Bændablaðið - 24.05.2005, Síða 8

Bændablaðið - 24.05.2005, Síða 8
8 Þriðjudagur 24. maí 2005 Fyrir skömmu var í Hvanneyr- arfjósi settur upp búnaður til að blanda steinefnum og snefilefn- um í drykkjarvatn kúnna á Hvanneyri. Síðustu árin hafa verið notaðir snefilefnastautar í gripina en ákveðið var að skipta þeim út fyrir fljótandi efnalausn. Þessi lausn kostar svipað og stautarnir en hefur þann kost að upptaka gripanna fylgir drykkj- armynstri þeirra og þannig er auðveldara að fylgja nytháum kúm eftir. Helsti gallinn við blöndun í drykkjarvatn er að víða eru smúlkranar á sömu vatnslögn og drykkjarvatnið og annars staðar eru fleiri en ein aðskilin drykkjarlögn fyrir grip- ina. Til að hægt sé að skammta steinefnin inn á vatnslögnina þarf að setja rennslismæli inn á hana. Gaman er að geta þess að fyrstu tvo sólarhringana drukku gripirnir í Hvanneyrarfjósinu 8600 lítra eða um 4300 lítra á sólarhring. Þetta er fyllilega í samræmi við þær leið- beiningar sem við höfum gefið út: Gripur l/dag Kálfur 100 kg 10 Kvíga 200 kg 15 Kvíga 300 kg 20 Kvíga 400 kg 25 Geldkýr 35 Kýr í 10 kg nyt 70 Kýr í 20 kg nyt 85 Kýr í 30 kg nyt 95 Kýr í 40 kg nyt 105 Það þarf engum að blandast hugur um að til að fullnægja drykkjarþörf kúnna þarf mjög gott brynningarkerfi. Ef kýrnar ná ekki að drekka nóg kemur það mjög fljótt niður á nytinni. Til viðbótar þarf að huga sér- staklega að afköstum drykkjar- skála. Nauðsynlegt er að drykkjar- skálarnar anni að lágmarki 10 l/mín. Þetta er auðvelt að mæla með því að fylla drykkjarskál af vatni, setja fötu undir skálina og halda síðan ventlinum inni í eina mínútu og mæla síðan hversu mik- ið hefur runnið í fötuna. /Torfi Jóhannesson Á síðustu 3-4 árum hefur auk- ist mjög umræða um mismun- andi fóðurþörf og fóðurnýt- ingu einstakra dýra. Þessi munur á einstaklingum innan sömu tegundar er reyndar vel þekktur í öðrum búgreinum eins og t.d. svína- rækt. Til eru til- raunir í loðdýra- rækt sem staðfesta að fóðurnýting loð- dýra erfist milli ein- staklinga sem þýðir í raun að hægt er að velja til ræktunar einstaklinga sem nota hlutfallslega lít- ið fóður miðað við heildina en vaxa meir og skila í heild meiri afurðum. Nú er þessi eiginleiki hins vegar ekki með í ræktun- arstarfinu þar sem mjög erfitt hefur verið að mæla fóður- notkunina úti á búunum. Nú er hins vegar komin tækni sem gengur út á að stærð hvers fóð- urklatta sem skammtaður er á búrið úr fóðurvélinni ákvarð- ast af tölvu sem stýrir fóður- dælunni. Við tölvuna er tengd- ur skanni sem les númerið á korti dýrsins um leið og keyrt er framhjá búrinu þannig að tölvan veit hvaða einstaklingur er í viðkomandi búri. Til að mata tölvuna af upplýsingum um einstaklingana þurfa bændurnir að ganga einn hring í húsunum að morgni dags með tölvuna og skrá inn hvort bæta eigi við dýrið eða draga úr fóður- magninu. Allt eftir því hvernig átið hef- ur verið frá því síð- ast var gefið og hvar í framleiðsluferlinu (vetrarfóðrun, með- ganga, mjólkurskeið eða vaxtarskeið) viðkomandi dýr er. Eftir árið er síðan hægt að sjá hversu mikið fóður fór í við- komandi dýr. Innan tíðar opn- ast síðan fyrir þann möguleika að keyra þessar upplýsingar inn í skýrsluhaldsforritið og þar með að taka tillit til þeirra við val á einstaklingum til ásetnings. /EE Líkamsþungi, frá kg 100 200 300 400 500 600 700 Hæð á brynningarskálar, hámarkshæð frá gólfi, m 0,5 0,5 0,6 0,6 0,7 0,7 0,7 Fjöldi gripa á brynningarskál 10 10 8 8 6 6 6 Hæð drykkjarkara, hámarkshæð frá fótþrepi, m 0,6 0,7 0,8 0,8 0,9 0,9 0,9 Dýpt drykkjarkara, m 0,2 0,3 0.4 0.4 0.4 0.4 0.4 Fjöldi gripa á hvern metra drykkjarkars 20 17 13 12 11 10 10 Lengd þreps, m (frá brún drykkjarkars