Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 40
40 Þriðjudagur 31. janúar 2006 Úr upp- skrifta- bókum bænda! Reyklausar á grill - nautahryggsneiðar Gott og einfalt og ekki spillir eldur eða reykur þessari grillstund. 250 g framhryggjarsneið - ein á mann 1 msk. grófmulinn svartur pipar 1 msk. grófmulinn grænn pipar 1 msk. grófmulinn rósapipar Penslið steikurnar með olíu. Blandið saman pipartegundunum og nuddið á steikurnar. Grillið við snarpan hita í 3-4 mín á hvorri hlið. Þá eru steikurnar léttsteiktar en auðvitað má bæta við eða draga frá svo sem eins og mínútu til að koma til móts við sérstakar óskir. Berið fram með meðlæti að eigin vali. Uppskrift af www.kjot.is Lambalæri & kartöflur Handa 8 1 lambalæri 4 msk. ólífuolía 6 hvítlauksrif, 2 skorin í ræmur, 4 söxuð 1 msk. saxað rósmarín , nýtt (eða 1 tsk. þurrkað) 2 msk. mulið timjan, nýtt (eða 1 msk. þurrkað) salt og pipar 2 kg kartöflur í sneiðum 40 g smjör Nuddið kjötið með olíu. Skerið litlar, djúpar rifur í kjötið og stingið hvítlauksræmunum þar í. Stráið kryddinu, einnig salti og pipar, yfir kjötið. Raðið kartöflunum á smurt fat, sem er heldur lengra en lærið. Stráið salti, pipar og söxuðum hvítlauk yfir kartöflurnar og dreifið smjöri yfir. Setjið fatið neðst í ofninn og kjötið á grind þar yfir, svo kjötsafinn drjúpi á kartöflurnar. Af þessu dregur uppskriftin nafn sitt. Steikið við 225° í 1½ klst., eða þar til kjötið er hæfilega steikt. Lækkið hitann, ef kartöflurnar brúnast um of. Hrærið í þeim einu sinni eða tvisvar meðan á steikingu stendur. Austurlenskur gúrkuréttur Hérlendis er lítið gert af því að nota gúrkur í heita rétti en sumstaðar í Austurlöndum er það algengt. Þessi réttur er súrsætur og ljúffengur. Gúrkan skorin í bita, gjarna fremur óreglulega, þeir settir í sigti og dálitlu salti stráð yfir. Látnir standa nokkra stund en síðan eru bitarnir skolaðir og þerraðir á eldhúspappír. Blaðlaukurinn skorinn í ræmur, paprikan fræhreinsuð og skorin í bita og chilialdinið saxað smátt. Ol- ían hituð á pönnu og blaðlaukurinn steiktur við meðalhita í nokkrar mínútur. Gúrkum, papriku og chili bætt á pönnuna, steikt áfram í nokkrar mínútur og hrært oft á meðan. Ananasinn er svo settur á pönn- una ásamt safanum úr dósinni, ostrusósu, sojasósu og salthnetum, og látið malla þar til ananasinn er heitur í gegn. Smakkað til og borið fram heitt, t.d. með hrísgrjónum eða núðlum. 1 íslensk gúrka salt 15cm bútur af blaðlauk (hvíti hlutinn) 1 íslensk paprika 1/2 chilialdin, eða eftir smekk 3 msk olía 1 lítil dós ananas í bitum 2 msk ostrusósa 1 msk sojasósa 1-2 msk salthnetur (má sleppa) Uppskrift vikunnar á www.islenskt.is - vef grænmetisbænda Kartöflusalat Forsoðnar parísarkartöflur Kapers Ólívur Rauðlaukur (í sneiðum) Olía Paprikuduft Salt og pipar (nýmulinn) Öllu blandað saman. Salatið á að vera klístrað. Ekki fljótandi í olíu. Mánud.