Bændablaðið - 24.05.2005, Page 27

Bændablaðið - 24.05.2005, Page 27
Þriðjudagur 24. maí 2005 27 Ársfundur 2005 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn í Skála á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, þriðjudaginn 14. júní 2005 og hefst kl. 16:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Flutt skýrsla stjórnar 2. Kynntur ársreikningur 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins 5. Önnur mál Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á ársfund sjóðsins. Þeir sem vilja nýta sér þennan rétt þurfa að tilkynna það skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi 7. júní og munu þeir fá afhent fundargögn í upphafi fundar. Lífeyrissjóður bænda           ! "# $%& '''    (   )*+",*--.#/ #   . #*   * Á Hvanneyri standa yfir miklar byggingaframkvæmdir á íbúð- arhúsnæði. Sveinbjörn Eyjólfs- son, oddviti hreppsnefndar Borgarfjarðarsveitar, sagði í samtali við Bændablaðið að í fyrra hafi verið úthlutað 23 lóð- um undir parhús. Þá eru tvö ein- býlishús í byggingu og nemenda- garðar með 15 íbúðum. Ætlunin er að þessum byggingafram- kvæmdum ljúki á þessu ári. Það eru byggingafyrirtækin Akur hf. á Akranesi og ESK ehf. sem byggja parhúsin og ætla hvort heldur sem er að selja þau eða leigja. Sveinbjörn segir að þessar húsnæðisbyggingar séu að hluta til vegna mikillar uppbyggingar Landbúnaðarháskóla Íslands og þess að margt fólk vill búa í sveit þótt það sæki vinnu annað. Hann bendir á sem dæmi að járnblendi- verksmiðjan á Grunartanga ætli að fjölga starfsfólki og að það sé lítið mál að búa á Hvanneyri og sækja vinnu á Grundartanga. Fyrrnefnd byggingafyrirtæki ætla að vera til- búin með húsnæði að bjóða upp á þegar þetta gerist. Miklar byggingafram- kvæmdir á Hvanneyri Á Hvanneyri er verið að byggja tugi íbúða.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.