Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 39
39Þriðjudagur 31. janúar 2006 STEINEFNASTAMPUR FÓÐURBLANDAN HF. Reykjavík, Selfossi, Hvolsvelli Bústólpi ehf. Akureyril Sími 570-9800 www.fodur.is Komum í veg fyrir steinefnaskort, veitum frjálsan aðgang að steinefnum. Forysta í fóðrun Skömmu fyrir jólin var fyrsti bærinn í Akrahreppi í Skaga- firði tengdur við hitaveitu. Síð- an hafa allnokkrir bæir verið tengdir og verður því haldið áfram í vetur. Víða þarf að gera lagfæringar á lagnakerfi innan- húss áður en heita vatninu er hleypt á og það takmarkar hvað hratt gengur að tengja bæina. Áætlað er að búið verði að tengja alla bæi, sem hitaveitan nær til, í águstmánuði á þessu ári. Það var sl. vor sem hafist var handa við að leggja hita- veitulögn frá Varmahlíð í Blönduhlíðina. Það eru Skagafjarðarveitur sem leggja til vatnið en Steypustöð Skagafjarðar sem sér um að koma öllum lögnum í jörð og heim að þeim byggingum sem tengja á við hitaveitu. Alls munu það verða um 70 byggingar, auk íbúðarhúsa eru það sumarbústaðir og útihús. Vatn- ið er tekið úr borholu í Reykjahóli við Varmahlíð. Aðalstofnlögn úr Varmahlíð yfir Héraðsvötn er fjög- urra tommu stálrör. Þar greinist lögnin til tveggja átta. Í framhluta sveitarinnar endar lögnin við bæ- inn Uppsali en að norðan við bæ- inn Ytri-Brekkur. Á báðum endum er stofnæðin úr plast og einnig eru plaströr í öllum heimæðum. Alls mun lögnin með heimæðum vera 38 kílómetrar að lengd og mun þetta stærsta verkefni Skagafjarð- arveitna til þessa. Ekki munu allir bæir í hreppnum tengjast hitaveit- unni. Í framhluta sveitarinnar er mjög strjálbýlt og ekki mögulegt að koma þangað nægilega heitu vatn. Þá standa tveir ystu bæir hreppsins svo hátt að ekki þykir hagkvæmt að leiða vatnið þangað. Bæir í Blönduhlíð fá heitt vatn Starfsmenn Skagafjarðarveitna eru að tengja bæina í Blönduhlíðinni einn af öðrum. Mynd ÖÞ NÁMSKEIÐ FYRIR NÝJA FRJÓTÆKNA Nautastöðin á Hvanneyri, Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Suðurlands boða til námskeiðs fyrir þá sem vilja læra handbrögð frjótækna. Námskeiðið er einkum ætlað búfræðingum Námskeiðið verður haldið á Selfossi dagana 20. mars til 7. apríl nk. Skráning á námskeiðið er í síma 437- 0020 dagana 1. til 10. febrúar. Lágmarksþátttaka er 6 nemar en ekki er hægt að hafa fleiri en 12 nema á námskeiðinu. Verði þátttaka umfram það er áskilinn réttur til að hvert búnaðarsambandssvæði eigi fulltrúa á námskeiðinu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.