Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Ekki eru allir skógareigendur sann- færðir um að þeir geti eða vilji græða á því að skógarnir þeirra skuli binda koltvísýring (CO2) úr andrúmsloftinu, enda er sú hug- mynd tiltölulega nýlega komin fram. James Houser skógræktarráð- gjafi í Texas segir að skógareigend- ur þar flokkist í þrjá hópa: Í einum hópi eru þeir sem eru sannfærðir um ágæti þess að þeir njóti góðs af CO2-bindingu skóga sinna. Í öðrum hópnum eru þeir sem hafa áhuga en vilja bíða og sjá hvernig markaðs- málin með CO2-viðskipti þróast. Í þriðja hópnum eru þeir sem trúa ekki að hnattræn hlýnun eigi sér stað eða trúa ekki að CO2-binding í trjám gagnist til að draga úr henni eða vilja ekki gangast undir neina samninga eða kvaðir. Sumir í þriðja hópnum eru nú e.t.v. hugsi yfir afstöðu sinni, en í ágúst sl. fengu sumir nágrann- ar þeirra greiðslur fyrir CO2- bindingu sem var seld á vegum Loftslagskauphallar Chicago (Chicago Climate Exchange eða CCX). Greiðslurnar voru að með- altali um 1.000 bandaríkjadalir á mann eða um 125.000 krónur miðað við gengið í ársbyrjun 2009. James Houser þessi er sjálf- stætt starfandi skógræktarráð- gjafi og vinnur m.a. sem verktaki fyrir AgraGate Climate Credits Corporation. Það fyrirtæki er stað- sett í Iowa og felst starfsemi þess í því að safna saman losunarheimild- um fyrir gróðurhúslofttegundir. Ein losunarheimild veitir leyfi til að losa eitt tonn af CO2 út í andrúmsloftið og hún getur t.d. orðið til við bind- ingu á einu tonni af CO2 í skógi. AgraGate safnar losunarheimildum saman frá mörgum framleiðendum (þ.m.t. skógareigendum), sameinar í stærri heildir og selur þær síðan í gegnum CCX til aðila sem eru með CO2-losandi starfsemi og þurfa á heimildunum að halda (t.d. flug- félaga og iðnfyrirtækja). Árið 2007 safnaði AgraGate los- unarheimildum af rúmlega 20.000 hekturum skóga sem ræktaðir höfðu verið á skóglausu landi, mest í suðurríkjum Bandaríkjanna. Alls seldu 269 skógareigendur heimild- ir og fengu þeir samanlagt 273.000 USD (34 m.kr.) fyrir. Þetta var fyrsta árlega greiðsla af 15, en hver skógareigandi gerir 15 ára samning um sölu á losunarheimildum. Árið 2007 seldi AgraGate aðeins 17% af losunarheimildum þess árs í hinum svokallaða nýskógræktarpakka en geymir afganginn þar til markaðs- verð hækkar. Verð á losunarheim- ildum á CCX fór lækkandi allt árið 2007, úr $4 á tonn niður í $2, hæk- aði svo snarlega fyrripart árs 2008 upp í $7 en hefur síðan lækkað hratt aftur og var $1,20 í nóvember 2008. Með söfnun og geymslu á losunarheimildum getur AgraGate hagað sölu þannig að fyrirtækið og skógareigendur græði sem mest, þ.e. með því að selja einkum þegar verð er hátt. Það þýðir að greiðslur til skógareigenda verða misjafnar eftir árum og var greiðslan 2007 væntanlega í lægri kantinum. AgraGate gerir samninga til 15 ára við skógareigendur eins og fyrr sagði, en CCX gerir þá kröfu að framleiðsla losunarheimild- anna (CO2-bindingin) sé staðfest af þriðja aðila, sem CCX viðurkennir. AgraGate gerir því einnig samn- inga um vottun, ýmist við opinberar skógræktarstofnanir eða einkarekn- ar vottunarstofur sem staðfesta bindinguna. Vottunaraðilinn mælir og vottar flatarmál, vöxt og CO2- bindingu í samningsbundnum skóg- um hver á sínu svæði. Sala á los- unarheimildum fer ekki