Bændablaðið - 24.05.2005, Page 10
10 Þriðjudagur 24. maí 2005
Þeir Magnús B. Jónsson pró-
fessor og Torfi Jóhannesson,
lektor við Landbúnaðarháskóla
Íslands, hafa tekið að sér að
skrifa nýja kennslubók í naut-
griparækt. Torfi Jóhannesson
sagði í samtali við Bændablaðið
að þeir væru ekki byrjaðir að
skrifa bókina en undirbúningur
væri hafinn og komið væri efn-
isyfirlit. Kennslubók í naut-
griparækt hefur ekki verið
skrifuð síðan Jón Viðar Jón-
mundsson, nautgriparáðunaut-
ur Bændasamtaka Íslands,
samdi kennslubók sem upphaf-
lega var gefin út af Bændaskól-
anum á Hvanneyri 1980.
Torfi sagði að mikil þörf
væri fyrir svona kennslubók hér
á landi. Hlutar í bók Jóns Við-
ars standa mjög sterkir og verða
með í nýju bókinni en aðrir
hlutar orðnir úreltir því breyt-
ingar hafa orðið á ýmsum svið-
um eins og allt umhverfi grein-
arinnar hefur gjörbreyst. Hann
segir að nýja bókin sé hugsuð
sem kennslubók fyrir nemendur
við Landbúnaðarháskólann og
hún á ekki síður að nýtast
bændum. Torfi sagði að mikil
áhersla yrði lögð á að bókin
nýtist báðum þessum hópum og
verði alhliða fræðirit um naut-
griparækt.
Að sögn Torfa tekur það
rúmt ár að skrifa bókina en ekki
hefur verið ákveðið hvenær hún
kemur út. Það er Átaksnefnd í
nautgriparækt sem þrýst hefur á
um að bókin yrði skrifuð og
leggur til fjármagn í útgáfuna.
Gert er ráð fyrir að bókin verði
270-300 bls. að stærð.
Drög að efnisyfirliti er tilbú-
ið og samkvæmt því munu eftir-
farandi kaflar verða í bókinni:
Umfang og þróun nautgripa-
ræktar, Íslensk nautgriparækt,
Helstu erlend nautgripakyn,
Lífeðlisfræði nautgripa, Mjólk-
urmyndun, Fóður fyrir naut-
gripi, Fóðurþarfir nautgripa,
Fóðuráætlanir, Fóðrun mjólkur-
kúa á mismunandi skeiðum,
Beit, Uppeldi nautgripa - ung-
kálfurinn, Uppeldi kvígna, Upp-
eldi annarra nautgripa, Kynbæt-
ur nautgripa, Frjósemi naut-
gripa, Sjúkdómar í nautgripum,
Atferli og velferð nautgripa,
Stofnun kúabús, Rekstur kúa-
bús, Töflur og viðaukar.
Ný kennslubók í
nautgriparækt
Vistkerfi jarðar sér okkur fyrir
margvíslegum lífsnauðsynjum en
gegnir auk þess fjölbreyttu hlut-
verki, svo sem:
* Brýtur niður lífrænt efni og
skapar hringrás næringarefna.
* Stjórnar hringrás vatns.
* Breytir eitruðum efnum í
hættulaus.
* Myndar jarðveg og
viðheldur vatni í
jarðvegi.
* Bindur sólarorku og
koltvísýring.
* Varðveitir ótal teg-
undir gróðurs og
erfðamengi þeirra.
Það er í þágu af-
komu okkar og um-
hverfis að tryggja að
vistkerfið geti annast
þetta lífsnauðsynlega
hlutverk. Því miður
hefur maðurinn hins
vegar á sl. 100 árum
gert því erfitt fyrir í
þessum efnum með út-
rýmingu skóga, stækk-
un og stofnun borga og
hvers konar mengun á
náttúrunni.
Lífsskilyrði margra
tegunda hafa versnað.
Fjórða hver tegund
spendýra og áttunda hver tegund
fugla, auk fjölda lægri dýrateg-
unda, er í útrýmingarhættu. Sam-
kvæmt könnun FAO hefur 75% af
líffræðilegum fjölbreytileika nytja-
jurta tapast á síðustu 100 árum. Af
6.300 þekktum tegundum búfjár
eru um 1300 þegar horfnar eða í
útrýmingarhættu. Þá líffræðilegu
fjölbreytni, sem við eigum, er að
nokkru leyti unnt að varðveita í
genabönkum, dýragörðum eða
friðlöndum en mikilvægast er að
tegundirnar geti þrifist í eðlilegu
umhverfi sínu.
Að áliti FAO er það í þágu
jarðarbúa að bændur eigi kost á að
framleiða matvæli á þann veg sem
fellur að þörfum líffræðilegs fjöl-
breytileika.
Með náttúrulegri sáðvöru,
minni notkun eiturefna, meiri
notkun belgjurta og sáðskiptum
geta skilyrði fyrir æskilegt líf í
jarðveginum batnað, svo sem hvað
varðar bakteríur, sveppi, nytsam-
leg skordýr og annað jarðvegslíf.
Í skógum er mikilvægt að sér-
stakir lífsferlar gróðurs séu tryggð-
ir sem og lífræn hringrás.
Í Asíu hefur það vakið athygli
að hinir uppskerumiklu stofnar
hrísgrjóna, sem þar er farið að
rækta, þarfnast æ stærri skammta
af jurtavarnarefnum, sem aftur
leiðir til þess að náttúrulegar varnir
gegn skaðlegum skordýrum bresta.
Við því hefur verið brugðist á
þann hátt að rækta fjölbreytta
stofna hrísgrjóna og beita jafn-
framt lífrænum vörnum og vist-
fræðilegum ræktunaraðferðum án
þess að uppskeran beri skaða af.