til þrepbrúnar) 0,4 0,4 0,4 0,4 0,5 0,5 0,5 Hæð þreps, m 0,15 0,15 0,15 0,20 0,20 0,20 0,20 Breidd þvergangs með drykkjarkari, m 2,30 2,90 3,25 3,55 3,60 3,60 3,60 Hæð drykkjarstúta, m 1,00 1,15 1,30 1,40 1,45 1,50 1,50 En hvaða kröfur þarf að gera til brynningarkerfa. Á heimasíðunni www.fjos.is er að finna grein um brynningu mjólkurkúa eftir Óðin Gíslason. Þar er m.a. eftirfarandi tafla: Vatn fyrir nautgripi Einstaklings- fóðrun minka Hver er tilgangur ferðar ykkar til Ís- lands nú? Við viljum ræða samstarf okkar um framleiðslu og dreifingu eyrna- merkja í nautgripi og svín og kynnast viðhorfum og reynslu bændanna af merkingunum og sjálfum merkjun- um. Einnig vildum við ræða við bændur um vandamálið með aflitun merkjanna og kanna umfang þess. Í tengslum við einstaklingsmerkingar sauðfjár höfum við einnig áhuga á að kynna okkur nýjar reglur stjórnvalda um þær. Með heimsókn á Tilrauna- búið á Hesti og til nokkurra sauðfjár- bænda gafst okkur kjörið tækifæri til að kynnast sauðfjárrækt og sauðfjár- merkingum. Fyrirtækið okkar hefur vissulega áhuga á þeim markaði og vill vera undir það búið þegar nýjar merkingareglur sauðfjár taka gildi. Hvernig finnst ykkur til hafa tekist með merkingar nautgripa hér á land.? Ef aflitun merkjanna er frá talin finnst okkur vel hafa til tekist. Bændasamtökin og Os hafa útbúið rafræna, örugga og einfalda ferla þannig að pantanir, skráning upplýs- inga, framleiðsla og dreifing á merk- um gengur sjálfvirkt og vandkvæða- laust. Nú höfum við ákveðið að stytta pantanaferli merkja um helm- ing og afgreiða merkjapantanir hálfs- mánaðarlega. Nú kemur í ljós að eyrnamerkin aflit- ast hjá allmörgum kúabændum. Hvað veldur þessum litarbrigðum? Í þéttum fjósum, með ónóga loft- ræstingu og loftstreymi úr haughús- kjöllurum mengast fjósloftið af ammoníaki og öðrum óæskilegum lofttegundum. Þetta veldur litar- brigðunum að meira og minna leyti. Þar sem gripir eru á básum eða í lausgöngufjósum með hauggeymslur til hliðar er aflitun merkjanna lítil eða hverfandi. Frumorsök litarbrigðanna er þó að nú er af umhverfisástæðum óheimilt nota þungmálmana blý og kadmium í merkjalitinn, en þau gera litinn stöðugan. Framleiðendur plastsins í merkjunum hafa enn sem komið er ekki náð að þróa umhverf- isvæna lausn með sama stöðugleika litarins og var meðan blý og kadmi- um voru notuð. Á fyrirtæki ykkar við sömu vandamál að glíma á öðrum mörkuðum ? Vandamálið tengist einkum norðlægum slóðum þar sem naut- gripir eru veturlangt í einangruðum, þétt- um og rökum fjós- um. Vandamálið er bundið við Noreg, Svíþjóð og Ísland. Í löndum, þar sem loftslag og húsvist er með öðrum hætti, er vandamálið nánast óþekkt. Við getum nefnt að Os Husdyr- merkefabrikk selur til Bretlands um 600 þúsund nautgripa- merki af nákvæm- lega sömu gæðum og úr sama efni og þau sem íslendingar kaupa. Þar er þetta vandamál óþekkt. Hvaða úrlaus getið þið boðið ís- lenskum nautgripabændum? Við gerum okkur fulla grein fyrir vandanum og vinnum markvisst að því að finna varanlega lausn. Á veg- um okkar og samstarfsaðila okkar fer fram umfangsmikil rannsókna- og þróunarvinna sem miðar að því að finna framleiðsluaðferð sem kemur í veg fyrir aflitun merkjanna án þess að nota þurfi blý eða kadmium. Við erum viss um að okkur muni takast það en við þurfum einhvern tíma til þess. Um leið og fullprófuð, ásætt- anleg lausn finnst munum við bjóða íslenskum bændum, sem eru með ill- læsileg merki, að framleiða ný þeim að kostnaðarlausu. Aflitast eyrnamerki í sauðfé ? Við framleiðum yfir tvær millj- ónir sauðfjármerkja sem seld eru í Noregi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að í þessum löndum sé sauðfé