fram fyrr en skýrslur liggja fyrir frá öllum vottunaraðilum. Þannig er allt kapp lagt á gagnsæi og trúverðugleika ferlisins. Hingað til hafa skógareigendur í Bandaríkjunum einungis getað fengið greitt fyrir CO2-bindingu í skógum sem stofnað var til á skóglausu landi eftir 1990 (svoköll- uðum Kyoto-skógum). Í desember 2007 kynnti CCX reglur um CO2- bindingu með breytingum á með- ferð eldri skóga og í langlífum skógarafurðum. AgraGate er þegar farið að gera samninga við eigend- ur eldri skóga á grundvelli þeirra reglna og vonast til að staðfesting á bindingu í þeim geti hafist 2009. Stefnt er að því að þá verði komnir samningar um 40.000 ha skóglend- is. Telur AgraGate að reynslan af samningagerð og sölu á losunar- heimildum úr nýskógrækt nýtist þeim við að fást við eldri skóga. Í stuttu máli eru reglur CCX þessar: 1. Fyrir nýskógrækt • Eingöngu er um að ræða skóga ræktaða eftir 1990 á áður skóg- lausu landi. • Skógareigandinn verður að gera samning þar sem hann skuld- bindur sig til að viðhalda skóg- inum í a.m.k. 15 ár. • Ekki má fjarlægja lífmassa (t.d. með grisjun) úr skóginum á samningstímanum (15 árum). • Sé viðkomandi skógur í Banda- ríkjunum dugar að miða við meðalbindingu sem mæld hefur verið eftir trjátegund og svæði og CCX viðurkennir (þ.e. ekki þarf að mæla hvern skóg á hverju ári). 2. Fyrir eldri skóga • Viðurkennd er nettó CO2-binding milli ára, þ.e. binding sem stafar af lífmassaaukningu eftir að tap (t.d. vegna grisjunar) hefur verið dregið frá. • Allir skógar viðkomandi skóg- areigenda verða að vera vottaðir sem sjálfbærir af þar til bærum vottunaraðila sem CCX við- urkennir, t.d. Forest Stewardship Council (FSC). • Bindinguna þarf að mæla og staðfesta af vottunaraðila árlega með úttektum skv. aðferðum sem eru viðurkenndar af CCX. • Hvert svæði þarf að vera sam- þykkt af sérstakri skógrækt- arnefnd sem starfar hjá CCX. 3. Langlífar viðarafurðir • Miðað er við kolefni sem bund- ið er í viði til a.m.k. 100 ára skv. líkindum fyrir hverja tegund skógarafurðar. • Allir skógar viðkomandi skógar- eigenda verða að vera vottaðir sem sjálfbærir af þar til bærum vottunaraðila sem CCX við- urkennir, t.d. Forest Stewardship Council (FSC). Grein þessi er að hluta þýðing á grein eftir Steve Wilnet sem birtist í desemberhefti (2008) The Forestry Source, mánaðarriti skógfræðinga- félags Bandaríkjanna (SAF) og að hluta miðuð við upplýsingar sem finna má á vefsíðum AgraGate (www.agragate.com) og Chicago Climate Exchange (www.chica- goclimatex.com). Að lokum skal þess getið að í Evrópu starfar sams konar kauphöll og CCX, European Climate Exchange (ECX), en þar er skógrækt ekki enn viðurkennd aðferð við að framleiða losunar- heimildir (sjá www.europeanclima- teexchange.com). Skógareigendur græða á kolefnisbindingu Þröstur Eysteinsson sviðsstjóri þjóðskóganna, Skógrækt ríkisins throstur@skogur.is Loftslagsmál Vatnslausir gripir Það er margt sem gerist á heim- ilinu eins og gengur. Í liðinni viku ákvað Orkuveita Reykjavíkur að loka fyrir allt vatn í norður- hluta Hvanneyrarstaðar í nokkra klukkutíma, svona á meðan þeir myndu skanna vatnslögn- ina. Aðspurðir sögðust þeir þurfa að gera þetta til þess að teikna upp lagnaleiðina í gegnum tún Landbúnaðarháskólans, til þess að þetta væri allt þekkt ef til þess kæmi að skólinn ætlaði að