Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 31. janúar 2006 Í Morgunblaðinu 19. janúar sl. er viðtal við Finn Árnason, forstjóra Haga, þar sem hann fjallar nokkuð ítarlega um smásölumarkaðinn hér á landi, ekki síst matvörumarkað- inn. Það sem vakti ekki hvað síst athygli var fyrirsögn viðtalsins: „Hagar töpuðu 700 milljónum vegna verðstríðsins“, ekki síst í ljósi bráðskemmtilegarar forystu- greinar Morgunblaðsins daginn áður undir fyrirsögninni „Fífla- gangur“. Þar eru rifjuð upp ýmis ummæli framkvæmdastjóra Bón- uss á síðustu mánuðum. Niður- staða blaðsins í þeirri grein var að fjölmiðlar, neytendur og stéttarfé- lög þurfi aftur að herða aðhald sitt að matvörumarkaðnum. Útrásin og vöruverðið Til upprifjunar þá er Baugur Group eigandi Haga sem síðan reka m.a. Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri verslanir og fyrirtæki auk innkaupafyrirtækisins Aðfanga og fleiri fyrirtækja, sem sjá um inn- kaup og vinnslu fyrir matvörur- verslanir í eigu Haga. Í forystu- grein Moggans er orðrétt vitnað í frétt blaðsins frá 13. maí 2005 þar sem talað var við Guðmund Mar- teinsson, framkvæmdastjóra Bón- uss, og segir m.a. á þessa leið: „... Guðmundur minnir einnig á orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, eiganda Bónuss, um að útrás fyrirtækisins í Bretlandi muni skila sér í lægra vöruverði til neytenda á Íslandi,“. Sé þetta svo virðist ekki fjarri sanni að setja áðurnefnt tap upp á kr. 700 milljónir í samhengi við umsvif Baugs á sl. ári. Hagnaður Baugs Group á árinu 2005 nam 28,0 milljörðum króna eftir skatta, þar af eru 15 milljarðar kr. inn- leystur hagnaður. Heildareignir Baugs Group voru bókfærðar á 145 milljarða króna í árslok 2005. Eigið fé var 62,9 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall félagsins 43%. Arðsemi eigin fjár nam 78,7% á árinu 2005. Áðurnefndar 700 milljónir eru því 2,5% af hagnaði Baugs á árinu 2005, 0,5% af heild- areignum fyrirtækisins í árslok og 1,1% af eiginfé. Það hefði því ver- ið hægt að hugsa sér ýmsar aðrar útgáfur á fyrirsögninni á viðtalinu við Finn Árnason. Takmarkaður ávinningur neytenda Enginn þarf að láta sér til hugar koma að Hagar hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera með því verðstríði sem þeir tóku þátt í á markaðnum í á sl. ári. og mergur- inn málsins er auðvitað sá að það var á ábyrgð stærstu aðilanna á smásölumarkaði. Ávinningur neyt- enda til lengri tíma litið er hins vegar takmarkaður þó að til hans megi auðvitað telja þessar 700 milljónir sem Hagar ákváðu að leggja í þennan herkostnað og þannig létta útgjöld heimilanna til matvælakaupa tímabundið. 700 milljóna króna herkostnaður Haga Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og sviðsstjóri á félagssviði BÍ eb@bondi.is AÐALFUNDUR FÍBK Aðalfundur Félags íslenskra búfræðikandidata verður haldinn í bókasafni Bændasamtaka Íslands miðvikudaginn 1. febrúar 2006 kl. 18:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn FÍBK Lambamerkin okkar eru viðurkennd af Embætti yfirdýra- læknis til notkunar í lömb. 10% afsláttur til 15.febrúar ef pöntuð eru 100 merki eða fleiri í röð. Vinsamlega sendið pantanir