Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 21
17 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009
Nú liggur fyrir Alþingi svo kallað
matvælafrumvarp, sem Evrópu-
sambandið og íslenskir evrópu-
sinnar vilja þröngva okkur til að
samþykkja, ef til vill að óþörfu.
Það er vægast sagt mjög umdeilt,
sérstaklega hvað varðar innflutning
á hráu kjöti. Með hráu kjöti geta
borist allar tegundir sýkla. Margir
þeirra eru hættulegir bæði fyrir fólk
og fénað. Eftirlit með slíku er erf-
itt, dýrt og það sem verst er, óörugt.
Staða okkar sem eyþjóðar býður
upp á náttúrlegar varnir gegn smit-
sjúkdómum, sem óskynsamlegt er
að spilla eða eyðileggja. Við stönd-
um betur að vígi en flestar þjóðir
til að verjast smitsjúkdómuavá.
Landinu er skipt í varnarhólf, sem
því miður liggja undir niðurskurð-
arhnífnum. Við höfum gert meira
en margar aðrar þjóðir til að upp-
ræta smitsjúkdóma og að mörgu
leyti tekist það vel.
Búfé okkar hefur verið án snert-
ingar við marga alvarlega smitvalda
og er því viðkvæmara en búfé
erlendis. Verði frumvarp þetta að
lögum, vex hætta fyrir fólk og fé
á flutningi smitandi sjúkdóma til
landsins, hvaða vörnum sem beitt
verður. Auðvelt er að spilla og leggja
í rúst þann árangur sem náðst hefur.
Breytingar, sem gerðar voru á frum-
varpinu, taka ekki að gagni á sjúk-
dómavörnum og munu ekki duga.
Okkur þykir því ástæða til að rifja
upp, í stuttu máli, sögu nokkurra
skæðustu smitsjúkdóma í búfé, sem
flestir hafa borist til landsins og geta
það að nýju með innfluttu búfé eða
afurðum. Sumum hefur verið útrýmt
en böndum komið á aðra. Kostnaður
við aðgerðir hefur verið stórfelldur.
Barátta stendur enn við aðra.
Fjárkláði (Kláðamaur –
Psoroptes ovis)
Til Íslands hefur fjárkláði bor-
ist tvisvar með innfluttu fé. „Fyrri
fjárkláðinn“ barst til landsins með
enskum hrútum að Elliðavatni árið
1760. Um 60 % alls fjár á landinu
var þá skorið niður og sjúkdómn-
um þannig útrýmt um 1780. Eftir
lýsingum að dæma hefur fyrri fjár-
kláðinn líklega verið fjárbóla eða
bólusótt (sheep pox), sem er veiru-
sjúkdómur en orsökin ekki kláða-
maur. Árið 1855 var fjárkláðamaur
fluttur til landsins með enskum
lömbum. Það var ,,seinni fjárkláð-
inn”. Miklar deilur urðu á Alþingi
og með almenningi um það hvernig
taka skyldi á málinu. Niðurstaðan
varð að lækna hann með böðun. Það
gekki illa. Honum hefur þó loksins
verið útrýmt að talið er, fannst síð-
ast árið 2002 í Húnaþingi.
Bráðapest (Baktería – Clostridium
septicum)
Fyrst er með vissu getið um hana um
miðja átjándu öld. Veikin breiddist
smám saman út um allt land og olli
víða miklu tjóni. Danskt bóluefni var
fyrst notað gegn henni hér á landi
árið 1896 en seinna hóf prófessor
Níels Dungal framleiðslu á bóluefni
og síðar Tilraunastöðin á Keldum.
Sýklarnir mynda dvalargró og lifa
lengi í jarðvegi. Veikinni er haldið í
skefjum með bólusetningu.
Miltisbruni (Baktería – Bacillus
antrachis).
Þessi sjúkdómur getur tekið bæði
menn og skepnur en algengast-
ur hefur hann verið í nautgripum
og hrossum. Fyrst varð vart við
miltisbruna árið 1866 að Miðdal í
Mosfellssveit en árið 1864 hófst
innflutningur á ósútuðum húðum
frá Afríku. Með þeim barst sjúk-
dómurinn. Skortur var á skæða-
skinni. Auk þess voru húðirnar mun
ódýrari en innlendar húðir.
Miltisbrunasýkill er mjög lífsseig-
ur þar sem hann myndar dvalargró
eða spora sem lifað geta áratugum
saman í jörð, jafnvel hundruð ára.
