Bændablaðið - 05.07.2005, Síða 30

Bændablaðið - 05.07.2005, Síða 30
30 Þriðjudagur 5. júlí 2005 Hrafnkell Karlsson, fulltrúi Bændasamtakanna í refanefnd, reynir að krafsa í bakkann í Bændablaðinu 22. mars. Ber að virða þá sjálfsbjargarviðleitni, enda ekki í verkahring okkar hjóna að sinna blaðafulltrúa- störfum fyrir hann eða nefnd- armeirihlutann. Manni af ætt Björns Eysteins- sonar og náfrænda Hannesar Hólmsteins ætti að vera treyst- andi til þess sjálfum. Og þó að málsvörnin sé í hefðbundnum stíl rökþrotapenna sem reyna eftir á að finna sér hálmstrá til að grípa í og sakbitin persóna blasi hvar- vetna við lesendum, teljum við að vel athuguðu máli þörf á að auka hér dálitlu við. „Skæður vágestur“ Hrafnkell, hér eftir H.K., segist „síst hafa átt von á því úr þessari átt“ að fá ákúrur fyrir störf sín í refanefnd. Samt segir hann orð- rétt í grein sinni „að hún (þ.e. tóf- an) sé skæður vágestur á fleiri stöðum“ (en á Vestfjörðum). Hann bregst þarna fyrrv. um- hverfisráðherra sem ætlaðist til, samkvæmt erindisbréfi, að tekið yrði á Hornstrandarefnum m.a. vegna áeggjan Jónasar í Æðey og okkar fleiri hér vestra. H.K. „sótti það fast „sam- kvæmt samhljóða framburði meðnefndarmanna, að aflétta friðun á umræddum vágesti í eig- in nágrenni Herdísarvíkur, ásamt tveimur öðrum smásvæðum með alls 3-4 setnum grenjum, meðan hann telur okkur Vestfirðingum ekki of gott að taka við fjölgun af 45-48 setnum Hornstrandagrenj- um. Að þessu gerðu er hann svo veruleikafirrtur að búast við heillaskeytum, jafnvel blóma- körfum, héðan að vestan líklega ekki síst frá Bolvíkingum þar sem tófa er nú að bíta lömb inni á tún- um. Á fyrstu öldum Íslandsbyggð- ar var sá manndómur með þjóð- inni að það var í lögum að hver fullorðinn karlmaður skyldi farga minnst einum melrakka árlega, en gjalda annars sekt til samfélagins. H.K. auglýsir sig sem grenja- skyttu og birtir mynd í þá veru. „Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera“ eru fræg náðunarorð hins yngra þeirra himnafeðga. H.K. hlotnast ekki sú fyrirgefning lesenda, því hann veit nákvæmlega hverju skolli fær áorkað, hefur vafalaust séð lifandi kindur, bruddar upp að augum eftir dýrbít, lambahræ á grenjum, æðurina forða sér til út- eyja, kríuvarpi aleytt af grentófu á fáum nóttum, rjúpu tínda upp úr snjóbælum sínum að næturlagi og veit öðrum betur um þann toll sem rebbi tekur af eggjum og ungum nytja- og mófugla. H.K. „gleymir“ að upplýsa hvaða „staðkunnugir heima- menn“ fóðruðu hann á viðhorfum sem öll lúta að óbreyttri refafrið- un eins og segir í bréfi hans til B.Í., en þarna er hann ber að ósannindum eins og áður er fram komið. H.K. bullar enn um „að stuðn- ingur almennings við refaveiðar fari minnkandi“ og talar um fjár- lög í því sambandi. Engar skoð- anakannanir styðja þessar full- yrðingar, en þær liggja hins vegar fyrir að um 2/3 þjóðarinnar hvorki virða né treysta alþingi eða þingmönnum eða er ríkis- stjórn samstíga, svo sem í kvóta- málum, Íraksstríði, fjölmiðlalög- um, eftirlaunamáli eða símasölu. Og H.K. nefnir þarna snöru í hengds manns húsi, því hverjum hefði átt að standa það nær en varaformanni og ritara hans eigin flokks, Guðna Ágústssyni land- búnaðarráðherra og Siv Friðleifs- dóttur, fyrrv. umhverfisráðherra, að sjá til þess að framlag ríkisins til refaveiða væri ekki skorið svo niður sem raun ber vitni. Að sama brunni ber þegar H.K. tekur undir álit okkar á embættisfærslu veiðistjóra en „rangt sé að kenna honum einum um ástandið“ aumingjaskapur stjórnmálamanna gagnvart hinum „skæða vágesti“ eiga þarna einn- ig hlut að máli. Seta veiðistjóra í refanefnd var hneyksli, vanhæfnin er svo augljós, það hefði allt eins mátt kalla rebba sjálfan að borðinu. Embættið var eyðilagt þegar líf- fræðimenntun var áskilin til starf- ans. Við styðjum hugmyndir Jón- asar í Æðey um að leggja veiði- stjóraembættið niður í núverandi mynd. H.K. endar grein sína á að í svona hópvinnu sem í refanefnd verði að velja og hafna, hefði hann einn ráðið myndu niðurstöð- urnar aðrar. En það er ekki að sjá að hann hafi náð neinu fram (nema Herdísarvík) með því að hlaupast frá sannfæringu sinni. Því má enda þennan kafla með orðum Guðmundar Böðvars- sonar, skálds á Kirkjubóli, sem þveröfugt við H.K. brá jafnan ljóma yfir stétt sína. Jú, þú átt þér eitt svar: þar sem orustur heyjast til úrslita, þar eða hér, þá velta þau lítið á vesaling einum. -Og þó velta þau alltaf á þér. Þú er hamingjulaus ef þú hættir ei neinu þá mun hugleysið verða þín gröf, og þá tapast þér framtíð og tilveruréttur, þá tapast þér lönd þín og höf. „Tilfinningahiti“ H.K. segir okkur skrifa af mikl- um „tilfinninghita“ í þessu máli. Alveg rétt, við erum bæði reið og hneyksluð yfir því hvað H.K. og BÍ leggjast hér lágt. Geðleysi og doði eru ekki persónuprýði og hin margrómaða færni bændafólks að rífast heima í sínu eldhúsi þegar á því er traðkað, en þegja ella, er ekki okkar stíll. Við höfum verið að rækta upp fjárstofn sem ekki á sér sinn líka hérlendis, sökum eðlis- vænleika, mjólkurlagni og vaxt- arhraða. Þetta eru stór orð en skulu nú rökstudd með tölfræði og m.a. þess vegna höfum við beðið með andsvör þar til vorvigt lá fyrir. Frá 1988 hefur þetta bú lang- flest haust verið afurðahæst á landsvísu, stundum með yfirburð- um og aldrei dalað teljandi frá toppsæti. Í viðtali í Frey 1997 sagði undirritaður frá þeim ásetn- ingi okkar að komast yfir 40 kg kjöts eftir vetrarfóðraða á, ekki síðar en aldamótaárið. Þessi um- mæli þóttu af mörgum bera vott um óvenjulegt mont eða óraunsæi - nema hvort tveggja væri, en annað hefur komið á daginn. A.m.k. þrisvar hefur kjöt- magn hér eftir vetrarfóðraða á farið hærra en önnur bú geta hrósað sér af. 1997 í 38,9 kg., 2000 í 39,5 kg. Og nú í haust í 38,9 kg. Þrátt fyrir dýrbítsvan- höld. Nú er þess að geta að kjöt- matsreglur hafa breyst verulega síðan 1997 með auknum afskurði og fitusogi, sérstaklega þó síð- ustu þrú haust. Þannig hefur 40 kg þröskuldurinn hækkað veru- lega frá því sem áður var. Samkvæmt samtali við Stein- björn Tryggvason, sláturhússtjóra á Hvammstanga, nam sú rýrnun 4-500 g á hvern meðaldilks- skrokk í því húsi og hlutfallslega meira á vænna fé. Undarlega hljótt hefur verið um þessa miklu kjaraskerðingu okkar fjárbænda og staðreyndir á fárra vitorði. En þetta þýðir að árið 2000 höfum við sennilega vegið salt á gamla 40 kg þröskuldinum en flogið léttilega yfir hann í haust með okkar 20,85 kg meðalvigt. En áfram með tölfræðina. Tvær þrílembur sem báru um miðjan maí í fyrra, gengu með öll lömbin og komu af fjalli um miðjan sept- ember, skiluðu á fæti 152 og 151 kg. 5 gimbrar voru settar á, hrút- lambi slátrað 23,4 kg. U 3+. Kjöt- prósenta hér var hjá ánum 44,2% svo kjöt eftir þessar ær hefur farið vel yfir 60 kg. Vöðvi í haust var 8.71, fita 8.54 og er erfið vegna landgæða og mjólkurlægni. Kjöt eftir gemling 19,2 kg. Vorvigt nú: Þyngsta ær 121 kg. Meðaltal 95,1 kg. Tvævetlur: þyngst 103 kg. Meðaltal 88.0 kg. Gemlingar: þyngst 83 