Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 31. janúar 2006
„Ég lít á litlar virkjanir sem
ótvíræðan kost í auðlindanýtingu
á Íslandi og finn jafnframt fyrir
vaxandi áhuga í því sambandi.
Liggi öll tilskilin leyfi fyrir, allar
áætlanir eru vel úr garði gerðar og
afhendingaröryggi orku til kaup-
enda tryggt, er ekki vandkvæðum
bundið að útvega fjármagn til
framkvæmda. Sú er að minnsta
kosti mín reynsla,“ segir Birkir Þór
í samtali við Bændablaðið.
Mikilvægt að
tryggja baklandið
Þegar leitað er til Birkis um ráð-
gjöf vegna bollalegginga sinna um
byggingu smávirkjana, sem hann
skilgreinir sem virkjanir undir 10
megavöttum, segir hann fyrstu
spurningu sína alltaf vera þá hvort
menn séu búnir að tryggja sitt eig-
ið bakland. „Áttu landið og vatns-
réttindin þar sem virkja skal og eru
þessar fyrirætlanir í sátt við með-
eigendur þína ef aðstæður eru
þannig? Það er mjög þýðingarmik-
ið að sátt ríki um landnot og vatns-
réttinn áður en hafist er handa við
rannsóknir, sem leitt geta til þess
að ráðist veði í virkjanafram-
kvæmdir,“ segir Birkir.
„Hin grundvallarspurningin er
sú hvernig aðstæður eru á fyrir-
huguðum virkjunarstað, það er
vatnsbúskapur og aðrar landfræði-
legar aðstæður. Nauðsynlegt er að
afla svara við mikilvægum atriðum
með því að leita sérfræðiaðstoðar.
Nákvæm vitneskja um vatnsbú-
skap er hornsteinn að vel heppn-
aðri virkjun,“ segir Birkir. Hann
bætir við að í öllu undirbúnings-
starfi þurfi að liggja fyrir hvort
virkja eigi til heimilisnota eða selja
rafmagn til raforkufyrirtækja, ann-
ars sé ekki að óathuguðu máli hægt
að meta hvort hagkvæmt sé að
virkja. „Virkjun, sem ekki getur
orðið arðbær á raforkumarkaði,
getur til einkanota malað eigand-
anum gull. Séu aðstæður hins veg-
ar þannig að virkjað sé með raf-
orkusölu í huga getur verið um að
ræða góða búgrein,“ segir hann.
Ef fara á út í orkusölu skiptir
öllu að eiga möguleika á þriggja
fasa tengingu, en oft er í dreifbýl-
inu aðeins um eins fasa línur að
ræða. Í sveitum landsins eru hins
vegar víða góð landfræðileg skil-
yrði til að reisa smávirkjanir. „Í
sjálfu sér er þó aldrei hægt að
svara því afdráttarlaust hvort
virkjunarkostur sé góður eða
slæmur. Allt er þetta spurning um
aðstæður á hverjum stað og for-
sendur sem menn gefa sér og í
hvaða tilgangi er virkjað,“ segir
Birkir Þór.
Sorglegt að gera
áhugasama afturreka
Upphaf þess að Birkir Þór Guð-
mundsson fór að sinna ráðgjöf til
þeirra, sem hyggja á raforkufram-
leiðslu, má rekja til þess tíma er
hann stundaði nám í hagfræði við
Landbúnaðarháskólann á Ási í
Noregi á árunum 1996 til 2000.
Undir lok námstíma hans þar
hringdi gamall sveitungi hans vest-
an af fjörðum og bað um aðstoð
við kaup á vélbúnaði fyrir litla
heimarafstöð, sem hann hugðist
reisa. Birkir segir það hafa verið
ljúfa skyldu að sinna þessari bón,
sem jafnframt vakti með honum að
nýju áhuga á raforkumálum sem
hann svo ákvað að gera að atvinnu
sinni.
Aðeins fáum vikum eftir að
Birkir snéri heim frá námi ytra, í
ársbyrjun 2001, stofnaði hann fyr-
irtæki sitt, Íslenska orkuvirkjun, og
hafa verkefni þess frá fyrstu tíð
verið bæði ærin og vaxandi. Þau
geta í raun verið á öllum stigum
framkvæmda og stundum fylgir
Birkir mönnum frá upphafsreit þar
til virkjun er gangsett og er þeim
innan handar með undirbúning og
rannsóknir, fjármögnun, samn-
ingagerð um orkuviðskipti, við
verktaka og framleiðendur á bún-
aði. Stærsta verkefnið að undan-
förnu er undirbúningur vegna fyr-
irhugaðrar byggingar Gúlsvirkjun-
ar og Bjólfsvirkjunar í Fjarðará við
Seyðisfjörð.
