Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Gríðarlegur samdráttur hefur orðið í sölu á landbúnaðartækj- um í efnahagskreppunni sem riðið hefur yfir landið. Vélasalar bera sig misvel yfir ástandinu en eru flestir sammála um að veru- legar breytingar verði að koma til í rekstrarumhverfi fyrirtækj- anna á næstu vikum eða mán- uðum ef þau eigi að geta staðið í lappirnar. Eitthvað er um að bændur séu farnir að losa sig við tæki til að bæta fjárhagsstöðu sína en þó segja viðmælendur blaðsins að það sé ekki mjög algengt. Vélasalarnir sem við var rætt lýstu ástandinu á svipaðan hátt, bændur og fyrirtækin biðu átekta eftir því sem verða vildi. Almennt greiðsluþrot í landinu að óbreyttu Eyjólfur Pétur Pálmason hjá Vél- fangi segir að þar á bæ reyni menn að bera sig mannalega. „Því er samt ekki að neita að þetta hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur allra fyrirtækja. Það eru engir peningar í umferð og allar lánalínur lokaðar í bönkunum, bæði hjá viðskiptavinum og fyrirtækjun- um. Maður hefur auðvitað áhyggjur af þessu ástandi ef því fer ekki að linna.“ Fyrirtæki hafa að undanförnu verið að ganga á birgðir og útistand- andi skuldir til að fjármagna daglegan rekstur. Eyjólfur telur að nú sé staðan sú að menn séu að verða búnir með birgðir og búið sé að innheimta það sem hægt er að innheimta af skuld- um. „Þetta þýðir bara það að ef hlut- irnir fara ekki að breytast þá verður almennt greiðsluþrot í landinu innan nokkurra mánaða. Menn hafa ekki verið að borga niður skuldir heldur hafa þeir verið að hafa fyrir rekstr- arkostnaði.“ Yfirbyggingin hjá Vélfangi er ekki mikil sem gerir það að verk- um að þeim er þrengri stakkur snið- inn en mörgum öðrum fyrirtækjum í hagræðingu. Á móti kemur að rekstur fyrirtækisins hefur verið byggður upp á færra starfsfólki en víða annars staðar og segir Eyjólfur að nú ríði á að standa í lappirnar. „Það kemur berlega í ljós núna að við höfum veðjað á réttan hest í því að hafa fátt en gott starfsfólk.“ Eyjólfur segir að Vélfang, eins og önnur fyrirtæki verði ekki rekin lengi með tapi. „Ég hef alltaf sagt að við verðum að sjá hjólin fara að snúast eitthvað innan þriggja mán- aða. Við verðum að geta séð fram á að reksturinn standi undir afborgun- um næstu árin. Við erum þó það vel staddir að við erum ekki með nein langtímalán eða erlend myntlán.“ Eyjólfur segist þrátt fyrir allt vera jákvæður á stöðu bænda enda séu mikil tækifæri fyrir innlenda búvöruframleiðslu. „Mér finnst að bændur verði að sækja fram og kynna sína vöru. Forysta bænda verður að taka sig á núna því að íslensk framleiðsla heldur pening- unum inni í landinu. Ég hef því miður ekki séð nægjanlega umfjöll- un um það, til dæmis á síðum Bændablaðsins. Nú er tækifæri til að sækja fram og benda á mik- ilvægi íslensks landbúnaðar. Við verðum allir að sækja fram og ég sakna þess að sjá bændur ekki meira í umræðunni.“ Aldrei upplifað annað eins á þrjátíu árum Hjá Vélaveri hófu menn að hag- ræða í rekstri þegar á vordögum síðasta árs. Magnús Ingþórsson framkvæmdastjóri segir að fyr- irtækið hafi lent í gríðarlegu geng- istapi og sömuleiðis hafi orðið mikil samdráttur á markaði. „Staða okkar og annarra fyrirtækja í þess- um geira er bara mjög erfið. Í fyrsta lagi varð hrun á genginu, í öðru lagi varð hrun í eftirspurn og í þriðja lagi eru vextir á innlendum markaði með þeim hætti að það er enginn atvinnurekstur sem stendur undir slíku til langframa.