Bændablaðið - 24.05.2005, Síða 21

Bændablaðið - 24.05.2005, Síða 21
Þriðjudagur 24. maí 2005 21 Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 www.jotunn.is Heyvinnutæki í öllum stærðum frá Pöttinger Vicon rúllubindivélar fastkjarna og lauskjarna, með eða án 3Dpack plastsparnaðarbúnaði Á árum áður urðu bíleigendur á leið um Mýrdalss- and oft fyrir miklu tjóni vegna sandfoks. Nú heyrir það næstum sögunni til vegna samstarfs Vegagerð- arinnar og Landgræðslunnar um heftingu sand- foks á þjóðveg 1 sem hófst 1987. Nú eru tvær sáðvélar Landgræðslunnar að störfum á Mýrdalssandi að sá lúpínufræi, melfræi og öðru grasfæri. Salvar Júlíusson, bóndi í Álfta- veri, ber svo áburð á sáningar síðustu ára eins og hann hefur gert í mörg undanfarin ár. Á þessu ári verða borin á um 100 tonn af áburði og sáð í nærri 100 hektara af foksandi. Ýmsar rannsóknir á uppgræðslutækni hafa verið á vegum Landgræðslunnar við þessar ein- staklega erfiðu aðstæður. Þessar aðgerðir eru mik- ið hagsmunamál fyrir alla sem fara yfir Mýrdalss- andinn, sem er hátt í 40 þús. hektarar. Sáð í 100 hektara á Mýrdalssandi Salvar Júlíusson, bóndi í Álftaveri, við vinnu sína á Mýrdalssandi Bændablaðið/Jónas

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.