Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 1
10-11
Vaxtarsprotarnir
blómstra á nám-
skeiðum Impru
12
Skógarbændur
hagnast á kol-
efnisbindingu
2. tölublað 2009 Miðvikudagur 28. janúar Blað nr. 297 Upplag 17.500
4
Mikill samdráttur
í sölu
landbúnaðartækja
Sextán dráttarvélum var ekið í
fararbroddi mótmælenda sem
gengu frá Samkomuhúsinu á
Akureyri og inn á Ráðhústorg
laugardaginn 24. janúar síðast-
liðinn. Um 300 manns tóku þátt í
mótmælafundi sem þar fór fram
og kröfðust mótmælendur þess að
ríkisstjórnin viki frá og breyting-
ar yrðu gerðar í Fjármáleftirlitinu
og Seðlabankanum. Ræðumenn
á fundinum voru Embla Eir
Oddsdóttir og Guðbergur Egill
Eyjólfsson bóndi í Hléskógum.
Guðbergur gerði erfiða stöðu
bænda að umtalsefni í ræðu sinni.
Meðal annars benti hann á hversu
makalaust það væri að eina málefn-
ið sem tengdist landbúnaði og væri
til umræðu á Alþingi væri matvæla-
frumvarpið. „Þegar bændur standa
höllum fæti, sem og samfélagið
allt, þá er matvælafrumvarpið eina
framlag ríkisstjórnarinnar til mál-
anna. Þeir hafa að vísu mælst til
þess við bankana að veita frest á
afborgunum af lánum bænda en
það er bara frestur, engin lausn.
Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar er
því algert. Bágur efnahagur bænda
er ekkert nýtt fyrirbæri. Framkoma
ríkisvaldsins hefur verið með þeim
hætti í garð sauðfjárbænda að
nýliðun er nánast engin í greininni
og meðalaldur sauðfjárbænda er
kominn í 58 ár. Nútíma Íslendingar
sætta sig ekki við þau kjör sem
sauðfjárbændum er boðið upp á.
Mér er spurn er það virkilega ætlun
ríkisvaldsins að ganga af þess-
ari atvinnugrein dauðri,“ sagði
Guðbergur í ræðu sinni.
Í samtali við Bændablaðið sagð-
ist Guðbergur vona að hann og
aðrir bændur sem mættu til mót-
mæla á Akureyri hafi með því lagt
sín lóð á vogarskálarnar til þess að
ríkisstjórnin færi frá. Guðbergur
átti frumkvæðið að því að bænd-
ur mættu á staðinn á dráttarvélum.
Spurður hvort það hafi aldrei komið
til greina að mæta með mykjutanka
í eftirdragi að frönskum sið sagði
Guðbergur að á það hefði nú verið
minnst, en þó bara í gríni. Spurður
hvort hann eigi von á því að þurfa
að mæta til mótmæla að viku lið-
inni sagði Guðbergur að það gæti
nú farið eftir því hverjir yrðu komn-
ir við stjórnvölinn þá. „Það verður
að grípa til einhverra aðgerða til að
styðja við bændur. Það verður að
lækka vexti og matvælafrumvarp-
inu á að henda. Bæði Framsókn og
Vinstri græn eru á móti matvæla-
frumvarpinu og ég treysti því að því
verði bara sópað út af borðinu. Það
verður bara að gerast og ég brýni
stjórnmálamenn til að gera það. Ég
trúi bara ekki öðru en að ef Vinstri
græn eiga aðkomu að stjórn þá
muni þeir koma í veg fyrir að það
fari í gegn. Í það minnsta verður að
taka út þennan lið um innflutning á
hráu, ófrosnu kjöti.“
„Mér er misboðið“
Guðbergur var ekki eini bóndinn
sem stóð í ræðustól á mótmælafundi
síðata laugardag því á Egilsstöðum
hélt Guðveig Eyglóardóttir bóndi
á Valþjófsstað í Fljótsdal jafnframt
ræðu. Guðveig var ómyrk í máli
og lýsti ábyrgð á hendur ríkisstjórn
og útrásarvíkingum. Það væri ekki
þjóðin sem að væri sek. „Mér er
misboðið, ég vakna ýmist reið,
dofin eða sorgmædd yfir ástandinu.
Hvernig má það vera að samþykkt
hefur verið að skerða lífsgæði
barna þessa lands með því að setja
þau í ævilangan þrældóm, stafla
fullorðnu fólki landsins í kojur á
stofnunum, loka heilbrigðisstofn-
unum og þar fram eftir götunum,“
sagði Guðveig meðal annars í ræðu
sinni.
Bændur mótmæla
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum að Bændasamtök Íslands
hafa tekið einarða afstöðu gegn
því að leitað sé eftir aðild Íslands
að Evrópusambandinu. Sú
afstaða er byggð á því mati að
hagsmunum íslensks landbún-
aðar verði ekki sinnt sem skyldi í
sambandinu. Þar vegur eftirtalið
þyngst:
Í fyrsta lagi er ljóst að íslensk-
ur landbúnaður þarf á tollvernd að
halda en hún mun falla niður dag-
inn sem aðild Íslands að ESB tekur
gildi. Ýmsar ytri aðstæður ráða því
að framleiðsla búvara verður ávallt
dýr hér á landi og má þar helst
nefna há laun og einhæfni sem
meðal annars ræðst af veðurskil-
yrðum. Búvöruframleiðslan þolir
illa sveiflur en tollverndin veitir
henni stöðugleika.
