Bændablaðið - 24.05.2005, Side 2
2 Þriðjudagur 24. maí 2005
Eiríkur Davíðsson,
bóndi á Kanastöðum
Er að ljúka
viðskipta-
fræði í gegn-
um fjarnám
Eiríkur Davíðsson, bóndi á
Kanastöðum í Rangárþingi
eystra, hefur stundað nám í
viðskiptafræði í Háskólanum í
gegnum fjarnám og er á loka-
sprettinum. Hann var með
ISDN nettengingu þar til í
janúar sl. að hann fékk Emax
háhraða nettengingu og segist
hann nú geta fengið allt efni
sem hann þarfnast á Netinu.
Meðan hann var með ISDN
tenginguna gat hann ekki not-
að þá fyrirlestra sem eru að-
gengilegir á Netinu og þurfti
að fara á Hvolsvöll eða Selfoss
til að hlýða á þá. Hann segir
muninn á ISDN og Emax teng-
ingunum vera eins og á hjól-
börum og dráttarvél með
sturtuvagni.
,,Þegar maður er kominn
með háhraðatengingu nýtir mað-
ur sér Netið miklu meira bæði til
upplýsingaöflunar, skemmtunar
og fróðleiks. Nú er ekki rukkað
fyrir hverja einustu sekúndu sem
verið er á Netinu eins og gert var
þegar maður var með ISDN
tenginguna. Það er með ólíkind-
um hve mikill áróður hefur verið
rekinn fyrir ágæti ISDN tenging-
arinnar fyrir dreifbýlið. Það er
bara bull,“ segir Eiríkur
Hann var spurður hvernig
það hafi komið til að bóndi aust-
ur í Rangárþingi hafi farið í við-
skiptafræði í háskóla? Hann seg-
ist ekki ætla að hætta búskap og
fara að starfa sem viðskiptafræð-
ingur. Hann hafi farið í námið
sér til gamans og til að lífga
uppá heilasellurnar, eins og hann
kemst að orði, en bendir líka á
að mikill fróðleikur sé í náminu.
Eiríkur segir að námið muni
nýtast honum í búskapnum við
eigið bókhald og framtal. Svo sé
möguleiki á að taka að sér bók-
hald fyrir aðra, jafnvel að stofna
bókhaldsstofu meðfram bú-
skapnum.
Strokkur ræskir sig!
Á aðalfundi Sláturfélags Aust-
urlands kynnti Sigurjón Bjarna-
son, framkvæmdastjóri félags-
ins, helstu niðurstöður úr könn-
un sem staðið hefur yfir frá síð-
asta hausti um möguleika þess
að hefja á ný rekstur afurða-
stöðvar á vegum félagsins. Hann
sagði í samtali við Bændablaðið
að vissulega væri hér ekki um
borðleggjandi dæmi að ræða en
sér sýndist þetta helsta leiðin til
að hefja rekstur á nýjan leik. Á
aðalfundinum, þar sem hug-
myndin var kynnt, var henni al-
mennt vel tekið en stefnt er að
því að kynna þetta fyrir bænd-
um með fundahöldum á öllu
svæðinu. Héðan af verður það
þó ekki fyrr en að loknum sauð-
burði.
Sigurjón segir að afkoma slát-
urleyfishafa sé almennt ekki góð
og því verði nýtt sláturhús og af-
urðarstöð að móta sér sérstöðu.
Sem dæmi um slíkt nefnir hann
eftirfarandi fimm atriði.
Tími frá aflífun til frystingar
kjöts verði lengri en tíðkast hjá
öðrum sláturleyfishöfum. Rann-
sóknir frá Nýja-Sjálandi staðfesta
að þriggja sólarhringa frestur til
frystingar gefur mest bragðgæði.
Nýtt hús hafi vottun fyrir lífræna
framleiðslu, skrokkar verði snyrtir
og teknir í sundur í sjö parta fyrir
frystingu. Þess verði freistað að
selja sem stærstan hluta fram-
leiðslunnar ferskan, jafnt innan-
lands sem til útlanda. Fyrirfram
verði lögð drög að markaðssetn-
ingu og hámarksnýtingu innmatar.
Framleiðsluaðferðin verður
svolítið öðruvísi en almennt gerist
og gæðin eiga að verða meiri við
það.
