Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 25
25Þriðjudagur 31. janúar 2006 Nýr sýslu- maður í Búðardal Sneri ekki aftur til Reykjavíkur Um áramótin tók Áslaug Þór- arinsdóttir við sem sýslumað- ur í Búðardal en hún hafði verið sýslumaður á Hólmavík síðastliðin fjögur ár. Áslaug er borin og barnfæddur Reykvíkingur og vann um árabil sem lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. ,,Svo var það árið 1998 að ég var beðin um að fara og leysa af sýslumanninn á Hólmavík í stuttan tíma. Í fram- haldi af því var ég beðin um að fara til Neskaupstaðar og leysa þar af og svo losnaði Hólmavík og ég sótti um og fékk. Þegar ég fór út á land að vinna upp- götvaði ég alveg nýjan streng í brjósti mínu og því flutti ég úr borginni og hef verið úti á landi síðan. Áður var ég dæmigert Reykjavíkurbarn og hafði unnið í stjórnarráðinu lengi,“ sagði Áslaug í samtali við Bænda- blaðið. Hún sagði að sýslumanns- starf úti á landi væri erilsamt. Hún tók sem dæmi Hólmavík þar sem sýsluskrifstofan er með öll mál er varða ríkið, mál sem fólk á höfuðborgarsvæðinu þarf að leita með til margra mismun- andi stofnana. Hún sagðist vera svo nýkomin til Búðardals að hún gæti ekki dæmt um hvort málin standa eins þar en stað- reyndin væri sú að fólk úti á landi leitaði mjög með sín er- indi á sýsluskrifstofuna. ,,Ef við tökum Strandasýslu sem dæmi þá er þar enginn lö- glærð manneskja nema sýslu- maðurinn og það gefur því augaleið að margir þurfa að ræða við sýslumanninn,“ sagði Áslaug. Nú stendur fyrir dyrum mikil breyting á málum sýslumanna og löggæslu í landinu. Áslaug var spurð hvort hún vissi hvert yrði hlutverk sýslumannsins í Búðardal þegar löggæslan flyst þaðan? Hún sagðist ekki geta skýrt frá því á þessari stundu hvert verði hlutverk sýslumannsins í Búðardal en sagðist vera bjart- sýn á og raunar vita að embætt- ið fengi næg verkefni. Athygli kúabænda skal vakin á því að þeir eiga rétt á bótum úr Bjargráðasjóði vegna kálfa- dauða. Á heimasíðu Bjargráða- sjóðs, www.samband.is er að finna upplýsingar um verðlagn- ingu tjónanna og bætur vegna þeirra. Þá er þar og að finna umsóknareyðublað til sjóðsins, ásamt nánari upplýsingar um sjóðinn, lög sjóðsins, úthlutun- arreglur og reglugerð um hann. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig verðlagningu tjóna er háttað og hverja bótafjárhæðir eru. Eigin áhætta í afurða- og gripatjónum er 5% miðað við bú- stofn. Eigin áhætta er reiknuð einu sinni á almanaksári. Lág- mark eigin áhættu er 40.000 og hámark 100.000 miðað við styrk- verð sjóðsins. Bætur reiknast miðað við þessa verðlagningu gripa og af- urða. Notað er fast verð á hvern grip og mjólkurframleiðsla jafn- framt áætluð á hvern grip miðað við meðalframleiðslu hvers bús skv. upplýsingum frá Bændasam- tökum Íslands. Styrkur vegna gripatjóna er 67% af verði gripa og vegna af- urðartaps eru bætur 15% af af- urðastöðvaverði. Gert er ráð fyrir að beitt verði sértækum aðferðum við útreikninga tjóna þegar um sérstakar aðstæður er að ræða, t.d. sölubann