Í Tamil Nadu héraði í Indlandi
hafði terækt með harkalegum að-
ferðum svelt jarðveginn. Með
hjálp lífrænnar áburðargjafar og
aðkominna ánamaðka hefur nær-
ingarástand jarðvegsins batnað.
FAO heldur því fram að nú á
tímum sé mannkyn næstum því al-
veg háð 14 tegundum spendýra og
fugla og fjórum tegundum nytja-
jurta, þ.e. hrísgrjónum, maís,
hveiti og kartöflum.
Fyrir utan það hvað við erum
háð fáum tegundum þá varar FAO
við því að líffræðilegur fjölbreyti-
leiki innan þessara tegunda minnk-
ar hratt. Þar af leiðir að jurtir og
búfé eru nú mjög viðkvæm fyrir
sjúkdómum og skaðlegum skor-
dýrum.
Nauðsynlegt er því að nýta
breiðara úrval tegunda og stofna
dýra og jurta, bæði í iðnvæddum
löndum og þróunarlönd-
um, það eykur einnig
fjölbreytni afurðanna,
bæði hvað varðar bragð,
útlit og næringu, þar með
talin vítamín.
Í júní 2004 gekk í
gildi mikilvægur alþjóð-
legur samningur um
erfðabreytileika jurta. Þar
er viðurkennt að bændur
um víða veröld hafi unn-
ið mikið verk við að kyn-
bæta og varðveita nytja-
jurtir og stofna þeirra og
að réttur á nýtingu þeirra
sé í þeirra höndum.
Samningurinn inni-
felur kerfi um það hvern-
ig nýta megi erfðamengi
jurta í heiminum á réttlát-
an hátt. Það þýðir að mat-
væla- og lyfjarisar verða
að greiða bætur fyrir þær
erfðaauðlindir sem bænd-
ur í upprunalöndum þess-
ara auðlinda hafa nýtt og
haldið við.
Í Finnlandi hefur nýlega verið
lögfest að skógareigendur fá greitt
fyrir að vernda líffræðilega sérstök
svæði. Í Bandaríkjunum veitir rík-
ið árlega fleiri milljarða dollara í
styrki til bænda sem nytja land sitt
á vistvænan hátt og er reynslan af
því góð.
Líffræðileg
fjölbreytni er
lífsnauðsynleg
„Maðurinn er aðeins lítill hluti af hinu flókna netverki lífs á jörðunni
en á hinn bóginn þrýstir hann sífellt meira á aðrar tegundir og um-
hverfið.“ Þannig er komist að orði í nýrri skýrslu frá FAO, Matvæla-
og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Matvælaframleiðsla
þarf að vaxa til að brauðfæða æ fleiri jarðarbúa en jafnframt þarf
það að gerast á þann hátt að gætt sé betur hinnar líffræðilegu fjöl-
breytni á jörðinni en hingað til. Það er erfitt en ekki ógerlegt verk-
efni.
Eggin úr hænum sem fá að
ganga frjálsar úti og tína upp í
sig gróður, skordýr og fleira
góðgæti eru sannarlega miklu
betri en úr hænum sem ein-
göngu nærast á tilbúnu fóðri.
Egg frjálsra landnámshænsna
hafa fengið orð fyrir að vera
einstaklega bragðmikil og góð
og ein af aðferðunum til að afla
hænunni vinsælda er að mark-
aðssetja eggin og leyfa lands-
mönnum að njóta gæða þeirra.
Eigenda- og ræktendafélag
landnámshænsna hyggst nú
brjóta blað í sögunni og kynna
eggin sem þá gæðavöru sem þau
eru og standa þannig á bakvið þá
hænsnaeigendur sem vilja taka
þátt í þessari kynningu og mark-
aðssetningu á eggjum úr frjálsum
landnámshænum.
Félagið mun selja félögunum
sem vilja taka þátt eggjabakkana á
kostnaðarverði og svo getur hver
og einn hannað sitt eigið sölu-
kerfi. Á vefsíðu félagsins verður
sérstakur dálkur yfir þá sem selja
eggin og einnig mun félagið aug-
lýsa þau upp af fremsta megni.
Flestir eigendur hænsnanna
eru aðeins með fáar hænur og það
verða því ekki margir sem geta
selt eggin í gegnum verslanir, en
salan getur alveg farið fram
manna á meðal eins og tíðkast
hefur með landnámshænuegg
hingað til.
Skilyrðin fyrir
þátttöku eru þessi:
1. að vera með hreinræktaðar
landnámshænur
2. að vera félagi í Eigenda- og
ræktendafélagi landnáms-
hænsna
3. að hænurnar gangi lausar þeg-
ar veður leyfir
4. að varpkössum sé haldið
hreinum og snyrtilegum
5. að egg hænsnanna séu tekin úr
varpkössum tvisvar á dag (að
morgni og kvöldi)
6. að eggin séu geymd í kæli frá
því að þau eru tekin úr varp-
kassanum og þar til að þau
fara á markað.
Hver og einn hænsnaeigendi
verður ábyrgur fyrir sinni fram-
leiðslu. Allir þeir sem taka þátt í
þessu átaki fá eggjabakka sem
merktur er sérstaklega með nafni
búsins eða eigandans og eyðu
fyrir dagsetningu síðasta sölu-
dags.
Ætlast er til að eggin séu ekki
dagsett lengra en tvo mánuði
fram í tímann og alltaf geymd á
köldum stað.
Egg úr frjálsum landnáms-
hænum eru gæðavara og verð
þeirra ætti aldrei að vera lægra en
verð á eggjum annarra eggja-
framleiðenda.
Eigenda- og ræktendafélag
landnámshænsna
Egg úr frjálsum
landnámshænum