Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 31. janúar 2006
Bændablaðið
Málgagn bænda og landsbyggðar
Smátt
og stórt
Upplag: 14.167 eintök
Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti.
ISSN 1025-5621
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra
annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en
þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 5.500 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.500.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 - Fax: 562 3058 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Næsta blað
Bændablaðið kemur
næst út 14. febrúar.
Auglýsendur eru
beðnir um að panta
auglýsingar með
góðum fyrirvara
Það er fyrst þegar maður sér
hvernig barnabörnin haga sér
að maður getur dæmt um það
hvernig manni hefur tekist upp-
eldið á börnum sínum.
Gullkornið
Dagsönn saga
ættuð úr virtum
menntaskóla!
Spurt er á prófi: Hvernig geðjaðist
Bjarti í Sumarhúsum að kúm?
Svar: Bjarti geðjaðist illa að Kúm,
enda var Kúmur ekki góður maður.
Aðeins
einn Sæmundur
Tímamót urðu um síðustu áramót
þegar Sæmundur Sigmundsson,
sérleyfishafi í Borgarnesi, hætti
sérleyfisakstri, sem hann hafði þá
stundað í nærfellt hálfa öld. Á
þessu tímabili hefur Sæmundur fest
sig svo í sessi að í vitund fólks að
hann og rútur hans voru nánast
hluti af landslaginu á leiðinni
Reykjavík - Borgarnes.
En það var líka upplifun að sitja
fram í hjá Sæmundi og fá leiðarlýs-
ingu þar sem hann gjörþekkti leið-
ina; hvert örnefni, hverja beygju og
jafnvel holurnar í veginum. Sæ-
mundi skuli hér færðar þakkir fyrir
þjónustuna, sem þó er ekki lokið
því að nú hyggst hann snúa sér að
öðrum akstri, svo sem með ferða-
fólk og skólabörn.
Heillaósk
Guðmundur Böðvarsson skáld á
Kirkjubóli sendi Kristjáni Eldjárn
þá þjóðminjaverði þessa heillaósk
þegar hann lauk doktorsprófi sínu.
Ógnum þrungna eftir ferð
út þú slappst úr haugnum
með hið góða gamla sverð,
en gekkstu nú rétt frá draugnum?
Íslenskan á
undanhaldi
Nokkuð þarf til til að beina athygli
fólks frá hagnaði banka og stórfyr-
irtækja, en Páli Valssyni útgáfu-
stjóra tókst það þegar hann varpaði
fram þeirri fullyrðingu að ekki yrði
töluð íslenska hér á landi eftir 100
ár.
Við nánari umfjöllun hefur
komið í ljós að það eru einkum
unglingar á aldrinum 14-17 ára
sem orðið hafa eftir í málþroska.
Bóklestur þeirra hefur minnkað og
kennarar segja að þeir skilji ekki
lengur algeng orð málsins.
Enn það er ekki öll nótt úti enn
og áður hefur verið spáð illa fyrir
íslenskunni. Þannig þótti danska
málfræðingnum Rasmus Kristian
Rask það mesta mein snemma á
19. öld að margir Íslendingar slettu
erlendum orðum í ræðu og riti og
spilltu þannig tungunni. Í fram-
haldi af því hófst mikil alda mál-
hreinsunar, oft kennd við Fjölnis-
menn.
Nú er aftur þörf á að efla tung-
una og minnast þess að íslensk
tunga er lykillinn að öllu því sem
við tengjum við íslenska þjóð og
hlutverki hennar í samfélagi þjóða.
Vélhundurinn Aibo sleginn af
Mbl. greindi frá því í gær að
japanska fyrirtækið Sony hefur
ákveðið að hætta frekari þróun og
framleiðslu á á vélhundinum Aibo.
Þessi ákvörðun kemur áhuga-
mönnum um hunda ekki á óvart þó
svo þessi hafi getað: „gelt, elt
bolta, lyft afturfæti og „lært"
skipanir. Síðasta útgáfa hundsins
gat sagt 1000 orð og skilið yfir
100. Í höfði hundsins er mynd-
bandsupptökuvél sem getur sent
mynd beint í tölvu..“ eins og segir í
Mogganum. Líklega fréttum við
næst af vélhrossi sem getur bæði
bitið og slegið...