Sjúkdómurinn hefur komið upp
hér á landi á meira en 100 stöðum
víða um land. Hann kemur oftast
upp, ef jörð er raskað, þar sem milt-
isbrunahræ hafa verið grafin. Flestar
miltisbrunagrafir hafa nú verið merkt-
ar. Síðast kom hann upp á eyðibýl-
inu Sjónarhóli á Vatnleysuströnd árið
2004 þar sem fjögur hross veiktust.
Síðast er vitað um miltisbruna á þeim
slóðum 130 árum fyrr. Sjávarkambur
rofnaði og dreifði jarðvegi yfir beiti-
land hrossanna. Hafi miltisbrunahræ
verið grafið í sjávarkambi er komin
augljós skýring á uppkomu veikinnar.
Miltisbruni er algengur í Suður-
Evrópu og víða um heim. Með
ógætni má flytja hann til landsins á
ný, t.d. í fóðri, kjöt- og beinamjöli
og með mannamat.
Garnaveiki (Baktería – Myco-
bacterium paratuberculosis)
Hún barst til Íslands með tuttugu
kindum af Karakúlkyni, fimmtán
hrútum og fimm ám, sem fluttar
voru til landsins árið 1933 frá Halle
í Þýskalandi.
Með kindum þessum bárust einnig
visna, þurramæði og votamæði. Áður
en þær voru fluttar til Íslands voru þær
skoðaðar af virtum dýralæknum sem
gáfu út heilbrigðisvottorð. Þau reynd-
ust einskis virði og verra en það. Verst
er að vottorð nútímans eru stund-
um ótrygg líka. Garnaveiki dreifðist
um stóran hluta landsins og fannst í
sauðfé, nautgripum, geitum og e.t.v.
hreindýrum. Fé var skorið niður og
heilbrigt fé flutt af ósýktum svæðum.
Seinna var hafin framleiðsla á
bóluefni undir stjórn Björns Sig-
urðssonar á Keldum. Það hefur
dugað vel og veikinni hefur verið
útrýmt af stórum svæðum. Enn
stendur þó yfir erfið barátta á viss-
um svæðum og veikin kemur stund-
um aftur, þegar hætt er að bólusetja.
Garnaveiki er algeng víða um heim
og getur hæglega borist til landsins
aftur með lífrænum óhreinindum,
ef slakað verður á vörnum.
Riða (Prion-protein – Scrapie)
Riðuveiki barst til landsins, að
talið er með enskum hrút af Oxford
Down kyni, sem keyptur var að
Veðramóti í Skagafirði árið 1878.
Hún breiddist út með afkvæm-
um hans um Norðurland vestan
Eyjafjarðar. Þaðan barst veikin upp
úr 1950 til Barðastrandar og síðar
með heyi, fjárverslun og sauð-
fjárafurðum, að talið er, víða um
land. Veikin er mjög erfið viðfangs
og þótt henni hafi líklega verið
útrýmt með skipulegum og hörðum
aðgerðum af stórum hluta landsins
er hún enn að koma upp aftur og
aftur á Suðurlandi, vestan Þjórsár, í
Húnaþingi, Skagafirði, Eyjafirði og
Múlasýslum. Öruggustu hólfin eru
Öræfi, Snæfellsnes, Vestfirðir sunn-
an Kollafjarðar og Ísafjarðarbotns,
auk Öxarfjarðar og Þistilfjarðar.
Veikin hefur aldrei fundist á ýmsum
fleiri svæðum, t.d. í Vestmanna-
eyjum. Riða er ólæknandi sjúkdóm-
ur í sauðfé, minkum og geitum.
Hún finnst um meiri hluta Evr-
ópu og víðar um heim. Lítið sem
ekkert er gert til að uppræta hana
erlendis. Ræktun á mótstöðu, sem
notuð er í Evrópu er ómarkviss og
gæti falið veikina.
Kúariða er þekkt víða um heim.
Hún er annar sjúkdómur en náskyld
sauðfjárriðu og hættuleg fyrir fólk.
Hún hefur aldrei borist til Íslands.
Ef til vill vegna mikillar varkárni
og íhaldssemi varðandi innflutning
m.a. á hráu kjöti.
Mæðiveiki (Retroveira – Maedi/
Visna og Votamæði)
Hún barst til landsins með Karakúlfé
árið 1933 eins og garnaveikin. Um
tvær tegundir er að ræða votamæði
(smitandi lungnakrabbi) og þurra-
mæði.
Þessir sjúkdómar dreifðust um
landið með samgangi og verslun
með sauðfé, en einnig í sumum til-
fellum með búfjárafurðum og meng-
uðum búnaði. Votamæði var útrýmt
með fjárskiptum og varð hennar síð-
ast vart árið 1952 í Mýrdal.