afurða vegna sjúk- dóma. Stjórn sjóðsins tekur ákvarðanir um verðlagningu og afgreiðslu þeirra tjóna hverju sinni. Bjargráðasjóður er til húsa að Borgartúni 30 í Reykjavík og síminn þar er 515 4900. Aðal- starfsmaður sjóðsins er Birgir L. Blöndal. Netfang hans er birg- ir@samband.is. /BHB Afurðartjón nautgripa Verð 20% styrkur Almenn afgreiðsla afurðatjóns 43 9 krónur 67% styrkur Mjólkurkýr 120.000 80.400 Kvíga, 18 mán. og eldri 100.000 67.000 Kvíga, 12-18 mánaða 60.000 40.200 Kvíga, 9-12 mánaða 50.000 33.500 Kvíga, 6-9 mánaða 40.000 26.800 Kvíga, 3-6 mánaða 30.000 20.100 Kvíga, 2-3 mánaða 20.000 13.400 Kvíga, 0-2 mánaða 10.000 6.700 Naut, 30 mánaða og eldra 40.000 26.800 Naut, 18-30 mánaða 50.000 33.500 Naut, 12-18 mánaða 45.000 30.150 Naut, 9-12 mánaða 40.000 26.800 Naut, 6-9 mánaða 20.000 13.400 Naut, 3-6 mánaða 15.000 10.050 Naut, 0-3 mánaða 5.000 3.350 Mjólkurkýr nýtt til innleggs 50.000 33.500 Kelfd kvíga nýtt til innleggs 40.000 26.800 Bætur úr Bjargráðasjóði vegna kálfavanhalda Helgi segir að það sé margt sem valdi þessum erfiðleikum. And- rúmsloftið í gripahúsunum, upp- gufunin af skepnunum, rykið í loftinu og fleira sem gerir það erf- itt að finna heppilegt brunaviðvör- unarkerfi, sem þolir þessar að- stæður. Björn Karls- son brunamála- stjóri benti á að í fyrra hafi orðið alvarlegir brunar í gripahúsum þar sem skepnur dráp- ust. Hann segir það vekja menn til um- hugsunar, hvað sé hægt að gera í þess- um málum, þegar 8 ára gamalt barn hringir í brunamála- stjóra eftir að kindur brunnu inni og spurði hvort kindin hafi meitt sig. Hann segir bruna í útihúsum því miður of tíða. Bændur fá enga viðvörun fyrr en birta ef eldinum kemur á glugga í íbúðarhúsinu. Þegar litið er út er oft allt orðið um seinan. „Þess vegna vil ég endilega koma þeim skilaboðum til bænda að kynna sér það nýjasta sem í boði er varðandi brunaviðvörunar- kerfi í gripahúsum,“ sagði Björn. Helgi sagði að til þessa hafi það verið ávísun á vandræði að setja upp viðvörunarkerfi í gripahúsum og því hafi seljendur slíkra tækja ekki sóst eftir að setja þau þar upp. Það hafa heldur ekki verið neinar kröfur frá tryggingarfélögum eða yfirvöldum um að bændur komi sér upp svona búnaði samkvæmt einhverjum reglugerðum. En nú hafa komið fram nýjar lausnir sem sannað hafa gildi sitt, m.a. í Nor- egi. Reyksogskerfi „Í Noregi er það þáttur í starfsleyfi bónda að brunaviðvörunarkerfi sé í gripahúsum. Þetta hefur orðið til þess að Norðmenn hafa lagt í mikla vinnu við rannsóknir á því hvað hægt er að gera o g telja sig nú vera búna að finna lausnir sem duga. Þar er um að ræða svokölluð reyksogskerfi,“ sagði Helgi. Hann segir að VESDA reyk- sogskerfið sé afar vandað og henti vel við ólíkar aðstæður, t.d. í tölvu- rými, íþróttahús, frystigeymslur og gripahús. VESDA reyksogskerfið virkar í stórum dráttum þannig að öflug sogdæla sogar látlaust loft- sýni frá hinu varða rými um s é r h a n n a ð a sýnatökulögn. Þessi loftsýni fara í gegnum tveggja þrepa síu. Fyrra síu- þrepið fjar- lægir