“ Magnús hefur verið í þessum geira í um þrjátíu ár og hann segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Vélamarkaður stefnir í að verða minni en menn hafa nokkurn tíma séð. Við höfum ekki dregið úr þjón- ustu hjá okkur en ég veit að svo er ekki um sum önnur fyrirtæki á þessum markaði. Það er ekki ólík- legt að erlendir lánadrottnar fari að ganga að þeim fyrirtækjum.“ Magnús segir að búið sé að fækka starfsfólki um á milli 40 til 50 prósent frá því fyrra vor. „Samdráttur á þessum markaði hefur hins vegar orðið meiri en sú rekstrar hagræðing hefur skilað. Ég get ekki fullyrt um hversu mikill samdráttur hefur orðið hjá fyrirtæk- inu. Við erum í blönduðum rekstri hér og það má segja að minnstur samdráttur hafi orðið í þeim þáttum sem snúa að landbúnaðargeiranum. Hann hefur orðið mun meiri í verktakageiranum og sjávarútvegs- geiranum. Eins og gegnið og vext- irnir eru í dag má það vera arðbær atvinnurekstur sem á að ganga við þau skilyrði sem við höfum búið við undanfarna mánuði.“ Magnús segir allan rekstur í dag vera í mikilli óvissu. „Ég hygg að nánast öll fyrirtæki í þessum geira séu komin með neikvæða eiginfjár- stöðu. Ef að aðgegni að fjármagni lagast ekki og við sjáum ekki að gegnið styrkist hér verulega á næstu vikum og mánuðum þá sjáum við fá eða engin fyrirtæki standa eftir í þessari grein. Það þarf eitthvað mikið að breytast á næstu dögum. Hvort að þessi fyrirtæki lifa eða deyja á næstu vikum eða mánuðum helgast mikið af því hvernig þeirra lánadrottnar taka á málum. Þetta er spurning um að ekki verði gegnið fram af hörku gagnvart þeim.“ Ekki bjartsýnn á að rofi til Oddur Einarsson framkvæmda- stjóri Þórs segir að samdrátturinn sem vélafyrirtækin hafa orðið fyrir sé fyrst og fremst tilkominn vegna þess að ekkert lánsfjármagn hafi verið til staðar. „Við hjá Þór erum þannig í sveit sett að við erum að sinna tveimur geirum fyrst og fremst. Byggingargeiranum, sem er hruninn og landbúnaðargeiranum sem hefur síðastliðna tíu mánuði verið mjög lélegur. Við erum að sjá rúmlega sextíu prósent sam- drátt í seldum dráttarvélum á síð- asta ári. Ef við berum saman janúar í ár og janúar í fyrra þá erum við að tala um veltuminnkun að raungildi sem er 70 til 75 prósent. Þetta er í raun algjör eyðimörk, þetta er alveg steindautt.“ Oddur segir að það sé bara spurn- ing um nokkra mánuði í rekstri fyr- irtækisins ef ekki fer að birta til. „Við höfum fækkað fólki nú þegar, við höfum sagt upp þriðjungi okkar starfsmanna og þær aðgerðir taka gildi um komandi mánaðamót. Við höfum gripið til annarra aðgerða einnig og þetta mun koma fram í lægra þjónustustigi. Það verður væntanlega styttri opnunartími hjá okkur og við munum ekki getað veitt jafn mikla þjónustu og verið hefur.“ Oddur segist ekki sjá neinar leiðir fyrir fyrirtæki í þessum geira til að verja sig umfram þær sem þegar hafa verið farnar. „Það er engin lausn til dæmis að sameina fyrirtæki, samlegðaráhrifin eru ekki næg.“ Oddur segist jafnframt ekki bjartsýnn á að það rofi til í efna- hagsmálum á næstunni. „Ég held ekki. Ég held að við séum að horfa fram á að minnsta kosti tvö til þrjú erfið ár og við stöndum þau ekki af okkur að óbreyttu.