Bændablaðið - 05.07.2005, Side 42

Bændablaðið - 05.07.2005, Side 42
42 Þriðjudagur 5. júlí 2005 Bændasamtökin auglýsa úrvals- fatnað á íslenska bændur. Ég skima yfir síðuna og býst við að sjá lopapeysur. Lopapeysan hef- ur verið úrvalsflík fyrir Íslend- inga frá því um miðja síðustu öld. Stundum hefur hún talist einkenna sveitamenn, stundum hefur hún þótt hæfa fleirum og nú er lopapeysan mjög í tísku. Hingað til hefur prjónaskapur verið lifandi handverkshefð hér á landi þrátt fyrir að við töpuðum mest öllu handverki þjóðarinnar með iðnvæðingunni. Vegna þess- arar hefðar hefur lopapeysan náð að verða táknræn fyrir Ísland og glæsilegur minjagripur fyrir ferða- menn. Lopapeysan verður ekki prjónuð í vél. Hún er handverk. Fyrir 50 árum þótti sjálfsagt að allar konur kynnu að prjóna og nær óhugsandi að reka heimili án þess að geta prjónað sokk eða vettling. Rut Magnúsdóttir, fyrrverandi bóndi á Sólvangi í Flóa, tók til við að prjóna ullarvettlinga á heilan leikskóla á Selfossi. Börnin vant- aði góða vettlinga því nú er lítið prjónað. Ekki er lengur sjálfsagt að kon- ur kunni að prjóna og mér sýnist raunveruleg hætta á að við týnum niður því þjóðareinkenni sem prjónaskapurinn er. Menningarverðmæti glatast, bæði munir og þekking, vegna þess að fólk þarf ekki á þeim að halda um tíma og gerir sér jafnframt ekki grein fyrir að þetta séu verðmæti. Hverju skiptir þó að ég kenni eng- um að prjóna? Enginn notar prjón- les hvort sem er. Fatnaður er ódýr og nú eru til góð efni sem auðvelt er að þvo í þvottavél og enginn saknar þegar þeim er hent. Kvenlegar dyggðir hafa líka fallið í verði og ekki verður séð að handverkskunn- átta ungra stúlkna geri þær eftir- sóknarverðari á nokkurn hátt. Nei. Ég læt mér ekki segjast. Engu skiptir hvort lopapeysan verð- ur í tísku eða þykir gamaldags. Kostir hennar eru alltaf samir og þeim verður ekki náð með eftirlík- ingum. Hún er létt, hlý, endingar- góð, klæðileg, umhverfisvæn og ís- lensk framleiðsla. Lopapeysan er landbúnaðarafurð, tímalaust lista- verk sprottið úr íslenskri verkmenn- ingu. Meðan hún er í tísku höfum við tækifæri til að koma hefðinni til næstu kynslóðar og hvetja allar stelpur til að prjóna sér lopapeysu. Ef þú kannt að prjóna og ert móðir, amma, frænka, vinkona eða grannkona unglingsstelpu sem langar til að klæðast lopapeysu, skalt þú hjálpa henni til að prjóna sér eina slíka. Allir krakkar eiga að fá tilsögn í prjónaskap í skólanum, en oftast er það ekki nóg ef þau fá enga aðstoð heima fyrir. Ókeypis uppskrift að tískul- opapeysu er að finna á heimasíðu ÍSTEX, istex.is og uppskriftablöð og lopi fást í handavinnubúðum og öðrum sölustöðum ÍSTEX um allt land. Plötulopi er ótrúlega ódýrt og auðfengið handprjónaefni og allt of lítið notaður miðað við það. Bandprjónar eru líka auðfengnir og lítil fjárfesting og í raun nauð- synlegt hverri konu að eiga prjóna. Gefið stelpunum ykkar prjóna og prjónablað og hafið gott fyrir þeim með því að stunda þjóðlegan heimilisiðnað. Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti Prjónaskapur Þjóðarhefð eða sérviska Gjábakkavegur liggur um Laugarvatnsvelli á Lyngdalsheiði. Þar er að finna tvo hella sem eru í brekku upp af völlunum, vestan og norðan við þá. Í þeim var búið um skeið á síðustu öld, en 1922 var flutt úr þeim að fullu og öllu. Hjónum, sem þar bjuggu síðast, fæddist barn að vetrarlagi og varð faðirinn sjálfur að gegna ljósmóðurstörfum og taka á móti því. Þegar ekki var búið í hellunum var sauðfé iðulega hýst í þeim að vetrarlagi og stundum lágu sauðamenn þar við um nætur. En sagt var að reimt væri í öðrum hellinum og fældi draugurinn bæði menn og fé. Kom fyrir að hann dró sauðamann á fótunum eftir hellisgólfinu. Oft var heyjað á Laugarvatnsvöllum frá Laugarvatni og lá heyskaparfólkið þá einatt við í hellinum. Heimild: Landið þitt Ísland. Hér má sjá Kaliforníubúa af íslenskum ættum, hjá „bústaðnum“. Hann hafði orð á því að þrautseigja þessara Sunnlendinga hefði verið mikil. Hellir á Laugarvöllum á Lyngdalsheiði MF þjónustan flutt í húsnæði Vélfangs MF þjónustan hefur flutt starf- semi sína á Gylfaflöt 24-30 í Reykjavík (Grafarvogi) í hús- næði Vélfangs ehf. Í fréttatilkynningu