Þurramæði kom fyrst upp í
Borgarfirði og Suður-Þingeyjarsýslu
og dreifðist síðan víða um land. Hún
fannst síðast í Borgarfirði 1965 og
hefur einnig verið útrýmt að talið er
með fjáskiptum á meirihluta lands-
ins, frá Jökulsá í Öxarfirði vest-
ur og suður um til Mýrdalssands.
Vestfirðir sluppu þó að mestu.
Lokaorð
Ástæða væri til að segja frá fleiri
smitsjúkdómum, sem borist hafa
til landsins eða gætu borist í ýmsar
búfjártegundir aðrar vegna gáleys-
is í sambandi við innflutning og ef
slakað verður á vörnum eða þær
rifnar niður. Það er ástæða til að
herða varnir en ekki eyða þeim.
Ráðherra landbúnaðarmála,
þingmenn allir og þjóðin eru hvött
til að kynna sér vel mál þetta áður
en fyrrnefnt frumvarp kemur til
afgreiðslu á Alþingi og fella það
síðan á grundvelli þekkingar.
Prófessor Margrét Guðnadóttir gaf
umsögn um frumvarpið í maí og aðra
ítarlegri í september 2008. Hún segir
frumvarpið beinlínis skaðlegt mönn-
um og skepnum. Síðari umsögnin var
birt í Bændablaðinu í sumar. Finna má
umsögn Margrétar á google, undir:
fréttir – vefsvæði vg.is.
Við skulum bera okkur saman
við Nýsjálendinga sem búa á
eylandi eins og við og vilja koma
vörum á Evrópumarkað en neita
innflutningi á hráu kjöti.
Heimildir:
Sig. Ein. Hlíðar 1937. Sauðfé og
sauðfjársjúkdómar á Íslandi.
Páll Agnar Pálsson 1968. Bættir eru
bænda hættir. Búfjársjúkdómar.
google riða á Íslandi.
Sigurður Sigurðarson 2008.
Goðasteinn. Er fjárkláði úr sögunni á
Íslandi, 163-174.
is.wikipedia.org/wiki/Fjárkláði.
is.wikipedia.org/wiki/Riða.
is.wikipedia.org/wiki/Miltisbrandur.
is.wikipedia.org/wiki/Mæðiveiki.
Sigurður Sigurðarsson dýralæknir
Sigtryggur Jón Björnsson
Líf og starf
Kristján Gunnarsson
mjólkureftirlitsmaður
HEYRT Í SVEITINNI
Þessi pistill er til stuðnings baráttu Krabbameinsfélags-
ins gegn reykingum.
Það borgar sig ekki að reykja, sem sést á þessari
frásögn sem trúlega hefur fundist í annálum, en sá sem
ritaði er óþekktur og gæti í versta falli verið lygalaupur
en í besta falli hrekkjalómur nema hvort tveggja sé.
Um Hofsós má meðal annars finna þetta í gömlum
annálum:
Talið er að verslun hafi hafist þar á sextándu öld og
í ritsmíð, talinni vera frá 1774, má m.a. finna frásögn
af því sem annálsritari kallar Hofsós-hörmungarnar
og áttu að hafa gerst á höfuðdaginn 1773 þegar Helgi
nokkur Hallbjarnarson, stundum kallaður Helgi „hrak“
og þá búsettur í Hrollleifsdal, reri út á smákænu og brá
sér um borð í portúgalska skonnortu sem lá við festar
í Hofsósi. Hugðist Helgi hafa vöruskipti við skipverja
eins og algengt var í þá daga. Hafði hann með sér um
borð til vöruskipta sauði tvo allvæna á fæti.
Þar sem hann var m.a. að festa kaup á píputóbaki
vildi hann til öryggis prófa gæði tóbaksins og tróð því
í pípu sína og kveikti í en var svo óheppinn að neisti úr
þurru tóbakinu komst í grútartunnu sem stóð þar nærri
og varð hún þegar alelda, breiddist eldurinn út á svip-
stundu og varð ekki við neitt ráðið. Hentu skipverjar
sér fyrir borð og varð það þeim til happs að skútan lá
nærri landi og komust þeir flestir að landi, m.a. Helgi
hrak, sem skjögraði nær dauða en lífi blautur og hrak-
inn inní verslun Björns nokkurs frá Hofi til að ná sér í
hita í kroppinn en verslun þessi stóð við bryggjusporð-
inn ásamt fleiri timbur- og torfbyggingum.
