Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 15
15Þriðjudagur 31. janúar 2006
Ytri Rangá er með betri lax-
veiðiám landsins og veiddust
þar um þrjú þúsund laxar sl.
sumar sem er svipuð veiði og
árið áður. Mikil fiskiræktun
hefur átt sér stað í ánni hin síð-
ari ár. Þorgils Torfi Jónsson,
formaður veiðifélagsins sagði
að mikil aðsókn væri á sumrin í
þau svæði árinnar sem ræktuð
hafa verið upp eins og Ægis-
síðufossarnir, Rangárflúðir og
Árbæjarfoss. Hann sagði að
unnið væri að því að stækka
veiðisvæðið með auknum seiða-
sleppingum bæði ofar og neðan
til í ánni.
Árið 1990 hófust sleppingar í
ána og það voru Búfisk-menn
sem sáu um þær fyrst. Síðan kom
Þröstur Elliðason sem leigutaki
og vann nokkuð að sleppingum
en Þorgils Torfi segir að ræktun-
arstarfið hafi fyrst farið að ganga
þegar veiðifélagið sjálft tók við
þeim.
Keyptu tvær fiskeldisstöðvar
,,Seiðaeldið er orðin mikil útgerð
hjá okkur því að árið 2001 keypt-
um við tvær fiskeldisstöðvar upp
í Borgarfirði og þar með tókum
við sjálfir alfarið yfir seiðaeldið
og sleppingarnar. Stöðvarnar eru á
Laxeyri og Húsafelli og kostuðu
okkur 70 milljónir króna. Áður
höfðum við eins og Þröstur Elliða-
son keypt köttinn í sekknum þegar
verið var að kaupa seiði af hinum
og þessum eldisstöðvum. Seiðin
voru einfaldlega ekki nógu góð.
Það var því ekki fyrr en við vorum
komnir með okkar eigin eldis-
stöðvar sem þetta fór að ganga,“
segir Þorgils Torfi.
Hann segir að nú sé þetta orðin
mikil útgerð því í laxeldisstöðvun-
um á Laxeyri og í Húsafelli sé
framleitt gríðarlegt magn af laxa-
seiðum fyrir nánast allar árnar í
Borgarfirði og margar fleiri ár.
Klakfiskur er tekinn af hverju
vatnasvæði og hrognum og síðan
seiðunum haldið sér. Þrjár mann-
eskjur eru í fullu starfi við laxeld-
isstöðvarnar.
Greiddu út arð
Árið 2003 seldi veiðifélagið fyrir-
tækinu Lax-Á, sem Árni Baldurs-
son á, helminginn í laxeldisstöðv-
unum og rekur þær með okkur.
Það er því mikið samstarf á milli
Árna og veiðifélagsins því hann er
leigutaki Ytri Rangár. Lax-Á er
með margar ár í landinu á leigu og
ræktar seiði í laxeldisstöðvunum á
Húsafelli og Laxeyri. Þorgils Torfi
segir að þeir hafi mjög gott sam-
starf við Veiðimálastofnun sem
hefur eftirlit með starfsemi eldis-
stöðvanna. Stofnunin hefur verið í
samstarfi við laxeldisstöðvarnar í
tilraunaverkefni um afdrif laxa-
seiða þegar þau fara í sjó. Tilraun-
in fer fram í Kiðafellsá í Hvalfirði
þar sem sleppt er 20 þúsund laxa-
seiðum með sérstökum merkjum í
þessari tilraun.
Starfsemi Veiðifélags Ytri
Rangár hófst árið 1990 og í fyrsta
sinn var greiddur út arður til fé-
lagsmanna árið 2004 samtals 10
milljónir króna og sama upphæð
er greidd fyrir árið 2005.
,,Fram til ársins 2004 fóru allir
peningar í uppbyggingu laxeldis-
stöðvanna og Ytri Rangár. Það
hefur allt gengið vel og nú er hægt
að greiða út arð,“ segir Þorgils
Torfi Jónsson.
Veiðifélag Ytri Rangá
Seiðaeldi orðin stór-
rekstir hjá veiðifélaginu
Heilfóðrun með KEENAN á Íslandi
Leitið upplýsinga í síma 894 3065
Búnaðarsamband Austur-
lands hefur sent eftirfarandi
bréf til bænda á umráðasvæði
þess: ,,Úrvinnslusjóður leggur
gjald á allar smurolíur sem
seldar eru í landinu. Sjóður-
inn notar þetta gjald til að
greiða kostnað af því að sækja
og koma úrgangsolíu á mót-
tökustöð, þar sem efnin fara
síðan að mestu úr landi. Sjóð-
urinn hefur gert samning við
olíufélögin þar sem þau fá
greitt fyrir hvern lítra sem
þau sækja af úrgangsolíu.
Samningurinn kveður á um
að olían sé í tönkum sem hægt
sé að dæla upp úr og séu
a.m.k. 400 lítrar sóttir í einu
(t.d. vera tvær 200 lítra tunn-
ur). Olíufélögunum ber, sam-
kvæmt samningi þessum,
skylda til að sækja úrgangsol-
íuna óski fyrirtæki, bændur
eða aðrir eftir því hvort sem
olían hafi verið keypt hjá
þeim eða ekki.
Rétt er fyrir bændur að hafa
þetta í huga og nýta sér rétt sinn
því víða safnast drjúgar birgðir
af úrgangsolíu á búum. Sinni ol-
íufélögin ekki þessu verkefni
má láta Úrvinnslusjóð vita
(www.urvinnslusjodur.is) og
mun hann þá taka á því. Þetta er
ekki neitt áskriftaferli heldur
má einfaldlega safna olíunni
saman, jafnvel yfir nokkur ár,
og óska síðan eftir flutningi á
þessu þegar lágmörkum er náð.
Rétt er að taka fram að í þessa
tanka sem dælt er uppúr mega
ekki vera olíusmitaðar vörur,
svo sem olíusíur, klútar, tvistar,
plastefni og þess háttar, og eiga
slíkar vörur að berast til söfnun-
arstöðva (t.d. Sorpu) á kostnað
hvers og eins.“
Rúnar Hjartarsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsam-
bands Austurlands segir enn-
fremur í bréfinu: ,,Úrgangsolíur
eru víða vandamál, ekki síst til
sveita, þar sem safnast geta tals-
verðar birgðir af henni á nokkr-
um misserum. Geymslan og
meðhöndlun er oft bæði sóðaleg
og varasöm. Ég sendi þetta
vegna þess að nýverið fékk ég
veður af þessum samningi Úr-
vinnslusjóðs við olíufélögin og
eftir að hafa kynnt mér hann, tel
ég fullvíst að olíufélögin hafi
ekki sinnt málinu nægilega vel
hér á þessu svæði og vafalaust
er svipað uppá teningnum víða
annars staðar og sendi ég þetta
þess vegna á önnur búnaðar-
sambönd til íhugunar.“
Már Karlsson, fjármálastjóri
Úrvinnslusjóðs sagði allt rétt og
satt sem í bréfinu stendur.
Samningurinn við olíufélögin
væri upp á það sem segir í
bréfinu. ,,Bændur eru yfirleitt
umburðarlyndir og því munu
þeir án efa gefa þann frest að
úrgangsolía sé sótt til þeirra
einu sinni eða tvisvar á ári eftir
hvað þeir hafa stóra tanka en
400 lítrar eru sóttir sé þess
óskað,“ sagði Már.
Ábending til bænda
Olíufélögunum skylt að
sækja úrgangsolíu sé þess óskað