Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Orðsnillingur kveður Lyfjafræðingurinn og ljóðaþýð- andinn, Helgi Hálfdanarson lést 20. janúar sl. Þar kvaddi sterkur málsvari íslenskrar tungu og góðra gilda. Helgi var lengi apótekari á Húsavík. Eitt sinn sem oftar kom Steingrímur Baldvinsson bóndi í Nesi þangað inn að sækja lyf. Þá stóð svo á að hann hafði ekki handbært fé en myndi senda honum það við fyrstu hentugleika. Helgi sagði að það yrði að vera með „með vöxtum“. Steingrímur skildi alveg hvað við var átt og sendi greiðsluna með þessum vöxtum: Lyfið reynist – ljótt er að frétta – læknismætti öllum sneytt. Það öðlast kannski ekki rétta eðlið fyrr en það er greitt. Eitt sinn kom til Húsavíkur kunningi Helga, sem hugðist stunda laxveiðar í rómuðum veiðiám Þingeyinga. Þessi maður hafði meðferðis enska vísu og bað nú Helga að snara henni á íslensku. Helgi kvaðst síðar hafa látið til leiðast enda þótt hann teldi laxveiðar ein- hverja þá auvirðilegustu iðju sem hægt væri að stunda. Enska textann hef ég ekki, en snilldin hjá Helga Hálfdanarsyni er söm: Herra trúr ég treysti þér að taki lax svo ægilegur að jafnvel sýnist sjálfum mér sannleikurinn nægilegur. Vel mér, Drottinn, veiði þá sem vill ei nokkur trúa (nema í háði) Svo jafnvel mér sé eftir á Engin þörf að ljúga (neitt að ráði). Ein ljóðaþýðing eftir Helga hér að lokum. Ljóðið er eftir Cristina Rosetti, sem uppi var á 19.öld. Hún gæti sem hæg- ast verið andláts- og kveðjuorð þessa snillings meitlaðs máls: Syngdu' ekki, vinur, sorgaróð sáran, þegar ég fer; láttu' ekki gróa gullin blóm né grátvið að höfði mér. Yfir mig breiðist grundin græn, í grasið mun regnið streyma. Mundu mig, ef þér sýnist svo; ef sýnist þér, skaltu gleyma. Ekki greini ég skugga og skin né skúranna milda nið; ég heyri' ekki náttgalans hreinu rödd og harmblíða tónaklið, Og þegar mig lykur húmið hljótt, um hvað sem mig kann að dreyma, ef til vill man ég þig alla tíð; ef til vill mun ég gleyma. Þingeysk hógværð Nafni minn Hjálmar Freysteins- son læknir á Akureyri orti um sig eftirfarandi kynningarvísu í upphafi hagyrðingamóts: Mannkosti tíundað mína ég gæti marga og hvergi ýkt. En þingeysk hógværð og lítillæti leyfir mér ekki slíkt. Af ástandi Að lokum ein vísa sem kviknaði af ástandinu í landinu: Ástand og vandamál illa ég skil og úrræðin síður þótt fletti ég blöðum. Hvort munu orð á Íslandi til um allt sem er hugsað á Bessastöðum? Umsjón: Hjálmar Jónsson hjalmar@domkirkjan.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAMLandbúnaður verði ekki skiptimynt Hvernig blasir ESB-umræðan við þér út frá landbúnaðarmálunum? Umræðan um Evrópusambandið og landbúnaðinn hefur fallið í skuggan af sjávarútvegsmálum og umræðunni um sjálfstæði og gjaldmiðilinn. Það er eðlilegt enda skipta þessi mál þjóðina miklu. Landbúnaðarmál eru hins vegar mikilvægur mála- flokkur þegar litið er til þátta eins og matvælaöryggis og fæðuörygg- is. Án matar lifum við ekki lengi og Guð gefi að næsta kreppa verði ekki matvælakreppa. Landbúnaður skiptir sköpum fyrir landsbyggðina sem á sumum stöðum á allt undir blómlegum landbúnaði. Dæmin eru allt í kringum okkur. Borgarnes, Blönduós, Hólmavík, Höfn í Hornafirði, Selfoss svo nokkrir stað- ir séu nefndir. Allt eru þetta byggðar- lög sem færa þjóðinni björg í bú á víðsjárverðum tímum. Bændur, og þeir þúsundir landsmanna sem hafa atvinnu af landbúnaði og þjónustu við hann, gera þess vegna skýlausa kröfu um það að landbúnaður verði ekki skiptimynt í samningum við Evrópusambandið þegar stjórnmála- menn og embættismenn setjast að samningaborðinu í Brussel. Með inngöngu þá verða lög ESB um landbúnaðarmál rétthærri en lög sem Alþingi Íslendinga hefur sett og sama er að segja um allar reglugerð- ir um landbúnaðarmál. ESB semur fyrir okkar hönd við alþjóðavið- skiptastofnunina