á innistöðu í þéttum húsum veturlangt er lesan- leiki merkjanna alls ekki vandamál. Loftmengun í fjárhúsum virðist mun minni en í fjósum. Hefur fyrirtæki ykkar áhuga á að selja íslenskum bændum sauðfjár- merki þegar reglur um einstaklings- merkingar taka gildi hér á landi? Við erum stærsti framleiðandi sauðfjármerkja á Norðurlöndum og höfum áratuga reynslu af merking- um. Vissulega höfum við áhuga á að nýta reynslu okkar og markaðsstöðu á Íslandi og vonumst til að geta átt góða samvinnu við sauðfjárbændur og sláturleyfishafa í því efni. Sauðfjárbændur eru áhugasamir um að nota rafræn merki í sauðfé. Hvenær reiknið þið með að geta boð- ið fullprófuð rafræn eyrnameri? Frá og með næsta hausti, 2005, getum við boðið fullprófað, heild- stætt rafrænt merkjakerfi ásamt les- búnaði. Lokaprófun fer nú fram í samvinnu við GILDE NORSK KJÖTT - samtök norskra sláturhúsa. Nýlega tókum við þátt í útboði á sauðfjármerkjum í Danmörku og nýju rafrænu sauðfjármerkin frá okk- ur urðu fyrir valinu í danska opinbera merkjakerfinu. Framleiðsla hefst nú í sumar. Hvað munu rafrænu merkin kosta samanborið við venjuleg eyrna- merki? Miðað við það magn sem mark- aðurinn spyr um í dag reiknum við með að þau kosti 3-4 sinnum meira en venjuleg merki. Við erum sann- færð um að hluti af verðinu skili sér í auknu lesöryggi hjá bóndanum, í ræktunarstarfinu, heilsufarsskrán- ingu dýralækna og hjá sláturhúsun- um. Að lokum? Eftir þau fjölmörgu samtöl sem við áttum við fagstarfsmenn landbúnað- arins og ekki síður heimsóknir til bænda erum við mjög hrifin af bú- fjárrækt ykkar. Það sem við sáum einkenndist af fagmennsku á öllum sviðum og sérlega ánægjulegt var að kynnast því hve íslenskir bændur eru stolt og lífsglöð starfsstétt. Móttökur voru alls staðar höfðinglegar og ferð- in var okkur afar lærdómsrík. Komu til landsins til að ræða við bændur um aflitun merkja Tvö ár eru síðan samstarf hófst við merkjaframleiðandann Os Husdyr- merkefabrikk AS í Noregi um framleiðslu og dreifingu á forprentuðum eyrnamerkjum í nautgripi. Fyrir skömmu voru framkvæmdastjórinn, Wenche Wikan Ligård, og Egil Wikan verkefnisstjóri og stjórnarmaður stödd hér á landi. Hingað komu þau til að hitta starfsmenn Bændasam- takanna, landbúnaðarráðuneytisins og yfirdýralæknis. Þau heimsóttu nokkra kúa- og sauðfjárbændur og ráðunauta í Eyjafirði og á Vestur- landi, forsvarsmenn sláturleyfishafa og Norðlenska og framkvæmda- stjóra LK til að kynnast viðhorfum til einstaklingsmerkinga nautgripa. Tíðindamaður Bændablaðsins hitti þau Wenche og Egil að máli. Os Husdyrmerkefabrikk AS Eignarhald: Hlutafélag fjölskyldu í eigu systranna Wenche Wikan Ligård og Elisabeth Wikan Heidtmann sem eru þriðja kynslóð frá stofnanda. Stofnað: Skömmu fyrir seinna stríð. Fyrst sem hluta- eða tómstunda- starf við hlið sauðfjárbúskapar. Dótturfélög: Stallmästaren AB í Svíþjóð er í eigu fyrirtækisins. Það er markaðsleiðandi fyrirtæki í sölu, framleiðslu og dreifingu merkjabúnaðar á sænska markaðnum. ID&Tracebak Systems AS i Noregi er fyrirtæki sem þróar REID-vörur fyrir búfé, rafræn eyrnamerki, vambarörmerki og lesbúnað. ID&T er einnig markaðsfyrirtæki samsteypunnar utan Norðurlandanna. Framleiðsluvörur: Venjuleg og rafræn eyrnamerki fyrir allar búfjárteg- undir (nautgripi, sauðfé, geitur, svín, hreindýr og hjartardýr). Framleiðsla á sauða- og kúabjöllum, hálsböndum og útbúnaði fyrir búfjárrækt. Aðal markaðssvæði 2004: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Ísland, Bretland og Holland. Velta 2004: NOK 32 milljónir hjá Os og SEK 11 milljónir hjá Stallmästaren. Wenche Wikan Ligård, og Egil Wikan

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.