til okkar í tölvupósti: pbi@akureyri.is, pósti eða faxi: 461 2995 Munið að panta merki í ásetningsfé. Vinsamlega pantið þau á www.bufe.is (MARK), hjá Bændasamtökum Íslands eða búnaðarsamböndum. Á undanförnum árum hafa verið settar reglur um merkingar búfjár. Fyrst tók gildi reglugerð nr. 463/2003, sem var svo endur- skoðuð með gildandi reglugerð 289/2005, sem var svo breytt með reglugerð nr. 972/2005. Um leið og allir sem málið varða eru hvattir til að afla sér gildandi reglugerða, skal einnig bent á ágæta grein Gunnars Guðmunds- sonar, sviðsstjóra hjá Bændasam- tökum Íslands, sem birtist í Bændablaðinu 22. nóvember 2005. Auk þess er bent á grein á bls. 28 í Bændablaðinu 27. sept- ember 2005 þar sem m.a. er birt mynd af hinu nýja litakorti, sem er skv. breytingu nr. 1105/2005 á reglugerð nr. 200/1998 um bú- fjármörk, markaskrár o.fl. Þær breytingar sem þarna voru kynnt- ar eru nú komnar til fram- kvæmda. Helstu markmið með setningu þessara reglugerða er að skapa grundvöll að markvissu sjúk- dómaeftirliti og tryggja rekjan- leika búfjárafurða. Til að ná þess- um markmiðum er ákaflega mik- ilvægt að öll dýr séu merkt í sam- ræmi við ákvæði reglugerðarinn- ar, þó sérstaklega þau dýr sem ganga laus utandyra og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða hjörð sem í eru fáein dýr eða þús- und. Markmiðið er að til sé á hverjum tíma nákvæm skrá yfir allt búfé og hvar það sé að finna. Komi upp alvarlegur smitsjúk- dómur, er mikilvægt til að hægt sé að ráða niðurlögum hans, að hægt sé að finna hvert einasta dýr, sem er smitnæmt fyrir þeim sjúkdómi. Viðurkennd merki Reglugerðin kveður á um að dýr skulu merkt með merkjum, sem hafa verið viðurkennd af yfirdýra- lækni, og að eftirlit með fram- kvæmd reglugerðarinnar skuli vera í höndum embættis yfirdýralæknis, en þessi verkefni eru nú hjá Land- búnaðarstofnun. Nautgripabændur hafa þegar orðið varir við að héraðsdýralækn- ar eru farnir að hafa eftirlit með eyrnamerkingum nautgripa og nú er að hefjast eftirlit með merking- um sauðfjár og geitfjár. Búfjáreft- irlitsmönnum hefur verið falið að skrá ástand þessara mála í vor- skoðun sinni með sauðfjárbúum. Komi í ljós að merkingum sé ábótavant, munu þeir tilkynna það viðkomandi héraðsdýralækni, sem gefur viðkomandi umráðamanni hæfilegan frest til úrbóta. Vakin er athygli sauðfjárbænda á því að ein krafan um gæðastýringu er að merkingar séu í lagi. Allt ásett sauðfé skal merkt Samkvæmt reglugerðinni skal allt ásett sauðfé vera merkt með merki, sem skal vera í lit viðkomandi varnarhólfs í a.m.k. annað eyrað. Lömb, sem voru sett á í haust svo og það sauðfé, sem fætt var fyrir 1. janúar 2005 og ekki er einstak- lingsmerkt í samræmi við skýrslu- haldskerfi Bændasamtaka Íslands, skal merkt með viðurkenndu plötumerki og skal merkingum vera lokið fyrir 15. mars 2006. Þar sem umráðmenn hafa ekki sinnt merkingum fyrir tilsettan tíma og ekki nýtt frest til úrbóta, getur Landbúnaðarstofnun fyrir- skipað merkingar búfjárins á kostnað eigenda. Ásetningsmerki: Af gefnu tilefni er vakin athygli á að einu merkin, sem staðist hafa kröfur Landbúnaðarstofnunar til viðurkenningar til nota í ásetnings- fé, eru eftirfarandi: 1. Combi 2000 og Combi 2000e frá Os Husdyrfabrik a/s í Nor- egi, umboðsaðili Plastiðjan Bjarg á Akureyri. 