WTO þar sem við- skiptasamningar verða í höndum ESB. Þegar inn í ESB er komið þá höfum við skuldbundið okkur að lúta óteljandi lagafyrirmælum um landbúnaðarmál, tilskipunum og reglugerðum. Þegar IceSave umræðan fór sem hæst þá sögðu stjórnmálamenn að Ísland hafi þurft að lúta Dírectífi frá Evrópusambandinu. Voru þeir þá að segja að vald Evrópusambandsins sé þegar orðið það mikið að við þurft- um, hvort sem okkur líkaði það betur eða verr, að veðsetja framtíð Íslands í ókomin ár bara vegna þessa að ESB skipaði svo fyrir? Hvernig er íslensk stjórnsýsla í stakk búin að takast á við stjórnsýsluna í Brussel? Evrópusambandið er náttúrulega Mekka stjórnsýslunnar. Völd emb- ættismanna í Brussel eru gífurlega mikil í gegnum framkvæmdastjórn- ina, embættismenn ráðherraráðs- ins og leiðtogaráðsins og þings Evrópusambandsins. Starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar eru komnir yfir 33 þúsund eftir síðustu stækkun sambandsins árið 2004. Þá eru ekki taldir þeir tugþúsund- ir sem starfa hjá öðrum stofnunum Evrópusambandsins. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að átta sig á að völd embættismanna bæði hér- lendis og í Brussel vaxa með inn- göngu í ESB á kostnað lýðræðislegra kjörinna fulltrúa og kjósenda. Að áliti helstu sérfræðinga okkar er stjórnsýsla hér á landi veik, en veik stjórnsýsla er uppskrift fyrir spill- ingu og fyrirgreiðslu stjórnmála- manna. Milljarðar munu streyma fram og til baka á milli Reykjavíkur og Brussel til að standa straum af samningsgreiðslum og styrkjum. Utanríkisráðuneytið lét virt endur- skoðunarfyrirtæki vinna fyrir sig skýrslu árið 2003 um mat á kostn- aði Íslands við hugsanlega aðild að ESB. Í henni kemur m.a. fram að nettó kostnaður sem Íslands ætti að greiða árlega til ESB væri þá rúm- lega 5 milljarðar króna. Þar á meðal á Íslands að greiða vinum okkar Bretum vegna hinnar svokölluðu bresku leiðréttingar um hálfan millj- arð króna árlega. Þetta eru verulegar upphæðir á gengi ársins 2003. Það er óumdeilt að stjórnsýslan gegnir lykil- hlutverki í aðildarviðræðum við ESB og þegar inn í sambandið er komið. Stöðugur straumur ESB gjörða flæða til allra aðildarríkja ESB sem þurfa að innleiða þær án undanbragða undir ströngu eftirliti eftirlitsstofnana ESB. Það er því afar brýnt að stjórn- sýslan hér á landi sé í stakk búin að taka að sér stóraukið hlutverk, völd og umsýslu með miklum fjármun- um í ESB samstarfinu. Stjórnsýslan gegnir lykilhlutverki til að tryggja hagsmuni íslensks landbúnaðar í bráð og lengd og ekki síður til að tryggja jafnræði, lögmæti og andmælarétt þegnanna. Innleiðing stjórnvalda á matvælafrumvarpinu í meðförum embættismanna, sem átti í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB, vekur eðlilega upp ótta hjá bændum um hvernig haldið verður á hagsmunum landbúnaðarins í hugsanlegum aðild- arviðræðum. Og ekki síður þegar inn er komið, þá reynir svo sannanlega á þessa hagsmunagæslu í katakombum stjórnsýslunnar í Brussel. Hafa ESB sinnar kynnt sér þær u.þ.b. 3.500 tilskipanir og reglu- gerðir sem gilda um landbúnað í Evrópusambandinu og hvaða kröfur þær gera til breytinga hjá bændum og afurðastöðvum? Hefur kostn- aður við eflingu stjórnsýslunnar verið reiknaður út? Eða ætla menn að láta slag standa eins og gerð- ist með mep bankalöggjöf ESB um innstæðureikninga eða þegar mat- vælafrumvarpið var lagt fyrst fram? Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á embættismennina sem gera sitt besta miðað við erfiðar aðstæður. Með þessu undirstrika ég mikilvægi fag- legrar stjórnsýslu fyrir þegna lands- ins. Að henni séu tryggðir fjármunir og friður til að rækja hlutverk sitt af kostgæfni. Af hverju eru bændur á móti því að ganga inn í ESB? Bændasamtök Íslands hafa reynt að meta hvaða áhrif hin sameiginlega landbúnaðarstefna ESB myndi hafa á íslenskan landbúnað. Þar skiptir sköpum annars vegar afkomuhrun íslenskra bænda með niðurfellingu verndartolla á fyrsta degi aðildar og hins vegar áhrif aftengingar styrkja við framleiðslu. Sagt hefur verið að matvælaverð hér á landi myndi lækka mjög mikið við inngöngu. Var það reyndin í Finnlandi við inngöngu árið 1994? Verð á matvælum lækk- aði aðeins um 11%. Tekjusamdráttur finnsks landbúnaðar varð 35,7% á fyrstu 4 árum eftir inngöngu í Evrópusambandið. Bændasamtökin telja víst að hrun verði í svína- og alifuglakjötsframleiðslu og líklega í nautkjötframleiðslu líka. Afleiðingar þessa væru alvarlegar fyrir landbún- aðarhéruð. Stoðirnar myndu bresta. En bændur óttast jafnframt flók- ið og síbreytilegt regluverk ESB og strangt og kostnaðarsamt eftirlits- kerfi. Það er einnig ljóst að fjölga þarf ráðunautum til að leiðbeina bænd- um um regluverk og hið breytilega styrkjakerfi ESB. Við sem höfum kynnt okkur leiðbeiningaþjónustuna í Danmörku þekkjum vel vandasamt starf hennar við að fylgjast með breyt- ingum á styrkjakerfi ESB og leiðbeina bændum við að aðlaga rekstur sinn styrkjakerfinu. Eðli og markmið með innri markaði Evrópusambandsins og fjórfrelsinu er að framleiðsla fær- ist til þeirra staða sem ódýrast er að stunda hana. Íslenskir bændur munu aldrei geta keppt í verði við bændur í blómlegum landbúnaðarhéruðum Suður-Evrópu. Þegar við höfum skrifað undir aðildarsamning höfum við afsalað okkur forræðinu í landbúnaðarmál- um til sameiginlegrar ákvörðunar- töku innan Evrópusambandsins. Stjórnmálamenn og embættismenn munu vísa ábyrgðinni á stefnunni í landbúnaðarmálum til Brussel og munu eiga erfitt með að standa vörð um íslenska framleiðslu og atvinnu vegna áhrifaleysis. Bændur vilja framleiða hágæða íslenska matvöru með sjálfbærum hætti fyrir neytendur en hugnast ekki það hlutskipti að fá bara greitt fyrir að vera landeigendur sem aftenging styrkja við framleiðslu hefur í för með sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvort við viljum búa til stétt landeigenda með leigu- liðum hér á landi (eða töskubænda eins og þetta er kallað í Bretlandi) eða styðja við bakið á sjálfstæð- um bændum, sem rækta landið og framleiða íslensk matvæli með íslenskum hreinræktuðum búfjár- stofnum? Nú hefur landbúnaðarstefna Evrópusambandsins tekið nokkrum breytingum frá upphafi. Í hvaða átt hefur sú þróun verið? Landbúnaðarstefnu ESB hefur verið umbylt á síðustu 15 árum í þremur áföngum – síðast árið 2003. Með breytingunum hafa miklir fjármun- ir verið færðir frá svokallaðri fyrri stoð yfir í seinni stoð. Fyrri stoðin tekur á beinum styrkjum til bænda en seinni stoðin byggðastyrkjum til að styðja við fjölþætt hlutverk land- búnaðar í samfélaginu. Í raun þýddi þetta ómarkvissari styrkjastefnu í íslensku samhengi og að fjármunum yrði dreift til annars en framleiðslu íslenskra landbúnaðarafurða. Þessar endurbætur á landbún- aðarstefnu ESB voru gerðar vegna harðrar gagnrýni aðildarríkja á stefnuna. Var talið að kerfið væri orðið að bákni og leiddi til pen- ingaausturs, offramleiðslu, sóunar, umhverfisspjalla, markaðshindrana og spillingar. Það kemur til dæmis ekki á óvart að bændur á Suður- Ítalíu hafa fundið leiðir til að svíkja út styrki með mafískum aðferðum. Þá hefur stefnan verið gagnrýnt fyrir að draga taum stórbúskapar á kostnað fjölskyldubúskapar. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum er sniðin að þörfum Frakka, Dana, Hollendinga og Íra, sem eru stórtækir í útflutningi landbúnaðarafurða fyrir innri mark- að sambandsins en hafa reist vernd- artolla umhverfis Evrópu og njóta útflutningsbóta. Íslenskur land- búnaður byggir hins vegar afkomu sína svo til eingöngu á innan- landsmarkaði. Í niðurstöðu skýrslu Evrópunefndar forsætisráðuneyt- isins frá árinu 2007 kemur fram að miðað við óbreytt stuðningskerfi hér á landi verði að telja að staða íslensk landbúnaðar sé verri innan ESB en utan þess. Ekki sé þó hægt að útiloka að einhver sóknarfæri og betri útflutningsmarkaðir geti skap- ast fyrir íslenskan landbúnað innan Evrópusambandsins. Sumir tala um að Ísland myndi fá sérstaka meðferð hjá ESB vegna sérstöðu t.d. í landbúnaðarmálum Með inngöngu í ESB þá samþykkir Ísland sáttmála ESB alveg frá sam- þykkt Rómarsáttmála árið 1957. Aðildarsamningur byggir á sáttmál- um og sameiginlegri landbúnaðar- stefnu ESB. Það er mikilvægt að það komi fram að hvorki sáttmálar ESB né aðildarsamningur tryggja óbreytta sameiginlega landbúnaðar- stefnu ESB (CAP). Undanþágur sem við hugsanlega fengjum við aðild verður að skoða í þessu ljósi. Evrópusamruninn er stöðugur með hverjum nýjum sáttmála ESB sem bindur aðildarríkin nánar saman í nokkurs konar sambandsríki Evrópu. Vald þjóðríkja á að sama skapi að minnka. Með Lissabon sáttmálanum er neitunarvald ríkja í landbúnaðarmálum svo til afnumið. Það er óskhyggja að halda því fram að hagsmunir útkjálka Evrópu, eins og Ísland er kallað í skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, verði ofarlega á blaði þegar 28 ríki takast á um í þessum mikilvæga mála- flokki innan ESB. Hér er mikilvægt að hafa hug- fast að ESB hefur alltaf talið land- búnaðarmál það þýðingarmikinn þátt í starfi sambandsins, að þau eru skrifuð inn í Rómarsáttmálann. John McCormick, prófessor í stjórnmálafræði, skrifaði í bók sinni Understanding the European Union á síðasta ári að ESB hefði meira vald yfir landbúnaði, hefði sett fleiri lög um landbúnað og hefði staðið fyrir fleiri pólitískum aðgerðum í landbúnaði en senni- lega á nokkrum öðrum sviðum innan ESB. Þá má nefna að aðeins utanríkisráðherrar ESB hittast oftar en landbúnaðarráðherrarnir. Ef við sækjum um inngöngu í ESB þá sækjum við um undanþág- ur frá grunnregluverki ESB. Þessar undanþágur yrðu veittar af ESB í þeim tilgangi að gefa Íslandi aðlög- unartíma til að fylgja hinni sameig- inlegu landbúnaðarstefnu ESB. Að gera okkur vonir um að Íslendingar fái varanlegar undanþágur frá grunnregluverki ESB samþykktar af 27 núverandi ríkjum sambands- ins er í besta falli hægt að kalla barnalega bjartsýni en í versta falli blekkingu. ESB byggist upp á sam- eiginlegri stefnmótun og er eðlilega á móti sérreglum fyrir ákveðin ríki. Mariann Fisher Boel, landbún- aðar- og byggðamálastjóri fram- kvæmdastjórnar ESB, sagði til að mynda á síðasta ári í þessu samhengi að hún væri ósammála þeim sem segðu að Evrópa þyrfti ekki lengur sameiginlega stefnu og að móta þurfi landbúnaðarstefnuna innan þjóðríkj- anna. Hún segir að tryggja þurfi að forgangsmál ESB séu virt innan sambandsins og að hún sé andsnúin afturhvarfi til þjóðernisvæðingu á landbúnaðar- og byggðastefnu. Ergó: Stefnumótun í landbúnaði fer fram og skal fara fram í Brussel. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur hafa staðið fyrir fundaröð að undanförnu um Evrópumál. Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands (BÍ), hefur haft framsögu á nokkrum fundunum sem fulltrúi BÍ. Hann hefur á undanförnum misserum lagt sig fram um að skoða innviði Evrópusambandsins; stofnanir þess og starfsemi, m.a. í námi sínu við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. BA-ritgerð hans fjallar einmitt um hina sameig- inlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP), sérákvæði ríkja í aðildarsamningum við ESB og sérstöðu íslensks landbún- aðar. Jón Baldur hefur einnig átt í samskiptum við embættismenn framkvæmdastjórnar ESB í Brussel vegna viðurkenningar Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og upptöku reglugerða Evrópusambandsins um skyldumerkingar búfjár hér á landi – og þekkir því nokkuð til mála þar á bæ. Jón Baldur Lorange.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.