grafa túnin í sundur! Starfsmönnum OR kom nokkuð á óvart að starfs- menn Búrekstrarsviðs tækju því frekar illa að nautgripir og hross yrðu vatnslaus svo klukkutím- unum skipti, svo ekki sé talað um óþægilegt stopp á mjaltaþjóninum. Í kjölfarið var verkáætlun þeirra endurskoðuð og verktíminn a.m.k. helmingaður! Ærnar bíða vors Nú er kominn sá tími að ærnar okkar bíða vorsins með eftirvænt- ingu. Vel gekk hjá okkur á fengi- tímanum og er nú tekinn við svo- lítill rólegheitatími. Þennan tíma nýtum við til þess að dytta að og undirbúa komandi vertíð. Eitt af því eru breytingar sem verið er að gera á verkstæðinu hjá okkur á hálfsjálfvirkri fjárvog. Þetta er fjárvog með þremur útgöng- um, rafrænni skráningu og afar góð. Gallinn var sá að hún hent- aði okkar kennslu- og rannsókna- vinnu ekki nógu vel þar sem við þurfum meira að vinna með féð en margur annar. T.d. var aðgengi til holdastigunar ekki gott, hvorki fyrir kennara né nemanda, sökum plássleysis. Fjár- og bútæknimenn okkar réðust í verkið, endurhönn- uðu hluta af búnaði vigtarinnar og settu auk þess undir hana búnað svo auðvelt væri að færa hana til. Verkið tókst afar vel og verður vigtin til sýnis á opna deginum 4. apríl nk., ásamt öðrum búnaði okkar, að sjálfsögðu. Við leitum nýjunga Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að leita allra leiða til þess að hagræða. Stór þáttur í því er að minnka vinnu við búreksturinn með einum eða öðrum hætti. Við leitum nú til bænda landsins í leit að nýjungum og/eða skemmtileg- um tæknilegum lausnum við hin daglegu störf í fjósi, fjárhúsi, hest- húsi eða öðru. Ef þú lumar á ein- faldri lausn við einhver verk, eða þekkir til þess hjá öðrum, hafðu þá endilega samband við okkur. Hver veit nema viðkomandi liggi með hugmynd að lausn sem hægt er að koma í verð? Nánari upplýsingar veitir Snorri í síma 843-5341 eða með tölvupósti: snorri@lbhi.is Kýr með SMS-búnaði? Í síðustu viku prófuðum við nýjan tilraunabúnað sem ætlað er að mæla og fylgjast með líffræði- legum þáttum í kringum burð. Markmið þessa verkefnis er að þróa búnað sem getur látið bónda vita þegar kýr eru komnar að því að bera, t.d. með SMS-sendingu. Í verkið var fengin kvígan Hetja nr. 552 og á hana settir margskonar mælar, vírar og annað dót. Bar hún stærðarkálfi með þennan búnað á sér og skilaði þar mikilvægum gögnum til frekari vinnslu. Nánar um þetta síðar. Allt í hrossum Á jörðum skólans eru óvenju mörg hross í hagagöngu núna eða vel á annað hundraðið og er líkleg skýr- ing sú að það er heldur ódýrara en að taka á hús, sem og vöxtur í hrossaræktarmálum skólans. Eins og gefur að skilja er útiganginum gefið, en hjá okkur hafa í tengslum við þetta vaknað ýmsar spurningar um heygjöf að vetrinum. Hross hjá okkur eru ekki úr sama stóðinu og við komuna eru þau í afar misjöfnu ástandi. Sum þeirra rýr, önnur feit, sum afar skapstór, önnur hlédræg, sum hross verja átsvæðið af krafti og á meðan fá þau lægra settu lítið hey. Hefðbundin leið varð- andi þetta er að flokka hross niður í hópa og gefa þeim í aðgreind- um girðingum og er það gert. Hinsvegar erum við að leita leiða til þess að einfalda þessa hluti og eru þegar komnar áhugaverðar hugmyndir af stað. Búrekstrarsviði LbhÍ Snorri Sigurðsson Fréttir úr búrekstri LbhÍ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.