En ólánið elti Helga því neistar bárust frá brennandi
skútunni með norðvestanáttinni, sem var stíf þennan
dag, og skipti engum togum að eldur varð laus í versl-
unarhúsinu. Til að gera langa sögu stutta þá breidd-
ist eldurinn um alla bryggjubyggðina, einnig í nær-
liggjandi íbúðarhús og átti fólk fótum sínum fjör að
launa. Brunnu til grunna 17 hús eða nær helmingur af
húsakosti á Hofsósi þennan ólánsdag þegar Helgi hrak
Hallbjarnarson ætlaði í sakleysi sínu að kveikja sér í
pípu um borð í portúgalskri skútu.
Uppbyggingin eftir brunann tók mörg ár og lauk
ekki fyrr en um 1777 með byggingu gamla pakkhúss-
ins sem allir þekkja.
Sauðirnir tveir sem Helgi ætlaði til vöruskiptanna náðu
að stökkva í sjóinn og syntu í land, frelsinu fegnir, og var
það eina lánið í miklu óláni lifandi lífvera á Hofsósi þenn-
an dag, sem rekja mátti til fáheyrðs óláns eiganda þeirra
og þeirrar fíknar sem tóbaksreykingar eru.
Tekið er fram að títtnefndur Helgi hrak hætti reyk-
ingum eftir þetta.
Rekstrarstaða sauðfjárbúa
Miklar hækkanir hafa orðið á aðföngum til matvælaframleiðslu
undanfarin misseri. Auk þess hefur ríkisstjórnin ákveðið einhliða
að vísitölu-aftengja ríkisstuðning til bænda. Hvort tveggja hefur í
för með sér mikla tekjuskerðingu fyrir bændur. Í ljósi þessa var það
sameiginleg ákvörðun stjórna félaga sauðfjárbænda á Suðurlandi
(V-Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnessýslum) að gera mat á rekstr-
arstöðu sauðfjárbúa.
Skoðuð var þróun heildartekna og heildarkostnaðar við framleiðslu
lambakjöts á fjögurra ára tímabili, frá 2005 til 2008, og sést hún á mynd-
inni hér að ofan. Upplýsingar eru unnar úr Niðurstöðum búreikninga frá
Hagþjónustu landbúnaðarins árin 2005-2007. Tekju- og kostnaðartölur
fyrir árið 2008 eru framreiknaðar frá fyrra ári miðað við meðalvísitölu
neysluverðs, en sérstaklega tekið tillit til hækkana á afurðaverði, áburði,
olíu og plasti sem voru umfram vísitöluhækkun. Tekjur og kostnaður öll
árin eru framreiknuð að núvirði.
Taflan sýnir nánari greiningu á kostnaðarliðum:
2005 2006 2007 2008
Búgreinatekjur 5.643.000 5.753.000 6.033.000 6.133.000
Breytilegur
kostnaður
1.922.000 1.938.000 2.076.000 2.545.000
Hálffastur
kostnaður*
1.462.000 2.597.000 2.792.000 2.792.000
Afskriftir* 968.000 1.033.000 1.375.000 1.375.000
Fjármagnsliðir* 618.000 873.000 955.000 955.000
Heildartekjur 5.643.000 5.753.000 6.033.000 6.133.000
Heildarkostnaður 6.110.000 6.441.000 7.198.000 7.667.000
hagnaður/tap -467.000 -688.000 -1.165.000 -1.534.000
*Ath. að ekki liggja fyrir raungögn ársins 2008 og því gögn frá fyrra ári notuð, nema að
sérstakt tillit var tekið til sérstakra hækkana á áburði, olíu, plasti og afurðastöðvaverði,
sem voru umfram vísitöluhækkanir.
Að baki þessum upplýsingum eru meðaltalstölur úr framtölum um
80-100 hreinna sauðfjárbúa. Niðurstaðan ætti því að gefa nokkuð mark-
tæka mynd af heildarstöðu hreinna sauðfjárbúa.
Miðað við þetta eru forsendur fyrir dilkakjötsframleiðslu í landinu ekki
til staðar, svo ekki sé minnst á forsendur fyrir nýliðun í greininni.
Fh. Félaga sauðfjárbænda í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og
V-Skaftafellssýslu
Margrét Ósk Ingjaldsdóttir
Oddný Steina Valsdóttir
Fanney Ólöf Lárusdóttir
Þróun kostnaðar og tekna sauðfjárbúa undanfarin fjögur ár.
Matvælafrumvarpið og smitsjúkdómar í búfé