Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 17
17Þriðjudagur 31. janúar 2006
Bændablaðið höfðar til allra aldurshópa!
Baldvin Einarsson, 4 mánaða, gluggar í síðasta Bændablað! Baldvin býr í Lóni 2 í Kelduhverfi.
Magnús Hlynur tók þessa mynd á kaffistofunni á Reykjum þegar Guðrún Þórðardóttir, bókasafnsvörður á
Reykjum frá Gýgjarhólskoti 3 í Bláskógabyggð var að lesa blaðið.
Í kjölfar hækkunar á verði dís-
elolíu 1. júlí síðastliðinn hefur
borið á því að einstaklingar og
forstöðumenn fyrirtækja hafi
komið sér upp umtalsverðum
birgðum af olíu sem geymdar
eru á ófullnægjandi hátt, m.a. í
bílskúrum og geymslum íbúðar-
húsa. Ófullnægjandi geymsla á
díselolíu skapar hættu við elds-
voða, hefur í för með sér meng-
un berist hún í jarðveg eða frá-
rennsli auk óþæginda sem hlot-
ist geta vegna uppgufunar á olíu
og jafnvel heilsuspillandi gufu í
illa loftræstum rýmum.
,,Því miður er það rétt að olía
er víða geymt á ófullnægjandi
hátt. Það er leyfilegt að geyma
olíu í þar til gerðum tönkum og
vissar tegundir tanka eru sam-
þykktir og þar af leiðandi leyfileg-
ir. Það sem gerðist þegar breyting
varð á lögunum þá fóru menn að
hamstra olíuna og geymdu hana í
ílátum á stöðum sem það er harð-
bannað. Ég er nú að vona að þetta
hamsturstímabil sé nú búið. En
svo er það litaða olían. Gera má
ráð fyrir að eitthvað af henni sé
geymt í brúsum eða ólöglegum
ílátum en það er ekki í svipuðum
mæli og var á hamsturstímabil-
inu,“ sagði Björn Karlsson bruna-
málastjóri í samtali við Bænda-
blaðið um þetta mál.
Hann sagði að þegar þetta kom
upp hafi Brunamálastofnun farið í
samstarf við Umhverfisstofnun,
Ríkislögreglustjóra, Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins, lögregluna
í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar-
firði, umhverfissvið Reykjavíkur,
heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar-
og Kópavogssvæðis og heilbrigð-
iseftirlit Kjósarsvæðis, trygginga-
félögin og olíufélögin. Þessar
stofnanir og fyrirtæki hafa tekið
höndum saman um að vara við
hættunni á því að geyma díselolíu
á ófullnægjandi hátt. Búin hefur
verið til vefsíða sem heitir
www.diselolia.is Þar er að finna
allt það sem þetta mál varðar.
Björn bendir á að eldhætta af dís-
elolíu sé ekki mikil því hita þurfi
hana upp í 50 gráður til að kveikja
í henni. En hættan af henni er gíf-
urlega mikil ef kviknar í húsnæði
þar sem hún er geymd en þá verð-
ur við lítið ráðið.
Það getur kostað skildinginn að
vera stöðvaður af lögreglu við
flutning á hættulegum farmi eins
og díselolíu, ef ekki er farið að
lögum og reglugerðum. Sektar-
upphæðin getur numið frá 20 þús-
und krónum og uppí 60 þúsund
krónur.
Varað við geymslu á dísil-
olíu á ófullnægjandi hátt
Nýlega var skrifað undir nýjan
samstarfssamning um starf-
rækslu Háskólasetursins í
Hveragerði. Aðilar að samn-
ingnum eru Háskóli Íslands,
Landbúnaðarháskóli Íslands,
Hveragerðisbær, Prokaria rann-
sóknir ehf, Rannsóknastofnunin
Neðri Ás, Sunnlensk orka og
Orkuveita Reykjavíkur. Orku-
veita Reykjavíkur er nýr aðili að
setrinu en hún kom í stað
Heilsustofnunar NLFÍ sem ekki
er lengur með. Með samningn-
um eru Háskólasetrinu áfram
tryggðir óbreyttir fjármunir til
rekstursins en það sem á vantar
verður fengið með aflafé, s.s.
styrkjum og útseldri vinnu.
