Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 41
41Þriðjudagur 31. janúar 2006
Sm
itva
rni
r
í sé
rflo
kki
Dreifing:
Síðumúla 35,108 Reykjavík
Sími: 595-4000
Ásgeir Sigurðsson ehf.
Eyðir sýklum
Umhverfisvænt
Hættulítið fólki
og dýrum
www.ahs.dupont.com
*Verð m/vsk. kr.695.000.-
STALDREN
FÓÐURBLANDAN HF.
Korngarðar 12 Rvík.
FB Selfossi
FB Hvolsvelli
Bústólpi Akureyri
Sími 570 9800
Fax 570 9801
www.fodur.is
Komum í veg fyrir smit,
notum viðurkennd
sóttvarnarefni.
STALDREN er borið undir bú-
fénað. Einstök samsetning
náttúrulegra efna veldur því að
efnið er skaðlaust mönnum og
dýrum en stórskaðlegt sýklum
og annari óáran.
Símenntunarmiðstöð Vestur-
lands hefur ritað sveitarstjórn-
um á Vesturlandi bréf þar sem
óskað er eftir stuðningi við það
sem Símenntunarmiðstöðin
kallar Landnemaskóla. Hann
er ætlaður erlendum ríkisborg-
urum sem vinna hér á landi
eða eru að setjast að og þar
verði kennd íslenska og grunn-
atriðin í íslenskri samfélags-
fræði og tölvunotkun.
Kristinn Jónasson, sveitar-
stjóri í Snæfellsbæ, sagði að
þetta bréf hefði verið lagt fram
til kynningar á bæjarstjórnar-
fundi 12. janúar sl. og verður það
tekið upp á bæjarráðsfundi og
átti hann von á því að samþykkt
yrði að styrkja verkefnið.
Inga Sigurðardóttir, hjá Sí-
menntunarmiðstöð Vesturlands,
sagði í samtali við Bændablaðið
að allar sveitarstjórnir á Vestur-
landi hefðu samþykkt að styrkja
þetta verkefni að hluta til nema
hvað staðfesting væri ekki komin
frá Snæfellsbæ. Þá munu vinnu-
veitendur einnig styrkja verkefn-
ið. Síðan hefur fengist mjög
rausnarlegur styrkur frá Lands-
mennt sem er sjóður þeirra sem
eru í verkalýðsfélögum Starfs-
greinasambandsins. Sá styrkur
nemur einni milljón króna.
Landnemaskólinn hefst í byrj-
un febrúar og verða tvö nám-
skeið í viku frá klukkan 18.00 til
22.00 í Fjölbrautarskóla Snæfell-
inga í Grundarfirði. Samtals
verður um að ræða 120 kennslu-
stundir þannig að námskeiðin
munu standa fram til 11. maí.
Inga segir að námskeiðin séu
sniðin fyrir útlendinga sem eru
aðeins farnir að tala og skilja ís-
lensku.
Kennd verður íslenska, samfé-
lagsfræði, samstyrking og tölvu-
fræði. Íslenska verður 58
kennslustundir, samfélagsfræði
20, tölvur 15 og sjálfstyrking og
samskipti 25 kennslustundir.
Námið fer að miklu leyti fram
með umræðum og verkefnavinnu
þar sem námsmenn afla sér upp-
lýsinga svo sem á Netinu, í fjöl-
miðlum og hjá stofnunum.
Menntamálaráðuneytið hefur
samþykkt að meta megi skólann
til styttingar náms í framhalds-
skóla allt að 10 einingum.
Inga segir að samkvæmt síð-
ustu tölum sem hún hafi heyrt
um séu 6% af íbúum Snæfells-
ness af erlendum uppruna. Í ein-
staka fiskvinnslu fyrirtækjum er
meirihluti starfsmanna af erlend-
um uppruna. Þörfin fyrir svona
námskeið sé því mjög brýn.
6% af íbúum Snæfellsness er af erlendum uppruna
Símenntunarstöð Vesturlands
kemur upp landnemaskóla
Veiðimálastofnun mun nú á
vordögum flytja starfsemi sína
að Keldnaholti, þar sem
Reykjavíkursetur Landbúnað-
arháskóla Íslands er staðsett.
