sumrinu í Disneylandi en ekki
Japan".
Phil Thompson þjálfari Liverpool um
Kluivert og De Boer en hollenska liðið
komst ekki á heimsmeistaramótið.
LISTI,
FORTIÐAR
DRATTA
Að vera í nýju sambandi er góð skemmtun. Það er svo
margt að tala um. Langt fram eftir nóttu er talað og
knúsast og talað meira. Tilfinningum deilt, leyndarmál
afhjúpuð og spurninga spurt sem færa þig nær því
hvers konar manni þú ert að hleypa upp á þig.
Því fleiri sem kjaftaknúsinæturnar verða því fleiri verða
samtölin og því framhleypnari verða spurningarnar.
Og einn daginn þegar þér er farið að líða ansi vel í
kjaftaknúsihorninu og ert hætt að vera á varðbergi
gagnvart spurningum sem gætu komið þér i klandur...
þá kemur hún... spurningin sem getur sett þig í The
Klandur... Hvað ertu búin að sofa hjá mörgum?
Ef þú ert búin að ræða lítillega
um fyrrverandi kærasta þannig
að hann veit um nokkra sem þú
ert búin að sofa hjá en þú ert
ekki viss um hversu marga þá
skaltu reikna út hversu marga þú
ert nú þegar búin að gefa upp og
hversu margir þeir í raun eru og
farðu tæplega milliveginn, svo er
bara að krossleggja fingur.
Best er að undirbúa sig lítillega
fyrir þessar aðstæður. Skrifaðu
niður lista fortíðardrátta og
farðu vel ígegnum hann. Þaðeru
vissir gæjar sem hægt er að strika
út en aðra ekki. Fyrrverandi
kærastar sem eiga eftir að koma
í umræðuna verða að vera með,
sá fyrsti verður líka að vera með.
Hinsvegar má sleppa þeim sem
þú hefur ekki séð í laaaaangan
tíma og þú kemst upp með að
Ef þú situr uppi með tölu á bilinu
10-13 skaltu leggja þig alla fram
við að reyna að ná henni niður í
9. Eins stafs tala hljómar betur
en tveggja stafa, og ég þarf ekki
að taka það fram að tveggja
stafa tala er betri en þriggja
stafa.
Umfram allt, sama hvaða tölu þú
ákveður að gefa upp, þá skaltu
alltaf segja töluna á þann máta
að þér finnist hún vera doldið
smá há. Ekki skammast þín eða
afsaka þig, en ekki segja bara
- já já elskan mín ég er búin að
sofa hjá 50 manns og hafði bara
gaman af því - mildaðu höggið
og segðu - já ég veit þetta er
kannski meira en það ætti að
vera en mig langaði til að prófa
og lifa lífinu og veistu ég líka
þekki langanir mínar betur núna
Ég get sagt ykkur það stelpur að
þið viljið ekki vera óundirbúnar
þegar kemur að þessari
spurningu. Sumir karlmenn
eru nefnilega ansi viðkvæmir
fyrir því hversu há þessi tala
er, því sumir karlmenn vilja
helst að þeir séu eini maðurinn
sem þú hefur nokkurn tímann
verið með. Ekki að við eigum
að skammast okkar fyrir þá
ótrúlega heppnu menn sem
voru þess heiðurs aðnjótandi að
fá að taka aðeins í okkur. Ef þú
ert sátt við þann fjölda sem þú
hefur stunið með þá gefur þú
fjöldann upp og vonandi hefur
gæinn nægilega mikinn þroska
til að taka því. Það verður samt
að viðurkennast að mýtan um
að konur eigi ekki að sofa hjá
er enn til staðar og því er full
ástæða til að fara varlega. Það
eru bara sumir hlutir sem við
reynum að "hlífa" nýjum gæja
við ef svo má að orði komast.
Við sitjum ekki heilu og hálfu
dagana og ræðum um frábæra
kynlífið sem við áttum með
Dúdda upp um alla veggi, inni
í lyftunni, ofan á píanóinu, úti
á svölum þegar við fengum
þrefalda fullnægingu og sleik á
eftir. Við segjum frekar - niiiiii
hann var ekkert spes... hann
var so fljótur að fá það greyið
- Alveg eins opinberum við
ekki tölur um mál sem geta
valdið varanlegum skaða. Við
erum konur... við fegrum hluti.
Það eru til aðferðir við að rúnna
þessa tölu af svo hún hljómi ekki
einsog skerandi öskur sem fyllir
svefnherbergið, þeytirsænginni
uppí loft og þér út á pall.
Það versta sem þú getur gert
í þessari stöðu er að virkilega
svara spurningunni. - ég hef
sofið hjá 34 strákum, Stráksa
sem var rosa fínn, Gaura sem
var ekki svo góður, Dúdda sem
ég man eiginlega ekki eftir og
síðan var það Blesi brjóstasjúki
sem ... jarí jarí jarí -
Einnig er það mjög óþægilegt
þegar þið hafið nú þegar rætt
gömul sambönd og hjartasorgir
og þú manst ekki hversu mörg
nöfn hafa nú þegar komið
fram.
Og einn daginn þegar þér er farið að líða ansi vel í
kjaftaknúsihorninu og ert hætt að vera á varðbergi
gagnvart spurningum sem gætu komið þér í klandur
... þá kemur hún ... spurningin sem getur sett þig í
The Klandur... hvað ertu búin að sofa hjá mörgum?
segja - nei hann þekkti vinkonu
mína - ef þú óvart rekst á hann
með nýja gæjanum. Einnig má
taka út sona einnarnáttara sem
eiga aldrei eftir að koma til tals.
Þannig má væntanlega grynnka
verulega á hópnum. Passiðykkur
samt að draga ekki of mikið úr,
þetta verður að vera raunhæf
tala. Ekki segja 3 þegar hann
veit allavega um 3 sem þú hefur
verið í samböndum með, þá ertu
að koma þér i bobba, því ekki
má gleyma því að við búum nú
einu sinni á íslandi þar sem allir
þekkjast og allir vita allt um alla
og allir segja öllum allt.
og kann betur að meta þegar
ég hitti frábæra menn einsog
þig.... (slurp og slef) -
Og alls ekki horfa upp og til
vinstri á meðan þú hugsar þig
um, það sýnir glögglega að þú
ert að Ijúga. Annars finnst mér
best að segja - eftir að hafa
verið með þér þá man ég ekki til
þess að hafa verið með nokkrum
öðrum manni -
Eigið góða hagræðingu
Jóhanna