Háskólasetrið í Hveragerði tók
til starfa árið 2000 og er þetta í
þriðja sinn sem samstarfssamning-
urinn er framlengdur. Aðalstarfs-
vettvangur setursins eru náttúru-
fræði- og umhverfisrannsóknir.
Rannsóknir setursins hafa m.a.
verið á sviði mengunarmála,
vatnavistfræði og örverufræði.
Meðal verkefna sem unnið hefur
verið að eru rannsóknir á baðleir,
mengunarflokkun fall- og stöðu-
vatna, úttekt á náttúrulegum bað-
laugum og úttekt, mælingar og
ráðgjöf á sviði skólpmengunar.
Setrið hefur aðsetur að Reykj-
um í Ölfusi en auk þess ræður það
yfir vinnuaðstöðu og fræðimanns-
íbúð í Hveragerði. Aðstaðan og
íbúðin standa til boða vísinda-
mönnum og námsmönnum sem
eru að vinna að rannsóknaverkefn-
um og ganga þeir fyrir sem vinna
að rannsóknum sem tengjast
starfssviði setursins eða viðfangs-
efnum á Suðurlandi.
Orkuveita Reykjavíkur
gerist aðili að Háskóla-
setrinu í Hveragerði
Hjúkrunarþjónusta
fyrir aldraða
Ásta R. Jóhannesdóttir, alþing-
ismaður, hefur lagt fram fyrir-
spurn til heilbrigðisráðherra
um hjúkrunarþjónustu við aldr-
aða. Ásta spyr:
1. Hversu margir makar vist-
manna á öldrunarstofnunum
eru nú á biðlista eftir að komast
einnig á öldrunarstofnun?
2. Hversu margt fólk í hjónabandi
eða sambúð er ekki vistað á
sömu öldrunarstofnun og mak-
inn? Hve margir hafa verið
vistaðir þannig á undanförnum
fimm árum? 3. Finnst ráðherra
boðlegt að aðskilja öldruð hjón
eða sambýlisfólk mánuðum og
árum saman síðustu æviárin á
þennan hátt?
Umferð um
Reykjavíkurflugvöll
Frá Kolbrún Halldórsdóttir, al-
þingismaður, hefur lagt fram
fyrirspurn til samgönguráð-
herra um umferð um Reykja-
víkurflugvöll. Kolbrún spyr
hver hafi verið umferð um
Reykjavíkurflugvöll á árabilinu
1995–2005?
Hún óskar eftir að í skriflegu
svari komi fram annars vegar fjöldi
flugvéla (komur/brottfarir) og hins
vegar fjöldi farþega (komufarþeg-
ar/brottfararfarþegar), skipt eftir
umferð af ólíku tagi, þ.e.
a. farþegaflugi,
b. sjúkraflugi,
c. ferjuflugi, og
d. millilandaflugi.
Samgönguráðherra
spurður um snjó-
mokstur
Kristjáni L. Möller, alþingis-
maður, hefur lagt fram fyrir-
spurn til samgönguráðherra um
snjómokstur.
Þingmaðurinn spyr: „Er áform-
að að hafa reglu um snjómokstur
alla daga vikunnar á leiðinni frá
Akureyri til Egilsstaða og frá
þjóðvegi 1 til Vopnafjarðar?“
Sameining riðlar samstarfi
Austurbyggð hefur sagt upp
samstarfi við sveitarfélög á
suðurfjörðum um sameiginlegt
félagsmálaráð. Ástæðan er ein-
föld, Austurbyggð er að sam-
einast Fjarðabyggð og vill því
losa um þennan samning.
Austurbyggð varð til þegar
gamli Búðarhreppur og Stöðvar-
fjörður sameinuðust en nú ætlar
þetta sveitarfélag ásamt Fá-
skrúðsfirði að sameinast Fjarða-
byggð. Hrepparnir sem eru í
þessu samstarfi eru Djúpavogs-
hreppur og Breiðdalshreppur.
Sigfríður Þorsteinsdóttir,
sveitarstjóri Breiðdalshrepps,
sagði í samtali við Bændablaðið
að nú þegar Austurbyggð fer úr
þessu samstarfi séu hrepparnir
sem eftir eru of fámennir til að
geta haldið úti sameiginlegri
barnaverndarnefnd því það þurfi
1.500 manns til þess. Því hefur
verið komið á viðræðum um
samstarf við Fljótsdalshérað á
ýmsum sviðum og eru þær við-
ræður á byrjunarstigi.