Samningar hvað þetta varðar
voru undirritaðir skömmu fyr-
ir áramót af Sigurði Guðjóns-
syni veiðimálastjóra og Ágústi
Guðmundssyni rektor LBHÍ
að viðstöddum Guðna Ágústs-
syni landbúnaðarráðherra.
Síðustu ár hefur Veiðimála-
stofnun verið til húsa að Vagn-
höfða 7. Umhverfið þar hefur
hins vegar ekki þótt henta, enda
ekki í nágrenni við neina aðra
starfsemi af svipuðum toga. Því
var leitað að heppilegri staðsetn-
ingu og kom Keldnaholtið þá
fljótt inn í myndina þar sem
laust húsnæði var þar að finna.
Flutt verður á nýjan stað í maí en
undirbúningur hefst nú fljótlega.
Á næstunni verður til dæmis far-
ið að huga að bókakosti Veiði-
málastofnunar, sem renna mun
saman við það fagbókasafn sem
Landbúnaðarháskólinn er með á
Keldum.
„Ég tel þennan samning
marka upphaf meira og nánara
samstarf stofnanna og þar sé ég
ýmsa möguleika í stöðunni, til
dæmis ýmis rannsóknar- og
doktorsverkefni. Veiðimála-
stofnun og Landbúnaðarháskól-
inn eru raunar hvorutveggja
stofnanir sem vinna á náttúru-
fræðisviði og með samvinnu
þeirra undir sama þaki víkkar
þetta háskólaumhverfið - þetta
krítíska mengi - sem við störfum
í,“ segir Ágúst Sigurðsson rektor
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Sigurður Guðjónsson veiðimála-
stjóri tók í svipaðan streng og
sagði stofnun sína á síðustu
árum hafa tekist á hendur mörg
ný og krefjandi verkefni.
Við undirritun samninganna á
dögunum minnti Guðni Ágústs-
son landbúnaðarráðherra á að á
síðustu misserum hefði stofn-
anakerfi ráðuneytis síns verið
stokkað upp og höfuðstöðvar
þess fluttar út á land, á Hvann-
eyri og Selfoss. Jafnframt sagði
ráðherra að það að stofnanirnar
séu í tengslum og nánd við starf-
ið út á akrinum fari vel. Hins
vegar væri áfram þörf á því að
stoðstofnanir landbúnaðarins,
það með talin Veiðimálastofnun,
væru áfram með einhverja starf-
semi í Reykjavík og færi þá vel á
því að hún væri öll á Keldna-
holti.
Veiðimálastofnun flytur í hús
Landbúnaðarháskólans á Keldnaholti
Markar upphaf nánara
samstarfs stofnana
Lélegur matur
veldur þunglyndi
Óhollur matur getur leitt til
þunglyndis, minnisleysis eða geð-
klofa. Það er niðurstaða nýrrar
breskrar rannsóknar þar sem
kannað var samhengi geðheil-
brigðis og mataræðis. Frá þessu er
greint í danska blaðinu Politiken.
Skýrsla frá næringarstofnunum
Sustain og Mental Health Organ-
ization tengir m.a. saman depurð
og of litla fiskneyslu. Auk þess er
ónæg grænmetisneysla hugsan-
lega ein af ástæðunum fyrir fjölg-
un Alzheimers tilfella, segir í
skýrslunni.
Hið góða er að það sem er lík-
amanum hollt er einnig hollt fyrir
geðheilsuna, segir Courtney Van
de Weyer, sem kynnti skýrsluna í
BBC Online.
Vondu fréttirnar eru hins vegar
þær að ef núverandi matvæla- og
landbúnaðarstefna stjórnvalda nær
fram að ganga, með þeirri þröngu
stöðu landbúnaðarins sem blasir
þar við, þá blasir einnig við ónógt
framboð af hollum og næringar-
ríkum matvælum, segir hún.
Auglýsingar
Áhrifaríkur auglýsingamiðill
Sími 563 0300
Netfang augl@bbl.is
www.bondi.is