„Sorglegasti þátturinn í starfinu
er væntanlega sá að gera áhuga-
sama menn afturreka með áform
sín og segja þeim að vinna heima-
vinnuna sína betur. Bæði getur
rannsóknum verið áfátt eða að-
stæður á áformuðum virkjunarstað
þannig að virkjun getur ekki orðið
að veruleika. Ég hef líka sagt að
meðan við höfum verið að læra á
nýtt raforkuumhverfi og á meðan
leikreglur þar hafa verið að skýr-
ast, hefur tíminn unnið með raf-
orkubændum,“ segir Birkir Þór,
sem leggur mikla áherslu á um-
hverfismálin, hvort sem reisa skal
litla eða stóra virkjun. Hann varar
jafnframt við öfgahyggju sem hon-
um finnst vera ríkjandi varðandi
nýtingu náttúruauðlinda.
Ábyrg auðlindanýting
er kall tímans
„Mér hefur þótt sem stóru orkufyr-
irtækin vilji fara varlega í um-
hverfismálunum. Að minni hyggju
hefur Landsvirkjun reynt eftir
megni að framkvæma í sátt við
umhverfið og yfirleitt tekist það
ætlunarverk sitt. Jafnframt hefur
hingað til ekki verið farið út í nein-
ar stórkostlegar virkjunarfram-
kvæmdir hér á landi nema með
samþykki meirihluta Alþingis; það
er að segja lýðræðislega kjörins
meirihluta. Okkur er einnig mikil-
vægt að vera vakandi í þessum
efnum og gagnrýnin í allri afstöðu,
en þó ekki öfgafull. Í dag eru menn
almennt að herðast í þeirri afstöðu
að nýting gufuafls sé skynsamlegri
en vatnsaflsins en fyrir mér liggur
slíkt hins vegar ekki endilega í
augum uppi,“ segir Birkir og held-
ur áfram:
„Það er ekki heldur sjálfgefið
að lítil virkjun sé umhverfisvæn og
menn geta líka spurt sig að því
hvort mörgum slíkum fylgi ekki
ógnarmikið rask. Menn geta vel
komist að slíkri niðurstöðu ef þeir
gefa sér tilteknar forsendur. Við
getum vissulega í ákveðnum til-
vikum framleitt raforku án umtals-
verðra neikvæðra umhverfisáhrifa,
en stundum alls ekki, burtséð frá
því hvort verkefnið er stórt eða lít-
ið. Kall tímans er að bera virðingu
fyrir umhverfinu og stunda ábyrga
nýtingu auðlinda til að halda megi
hér uppi öflugu velferðarkerfi til
framtíðar litið. Nýting minni
vatnsfalla í heimabyggð til raf-
orkuframleiðslu þjónar í mörgum
tilfellum þessu kalli“.
Fjármögnun er
engin hindrun
Að sögn Birkis er allstór hópur
bænda í dag að skoða eða undirbúa
byggingu virkjana á jörðum sínum.
Hann segir raforkufyrirtækin sýna
orkukaupum fullan áhuga ef selj-
endur geta tryggt afhendingarör-
yggi og starfað á þeim markaðsfor-
sendum sem raforkumarkaðurinn
og raforkulög, sem tóku gildi í
fyrra, gera ráð fyrir. Ef þessir þættir
séu tryggðir sé fjármögnun fram-
kvæmda ekki lengur vandamál.
„Menn hafa oft talið fjármögn-
un stóra hindrun en yfirleitt eru
þessu þveröfugt farið. Á undan-
förnum árum hefur orðið mikil
breyting á fjármálakerfi okkar og
yfirleitt til hins betra. Í bönkunum
er skýr fjárfestingarstefna, sem lýt-
ur lögmálum um samkeppni og í
henni verða menn að standa sig.
Smávirkjanir eru hluti af skynsam-
legri auðlindanýtingu hringinn í
kringum landið. Virkjun minni
vatnsfalla í heimalöndum er komin
til að vera og jafnframt vísir af
dreifðri eignaraðild í raforkufram-
leiðslu á Íslandi. Meginmálið er að
ef þú getur sýnt fram á góða arð-
semi af virkjun er enginn vandi að
fjármagna og þá skiptir góður und-
irbúningur öllu.“
Virkjun minni vatnsfalla
er komin til að vera
„Aukinni eftirspurn
landsmanna eftir
raforku á næstu
árum og áratugum
má fullnægja með
minni virkjunum. Er
hér átt við almenna
raforkunotkun en
verði haldið áfram
á sömu braut með
uppbyggingu orku-
freks iðnaðar eru
fleiri stærri virkjan-
ir hins vegar nauð-
synlegar.“
Þetta segir Birkir
Þór Guðmundsson,
sem á og rekur fyr-
irtækið Íslenska
orkuvirkjun. Fyrir-
tækið sérhæfir sig í
ráðgjöf til bænda og
annarra þeirra sem
hyggja á byggingu
smávirkjana.