Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 29
29Þriðjudagur 31. janúar 2006
Theodór Þórðarson, lögregluvarðstjóri í Borgarnesi, tók þessa bráðskemmtilegu mynd af Hvanneyri. Theodór flýgur gjarnan um loftin blá og hefur þá
myndavélina með sér. Miklar breytingar hafa orðið á Hvanneyri á liðnum árum eins og þeir sjá sem til þekkja.
Tillaga til þings-
ályktunar um þjóð-
arblóm Íslendinga
„Alþingi ályktar að holtasóley
(Dryas octopetala) verði þjóðar-
blóm Íslendinga.” Þannig hljóð-
ar þingsályktun sem lögð hefur
verið fyrir Alþingi. Í athuga-
semdum við ályktunina segir:
„Á síðasta ári vann starfshópur
á vegum landbúnaðarráðherra,
í samvinnu við menntamálaráð-
herra, samgönguráðherra og
umhverfisráðherra, að því að
velja þjóðarblóm Íslendinga.
Tilgangur verkefnisins var að
velja blóm sem gæti haft táknrænt
gildi og þjónaði hlutverki sem
sameiningartákn, blóm sem nýta
mætti í kynningar- og fræðslu-
starfi bæði hér á landi og á erlend-
um vettvangi. Sömuleiðis var
markmið verkefnisins að skapa
umræður um blóm og gróður til
að auka samstöðu um gróður-
vernd.
Úrslitin urðu þau að holtasóley
(Dryas octopetala) var valin eftir
skoðanakönnun og kosningu
landsmanna. Niðurstöður voru
kynntar ríkisstjórn og síðan opin-
beraðar við sérstaka athöfn í Saln-
um í Kópavogi föstudaginn 22.
október 2004.
Ríkisstjórnin hefur síðan fjall-
að um málið og til að staðfesta
enn frekar að holtasóley sé þjóð-
arblóm Íslendinga er lagt til að
Alþingi álykti þar um og því er
þessi tillaga lögð fram.”
Það var Ásdís Sigurjónsdóttir
húsfreyjan á Syðra Skörðgili sem
átti hugmyndina um val á íslenska
þjóðarblóminu. Hún sendi erindi
sitt til Guðna Ágústssonar
landbúnaðarráðherra sem unnið
hefur málinu framgang. Þúsundir
Íslendinga völdu þjóðarblómið
haustið 2004 og var myndin af
þeim Ásdísi og Guðna tekin við
það tilefni.
Á fundi byggðarráðs Húna-
þings vestra þann 9. janúar sl.
var fjallað um þá ákvörðun
Árna Magnússonar, félags-
málaráðherra að færa verkefni
Fæðingarorlofssjóðs norður í
Húnavatnssýslur og var neðan-
greind ályktun samþykkt af því
tilefni:
"Byggðarráð Húnaþings
vestra fagnar ákvörðun Árna
Magnússonar, félagsmálaráð-
herra um að færa verkefni Fæð-
ingarorlofssjóðs til Vinnumála-
stofnunar og í framhaldinu norð-
ur í Húnavatnssýslur. Flutningur
opinberra starfa til landsbyggðar-
innar er ávalt fagnaðarefni og
mun samþykkt þessi tvímæla-
laust efla atvinnulíf í Húnaþingi.
Byggðarráð Húnaþings vestra
lýsir sig reiðubúið að vinna að
framgangi verkefnisins í sam-
vinnu við þá aðila sem um það
munu fjalla." Frá þessu er greint á
heimasíður Húnaþings vestra.
Fæðingarorlofssjóður í Húnavatnssýslur