Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 43
43Þriðjudagur 31. janúar 2006
Í síðustu viku var haldin ráð-
stefna í Viðskiptaháskólanum á
Bifröst. Þar flutti erindi meðal
annarra Guðný H. Jakobsdóttir,
formaður Búnaðarsamtaka
Vesturlands. Hún nefndi erindi
sitt ,,Auðlindin landbúnaður á
Vesturlandi."
Þar fjallaði hún meðal annars
um að landbúnaði fylgdi fólk og
því hljóti grunnskóli að vera ein af
styrkustu stoðum sveitanna. Hún
benti á að mikið hefði gengið á í
þeim málum með þeirri samein-
ingar- og hagræðingaröldu sem
gengið hefur yfir landið að undan-
förnu. Þar hafi skólar jafnvel verið
skornir af, en hennar skoðun er að
nær væri að styrkja þá og efla. Enda
væru góðir skólar forsenda þess að
fólk gæti búið út á landsbyggðinni
því ef svo er ekki þurfa börnin að
fara burtu í skóla og þá er stutt í að
fullorðna fólkið fylgi á eftir.
Hún sagði að auðlind sveitanna
væri ekki eingöngu kúa- og fjárbú-
skapur heldur væri almenn nýting á
landinu svo sem veiði í ám og vötn-
um, frístundabyggð, skotveiði-
hlunnindi, skógrækt og fleira ekki
síður mikilvægt.
Hún ræddi líka um að auðlindir
sveitanna væru viðkvæmar og ekki
sama í hvað höndum þær lenda.
Hún ræddi um háskólana tvo á
Vesturlandi, Landbúnaðarháskól-
ann á Hvanneyri og Viðskiptahá-
skólann á Bifröst, og lét í ljós von
að þeir væru styrkur fyrir Vestur-
land.
Varðandi búskapinn sagðist
Guðný vonast til að hann fengi
tækifæri til að halda áfram að
dafna. Kúabúskapurinn haldi áfram
að tæknivæðast og hagræðingin að
aukast.
Mikla auðlind að finna
í sveitum landsins
- sagði formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands
Í jólablaði Bændablaðsins birtist yfirlit yfir steinefna- snefilefna og vítamínblöndur sem eru á boðstólum fyrir
búfénað hér á landi. Núna birtist tafla sem sýnir innihaldslýsingu á forðastautum. Báðar töflurnar voru gerðar
vegna átaksins „Aukum mjólkurframleiðsluna“ sem BÍ stendur fyrir.
Innflytjandi: Vistor hf
All-Trace All-Trace
Forðastautur: All-Trace SmAll-Trace "Dry Cow" "Hi-Iodine"
Líftími: 8 mán. 6 mán 4 mán. 6 mán.
Gripastærð: > 150 kg > 75 kg > 150 kg > 150 kg
Innihaldsefni
Kopar 136 mg 62 mg 98.3 mg 177.5 mg
Kóbolt 2.0 mg 1.1 mg 4.0 mg 2.5 mg
Selen 2.1 mg 0.6 mg 2.4 mg 2.7 mg
Mangan 69.0 mg 36.1 mg 152.3 mg 90.2 mg
Zink 112.0 mg 52.2 mg 254.7 mg 150.5 mg
Joð 4.1 mg 1.1 mg 16.7 mg 18.9 mg
Vítamín A 4578 a.e. 3000 a.e. 9395 a.e. 5945 a.e.
Vítamín D3 916 a.e. 600 a.e. 1879 a.e. 1190 a.e.
Vítamín E 9 a.e. 9 a.e. 28 a.e. 11.9 a.e.
Verð á 2 stautum ca 900 kr ca 500 kr ca 900 kr ca 900 kr
Yfirlit dagsskömmtunar ýmissa Agrimin forðastauta.
M.v. að nautgripnum séu gefnir 2 stautar í einu (skammtastærð).