Rætt er um að reisa sláturhús
þar sem unnt verði að slátra 5-600
fjár á dag. Kjötsalur hússins verði
af yfirstærð svo unnt verði að lag-
era kjöt til að ná hámarks gæðum.
Slátrað verði annan hvern dag,
mánudag, miðvikudag og föstudag
í sláturtíðinni. Í húsinu starfi 12
manns sem fái vissa þóknun pr. kg
í laun sem skiptist innan hópsins í
hlutfalli við unnar stundir. Þriðju-
dagar, fimmtudagar og laugardag-
ar verði nýttir til sundurtöku kjöts,
snyrtingu þess og frágang fyrir
frystingu. Kælirými verði fjórskipt
og innréttað þannig að hámarksaf-
köstum og hagræðingu verði náð.
Sigurjón segir ljóst að fá þurfi
öfluga fjárfesta til að koma að
þessu. Í fyrirliggjandi drögum að
áætlun er reiknað með að stofn-
kostnaður nýs húss verði 160
milljónir króna, eigið fé af stofn-
verði 90 milljónir króna og stofn-
lán 70 milljónir króna. Gert er ráð
fyrir að flytja út 25% af fram-
leiðslunni. Meðalverð til bænda af
innanlandsmarkaði verði 290
krónur pr. kg. Meðalverð til
bænda til útflutnings verði 185 kr.
á kíló. Sláturlaun verða 34 krónur
á kíló.
Sláturfélag Austurlands
Rætt um að byggja nýtt
sláturhús á Austurlandi
Vatnsveitu-
mælingar á
Vestur- og
Suðurlandi
Vatnsveituráðunautur
Bændasamtaka Íslands verð-
ur á ferð um Vestur- og Suð-
urland fyrri helming júní-
mánaðar. Þeir sem telja sig
þurfa á ráðleggingum hans að
halda eru beðnir að hafa sam-
band við næstu héraðsráðu-
nauta nú fyrir mánaðamót og
þeir koma óskunum til skila.
Þeir sem ætla ekki í fram-
kvæmdir fyrr en í haust eða
jafnvel á næsta ári geta ekki
gert ráð fyrir að ráðunauturinn
geti komið þá, og því er best að
fá hann sem fyrst.
Mörg vandamál sem upp
kunna að koma, þegar lögð er
ný vatnsveita eða endurbætur
gerðar á þeirri sem fyrir er, má
leysa í gegnum síma. Eitt símtal
er ódýrara en að fá ráðunautinn
um langan veg til að skoða að-
stæður, sem er þó stundum
óhjákvæmilegt. Sími Óttars
Geirssonar vatnsveituráðunaut-
ar er 563 0301 og netfang
og@bondi.is, Hann er við
flesta daga frá kl. 8 - 12.
Nám við LBHÍ -
umsóknarfrestur
að renna út
Nú fer hver að vera síðastur til
að sækja um nám við Landbún-
aðarháskóla Íslands fyrir næsta
haust, umsóknarfrestur rennur
út 10. júní næstkomandi. Þegar
hefur mikið skilað sér af um-
sóknum auk þess sem mikið er
um fyrirspurnir um nám við
skólann. Boðið er upp á nám á
þremur námsbrautum á há-
skólastigi næsta haust: búvís-
indabraut, náttúru- og um-
hverfisfræðibraut og umhverfis-
skipulagsbraut (landslagsarki-
tektúr).
Af starfsmenntabrautum skól-
ans verða bara teknir in nemendur
á búfræðibraut (bæði staðarnám
og fjarnám) næsta haust, ekki
verður innritað á garðyrkjubrautir
fyrr en á næsta ári. Þær eru:
blómaskreytingabraut, garð- og
skógarplöntubraut, skógræktar-
braut, skrúðgarðyrkjubraut, um-
hverfisbraut og ylræktarbraut.
Sumarbústaðabyggð í Sælingstungu
Dalamenn vilja smíða bústaðina sjálf-
ir og skapa atvinnu heima í héraði
Sveitarstjórn Öxarfjarðar-
hrepps hefur samið við fjóra
aðila um að annast grenja-
vinnslu og minkaveiðar á
fjórum svæðum í hreppnum
2005 til 2008. Rúnar Þórar-
insson, oddviti Öxarfjarðar-
hrepps, segir að sveitarfélagið
nái yfir gríðarlega stórt land-
svæði og því hafi verið ákveð-
ið að skipta því upp í fjóra
hluta og semja við fjóra um
veiðarnar.
