Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 16
Áhrif ESB-aðildar á smásölumarkað og matvælaverð Finnskum bændum fækkaði verulega eftir inngöngu í ESB Innflutt matvæli eru í dag að langmestu leyti án tolla. Þetta á við ávexti, margar grænmetistegundir, kornvörur, s.s. hveiti, kex, pasta, morgunkorn og f leira. Vörur úr þessum flokkum eru einnig oft hráefni í innlendum matvælaiðnaði, s.s. brauði, kexi, niðursoðnu grænmeti, ávaxtasöfum o.s.frv. Samt er verðlag á þessum vörum mun hærra en í f lestum öðrum Evrópulöndum þegar litið er á samanburð á hlutfallslegu verðlagi milli Evrópulanda. Kaffi er dæmi um vöru sem er tollalaus hér og í Danmörku en var u.þ.b. 30% dýrari hér á landi á árinu 2007. Hlutur innfluttra mat- og drykkjarvara og innlendra, annarra en kjöts, mjólkur og grænmetis, í útgjöldum samkvæmt vísitölu neysluverðs er 7,5%. Er raunhæft að gera ráð fyrir að þessar vörur lækki við ESB-aðild? Kjöt, mjólk og grænmeti vegur 5,8% af útgjöldum samkvæmt vísitölu neysluverðs. Er raunhæft að spá því að verðlag á þessum vörum geti t.d. orðið lægra en í Danmörku? Hver yrðu t.d. áhrifin af því á verð drykkjarmjólkur að dreifa mun minna magni mjólkurvara út um land? Gæti drykkjarmjólk hækkað í verði við það? Svarið er já. Ísland er örmarkaður í evrópsku samhengi. Vissir þú að framleiðsla á afskornum blómum er horfin í Danmörku og hollenskir blómabændur hafa lagt þann markað undir sig? Fjársterkir markaðsaðilar, innlendir sem erlendir, geta á skömmum tíma rutt innlendum framleiðendum af markaði. Ísland hefur um árabil lagt tolla á margar af þeim búvörum sem framleiddar eru hér á landi, einkum kjöt, mjólkurvörur og egg en í minna mæli á afurðir garða og gróðurhúsa. Árið 2002 voru tollar á tómata, gúrkur og paprikur lagðir niður en beingreiðslur teknar upp í staðinn. Landbúnaður hér á landi býr við náttúrulega óhagstæð skilyrði en er um leið ætlað margþætt hlutverk í nýtingu auðlinda, atvinnulífi í dreifbýli og matvælaöryggi. Tollvernd og annar stuðningur er því nauðsynlegur að einhverju marki. Verði starfsumhverfi landbúnaðarins mótað í miðri Evrópu er þessum tækjum til að hafa áhrif á starfsumhverfi íslensks landbúnaðar varpað fyrir róða. Evrópusambandið, Bandaríkin, Sviss og Noregur beita öll tollum til að hafa áhrif á viðskipti með búvörur og verð á innanlandsmarkaði. Í úttekt WTO á fjölda þeirra tollalína sem einstök lönd hafa heimildir til að leggja svokallaða magntolla á innflutning kemur athyglisverð niðurstaða í ljós. Ísland hefur slíka heimild fyrir 363 tollalínur af 1.606 eða 22,6%. Fyrir ESB er slíkar heimildar að finna fyrir 1.010 tollalínur, 45,8% af tollalínum fyrir búvörur. Árið 2003 var unnin umfangsmikil skýrsla um íslenskan landbúnað í alþjóðlegu umhverfi þar sem áhrif ESB-aðildar á finnskan landbúnað voru grannt skoðuð. Aðlögun Finna að sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP) leiddi til 40-50% lækkunar á afurðaverði til bænda strax árið 1995, en lækkanir á verði aðfanga komu einungis að mjög litlu leyti á móti. Verð á korni féll um 50-60% árið 1995 og hefur lækkað enn meira síðan. Lækkanir voru jafnframt verulegar á afurðum dýra, frá 28% lækkun á mjólkurverði til 65% lækkunar á verði eggja. Tekjur landbúnaðarins að kostnaði frádregnum lækkuðu á fyrsta ári aðildar um 12,4% frá árinu 1994 og 12,7% árið 1996. Þetta gerðist þrátt fyrir að sérstakir samningar næðust um stuðning við landbúnað í norðurhluta landsins og til viðbótar aðlögunarstuðning fyrir Suður-Finnland, sem hvort tveggja var alfarið greitt af finnska ríkinu. Finnskur landbúnaður hefur tekið hröðum breytingum á undanförnum árum. Fyrir inngönguna í Evrópusambandið voru meira en 100.000 bú í Finnlandi. Árið 2005 voru 69.000 eftir. Fækkun búa hefur numið 3% á ári. Fækkunin hefur orðið meiri í sumum búgreinum en öðrum. Sem dæmi hefur kúabúum fækkað um nærri 7% á ári, sem samsvarar helmingsfækkun á tímabilinu, frá um 30.000 í um 15.000. Samhliða þessu hafa búin stækkað. Meðalkúabúið hefur t.d. stækkað úr 12 kúm í 20. Fækkunin hefur verið hröðust í austurhluta landsins en verið hægari í norðurhéruðum. Heildarframleiðsla hefur lítið breyst en í sumum búgreinum hafa orðið breytingar. Nautakjötsframleiðsla dróst saman um 18,7% frá 1994 – 2007, eggjaframleiðsla um 23,6% og mjólkurframleiðsla um 3,9%. Hins vegar hefur svína- og alifuglakjötsframleiðsla aukist og sama gildir um kornframleiðslu. Umtalsverður hluti svínakjötsframleiðslunnar er f luttur út. € € € € € € € € €

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.