-Föstud. Laugard. Sunnudagar/helgidagar Svíþjóð Engar takmarkanir Engar takmarkanir Engar takmarkanir Ísland Engar takmarkanir Engar takmarkanir Engar takmarkanir Finnland 7-21 7-18 12-21 júní-ág, nóv-des Danmörk Engar takmarkanir Til 17 Lokað (litlar hverfaversl. undansk.) Noregur 6-21 6-18 Lokað (litlir söluturnar undansk.) Þýskalandb 6-20 6-16 Lokað, vissar undantekningar Austurríki 6-19.30 6-17 Lokað, vissar undantekningar Holland 6-22 6-22 Lokað, vissar undantekningar Belgía 5-20 5-20 5-13 Lúxemborg 6-20 6-18 6-13 Stóra-Bretland Engar takmarkanir Engar takmarkanir Engar takmarkanir Írland Engar takmarkanir Engar takmarkanir Vissar takmarkanir Frakkland Engar takmarkanir Engar takmarkanir Vissar takmarkanir Ítalía 7-22 7-22 Lokað, vissar undantekningar Grikkland 8-20 8-18 Lokað, vissar undantekningar Spánn 8-14, 16-21 8-14, 16-21 Lokað, vissar undantekningar Portúgal 6-24 6-24 8-13 a Taflan er lítillega einfölduð, t.d. geta afgreiðslutímar verið breytilegir eftir stærð verslana. b Hámark 80 klst. á viku. Heimild: Skýrsla NBC frá 2003 um matvælaverð (Samantekt Mats Reidius úr upplýsingum frá Svensk Handel.) /EB. Undirbúa við- byggingu við dvalarheimilið í Borgarnesi Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Bændablaðið að mikil þörf væri fyrir stækkun dvalarheim- ilis aldraðra í Borgarnesi og þá sérstaklega hjúkrunarþáttinn á dvalarheimilinu. Það vanti fleiri hjúkrunarrými. „Það er starfandi vinnuhópur sem vinnur að viðbyggingu við dvalarheimilið. Byggingarfram- kvæmdir eru ekki hafnar, en verið er að móta hugmyndir um hvernig menn vilja sjá þessa viðbyggingu. Dvalarheimilið í Borgarnesi er samtengt heilsugæslustöðinni og lengi vel reyndi dvalarheimilið að kaupa hluta af húsnæði heilsu- gæslunnar og vildi að ríkið byggði við. Það kom svo í ljós árið 2004 að af því yrði ekki. Þá settust menn niður og eru nú að vinna að því að láta hanna viðbyggingu við dvalarheimilið þar sem fyrst og fremst verða hjúkrunarrými,“ sagði Páll. Hann sagði að um þessar mundir væri biðlisti eftir plássi á dvalarheimilinu en eftir stækkun, sem vonandi hæfist fljótlega, ætti hann að styttast ef ekki hverfa. Í skýrslu NBC um matvælaverð á Norðurlöndunum, frá árinu 2003, er að finna fróðlega töflu sem gefur yfirsýn yfir leyfilegan opnunartíma matvöruverslana á þeim tíma. Sambærilega töflu er að finna í skýrslu Samkeppniseftirlitanna á Norðurlöndunum sem kom út í desember. Hafa ber í huga að taflan er lítillega einfölduð, t.d. geta opnunartímar verið breytilegir eftir stærð verslana. Engu að síður má lesa úr henni að reglur um opnunartíma matvöruverslana á Íslandi eru með því rýmsta sem gerist í þeim löndum sem taflan nær til. Með öðrum orðum, þjónusta hvað þetta varðar er með því mesta sem þekkist og væntanlega fer samkeppni á þessum markaði að einhverju leyti fram í formi opnunartíma. Það er hins vegar umhugsunarefni hverju neytendur eru bættir þegar upp er staðið. Því hlýtur að fylgja umtalsverður kostnaður að hafa opið um helgar sem greiða þarf í hærra vöruverði. Á móti kemur hins vegar sá augljósi kostur fyrir neytendur að geta keypt inn á þeim tíma sem þeim best hentar ./Erna Bjarnadóttir Leyfilegir afgreiðslutímar matvöruverslana í nokkrum Evrópulöndum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.