kg. Meðal- tal 68,6 kg. Hvorki ær né tvævetlur fengu fóðurbæti nema lítilsháttar fengi- eldi. Auðveldlega hefði mátt koma vorþunga ánna og tvævetla yfir 100 kg að meðaltali með fóð- urbætisgjöf. Sýnishorn af fæðing- arþunga - þurrvigt: Lambadrottn- ingar, tvævetlutvílembingar hvor um sig 5 kg (fullvaxinn refa- steggur er svipað þungur). Þrí- lembingar, 2 gimbrar og hrútur tæp 13 kg. Einlembingur 6.250 gr. Fæðingarþungi er eitt af lykil- atriðum í afurðum, en ekki skyldu sauðfjárbændur reyna að leika þetta eftir nema vera með kollótt- an stofn og örugga fæðingarhjálp. Nú er þess að geta að hér hef- ur fyrst og fremst verið horft til frjósemi og vænleika í líflamba- vali en lítið horft til gerðar og að hún skuli þó vera þessi sem áður er fram komið og 0 flokkur nán- ast úr sögunni, bendir til að við þessar kjöraðstæður geti ekki bara sama búið verið með mestan meðalþunga og kjöt eftir vetrar- fóðraða á, heldur einnig besta gerð. Að því stefnum við á næstu 5 árum ásamt því að fara yfir hinn nýhækkaða 40 kg þröskuld. Og þá komum við aftur að þeim steinum sem nú er verið að leggja í götu okkar. Það er þyngra en tárum taki að þessi heimsmetahjörð þurfi að sæta því um ókomin ár að ganga á afrétti undirlögðum af ríkisvernd- uðum vargi með velþóknunar- stimpil Bændasamtakanna á hverri vígtönn. Hlutur BÍ H.K. hælir sér af því að meirihluti búnaðarþings hafi ekki orðið við „kalli eða áskorun“ okkar. Þó við höfum yfirleitt tröllatrú á skyn- semi og réttsýni hvarflaði raunar aldrei að okkur önnur niðurstaða. H.K. er fyrrverandi stjórnarmað- ur B.Í., trúnaðarmaður hennar í refanefnd og af réttu pólitísku sauðahúsi. Slíkri „mublu“ er ekki skákað út í horn eða sett á ára- mótabrennu fyrr en í fulla hnef- ana. En er það ekki undarlegt hjá B.Í. að velja gulrófnabónda aust- ur í Ölfusi til nefndarsetu þar sem sérstaklega er áskilið að taka vestfirskt vandamál til meðferð- ar? Var engum treystandi nær vettvangi? Rétt er í þessu sambandi að minna á að nú er áratugur síðan Búnaðarþingsfulltrúar m.a. norð- austan- og austanlands annars vegar og sunnan- og suðvestan- lands hins vegar kræktu saman höndum um Ódáðahraun til að útiloka áhrif bænda frá Snæfells- nesfjallgarði vestur og norður að Tröllaskaga í stjórn Bændasam- takanna. Girðum skolla af Ekki tjóir okkur Vestfirðingum að gráta Bændasamtökin heldur safna liði. Fyrir miðja síðustu öld voru reistar girðingar svo hundruðum kílómetra skipti um óbyggðir jafnt sem byggðir til að hindra út- breiðslu sauðfjársjúkdóma. Venjuleg bóndabýli státa flest af tún- og hagagirðingum sem mæl- ast jafnvel í tugum kílómetra og þurfa einnig að halda þeim við. Á mörkum Hornstrandafriðlands er Skorarheiði sem raunar er lágur háls í tæplega 200 m hæð á gönguleið og 7-8 km frá fjöru í Hrafnsfirði á fjörukamb í Furu- firði. Þetta er afar auðvelt girð- ingarland og ef leitað væri snjó- léttustu girðingarlínu er ekki vafamál að loka mætti Horn- strandarefinn algerlega inni í öll- um venjulegum árum. Í hörðum og snjóþungum vetrum getur girðing auðvitað fennt í kaf eða sligast í bleytuhríðum. Einnig getur Hrafnsfjarðarbotn lagt út undir Skipeyri og refur sloppið þannig og auðvitað í hafísárum. Viður í griðngarstaura liggur á fjörum í Furufirði og þessari hugmynd hefur verið komið á framfæri við eigendur jarðarinnar og er ekki að svo stöddu ástæða til annars en ætla að þeir séu henni hlynntir. Allir staðkunnugir aðilar sem þetta hefur verið borið undir hafa tekið hugmyndinni vel. Gegnir