Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 47
Þriðjudagur 5. júlí 2005 47
Hallormsstaður í Skógum
Saga og náttúra höfuðbóls og þjóðskógar
eftir Hjörleif Guttormsson, Sigurð Blöndal og fleiri
Áskrifendur fá nöfn sín birt í heillaóskaskrá (tabula
gratulatoria) fremst í ritinu og gefst þeim kostur á að
eignast bókina á hagstæðu tilboðsverði sem er kr. 4.200.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Kristinn
Richardsson hjá Eddu útgáfu í síma 522 2067 eða
kristinn.richardsson@edda.is
Stórglæsileg myndskreytt bók
í stóru broti yfir 300 blað-
síður kemur út hjá Máli og
menningu haustið 2005 en
þá verður öld liðin frá því
landssjóður fékk jörðina
Hallormsstað til umráða og
ráðist var í að friða Hallorms-
staðaskóg. Í bókinni verður
rakin saga þessa landsþekkta
höfuðbóls, menntaseturs og
stærsta þjóðskógar á Íslandi
og greint frá niðurstöðum
nýrra rannsókna á jarðsögu,
fornleifum og skógvistfræði.
Einnig verður í ritinu fjöldi
hagnýtra upplýsinga fyrir
útivistar- og ferðafólk með
uppdráttum og leiðsögn um
land Hallormsstaðar og næsta
nágrenni.
Verkefnisstjórn um heimasölu á
sveitabýlum leitar eftir sam-
starfsaðilum sem hafa áhuga á
að taka þátt í þróunarverkefni
um heimavinnslu og sölu afurða
á sveitabýlum. Fylla þarf út
umsóknareyðublað sem eru að
finna inni á heimasíðunum
www.sveit.is og www.bondi.is,
en þar þurfa að koma fram upp-
lýsingar um framleiðsluvöruna,
s.s. tegund vöru, innihaldslýsing
og framleiðsluaðferð. Umsóknir
berist á netfangið berg-
lind@farmholidays.is eða bréf-
leiðis í Síðumúla 13, 108 Reykja-
vík merkt „Sala á sveitabýlum“.
Frestur til að skila inn umsókn-
um er til mánudagsins 11. júlí
2005.
Leitað eftir samstarfsaðilum í verkefnið um
heimasölu og vinnslu afurða á sveitabýlum
Nú eru komnir á markað léttir
jógúrtdrykkir frá MS sem ætlað
er að koma til móts við óskir
neytenda um sykurminni mjólk-
urafurðir. Léttu jógúrtdrykk-
irnir eru afrakstur markvissrar
þróunarvinnu og nýrrar
vinnslutækni sem hefur leitt til
þess að notaður er umtalsvert
minni sykur í drykkina en í sam-
bærilegar vörur. Þessir léttu
bragðbættu jógúrtdrykkir eru
sýrðir með lifandi jógúrtgerlum
og innihalda öll næringarefni
mjólkur.
Léttu jógúrtdrykkirnir inni-
halda aðeins 0,8% fitu og eru með
fituminnstu jógúrtvörum á mark-
aði hérlendis. Hitaeiningainnihald
drykkjanna er frá 37 kcal í 100 g
(en þess má geta að undanrenna
inniheldur 34 kcal í 100 g). Þeir
fást í nýjum og spennandi bragð-
tegundum, tveimur sykurskertum
og einni án viðbætts sykurs.
Flestir þeir sem hafa mjólkur-
sykursóþol geta notið þessara nýju
drykkja þar sem meira en 80% af
mjólkursykrinum hafa verið klof-
in.
Bragðtegundirnar eru
eftirfarandi:
jarðarber, mangó og
eplaþyrniber
(sykurskertur)
stjörnuávextir og ferskjur
(sykurskertur)
bananar og kirsuber
(án viðbætts sykurs,
inniheldur sætuefni)
Léttir jógúrtdrykkir eru fram-
leiddir hjá MS/MBF í Búðardal.
Mjólkurvörur er mikilvægur hluti
af fjölbreyttu mataræði vegna þess
hve hollar og næringarríkar þær
eru. Íslenskum neytendum stendur
til boða mjög fjölbreytt úrval
mjólkurvara og ættu allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi, ekki
síst með tilkomu þessara nýju léttu
jógúrtdrykkja.
Áhrifaríkur auglýsingamiðill
Sími 563 0300
Netfang augl@bbl.is
Sykurminni mjólkurvörur