“ Öllum sagt upp en fyrirtækið ekki að loka Kristbjörn Bjarnason framkvæmda- stjóri Véla og þjónustu segir að staða fyrirtækisins sé mjög erfið. „Við höfum sagt upp öllu okkar starfsfólki og taka þær uppsagnir gildi um næstu mánaðamót. Hins vegar mun ákveðinn hluti starfsfólks okkar halda áfram að því loknu og ég legg áherslu á að fyrirtækið er ekki að fara að loka.“ Spurður með hvaða hætti slíkt fyrirkomulag yrði, vildi Kristbjörn ekki tjá sig um það og sagði að mál væru á því stigi nú um stundir að best væri að tjá sig sem minnst. Þrálátur orðrómur hefur verið um að til standi að sameina Vélar og þjónustu við Heklu. Kristbjörn vildi ekki staðfesta það í samtali við Bændablaðið. „Það er ekkert frágengið, við höfum verið að leita leiða til að standa af okkur storm- inn og svona sameining væri kjör- in til hagræðingar. Það er ekki rétt að nefna nein nöfn á þessu stigi.“ Spurður hvort að Vélar og þjónusta hafi þá verið í viðræðum við önnur fyrirtæki en Heklu vildi Kristbjörn heldur ekki svara því. „Þessi mál munu skýrast á næstu vikum eða mánuðum. Það á við um öll fyr- irtæki í þessum geira, það verður eitthvað að gerast alveg á næstunni til að þau lifi af.“ „Ef ég væri bara í landbúnaðinum væri ég nú ekki mjög hress“ Hjá Vélaborg hefur starfsfólki verið fækkað lítillega. Gunnar Viðar Bjarnason forstjóri segir að þar hafi verið fækkað um 5 til 6 starfsmenn sem láti nærri að sé um tíu prósent fækkun. „Þetta hittir okkur auðvitað fyrir eins og aðra en við erum hins vegar kannski betur settir heldur en mörg af fyrirtækjunum í þessum bransa því við erum í svo miklum öðrum viðskiptum. Við erum ekki háðir landbúnaðargeiranum eins og öll hin fyrirtækin því landbúnaðar- hlutinn er ekki nema um fjörutíu prósent af okkar veltu. Við lækk- uðum lítillega í veltu á síðasta ári ef miðað er við árið áður. Við erum ekkert þannig staddir að við séum að hætta rekstri eða neitt slíkt. Við erum ennþá með um sextíu manns í vinnu. Við höfum auðvitað dregið aðeins saman og reynt að hagræða. Þegar það er sjötíu prósent sam- dráttur í sölu á dráttarvélum og hey- vinnutækjum kemur það auðvitað aðeins niður á okkur. Á móti kemur hins vegar að það var ágætis sala á mjaltaþjónum hjá okkur á síðasta ári og maður getur ekki annað heyrt en að það sé hugur í fólki ef að gengið skánar eitthvað aðeins.“ Gunnar segir að það eina sem sé að hrjá fyrirtækið séu gengismál- in. Fyrirtækið sé ekki að koma illa út í rekstri. „Við erum með það marga pósta í okkar rekstri. Við höfum nánast alltaf verið sterkastir í vörumeðhöndlun og flutningum og í þeim bransa eru ekki önnur af þessum fyrirtækjum sem eru í land- búnaðargeiranum þannig að það er kannski ekki hægt að jafna þessu saman. Ef ég væri bara í land- búnaðinum væri ég nú ekki mjög hress.“ Reiknum með að fyrirtækið skili hagnaði Finnbogi Magnússon fram- kvæmdastjóri hjá Jötunn Vélum segir að það sé afar rólegt yfir sölu á nýjum tækjum þessa stundina. „Tilfinningin sem maður hefur er að menn séu bara að bíða. Við erum sennilega að sjá um helmings sam- drátt síðustu þrjá mánuði miðað við í fyrra en í fyrra var auðvitað algjört metár, eiginlega brjálæði. Við höfum þær væntingar til ársins í ár að það verði um helmings sam- dráttur frá árinu í fyrra en miðað við okkar áætlanir reiknum við samt með að fyrirtækið skili hagn- aði.