Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 5
5 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009
Um 700 milljón króna halli er á
vetrarþjónustu Vegagerðarinnar
og áréttaði yfirstjórn hennar á
dögunum að fylgja ætti snjó-
mokstursreglum, þar sem fé væri
af skornum skammti. Það hefur
m.a. í för með sér að farið verður
eftir svonefndri G-reglu.
Í þeirri reglu segir að heim-
ilt sé að moka tvo daga í viku,
vor og haust á meðan snjólétt er.
Hausttímabil er skilgreint til 1.
nóvember og vortímabil frá 20.
mars. Ástandið er skilgreint „snjó-
létt“ þegar um er að ræða lítið snjó-
magn og færðarástand telst hvergi
ófært, þungfært eða þæfingur á
viðkomandi leið og þegar þjónustu-
aðgerðin felst eingöngu í hreinsun
akbrautar með snjómokstursbíl.
G-vegirnir svonefnu eru Dynjand-
is- og Hrafnseyrarheiði, Strandavegur,
Lágheiði, Öxarfjarðarheiði, Hellis-
heiði eystri, vegur í Mjóafjörð og Öxi.
„Undanfarin ár hefur verið það
snjólétt víða að menn hafa mok-
að lengur og lengur inn í vetur-
inn þegar snjólétt hefur verið. Í
raun verður ekki hætt að moka
G-vegina, reglunum um þann
mokstur verður einungis framfylgt,
þ.e.a.s. það á að moka vor og haust
en ekki yfir veturinn og þá einung-
is ef snjóalög leyfa sem þýðir að
snjór sé ekki mikill,“ segir G. Pétur
Matthíasson upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar.
Verkefni á sviði vetrarþjónustu
Vegagerðarinnar hafa vaxið hröðum
skrefum, þannig hefur vinnuumfang
vetrarþjónustunnar um það bil sjö-
faldast á tímabilinu frá 1977 til 2007
og fjárveitingar hafa tvöfaldast, en
það þýðir að nýtingarhlutfall vinnu-
framlags hefur skilað sér mun betur
til vegfarenda. Þessi góði árangur
skýrist m.a. af betri vegum, bættum
tækjakosti, endurbættri tækni og
síðast en ekki síst öflugu starfsliði
sem byggir á margra ára þekkingu
og reynslu að því er fram kom í máli
Björns Ólafssonar forstöðumanns
þjónustudeildar Vegagerðarinnnar
á vetrarráðstefnu Vegagerðarinnar í
fyrra. MÞÞ
Sverrir Heiðar Júlíusson, braut-
arstjóri búfræðibrautar LbhÍ á
Hvanneyri og kennari í naut-
griparækt lést 12. janúar sl.,
aðeins 41 árs að aldri, eftir
hetjulega baráttu við erfið veik-
indi. Hann var fæddur 1. maí
1967 og ólst upp að Skógum
í Hörgárdal, en flutti ungur til
Hafnarfjarðar. Sverrir Heiðar varð
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1987 og búfræðingur
frá Bændaskólanum á Hvanneyri
ári síðar. Leið hans lá þá beint
í búvísindanám, sem hann lauk
1991. Fljótlega eftir að hann hóf
störf á Hvanneyri tók hann til við
að afla sér kennsluréttinda, enda
þá þegar orðinn yfirkennari við
bændadeild Bændaskólans, og
öðlaðist hann kennsluréttindi frá
Kennaraháskóla Íslands 1996.
Síðustu árin starfaði hann sem
brautarstjóri búfræðibrautar LbhÍ.
Sverrir Heiðar kenndi naut-
griparækt í bændadeild um árabil
og átti jafnframt stóran þátt í því
að koma á fót fjarnámi í búfræði.
Hann var mikils metinn kennari
af nemendum og samstarfsmönn-
um, bæði sökum góðra hæfileika
til þess að miðla þekkingu en ekki
síður vegna sinna ákveðnu skoð-
ana sem hann talaði óhikað fyrir.
Þannig hafði hann brennandi
áhuga á því að miðla þekkingu
sinni til annarra og skrifaði m.a.
fjölda greina um landbúnaðarmál
í Bændablaðið á meðan heilsan
leyfði. Fyrir það er þakkað nú.