Í öðru lagi vill íslenskur land-
búnaður leggja sitt af mörkum til
þess að efla matvælaöryggi þjóð-
arinnar. Í þeirri niðursveiflu sem
orðið hefur í hagkerfi heimsins að
undanförnu hafa fjölmargar þjóðir
beint sjónum sínum að mikilvægi
þess að framleiða sem mest af mat-
vælum sínum sjálfar. Aðild Íslands
að ESB stefnir í þveröfuga átt því
hún byggist á því að matvæli séu
framleidd þar sem hagkvæmast er.
Hún mun því leiða til hruns í fram-
leiðslu svína- og alifuglakjöts og
mikils samdráttar í mjólkurfram-
leiðslu.
Í þriðja lagi viljum við standa
vörð um heilbrigði íslenskra búfjár-
stofna og þær gæðavörur sem við
höfum möguleika á að framleiða
hér á landi. Það gerum við ekki
með því að treysta á ótryggan inn-
flutning.
Í fjórða lagi eru það hagsmunir
landsbyggðarinnar að landbúnaður
sé sem blómlegastur. Fjöldi fólks
á landsbyggðinni hefur atvinnu af
landbúnaði og störfum sem tengj-
ast honum. Verði hrun í framleiðslu
svína- og kjúklingakjöts hefur það
alvarleg áhrif á hagkvæmni slátr-
unar og kjötvinnslu. Fjölbreytni
í byggðum landsins rennir einnig
stoðum undir ýmsa þjónustu sem
nauðsynleg telst.
Í fimmta lagi sýnir reynsla
nágrannaþjóða okkar að jaðarþjóð-
ir í ESB njóta ekki ávinnings af
sameiginlegri landbúnaðarstefnu
sambandsins. Tekjur bænda hafa
lækkað í Finnlandi og Svíþjóð og
aukin tækifæri til útflutnings hafa
ekki unnið upp samdrátt á innan-
landsmarkaði. Þá hefur verðlækk-
un á matvælum ekki orðið með
þeim hætti sem spáð var fyrir um.
Því veldur ekki hvað síst fákeppni
í smásöluverslun sem er síst minni
hér á landi en í nágrannalöndum
okkar.
Í sjötta lagi ríkir mikil óvissa um
þróun sameiginlegrar landbúnaðar-
stefnu ESB (Common Agricultural
Policy – CAP). Hún hefur að und-
anförnu stefnt í þá átt að aftengja
framleiðslu og styrki í þeirri trú að
þá geti bændur ráðið því hvað þeir
framleiða. Þetta gildir tæpast um
íslenska bændur sem ekki geta svo
auðveldlega snúið sér að annarri
framleiðslu.
Nánar er fjallað um afstöðu
bænda til Evrópusambandsins í
sérstökum blaðauka sem fylg-
ir Bændablaðinu í dag. Sjá bls.
12-16.
Þess vegna eru bændur andvígir ESB
Meirihluti
kjósenda
á móti
aðild að ESB
59,8% landsmanna vilja ekki
að Ísland sæki um aðild að
Evrópusambandinu samkvæmt
nýrri könnun Fréttablaðsins sem
birt var í vikunni. Í nóvember á
síðasta ári sögðust 59,6% vera
fylgjandi umsókn um aðild.
Andstaðan á landsbyggðinni
er sérstaklega hörð en þar eru
68,5% andvíg aðild að sam-
bandinu. Á höfuðborgarsvæðinu
eru 53,2% íbúa á móti aðild.
Mest er andstaðan við aðild
meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks-
ins, Frjálslynda flokksins og
Vinstri grænna. 75% sjálfstæð-
ismanna, 83,3% frjálslyndra og
71,1% vinstri grænna styðja ekki
umsókn í ESB. Meðal framsókn-
arfólks og þeirra sem ekki gefa upp
stuðning við flokk er munurinn
minni, þar sem tæplega 60 prósent
styðja ekki umsókn. Meirihluti
samfylkingarfólks, 73,1%, styður
aðildarumsókn í ESB.
Hringt var í 800 manns og spurt
var: Á Ísland að sækja um aðild að
Evrópusambandinu? Tóku 73,4%
afstöðu til spurningarinnar.
Inni í blaðinu er fjallað um ESB
frá ýmsum hliðum. Sjá bls. 7-8.
Myndir │ Hugi Hlynsson
Árið 2008 var metár í kjötsölu hér á
landi. Alls seldust 25.833 tonn af kjöti
sem svarar til 81,5 kg á íbúa og er það
um 2 kg meira á mann en árið áður.
Bæði var árið 2008 metár í kjötsölu
hvað varðar heildarmagn en einnig á
hvern íbúa.
Sala á kindakjöti nam 7.481 tonni
sem er 7,8% meira en 2007 og það er
mesta sala kindakjöts síðan 1993. Hefur
kindakjötið nú aftur náð þeim sess að
vera vinsælasta kjöttegund landsmanna.
Markaðshlutdeild kindakjöts var 29% á
árinu 2008, alifuglakjöt var með 28,6%,
svínakjöt með 25,8%, þá nautakjöt með
14% og loks hrossakjöt með 2,6%.
Á bls. 16 er ítarlegt yfirlit um fram-
leiðslu og sölu ýmissa búvara fyrir árið
2008, auk þess sem þróun sem þar er
að finna þróun verðs á áburðarefnum á
heimsmarkaði í íslenskum krónum á síð-
asta ári.
Kindakjötið aftur vinsælasta kjöttegundin
Bændablaðið kemur
næst út 10. febrúar