kemur fram að Sigurður Skarphéðinsson hafi byrjað starfsemi í Grænumýri 5 í Mosfellsbæ í apríl 1985. Hann hóf hins vegar viðgerðir á Massey Ferguson dráttarvélum árið 1965 hjá Dráttarvélum hf. „Starfsemi fyrirtækisins mun á engan hátt breytast nema til betri vegar þar sem húsnæðið í Grænumýrinni var komið til ára sinna og verður nú að víkja fyrir íbúabyggð sem fyrirhuguð er á því svæði. Við munum áfram þjónusta allar teg- undir dráttarvéla, vinnuvéla, hey- vinnutækja og aðrar þær vélar sem þurfa á þjónustu að halda. Einnig munum við halda áfram að útvega viðskiptavinum okkar varahluti í allar tegundir véla og smíðum á staðnum allar helstu stærðir vökvaslangna. MF-þjón- ustan er viðurkenndur þjónustuað- ili fyrir Massey Ferguson og Valtra dráttarvélar en óhætt er að segja að ekkert verkstæði á Íslandi hafi jafnmikla reynslu af þjónustu við Massey Ferguson dráttarvélar og MF-þjónustan. Þá liggur það fyrir að MF- þjónustan mun taka að sér þjón- ustu fyrir öll þau vörumerki sem Vélfang ehf. hefur söluumboð fyr- ir og má þar nefna m.a. Terex- vinnuvélar, CLAAS, Fendt, Kuhn, Kverneland, Taarup og Shibaura. Þá hefur Einar Magnússon hafið störf hjá MF-þjónustunni en hann hefur starfað við viðgerðir og þjónustu véla frá árinu 1979 og starfaði áður hjá Vélaveri hf. Við vonum að þessir flutning- ar hafi ekki mikil áhrif á við- skiptavini okkar og viðskiptin sem hafa alla tíð byggst á gagn- kvæmu trausti og vonum við að við höfum staðið undir þeim væntingum sem til okkar hafa ver- ið gerðar hverju sinni.“ Björn Ólafsson og Guðríður Gunnars- dóttir á Þúfu í Kjós hafa undanfarin ár unnið sleitulaust að kynningu íslenska hestsins í Bandaríkjunum. Þau settu m.a. upp ístölts sýningar víðsvegar um BNA og stóðu fyrir námskeiðahaldi í samvinnu við marga virtustu reiðkennara Íslands. Nú hafa þau hjónin stofnað nýtt fyrir- tæki, Icelandic Equestrian ehf., í sam- vinnu við bandaríska aðila og er fyrsta verkefni fyrirtækisins að stofna reið- skóla, American Icelandic Riding Aca- demy, með það að markmiði að mennta bandaríska reiðmenn á íslenskum hest- um. Auk þess hefur fyrirtækið á stefnu- skrá sinni að vinna að kynningar- og sýn- ingarmálum, sölumálum, móthaldi og ýmsu fleiru er lýtur að íslenska hestinum. Samstarfsaðilar í Bandaríkjunum eru hjónin Peggy og Charles Gilbert sem eru lögfræðingar að mennt. Sem slíkir hafa þau lagt áherslu á að uppbygging fyrirtækisins sé á allan hátt lögleg og að þeir sem ráðnir verði til ákveðinna starfa og verkefna komi til landsins á þeim forsendum. Þau hafa kynnt sér innflytjendalögin og fundið leið til að útvega vegabréfsáritanir fyrir fagaðila sem vilja koma og vinna á vegum AIRA í Bandaríkjunum. Peggy, sem er MS sjúklingur, stundaði hestamennsku á sínum yngri árum en hætti því þegar sjúkdómurinn gerði vart við sig. Árið 2000 ákvað hún að reyna að komast á hestbak á ný og varð íslenski hesturinn fyrir valinu. Skemmst er frá því að segja að hestamennskan hefur gert henni gríðarlega gott og skilað meiru en nokkur önnur með- ferðarúrræði og hefur ást hennar og trú á ís- lenska hestinum orðið til þess að hún og hennar fjölskylda vilja nú breiða út boð- skapinn og kynna þennan einstaka hest fyrir öðrum og hjálpa þeim sem eiga íslenska hesta að njóta þeirra til fulls. Þau stofnuðu einnig Íslandshestafélag í Maine fylki þar sem voru þá um 10 íslenskir hestar, en þeim hefur nú fjölgað í 80 á tæpum fimm árum. Fulltrúar fyrirtækisins stóðu fyrir kynn- ingarfundi í reiðhöll Gusts í Kópavogi fyrir skemmstu og urðu þar áhugaverðar umræð- ur um möguleika slíks fyrirtækis. Björn Ól- afsson hvetur alla þá er áhuga hafa á málinu til að hafa samband, en ráða þarf fólk til ýmissa verkefna. Nú þegar hefur verið ákveðið að tveir af bestu kynbótaknöpum Íslands, þeir Þórður Þorgeirsson og Erlingur Erlingsson, muni slást í hópinn og fara til BNA í haust og sýna þar hross í fyrirhuguð- um kynbótasýningum. Veffang AIRA er www.americanicelandic.com . /HGG Stofna reiðskóla fyrir Bandaríkjamenn Björn Ólafsson og Guðríður Gunnarsdóttir ásamt Peggy Gilbert og syni hennar, Sean. Bændablaðsmynd: HGG kemur næst út 30. ágúst

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.