Því fleira fólk sem tekur þátt í kór-
starfi, því betra fyrir dreifbýlið á
hverjum stað. Þetta er niðurstaða
könnunar tveggja sænskra fræði-
manna, Wolfang Pichler og Hans
Westlund, og niðurstaðan kom
þeim á óvart.
„Þegar við fórum að skipta af-
skekktum sveitarfélögum niður
eftir byggðaþróun, kom í ljós að
því fleira fólk sem tók þátt í kór-
starfi, því betur voru sveitarfélögin
stödd með þróun íbúafjölda,“
sagði Hans Westlund.
„Það er ljóst að fólki á þéttbýlis-
stöðum fjölgar mest sem og að
vinnumarkaðurinn hefur mest að
segja um mannfjöldaþróunina. Þeg-
ar við hins vegar könnuðum félags-
starfsemi komu greinilega í ljós já-
kvæð áhrif af kórsöng sem benti
jafnframt til að kórar væru góður
samsamnefnari fyrir félagslíf í dreif-
býli,“ segir hann ennfremur.
Ef til vill er skýringin sú að
byggðarlög með fjölskrúðugt fé-
lagslíf hafi meira aðdráttarafl fyrir
fólk en önnur félagsstarfsemi,
jafnframt því að halda betur á því
fólki sem fyrir er.
Þeir félagar báru einnig saman
aðra þætti, svo sem þátttöku í les-
hringjum en þar komu ekki sömu
jákvæðu áhrifin í ljós.
En er það söngurinn sem skapar
kröftugt samfélag eða er það kröft-
ugt samfélag sem hvetur til kór-
starfsemi?
Þessu er erfitt að svara en þó er
eðlilegt að ætla að fólk sem á sér
skemmtilegar frístundir flytji síður
burt. Það er athyglisvert að kór-
söngur er einmitt merki um þetta.
Hið sama hefur komið í ljós víðar.
Bandaríski félagsfræðingurinn Ro-
bert Putman hefur einnig fundið
dæmi þess á Ítalíu.
Prófessor Reidar Almås, profes-
sor við Miðstöð fyrir byggðarann-
sóknir í Noregi, telur að sænska
rannsóknin eigi einnig við í Nor-
egi. „Í dreifbýlinu gildir það gjarn-
an að fólk verður að skemmta sér
sjálft, þar eru ekki atvinnu-
skemmtikraftar starfandi eins og í
þéttbýli. Það er án efa meira freist-
andi að flytja frá stöðum þar sem
menningarstarfsemi er fábreytt
heldur en þar sem eru mörg félög
og klúbbar,“ segir Reidar Almås.
„Þar sem mikið er um að vera á
einu sviði hefur það áhrif á mann-
lífið í heild, svo sem leikstarfsemi,
starfsemi kóra eða íþróttir. En það
er einnig vaxandi skilningur á því
að svokölluð mjúk byggðamál séu
mikilvæg fyrir búsetuþróunina,“
segir Reidar Almås. (Nationen,
Ósló).
Kórsöngur gerir lífið ánægjulegra í dreifbýlinu
Fræðaþing
landbúnaðarins
Fræðaþing landbúnaðarins hefst síðar í
þessari viku. Segja má að þingið sé
uppskeruhátíð allra sem stunda rannsóknir
tengdar landbúnaðinum - en einnig er
fræðaþingið mikilvæg samkoma fyrir þá,
sem hafa þann starfa að miðla þekkingu til
bænda og búaliðs.
Á fræðaþinginu er fjallað um fjölmörg
mál sem eiga beint eða óbeint erindi við
bændur landsins. Margir frummælendur
leggja mikla vinnu í erindin og bændur
ættu hiklaust að kynna sér sem flest af því
sem þarna er sagt og sýnt. Auk þess eru
erindin gefin út á bók og fjölmiðlar
Bændasamtakanna munu gera þeim
nokkur skil. Bókin er fáanleg hjá
Bændasamtökunum. Síðast en ekki síst
stendur fræðaþing opið öllum sem áhuga
hafa. Fátt er íslenskum bændum jafn
dýrmætt og aukin þekking. Á fræðaþingi
geta menn aflað sér nýjustu þekkingar á
hverjum tíma.
