Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 19
15 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Kristinn Tómasson, geðlæknir og yfirlæknir Vinnueftirlitsins, flutti erindi á Fræðaþingi Landbúnaðarins 2008 undir yfirskriftinni Heilsa bænda. Þar kom fram að bændur leita síður meðferðar vegna geðraskana en aðrir. Í því árferði sem ríkir í efnhagsmálum þjóðarinnar – vaxandi fjárhagsþrengingar í margs konar rekstri – má búast við að samhliða hraki víða geð- heilsu bænda. Ekki síst á þetta við um þegar um samofinn bú- og heimilisrekstur er að ræða. Bændablaðinu leitaði til Kristins með nokkrar áleitnar spurning- ar sem sækja að á þessum erfiðu tímum. „Almennt verður að horfa til þess að drifkraftur þeirra sem eru kvíðnir minnkar og hugmyndauðgi dvínar verði maður þunglyndur. Miklar áhyggjur, sem hljóta nú að skapast hjá fjölda manna sem eru í fjárhagslegum erfiðleikum, eru til þess fallnar að auka á streitu og þar með hættu á að fram komi alvarleg- ir þunglyndis- og kvíðasjúkdómar. Staða bænda er flóknari en margra annarra þar sem rekstur fyrirtæk- isins, búsins og heimilis þeirra er samofnari en hjá flestum öðrum. Almennt er þekkt að áhyggjur vegna fjármála fyrirtækja sem menn standa fyrir eru streituvaldandi en áhyggjur vegna heimiliserfiðleika eru meira slítandi. Í ljósi þessa er mikilvægt að bændur hugi vel að stétt sinni þar sem mestar líkur eru á því að það séu yngri bændur sem eru í þessari erfiðu stöðu,“ segir Kristinn. Bændur leita síður aðstoðar vegna geðraskana? Hann segir að ekki liggi ljóst fyrir hvers vegna bændur leita síður aðstoðar vegna geðraskana. „Skýring á þessu er mögulega fjar- lægð til heilsugæslu; sú staðreynd að aðgengi bænda að heilsugæslu er einfaldlega ekki það sama og þeirra sem búa í þéttbýli. Önnur skýring sem menn hafa rætt er sú að bændur hafa vegna þekkingar sinnar á dýrum ákveðnar hugmyndir um hvaða sjúkdómar genga yfir og lagast af sjálfum sér eða vegna aðgerða sem einstaklingurinn sjálfur grípur til. Þá nálgast þeir eigin andlega van- líðan með svipuðum hætti og ýmsa ósértæka vanlíðan í bústofninum. Þetta er almennt áhyggjuefni og gildir almennt um þessa sjúkdóma að erfiðara er að meðhöndla þá því lengur sem þeir ganga. Ýmis einkenni vitna um ástand geðheilsunnar Kristinn segir að þeir sem nákomn- ir eru bændum og heimsækja þá reglulega geti áttað sig á því í mörg- um tilfellum ef geðheilsa manna er farin að bila. „Það fer að bera á ýmsum einkennum. Breytingar á yfirbragði heimilis, tiltekt er ekki sinnt, matmálstímar eða kaffi- tímar detta niður, frágangur á verkfærum tækjum og búnaði er ekki sem áður og menn virka ekki eins vakandi yfir bústofni sínum. Þetta eru án efa alvarleg merki um að eitthvað geti verið að. Þegar svo er komið er mikilvægt sem aldrei fyrr að fólk sé opið og segi félögum sínum og vinum frá ef þeir hafa áhyggjur yfir ástandinu á heimili þeirra eða að búinu hafi hnignað. Þetta þarf þó að gera að nærfærni, þannig að stolt manna verði ekki sært. Hvatning mikilvæg „Við þessar kringumstæður verð- ur ýmis sameiginleg starfsemi mikilvæg,“ segir Kristinn. „Þá er t.d. brýnt að menn séu kallaðir til samstarfs um verkefni sem þarf að reka sameiginlega í sveitinni og er til þess fallið að hrista þá í gang sem eru að falla í doða og svima. Þetta bíður heim tækifærum til þess að hjálpa mönnum að hjálpa sér sjálfir og er liður í að tryggja að sjálfsvirðing og frumkvæði manna haldist. Frumkvæði er án efa einn mikilvægast eiginleiki sem þarf að vera til staðar þegar skórinn kreppir og þess vegna þarf að rækta þann eiginleika sérstak- lega nú þegar fjárhagsáföll dynja á fólki og tekjumöguleikar skerðast. Með frumkvæði skapast nýjar hugmyndir og ný von sem gefur mönnum góð vopn til ýta burt ein- kennum og merkjum um streitu og streitu tengda geðsjúkdóma.“ Hjálp fagfólks nauðsynleg ráðþrota fólki Kristinn segir að það sé ýmislegt til ráða gagnvart þeim bændum sem eiga erfitt með að sjá fram úr vandræðum sínum og eiga kannski erfitt með að vinna dagleg störf. „Þeir sem eiga maka eða ætt- ingja sem ekki geta sinnt vinnu sinni, eiga að hvetja viðkomandi til að leita hjálpar. Þeir sem þann- ig eru staddir þurfa að fá hjálp frá sínu fólki og/eða fagfólki við að endurskipuleggja vinnu sína. Leggja skal vinnudaginn upp og skipta honum í lítil verkefni, nógu fá í fyrstu til þess að þeir ljúki þeim. Síðan þarf, eftir því sem þeim vex ásmegin, að fjölga hinum smáu verkum uns þeir ná sér á skrið. Það er ljóst að eftir því sem starfsgeta manna minnk- ar þá eykur það á álag manna sem eru með miklar ábyrgðir gagnvart sjálfum sér, fjölskyldu, nær og fjær samfélagi. Mikilvægi þess að bændur hugi að sínum fjölskyld- um og samfélagi hefur ávallt verið mikið en þegar hremmingar steðja að sem ógna atvinnuöryggi og fjárhagslegu sjálfstæði bænda þá verður þetta brýnna. Bændur þurfa þannig að líta á sína sveit sem eitt stórt fyrirtæki þar sem ákveðnar deildir standa misvel, og þær sem betur standa þurfa að huga að þeim verr standa.