Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 27
27Þriðjudagur 31. janúar 2006 Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 VASKUR • Kubota vatnskæld • 26 hestafla vél • Öflugt vökvakerfi • Lyftigeta, beinn: 955 kg • Lyftihæð: 2,7 m • Snúningsradíus: 55 sm • Heildarþyngd: 1665 kg • Breidd: 89 - 109 sm • Dekk 7.00 - 12 AS Jötunn Vélar - Sterkur félagi - jotunn.is P re nt sm ið ja S uð ur la nd s Margir hafa haft samband við stjórn Eigenda- og ræktendafé- lags landnámshænsna og lýst áhyggjum sínum af fuglaflens- unni og hugsanlegu smiti í önnur dýr og jafnvel fólk. „Við höfum heyrt af tilfelli þar sem hænum var fargað af ótta við að þær gætu orðið smitberar flensunnar í heimilismenn,“ sagði Jóhanna Harðardóttir, formaður félags- ins. Félagið leggur áherslu á að engin ástæða sé til að óttast smit úr hænum í menn hérlend- is miðað við þróun veikinn- ar hingað til. J ó h a n n a bendir á að fuglaflensa gæti helst smitast í fugla hérlendis með farfuglum sem koma til landsins frá Bretlandi. „Við munum því hafa einhvern umþóttunartíma til að verja hænurnar okkar gegn smiti þegar þar að kemur og unnið er að viðbragðsáætlun. Félagið mun verða virkt í upplýsingamiðlun til eigenda landnámshænsna.“ Hvað geta eigendur hænsnfugl- anna gert? Jóhanna segir að komi upp hættuástand eigi fólk að halda fuglunum innan dyra - fóðra og brynna fuglunum aðeins innan- húss. Í öðru lagi að gæta þess að bera ekki skít úr villtum fuglum, mengað vatn eða annað inn hænsnakofann. Í þriðja lagi að við- hafa allsherjar hreinlæti í um- gengni við fuglana og nota hlífðar- fatnað við umhirðu. Skó og fata- skipti við kofadyrnar eru mjög mikilvæg til varnar smiti komi upp hættuástand. Til þess að auðvelda stjórn fé- lagsins að koma upplýsingum hratt og vel til skila eru eigendur land- námshænsna beðnir um að hafa samband við Jóhönnu (jo- hanna@hlesey.is - sími 699 3250), Valgerði Auðunsdóttur (sími 486 5530) eða Kolbrúnu (sími 486 3304) og gefa upp netfang og síma. Þá eru félagsmenn beðnir um að láta vita um landnámshænur hvar svo sem þær er að finna. Jó- hanna segir að upplýsingar um all- ar landnámshænur landsins séu mikilvægar vegna hugsanlegra varúðarráðstafana sem gera þarf fyrir stofninn í heild. Eigendur landnámshænsna eru hvattir til að láta skrá fuglana hjá Eigenda- og ræktendafélagi landnámshænsna Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Verðdæmi: 3000 mm X 3000 mm = kr. 115.020,- m/VSK Bílskúra- og iðnaðarhurðir Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567-3440, Fax: 587-9192 Afgreiðslutími hurða 3m hæð, 4 dagar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.