furðu að meirihluti refanefndar svo vinsamlegur sem hann var „Skollaskagarefnum“ skyldi ekki benda á þessa lausn, úr því ekki mátti loka uppsprett- unni sjálfri. Úr því að rebbi hvort sem er hefur aleytt fuglalífi í friðlandi sínu geta refavinir og við hinir sem hagsmuna hafa að gæta að vargurinn sleppi ekki eða sem minnst út, sameinast um þessa lausn. Samkomulag við landeig- endur þarf auðvitað að koma til svo og síðan gerð girðingar, um refanet eða rafmagn, staðsetning og fjármögnun eru úrlausnarefni sem við heimamenn þurfum að fá botn í. En orð eru til alls fyrst og í sumar er ætlun okkar hjóna að fara norður í „friðlandið“ og vel gæti verið að við bæðum Bænda- blaðið fyrir fróðleik og myndir frá slíkri ferð. Indriði Aðalsteinsson Kristbjörg Lóa Árnadóttir, Skjaldfönn Girðum Horn- strandarefinn inni Björn Gunnlaugsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir og Sveinn Aðalsteinsson Um miðjan júní s.l. stóðu Samtök norrænna bús- vísindamanna (NJF) fyrir ráðstefnu um lífrænan landbúnað undir yfirskriftinni: „Lífrænn landbúnað- ur á nýrri öld - staða og framtíðarmöguleikar“. Ráð- stefnan var skipulögð í samstarfi við Sænska land- búnaðarháskólann og haldin í Alnarp á Skáni. Vís- indamenn og ráðunautar frá fimm Norðurlöndum og öllum þremur Eystrasaltslöndunum sóttu ráðstefnuna auk gesta frá fleiri löndum. Alls voru þátttakendur á ráðstefnunni um 140 og var góð þátttaka frá Eystra- saltslöndunum ánægjuleg, sem vekur vonir um öfl- ugri samvinnu við þessi lönd í framtíðinni á sviði líf- ræns landbúnaðar. Á ráðstefnunni voru flutt 59 er- indi, um 40 veggspjöld kynnt og boðið upp á vett- vangsferðir. Í erindum sem flutt voru á ráðstefnunni var kom- ið víða við og af helstu viðfangsefnum sem fjallað var um má nefna: fjárhagslega afkomu bænda, gæði og hollustu afurða, hringrás næringarefna, einkum með nýtingu niturs í huga, aðbúnað dýra, varnir gegn plöntuskaðvöldum og líffræðilegan fjölbreytileika í ræktun og umhverfi býlanna. Fram kom að markað- ur fyrir lífrænar vörur hefur vaxið á undanförnum ár- um á heimsvísu. Matvæli framleidd með lífrænum aðferðum innihalda að öllu jöfnu meira af hollustu- efnum og efnum sem verja plöntur gegn skaðvöld- um. Einnig voru kynntar rannsóknir sem benda til að búpeningur velji í mörgum tilfellum lífrænt rækt- að fóður fram yfir hefðbundið, auk þess sem lífrænt ræktað fóður eykur frjósemi gripanna. Fram kom á ráðstefnunni að lífrænn landbúnaður hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þróunarlöndum og gæti orðið liður í því að auka matvælaöryggi þessara landa. Lífrænir framleiðsluhætti kunna einn- ig að stuðla að aukni félagslegu réttlæti í þessum löndum ef bændum er tryggt sanngjarnt verð fyrir af- urðir sýnar. Á ráðstefnunni kynnti Ásdís Helga Bjarndóttir upplýsingar um stöðu lífræns landbúnaðar á Íslandi, en nú munu vera um 44 býli hér á landi sem stunda vottaða lífræna framleiðslu. Meðfylgjandi súlurit sýnir hvernig þessi býli skiptast eftir framleiðslu- greinum. Björn Gunnlaugsson flutti erindi um líf- ræna áburðargjafa við ylræktun á grænmeti þar sem m.a. er notaður sveppamassi, fiskmjöl og fiskmelta. Hægt er að nálgast greinar sem fylgdu erindum og veggspjöldum á ráðstefnunni á slóðinni: www.nors- ok.no/njf.html. Ráðstefna um lífrænan landbúnað á vegum NJF Vottuð lífræn framleiðsla 14 10 7 6 5 4 4 3 2 2 0 5 10 15 Grænmeti Sauðfé Trjáplöntur Nautgripir Garðblóm Fjöldi býla

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.