ryk og önnur óhreinindi úr loftsýninu áður en það fer inn í Laser reyk- skynjarahólfið. Seinna síuþrepið hleypir til viðbótar hreinu lofti inn í skynjarann til að halda ljósnæm- um hluta hans lausum við óhrein- indi, til að tryggja stöðuga næmni- stillingu og lengri líftíma. Frá sí- unum fer loftsýnið um skynjara- hólfið þar sem það er metið með Laser ljósgjafanum. Ef reykagnir finnast í loftsýninu, endurkastast ljósið í skynjarahólfinu sem næm- ur móttökubúnaðurinn nemur sam- stundis. Merkið er síðan túlkað og það sýnt t.d. sem forviðvörun eða viðvörum með ljósum, súluritum á skjá eða myndrænum hætti. VESDA skynjarar geta einnig tengst venjulegum brunaviðvörun- arkerfum með ýmsum hætti. Boðbúnaður. Helgi segir að til séu þráðlaus brunaviðvörunarkerfi með þráð- lausum skynjurum og jaðarbúnaði, sem m.a. geti sent boð frá reyk- sogskerfi í gripahúsi til stjórn- stöðvar í íbúðarhúsinu. Þessi bún- aður er viðurkenndur samkvæmt EN 54 Evrópustaðlinum en er nokkuð dýr lausn og er helst not- aður í friðuðum húsum og þar sem erfitt er að koma fyrir lögnum. Heppilegasta lausnin til að koma boðum frá brunaviðvörunar- kerfi í útihúsum, sem standa fjarri íðbúðarhúsi, gæti verið að nota sömu aðferð og nú er gjarnan not- uð til að koma boðum frá öryggis- kerfum sumarhúsa hér á landi. Þá væri komið fyrir svokallaðri GSM einingu tengdri reyksogs- kerfi viðkomandi gripahúss, ef boð berast frá reyksogskerfinu hringir GSM búnaðurinn í fyrirfram ákveðin símanúmer. Hægt er að setja inn allt að 4 símanúmer sem hringt er í eftir ákveðinni röð. Ef fyrsta númerið svarar ekki þá hringir hann í það næsta og þannig koll af kolli og flytur boð um eld, forviðvörun eða bilun. Notandi þarf að staðfesta móttöku skila- boðanna og þannig er tryggt að boð komast til skila. Helgi og Björn eru sammála um að þetta sé líklega einfaldasta lausnin, ef ekki er hægt að koma fyrir lögnum á milli bygginga sem er í öllum tilfellum besti kosturinn til að koma boðum milli húsa. Til viðbótar reyksogskerfi í úti- húsi er æskilegt að koma fyrir fleiri skynjurum tengdum bruna- viðvörunarkerfi, t.d. í mjólkurhúsi, vélageymslu. Þetta fer þó allt eftir aðstæðum á hverjum stað og nauð- synlegt er að skoða hvert tilfelli fyrir sig, en Öryggismiðstöðin býður ýmsar lausnir sem eiga að henta flestum aðstæðum. Björn bendir á að hér á landi sé ekki skylda að hafa viðvörunar- kerfi í gripahúsi og að bændur ráði því alveg sjálfir hvaða kerfi þeir velja í þessum efnum. Þess vegna er þessi GSM lausn í lagi hér á landi. Brunaviðvörunar- kerfi fyrir gripahús Bændablaðið ræddi á dögunum við þá Björn Karlsson brunamála- stjóra og Helga Guðmundsson, vörustjóra brunavarna hjá Öryggis- miðstöðinni, um brunaviðvörunarkerfi í gripahúsum. Helgi sagði að það hefði verið mikið vandamál að finna heppilegan brunaviðvörun- arbúnað fyrir gripahús, mikið hafi verið skoðað og prófað í því sam- bandi. Auglýsingar Áhrifaríkur auglýsingamiðill Sími 563 0300 Netfang augl@bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.