Rúnar segir að veiðarnar
verði með svipuðum hætti og
verið hefur nema að nú verði
veiðimenn að hnitsetja (GPS)
þau greni sem þeir finna. Með
því móti má fá betri yfirsýn yfir
það hvar dýrin halda sig og
hægt að ganga að þeim grenjum
vísum í framtíðinni. Hann segir
að fyrir nokkrum árum hefðu
menn farið út í að hnitsetja
greni en þá var enn inni ákveðin
staðsetningarvilla í GPS sem er
kennd bandaríska hernum og
því gafst merkingin ekki vel.
Nú er búið að lagfæra villuna
og merkingin orðin nákvæm.
Það er nokkuð misjafnt eftir
svæðum hve mikið er um ref í
Öxarfjarðarhreppi. Rúnar segir
að ekki sé eins mikið af ref á
Sléttunni og var en fram í sveit-
inni verði alltaf eitthvað vart
við tófu og heldur meira en ver-
ið hefur um árabil. Hins vegar
segir hann að mink hafi snar-
fækkað í Öxarfjarðarhreppi.
Eina skýringin sem menn hafi á
því séu meiri veiðar en áður
enda hafa þær verið stundaðar
af kappi undanfarin ár.
Hlutur ríkisins í kostnaði
við refa- og minkaveiðar á móti
sveitarfélögunum hefur verið
snarlækkaður. Rúnar segist telja
að kostnaður hreppsins við
þessar veiðar verði aldrei minni
en 1200 til 1300 þúsund krónur
á ári.
Ætla að hnitsetja
greni í hreppnum
Leifshátíð
Ákveðið hefur verið að
Leifshátíð fari fram í sumar
dagana 8. til 10. júlí n.k. að
Eiríksstöðum í Haukadal
Fjör í Flóanum
Kynningarhátíð ferðaþjónustu í
Austur-Flóa verður 27. - 29. maí.
Sjá nánar heimasíðuna
www.floi.is
"Helst þyrfti að tryggja að engri lóð
verði úthlutað nema með byggðum
sumarbústað, sem Dalamenn hafa
reist. Með því myndi veltan við
uppbygginu svæðisins hlaupa á
nokkrum hundruðum milljóna
króna og mikil atvinna skapast fyrir
heimamenn. Til þess að þetta takist
sem best er mikilvægt að heima-
verktakar taki sig saman um upp-
bygginguna. Standa þarf þannig að
málum að þegar framkvæmdum
lýkur í haust á vegum sveitarfélags-
ins, sem hér hefur verið gerð grein
fyrir, að þá geti verktakar farið í
uppbyggingu á svæðinu. Hér er um
mikla hagsmuni að ræða fyrir Dala-
menn, ekki einungis verður um
mikla vinnu að ræða við uppbygg-
ingu svæðisins heldur mun skapast
ýmiss konar eftirspurn eftir þjón-
ustu og vörum. Eigendur sumarbú-
staðanna munu sækja í þjónustu og
verslun á svæðinu. Uppbyggingin
og eftirspurn eftir þjónustu mun
skapa ný störf í Dalabyggð. Með
aukinni eftirspurn má gera ráð fyrir
að hægt verði að efla þjónustuna
við heimamenn. Líklegt er að þegar
sumarhúsasvæðið verður fullbyggt
geti íbúum og dvalargestum í Dala-
byggð fjölgað um a.m.k. 200 t.d.
um helgar á sumrin. Hvaða áhrif
má gera ráð fyrir að það hafi á
verslun og þjónustu í sveitarfélag-
inu?“ - sagði Haraldur í fréttabréfi
sem gefið var út fyrir skömmu og
dreift um Dalina.
Nú eru Dalamenn að skoða skipulagningu sumarhúsabyggðar í Sæ-
lingsdalstungu en búið er að staðfesta deiliskipulag. Rætt er um að
svæðinu fylgi a.m.k. níu holu golfvöllur og RARIK er að kanna með
heitt vatn. Haraldur L. Haraldsson, sveitarstjóri segir að stefnt sé á
framkvæmdir síðar á árinu og að heimamenn smíði bústaðina og
auki þannig á atvinnu heima í héraði. Samtals er um að ræða um 70
bústaði á svæðinu, þ.e. á Laugum og í Sælingsdalstungu.