“ -smh Áhrif fjárhagsþrenginga á geðheilsu bænda Ýmis einkenni vitna um alvarlegt ástand Kristinn Tómasson, geðlæknir og yfirlæknir Vinnueftirlitsins, hefur fjallað um geðheilsu bænda. Á vegum framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins er rekin umfangsmikil starfsemi, Eurobarometer, sem hefur það hlutverk að gera skoðanakann- anir á meðal íbúa sambands- ins. Síðan 1973 hefur ESB mælt reglulega viðhorf almennings til hinna ýmsu þátta, m.a. til land- búnaðar. Á síðasta ári voru gefn- ar út viðamiklar niðurstöður um viðhorf Evrópubúa til landbún- aðar og sameiginlegu landbún- aðarstefnu Evrópusambandsins, CAP. Þar er m.a. spurt um álit almennings í öllum aðildarlönd- unum 27 á mikilvægi landbún- aðar og dreifðra byggða og hvort upplýsingagjöf ESB um landbún- aðarstefnuna samræmist kröfum íbúa. Meginniðurstöður könnunarinnar voru þessar helstar: Nærri því 9 af hverjum 10 • (89%) Evrópubúum telja landbúnað og dreifbýli mikilvægt fyrir framtíð álf- unnar. Þessi tala er nærri því sú sama og árið 2006 þegar Evrópubúar voru síð- ast spurðir (88%). Rúmlega helmingur • aðspurðra (53%) hafði aldrei heyrt eða lesið nokk- uð um sameiginlegu land- búnaðarstefnu sambandsins (CAP). Almenningur telur að meg-• inmarkmið landbúnaðar- stefnunnar eigi að vera að tryggja neytendum sann- gjarnt verð á landbúnaðar- vörum (43%), að tryggja heilbrigði og gæði búvöru (42%) og að tryggja bænd- um sanngjörn laun (40%). Aukin krafa er að lækka verð á landbúnaðarvörum. Aðeins 18% aðspurðra telja mikilvægt að tryggja birgðir af framleiðsluvör- um landbúnaðarins, s.s. af kjarnfóðri og öðrum rekstr- arvörum. Sú tala hefur raunar hækkað um 4% frá árinu 2006. Mikill meirihluti svar-• enda (á milli 85-88%) er samþykkur því að minnka greiðslur til bænda standi þeir ekki undir þeim vænt- ingum sem gerðar eru til þeirra, m.a. með skilyrðum og reglum. Þegar spurt er um þá fjár-• muni sem notaðir eru í að fjármagna sameig- inlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (sem er um 40% af heildarút- gjöldum ESB) segjast 43% aðspurðra það mátulegt. 16% telja útgjöldin of lág og 17% of há. Rúmlega helmingur (56%) segja að stuðningur til bænda ætti að vera sá sami eða aukast á næstu árum. Helmingur þeirra sem • spurðir voru álits (50%) vilja fá meiri upplýsingar um matvælaöryggi og heil- brigði. 31% vilja einnig vita meira um umhverfisáhrif landbúnaðar og 22% vilja fræðast meira um dýra- velferð. Þessir þættir voru einnig nefndir árið 2006. Nærri 2/3 þeirra (64%) • sem hyggjast leita sér upp- lýsinga um landbúnað og byggðaþróun innan ESB treysta á sjónvarp í þeim efnum. Þriðjungur (33%) myndi hagnýta sér Netið og svipaður fjöldi myndi leita upplýsinga í blöðum og tímaritum. Yfirgnæfandi meirihluti • (86%) telur að innflutt- ar vörur inn í ESB eigi að mæta þeim heilbrigðis- og gæðakröfum sem gerðar eru um búvörur innan sam- bandsins. Í ályktunum skýrslunnar segir að meirihluti íbúa í Evrópusambandinu telji landbúnað mikilvægan í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Framlög til landbúnaðarmála eru nokkuð umdeild en þó eru 43% sem telja þau mátuleg og aðeins 17% sem telja þau of mikil. Í könnuninni er tekið fram að nokk- ur munur er á viðhorfum nýrra og gamalla aðildarríkja til land- búnaðar. Íbúar í nýju þjóðunum (Austur-Evrópu) telja t.d. landbún- að mjög mikilvægan fyrir dreifbýli og að bændur hafi bærileg laun. Þeir sem búa í eldri aðildarríkj- um nefna heldur umhverfisvernd, sjálfbærni og dýravelferð þegar mikilvægi landbúnaðar er annars vegar. Skýrsluna í heild sinni má nálg- ast á ESB-vefhluta bondi.is. Þýtt og endursagt: TB Hvað finnst Evrópubúum um landbúnaðarstefnu ESB? 53% hafa aldrei heyrt hennar getið » Hefur þú einhvern tímann heyrt eða lesið um sameiginlega land- búnaðar- og byggða- stefnu (CAP) Evrópu- sambandsins eða ekki? » Aðspurðir voru beðnir að velja tvö atriði af átta sem lýsa best skyldum bænda í samfélaginu. Að þínu áliti, hverjar eiga að vera tvær meginskyldur bænda í okkar samfélagi? » Í fjárlögum Evrópusambandsins renna um 40% fjármagns til landbúnaðar og byggðaþróunar. Finnst þér þetta hlutfall of lágt, mátulegt eða of hátt?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.