Bændablaðið - 05.07.2005, Síða 4

Bændablaðið - 05.07.2005, Síða 4
4 Þriðjudagur 5. júlí 2005 „Það þarf líka græna fingur í svepparækt þótt hún sé ólík annarri ræktun,“ segir Georg Ottósson, garðyrkjubóndi á Jörfa á Flúðum, sem nýlega keypti fyrirtækið Flúðasveppi. „Svepparæktin er vandsöm og mjög margt í kringum hana sem þarf að leggja alúð við. Sveppi þarf að tína á hárréttum tíma og vinnan er því skipulögð frá degi til dags,“ segir Georg. „Eitt það mikilvægasta í svepparækt- inni er hálmurinn, sem er það hráefni sem ræktun- in byggist á. Það hráefni verður að vera gott og meðferð þess frá upphafi skiptir máli. Á tímabili vantaði hér nægilegt magn af góðum hálmi og því var farið út í eigin ræktun á korni og strandreyr til að tryggja nægt og gott hráefni. Eins hyggst ég gera átak í að semja við fleiri bændur sem eru til- búnir að selja mér 1. flokks hálm.“ Hjá Flúðasveppum vinna nú 25 manns og 10 á garðyrkjubýlinu á Jörfa þar sem ræktaðar eru papríkur allt árið í 3500m2 gróðurhúsum, tómatar í 1200m2 og kálrækt á sumrin á 15 ha lands. Í hverri viku falla til við svepparæktina um 60 tonn af rotmassa. Hluti hans er borinn á reyrakrana og notaður í garðræktinni, en annar hluti rotmassans er seldur, ýmist óblandaður eða blandaður mómold. Þessi massi er lífrænn, næringar- ríkur og laus við öll sníkjudýr og aðra óáran. Hann er því keyptur talsvert af garðyrkjubændum og m.a. af þeim sem leggja stund á lífræna ræktun. „Framleiðsl- an hér uppfyllir nánast allar kröfur um lífræna ræktun, það eina sem vantar upp á er að við kaupum einhvern hálm af bændum sem ekki eru með lífræna vottun,“ segir Georg. „Við notum engan tilbúinn áburð í svepparæktinni og engin eiturefni eða lyf. Alls staðar annars staðar í Evrópu er verið að nota slík efni og sums staðar eru sveppirnir líka úðaðir með varnarefn- um til að auka endingu þeirra. Ég er mjög ánægður með að geta haldið framleiðslunni hérna lífrænni og án notkunar aukaefna. Það er líka stefnan í allri ís- lenskri garðyrkju að leggja áherslu á sjálfbæran búskap, hollar afurðir og horfa þannig til framtíðar. Notkun á rotmassanum sem til fellur hér fellur vel að þess- ari ímynd. Mér finnst líka mikils um vert að vera þátttak- andi í þeirri hringrás sem felst í kaup- um Flúða- sveppa á hálmi af kornbændum og sölunni á mold til garð- yrkjubænda, þannig styður hvað annað, eins og vera ber.“ Þarf græna fingur í svepparækt „Flúðasveppir eru gæðamerki og það á líka að sjást á bílum okkar,“ segir Georg Ottósson garðyrkjubóndi, sem hér situr undir stýri á bíl fyrirtækisins. „Við bændur verðum að skera upp herör gegn torfærumótor- hjólum, en ég hef séð menn koma með svona hjól í Húsafell á kerrum í tugatali,“ sagði Snorri H. Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði, í samtali við Bændablaðið. Snorri sagði að nú þegar mætti sjá skemmd landssvæði eftir torfærumótorhjól og hann nefndi Vopnalág austan Surts- hellis sem dæmi. Vopnalág er gamall uppgróinn farvegur Norðlingafljóts. Snorri sagði að menn ættu að minnast umræðunnar um fjórhjól- in á sínum tíma sem hann sagði að væru hátíð hjá torfærumótor- hjólunum. Snorri fullyrti að mörg þessara hjóla væru númerslaus og óskráð. „Þessi hjól mega að sjálf- sögðu ekki vera utan vega frekar en önnur ökutæki. Sjái ég svona hjól hringi ég að sjálfsögðu strax í lögregluna og legg fram kæru. Fyrir þremur vikum voru menn á svona torfæruhjólum í Vopnalág og keyrðu um hana þvera og endi- langa. Ljóst er að ökumenn hafa verið að stökkva og spóla. För eft- ir svona tæki eru upp eftir öllu Húsafellsfjalli, kringum Eiríks- jökul og á Arnarvatnsheiði og víðar.