Bændablaðið - 05.07.2005, Síða 13
Þriðjudagur 5. júlí 2005 13
Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400
jotunn.isjotunn.is
Bigab - Bögballe -Claas - Duun - Engcon - Fendt - Fermec - Fisher - Kuhn - Kverneland - Lister - Massey Ferguson
MF þreskivélar - NC - Niemeyer - OMC - Perkins - PZ - Pöttinger - Sampo - Scan - Schaffer - Trima
Valtra Vermeer - Vicon - Og fleira
Eigum og útvegum varahluti í:
afsláttur á original
varahlutum í Kuhn og
Claas meðan birgðir endast
Eigum tinda í margar
gerðir heyvinnutækja.
Munið, síur í Massey
Ferguson á góðu verði
Hráolíusíur:
Vörunúmer 26566602 verð: 564 m/vsk
Vörunúmer 26561117 verð: 378 m/vsk
Algengar í MF 300-3000-4000 ofl.
15% 20%
Smursíur:
Vörunúmer 2654403 verð: 656 m/vsk
Vörunúmer 2654407 verð: 748 m/Vvsk
Algengustu smursíur í Perkins
afsláttur á Fendt vara-
hlutum meðan birgðir endast
Nú geta áhugamenn um litför-
ótta hestalitinn glaðst því á hér-
aðssýningu á Hellu á dögunum
fór litföróttur stóðhestur í 1.
verðlaun. Hestur þessi heitir
Gjafar frá Eyrarbakka og er
ræktandi hans Guðrún Telma
Þorkelsdóttir.
Gjafar er rauðlitföróttur að lit,
undan hinum þekkta stóðhesti Vík-
ingi frá Voðmúlastöðum, sem m.a.
hlaut 10,0 fyrir tölt í kynbótadómi,
og hryssunni Litbrá frá Snjall-
steinshöfða 1, dóttur Litfara frá
Helgadal, sem var litföróttur stóð-
hestur sem fluttur var úr landi á
sínum tíma. Gjafar er klárhestur og
hlaut hann m.a. 9,0 fyrir brokk,
vilja og geðslag og fet. Hann hlaut
8,5 fyrir tölt og fegurð í reið og 8,0
fyrir stökk. Hann hlýtur jafnan
sköpulagsdóm og kemur út með
8,04 fyrir sköpulag og 8,12 fyrir
hæfileika sem gera 8,09 í aðalein-
kunn. Stofnað hefur verið hlutafé-
lag um hestinn og geta eigendur
hans sem og aðrir áhugamenn um
litaræktun fagnað þessum góða ár-
angri. Gjafar hlýtur einnig 300.000
krónur í verðlaun frá Fagráði í
hrossarækt, en Fagráð hét því að
verðlauna þá þrjá litföróttu hesta
sem fyrstir næðu 1. verðlaunum.
Kristinn Guðnason, formaður
Fagráðs og Félags hrossabænda
segist fagna því að fram sé komin
góður litföróttur hestur og segist
vonast til að fólk muni nota hann
og þar með stuðla að útbreiðslu lit-
förótta litaafbrigðisins. „Þetta er
það sem Fagráð hefur beðið eftir
og ég er afskaplega ánægður með
það að hrossaræktendur eigi nú
möguleika á að nota góðan litför-
óttan hest. Vonandi er hann aðeins
sá fyrsti af mörgum því ekki veitir
af til að bjarga þessu litaafbrigði.
Við þekkjum dæmi þess að einn
stóðhestur hafi bjargað lit í stofn-
inum sbr. Ófeig frá Flugumýri og
móálóttu og bleikálóttu litina, og
vonandi getur Gjafar lagt sitt af
mörkum til að viðhalda litföróttu í
stofninum. Gaman væri líka ef
Hólabúið tæki nú áskorun Fagráðs
í hrossarækt um að halda einhverj-
um af sínum góðu kynbótahryss-
um undir litföróttan stóðhest, nú
þegar þessi ljómandi góði hestur er
komin fram. Ég óska aðstandend-
um hestsins og öðrum áhuga-
mönnum um hestaliti til lukku
með þetta.“ /HGG
Jeppadekk Vörubíladekk
Triangle dekk
4 ára reynsla
á Íslandi
Sendum jeppadekk
frítt út á land !!!
ALORKA ehf.
VÖNDUÐ HEILSÁRSDEKK
28” 235/75R15 kr. 8.900,-
30” 30x9.5R15 kr. 10.400,-
30” 245/75R16 kr. 10.900,-
31” 31x10.5R15 kr. 11.900,-
32” 265/75R16 kr. 12.900,-
Stærðir:
315/80R22.5
385/65R22.5
295/80R22.5
12R22.5
Slitsterk og góð
munstur. Henta fyrir
allan akstur.
Hringdu og
fáðu tilboð !
NÝ OG SÓLUÐ
Verð frá
kr. 29.900,- m/vsk.
577 3080
Litföróttur stóðhestur í 1. verðlaun
Hinn litförótti Gjafar frá Eyrarbakka hlaut 1. verðlaun í kynbótadómi á
dögunum. Knapi er Daníel Jónsson. Bændablaðsmynd: HGG
Búið er að selja húsnæði Ístex í
Hveragerði og sagði Guðjón
Kristinsson, framkvæmda-
stjóri, að viðunandi verð hafi
fengist fyrir eignina. Starfsemi
Ístex á Blönduósi hefur gengið
vel og hafa rúmlega ársbirgðir
af ull verið þvegnar á átta
mánuðum.
Fyrstu mánuðina voru tveir
starfsmenn frá Hveragerði fyrir
norðan, en nú eru þeir hættir og
heimamenn teknir við og hafa
þeir náð góðum tökum á þvottin-
um.
Ráðgert er að þvo á tveimur
vöktum 20 tíma í sólarhring
fyrstu fjóra mánuði hvers árs til
að koma haustullinni sem fyrst í
gegn um þvottinn og vinna síðan
á einni tíu tíma vakt á öðrum árs-
tímum. Sala handprjónabands
hefur aukist á milli ára en geng-
isþróun gerir það að verkum að
útflutningstekjur hafa dregist
saman.
Starfsemi Ístex á
Blönduósi gengur vel