“ Jötunn Vélar hafa verið að flytja all nokkuð magn af tækjum til útlanda og segist Finnbogi eiga vona á að það verði verulegt magn flutt út nú á næstunni. „Þarna er möguleiki fyrir bændur að losa peninga og það er veik staða krón- unnar sem hefur þetta í för með sér. Þetta er gluggi sem er bara opinn í ákveðinn tíma og menn ættu að athuga hvort ekki sé hægt að nýta sér það.“ Finnbogi segir að styrkur fyrir- tækisins sé hversu yfirbygging þess sé lítil. „Við eigum ekkert húsnæði, við leigjum það og erum í raun ekki með neinn fastan kostnað nema leigu og launagjöld. Við höfum auðvitað farið út í ákveðnar hag- ræðingaraðgerðir. Við sögðum upp í nóvember fimm starfsmönnum en þær uppsagnir eru ekki komnar til framkvæmda. Við vitum ekki hvort að þær uppsagnir standi, við erum að reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir það en við vitum auðvitað ekki hvernig það mun fara. Miðað við stöðuna í dag munum við vænt- anlega því miður þurfa að grípa til þeirra. Eftir mundu þá standa þrett- án manns í vinnu hjá fyrirtækinu.“ Vélasalar í mikilli óvissu Mikill samdráttur í sölu landbúnaðartækja Hjólin verða að byrja að snúast á næstu mánuðum ef ekki á illa að fara Íslandspóstur hefur þurft að hagræða verulega í rekstri sín- um undanfarin misseri. Sam- dráttur hefur verið í fjölda póst- sendinga og þá hefur fyrirsjáan- legur samdráttur í framtíðinni mikil áhrif á þær aðgerðir sem þarf að grípa til. Á síðastliðnum tíu árum hefur póstafgreiðslum verið lokið á tíu stöðum á lands- byggðinni og fjórum afgreiðslum hefur verið loka á höfuðborg- arsvæðinu. Afgreiðslum hefur verið lok- að í Reykholti, Bakkafirði, Stað- arskála, Varmahlíð og á Flúðum en á þessum stöðum þjónar landpóstur svæðunum. Nú um nýliðin mánaðamót bættust svo tveir afgreiðslustaðir við, Króksfjarðarnes og Laugar, og mun landspóstur einnig þjónusta þessi svæði. Þá var afgreiðslu lokað á Kárahnjúkum í kjölfar þess að framkvæmdum þar lauk og á Eyrarbakka og Stokkseyri var afgreiðslu einnig lokað og þess í stað er svæðunum þjónað með póstbíl frá Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti samanstendur net fyrirtækisins af mörgum þáttum, afgreiðslur eru 76 talsins, félagið hefur yfir um 100 bílum að ráða, bréfberar eru 500 talsins og land- póstar um 100 ásamt því sem fjöldi flutningaleiða er nýttur til að flytja póst á milli staða. Af 76 afgreiðslum sem fyr- irtækið rekur eru 30 í samstarfi við aðra aðila, svo sem banka, sparisjóði og verslanir. Sem fyrr segir hefur 14 póstafgreiðslum verið lokað undanfarinn áratug, en á þeim stöðum þar sem afgreiðslu Íslandspósts hefur verið lokað hefur annars konar þjónustuþáttur leyst afgreiðsluna af hólmi þannig að fyrirtækið segir að engin skerð- ing á þjónustu hafi komið til og að vel hafi tekist til um breytingar. Íslandspóstur mun stöðugt leita leiða til að sinna þeirri þjónustu sem fyrirtækinu ber skylda til á sem hagkvæmastan hátt. Ljóst má vera að þar sem það þykir henta munu landpóstar eða póstbílar sem gerðir eru út frá nágranna- bæjarfélagi sinna þjónustu á sviði dreifingar og móttöku sendinga. MÞÞ Frá landbúnaðarsýningunni á Hellu í ágúst sl. Eftir hana hefur lítið verið selt af landbúnaðartækjum. Íslandspóstur hefur hagrætt í reksti vegna samdráttar í póstsendingum Fjórtán afgreiðslustöðum lokað á 10 árum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.