“ Snorri sagði að líklega væru flestir eigendur torfærumótor- hjóla áhugasamir um verndun lands en í hópnum væru greini- lega einstaklingar sem færu á svig við lög. „Þessir einstaklingar hafa komið svo slæmu orði á hópinn að við erum margir sem látum lögreglu vita ef sést til svona hjóla. Lögreglan hefur áhyggjur af þróun mála en vandinn er sá að hún býr við kröpp kjör og þarf að forgangsraða. Landsskemmdir af völdum fjórhjóla eru ekki efst á lista lögreglu en þetta er mál sem bændur, landeigendur og náttúru- verndarsamtök þurfa að vera vak- andi fyrir,“ sagði Snorri. Torfærumótorhjól valda landspjöllum í Vopnalág „Ef vel tekst til gæti hitaveita lækkað kyndingarkostnað íbúa hér í byggðarlaginu um allt að 40 til 45%. Slíkt bætir auðvitað búsetuskilyrði hér til mikilla muna,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði. Ný- verið var á vegum sveitarfélags- ins boruð 540 metra djúp bor- hola á Berserkseyri, austan Kol- grafarfjarðar og virðist árangur verksins ætla að verða allgóður. Á rúmlega 300 metra dýpi komu bormenn Ræktunarsam- bands Flóa og Skeiða niður á æð sem skilar um 30 sekúndulítrum af 79 gráðu heitu vatni og segir bæj- arstjórinn það vatnsmagn geta full- nægt heitavatnsþörf byggðarlags- ins með ágætum. Bormenn eru hættir störfum í bili, borun strand- aði í hörðu bergi og var tekin sú ákvörðun að fara í dæluprófanir á holunni. Til greina kemur að bora lengra eða aðra holu til að ná meira magni og auknu öryggi fyrir vænt- anlega veitu, en það mun ráðast af frekari rannsóknum. Björg Ágústs- dóttir segir að ekki sé goðgá að ætla að eftir um ár verði farið að leggja leiðslur frá Berserkseyri í Grundarfjörð, en það er um 10 km leið um nýju brúna yfir Kolgrafar- fjörð. Í framhaldinu yrði svo sett upp hitaveita í Grundarfirði, þar sem hús hafa verið kynt með raf- magni til þessa. Þá var nýverið borað eftir köldu vatni á vatnstökusvæði bæj- arins, sem er skammt vestan þétt- býlisins í Grundarfirði. Árangur borunarinnar á dögunum var ágæt- ur, mælingar standa yfir en gefa væntingar um að bæta megi við vatnsmagnið um 10-20 lítrum á sekúndu. Slíkt segir Björg Ágústs- dóttir að væri afar kærkomið, ekki síst vegna fiskvinnslufyrirtækj- anna á staðnum sem taka mikið vatn til starfsemi sinnar, en að auki er búist við aukinni kaldavatns- notkun samhliða lagningu hita- veitu. Borað eftir heitu vatni á Berserkseyri Hitaveita væntan- leg í Grundarfirði Frá borunum starfsmanna Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Vonir standa til að dagdeild fyr- ir börn með tilfinninga- og geð- raskanir taki til starfa á Suður- landi í haust. Málið hefur verið í vinnslu um það bil tvö ár og von- ir manna standa til að málið komist í heila höfn nú í haust. Horft er til þess að nýta húsnæði Gaulverjabæjarskóla í Flóa undir þessa starfasemi, en hús- næði hans hefur staðið ónotað síðustu misserin eftir að skólarn- ir í lágsveitum Árnessýslu voru sameinaðir síðustu ár. Að sögn Ásmundar Sverris Pálssonar, formanns stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, er Velferðarsjóður íslenskra barna tilbúinn að leggja fram þriðjung af rekstrarkostnaði, jafnframt því sem sveitarfélögin ætla að leggja fram talsvert. Nú er herjað á ríkið að leggja fram það sem upp á vant- ar og þingmenn Sunnlendinga að beita áhrifum sínum til þess að það gangi eftir. „Það er mikil þörf fyrir svona starfsemi,“ segir Ásmundur Sverr- ir. „Húsnæðið í Gaulverjabæjar- skóla hentar afar vel til kennslu fyrir þessi börn, jafnframt því sem ágætlega hentar að börnin eigi þess kost að skipta um umhverfi. Við teljum að um það bil tíu til fimmtán börn af starfssvæði Skólaskrifstofunnar þurfi þjónustu svona deildar, en sá fjöldi verður þó líklega breytilegur frá einum tíma til annars.“ Dagdeild í Flóanum fyrir börn með tilfinninga- og geðraskanir Álftafjörður Fé rekið seint á afrétt „Vorið hefur verið sérstaklega kalt og menn eru að reka fé á afrétt mun seinna en alla jafna gerist. Sumir þurfa að aka fénu, en sjálfur þarf ég ekkert annað að gera en opna hliðin hér heima við bæ og þá leitar féð til fjalla, þá annað- hvort upp á Starmýrardal eða inn á Lónsheiði,“ segir Guð- mundur Eiríksson, bóndi á Starmýri í Álftafirði. Í Bændablaðinu nýverið var greint frá því að bóndi á Nesj- um við Hornafjörð hefði keypt fé á bænum Múla í Álftafirði og síðan mátti af fréttinni ráða að þegar fénu var sleppt hefði það farið yfir varnarlínu þá sem liggur um Hamarsá. Þetta segir Guðmundur ekki rétt, féð hafi allan tímann verið haft á Múla og reglurnar um varnarsvæði aldrei verið brotnar. Nauðsyn- legt sé að halda þessari stað- reynd til haga sem og fylgja reglum í öllu þessu sambandi, enda mikið í húfi.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.