Hann var félagsmála- og
íþróttamaður og hafði yndi af
því að vinna með börnum og
unglingum. Hann starfaði um
árabil við knattspyrnuþjálfun hjá
ungmennafélögunum Íslendingi
og Skallagrími og á þessum árum
aflaði hann sér m.a. UEFA-B
þjálfararéttinda frá KSÍ.
Sverrir Heiðar var og áhuga-
maður um skoðun og nýtingu
villtrar náttúru og var aflakló er
kom að lax- og silungsveiðum.
Áhugi hans á fuglaveiðum og
fuglaskoðun var einnig eftirtekt-
arverður og sá hann m.a. margoft
um að kynna fjölbreytt fuglalíf
á Hvanneyri fyrir gestkomandi
hópum á staðnum.
Hann var ræðumaður góður,
orðheppinn og hafði einstakt vald
á hnyttinni textasmíð fyrir ýmis
tækifæri. Þá var hann sannarlega
vinur vina sinna og vel liðinn
sem berlega mátti sjá síðastliðið
haust er nokkrir krakkar efndu til
körfuboltamaraþons á Hvanneyri
honum til stuðnings. Þá mættu til
leiks lið alls staðar að af landinu,
mönnuð vinum, samstarfsmönn-
um, fyrrum nemendum og góðum
kunningjum.
Á þeim árum sem hann kenndi
á Hvanneyri námu hjá honum
hundruð nemenda í búfræðinni
og mátti glöggt sjá þann sess sem
hann skipaði í hugum nemenda
sinna, þegar stór hópur þeirra
kvaddi hann hinsta sinni. Útförin
var gerð frá Akraneskirkju mið-
vikudaginn 21. janúar og jarðsett
var í Hvanneyrarkirkjugarði að
viðstöddu fjölmenni.
Eftirlifandi eiginkona Sverris
Heiðars er Emma Heiðrún Birgis-
dóttir. Þau áttu tvö börn, Álfheiði
og Birgi Þór. Þeir sem vilja minn-
ast hans er bent á Menntunarsjóð
barna Sverris Heiðars sem hefur
verið stofnaður: 0326-13-707000
kt. 170968-6039.
Minning
Sverrir Heiðar Júlíusson
Fæddur 1. maí 1967 – Dáinn 12. janúar 2009
Munið að panta lambamerkin tímanlega!
Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur hefur á boðstólnum tvær tegundir lambamerkja
BJARGSMERKI.
Hægt er að fá stök merki.
10% afsláttur er til 20. febrúar
ef pöntuð eru 100 merki eða
fleiri í röð.
Vinsamlega sendið pantanir í pósti, faxi eða á netfangið pbi@akureyri.is
Furuvöllum 1, 600 Akureyri
Sími 461 4606 - Fax 461 2995
Opnunartími:
mánudagar-föstudagar
8.00-16.00
MICRO merki
frá OS Husdyrmerkefabrikk a/s
Lágmarkspöntun 30stk, merkin eru
afgreidd 10 saman í röð.
Ísetningartöng fylgir ef pöntuð eru
150 merki eða fleiri í fyrsta sinn.
10% afsláttur er til
20 .febrúar ef pöntuð eru
100 merki eða
fleiri í röð.
Um 700 milljón króna halli á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar
G-vegir einungis mokaðir vor og haust
Dettifossvegur lykilatriði fyrir ferðaþjónustu
Stjórn Markaðsráðs Þingeyinga hvetur stjórnvöld til þess að
standa við gefin loforð um áframhaldandi framkvæmdir við
Dettifossveg. Í ályktun stjórnarinnar segir að vegurinn sé lykilat-
riði í þróun og uppbyggingu á ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum.
Á síðustu árum hafi hún farið vaxandi sem atvinnugrein og mikil-
vægt sé að markmið hennar um lengingu háannatíma og fjölgun ferða-
manna nái fram að ganga m.t.t. byggðaþróunar og atvinnumála.
„Þá er það í hrópandi ósamræmi við aðgerðir og áætlanir ríkisins ef
innviðir nýstofnaðs Vatnajökulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs Evrópu,
geta ekki þjónað sínu hlutverki,“ segir í ályktun stjórnar Markaðsráðs
Þingeyinga.