2. LeefTag (New Leef) frá Hauptn- er, umboðsaðili Axi ehf. í Reykjavík. 3. Zee Tag midi tag frá Cox, um- boðsaðili Vélaborg í Reykjavík. Einungis má nota stafina YD IS á þau merki, sem hlotið hafa við- urkenningu. Lambamerki: Öll lömb og kið sem fædd eru eftir 1. janúar 2006 skulu merkt sam- kvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Þetta þýðir að merkja skal með forprentuðu merki innan 30 daga frá fæðingu. Yfirdýralæknir mælir með að lömb og kið séu merkt strax á þessum tíma með merki sem viðurkennt er sem ásetnings- merki. Einnig er heimilt að nota önnur forprentuð merki, (heimatil- búin álmerki ekki meðtalin), en þau verða þó að uppfylla það skil- yrði reglugerðarinnar að endurnýt- ing slíkra merkja er óheimil, nema með leyfi Landbúnaðarstofnunar. Þeir sem telja sig hafa þörf fyrir að endurnýta lambamerki, skulu sækja um slíkt skriflega, með rök- studdum kröfum þ.a.l., til Land- búnaðarstofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfossi eða með rafrænum hætti til lbs@lbs.is fyrir 15. apríl 2006. Þau merki sem þegar hafa verið viðurkennd sem lambamerki eru: 1. „Bjargsmerkin“ frá Plastiðjunni Bjargi á Akureyri. 2. Combi 2000, Combi 2000e auk nýrra lambamerkja frá Os Hus- dyrfabrik a/s í Noregi, umboðs- aðili Plastiðjan Bjarg á Akur- eyri. 3. 1-Tag („Adamsmerki) og Ad- amatic frá Roxanid í Englandi, umboðsaðili Ásta F. Flosadóttir á Akureyri. 4. Snapp (lykkja) og Dalesmann mini frá Ritchey í Englandi, um- boðsaðili Axi ehf. í Reykjavík. 5. Shearwell frá Englandi, um- boðsaðili Vélaborg í Reykjavík. 6. Rototag frá Englandi, umboðs- aðili Þór hf. Þeim, sem hafa þörf fyrir frek- ari upplýsingar, er ráðlagt að snúa sér til viðkomandi búnaðarsam- bands eða leiðbeiningaþjónustu, til ráðunautasviðs Bændasamtaka Ís- lands eða Landbúnaðarstofnunar. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir Einstaklingsmerkingar húsdýra Varnarsvæði: 1. Landnámshólf 2. Borgarfjarðarhólf syðra 3. Borgarfjarðarhólf nyrðra 4. Mýrahólf 5. Hnappadalshólf 6. Snæfellsnesshólf 7. Dalahólf syðra 8. Dalahólf nyrðra 9. Steingrímsfjarðarhólf 10. Reykjanesshólf 11. Miðvestfjarðahólf 12. Vestfjarðahólf 13. Rauðasandshólf 14. Arnarfjarðarhólf 15. Miðfjarðarhólf 16. Vatnsnesshólf 17. Húnahólf 18. Skagahólf 19. Skagafjarðarhólf 20. Eyjafjarðarhólf vestra 20a.Grímsey nyrðra 21. Eyjafjarðarhólf eystra 22. Skjálfandahólf 23. Öxarfjarðarhólf 24. Sléttuhólf 25. Norðausturlandshólf 26. Héraðshólf 27. Austfjarðahólf 28. Suðurfjarðahólf 29. Suðursveitarhólf 30. Öræfahólf 31. Síðuhólf 32. Skaftártunguhólf 33. Álftavershólf 34. Mýrdalshólf 35. Rangárvallahólf 36. Árnesshólf 37. Vestmannaeyjar Litamerking búfjár á Íslandi Svæðaskipting Tilraunastöðin á Keldum og Yfirdýralæknir. 1 2 3 4 56 7 8 9 10 11 12 13 36 35 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 303132 33 34 37 20a Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur Gleráreyrum 2, 600 Akureyri Sími 461 4606

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.