Hvernig landbúnað eigum við að
stunda í upphafi nýrrar aldar? Fulltrúar
bænda í undirbúningsnefnd fræðaþings
beittu sér fyrir því að fá hingað til lands
tvo erlenda fyrirlesara sem nálgast þessa
spurningu frá mismunandi sjónarhornum.
Annars vegar kemur hingað starfsmaður
norska landbúnaðarráðuneytisins, Fröydis
Vold, sem spyr í heiti erindis síns hvort
landbúnaður geti orðið eitthvað annað og
meira en hefðbundinn landbúnaður. Hins
vegar mun Douglas Bell, frá skoska
landbúnaðarháskólanum, fjalla um það
hvernig skoskum landbúnaði gengur að
aðlagast breytingum. Íslenskur
landbúnaður verður að horfa yfir hafið og
fylgjast grannt með því sem aðrir eru að
gera. Það er engin ástæða til að finna upp
hjólið enn eina ferðina.
Sérstök ástæða er til að fagna því að
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
kemur á þingið og ræðir um framtíð
íslensks landbúnaðar. Það er mikilvægt
fyrir bændastéttina að heyra hver skoðun
forsetans er á landbúnaðinum. Ólafur
Ragnar hefur sýnt það að hann getur beitt
sér - til dæmis á erlendri grund - í þágu
íslenskra atvinnuvega.
Með þátttöku sinni í fræðaþingi eru
bændur að undirstrika enn og aftur að
fjölmargt í nýsköpun landbúnaðarins er
ekki ógn við núverandi stöðu. Þvert á móti.
Nýjungarnar eru yfirleitt hrein og klár
viðbót. Það er hlutverk bænda - og
samtaka þeirra - að bjóða nýja félaga
velkomna, leggja sig fram um að leita
leiða til að efla ráðgjöf þeim til handa og
efla stéttarvitund meðal félagsmanna.
Miðlun þekkingar skiptir máli og þegar
þessu fræðaþingi lýkur munu BÍ kanna
gaumgæfilega hvort fróðleikur fræðaþings
hafi náð eyrum bænda. Samkomur á borð
við fræðaþingið þurfa og verða að vera í
stöðugri mótun og endurnýjun. Menn
verða stöðugt að spyrja sig hvort hægt sé
að gera betur. Þegar um miðlun þekkingar
er að ræða er ekki um neinn lokapunkt að
ræða.
Afgerandi
afstaða búnaðarþings
Búnaðarþing komst að mjög afgerandi
niðurstöðu varðandi sölu á Hótel Sögu og
Hótel Íslandi. Ljóst er að fulltrúar bænda
á búnaðarþingi vilja að Bændasamtökin
haldi áfram að reka hótelin. Á því leikur
ekki vafi eftir umræður á nýloknu
búnaðarþingi.
Á þinginu nefndu margir þá hugmynd
að BÍ könnuðu þann möguleika að fá
fleiri að rekstrinum. Sú leið er ein margra
sem stjórn BÍ verður að skoða í framhaldi
af atkvæðagreiðslunni og umræðum á
nýliðnu búnaðarþingi. Hið sama gildir
um þá hugmynd að BÍ flytji
aðalskrifstofu samtakanna í nýtt og
hentugra húsnæði jafnframt því að
starfsemin verði endurskipulögð.
Að fenginni niðurstöðu búnaðarþings
geta Bændasamtök Íslands sett sér skýrari
framtíðarsýn hvað varðar rekstur
hótelanna. Sökum umræðu um nauðsyn
þess að BÍ ættu að selja hótelin hefur
reksturinn ekki verið eins markviss og
hann hefði átt að vera. Nú hefur óvissunni
verið eytt. Sú staðreynd mun að ýmsu leyti
auðvelda stjórn BÍ verk í framhaldinu. /HB
Leiðarinn
Atkvæði talin á búnaðarþingi í gær.