Bændablaðið - 24.05.2005, Side 13

Bændablaðið - 24.05.2005, Side 13
Þriðjudagur 24. maí 2005 13 Búnaðarsamband Suðurlands og Atvinnuþróunarsjóður Suð- urlands stóðu í vetur fyrir nám- skeiði í frumkvöðlafræðslu á Suðurlandi. Á námskeiðinu var kennt m.a. hvernig koma megi auga á viðskiptatækifæri í nán- asta umhverfi og hvernig megi nýta sér það í ábataskyni. Kennd var mótun stefnu og markmiða- setning, grundvallaratriði við gerð viðskiptaáætlunar, vöru- þróun, markaðsmál, hvernig gera eigi fjárhagsáætlanir, fjár- mögnun viðskiptahugmynda, sala og samningatækni. Sigurð- ur Torfi Sigurðsson, Stokkseyr- arseli, hlaut verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlunina; að setja á stofn járningaskóla þar sem kenndar verði járningar og hóf- umhirða. Sigurður er rafvirki að mennt en fór að læra járningar úti í Bandaríkjunum þegar kona hans, Ragnhildur Sigurðardóttir, var þar við masters- og doktorsnám í vist- fræði. Hann vinnur nú eingöngu við járningar. „Það er mikil þörf á að kenna erlendum járningamönn- um járningar íslenska hestsins,“ segir Sigurður, „af því hann hefur sérstakar gangtegundir. Rétt járn- ing hests hefur mikil áhrif á gang hans. Það er svo sem ekki mikið mál að ríða hestum ójárnuðum á moldargötum, en allt þar fyrir utan kallar á járningu. Ég vinn mest fyr- ir tamningamenn og þeir upplýsa mig um gangtegundir hestsins og gangvandamál og ég haga járning- unni út frá því. Víða erlendis er staf járningamannsins meira metið en hérlendis og þar sem best lætur er það járningamaðurinn sem stjórnar ferlinu og segir til um hve- nær hann á að koma næst og hvaða hestar eiga þá að vera tilbúnir.“ Þau hjón eru að byggja upp á Stokkseyrarseli og stefna á að opna járningaskóla þar á næsta ári. „Við munum bjóða bæði upp á grunnnámskeið og styttri kúrsa með erlendum gestakennurum. Ég býst allt eins við að um helmingur verði erlendir nemar að læra fyrir íslenska hesta.“ Sigurður Torfi heitjárnar hestana. Eftir hófsnyrtinguna setur hann glóandi skeifu á hófinn og brennir þannig sæti fyrir hana, kælir hana síðan og neglir á hefðbundinn hátt. Járningaskóli í mótun Laugavegi 29 • Sími 552 4320 www.brynja.is • brynja@brynja.is Nýtt frá Borðsagir ts 315 GT 3 hö mótor - 220W 12“ sagablað verð frá 47.890verð frá 49.730,- WECKMAN STURTUVAGNAR H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími 588 1130 Fax 588 1131 Verðdæmi: 6 tonn Verð kr. 497.000 með virðisaukaskatti 10 tonn Verð kr. 696.000 með virðisaukaskatti 12 tonn Verð kr. 788.000 með virðisaukaskatti (Athugið! Fleiri gerðir í boði: 1,5 - 17 tonn)

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.