Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 28.01.2009, Blaðsíða 9
9 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Stjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar féll um hádegisbil mánudaginn 26. janúar síðastlið- inn. Geir H. Haarde hélt á fund Ólafs Ragnars Grímsson forseta um samdægurs seinnipart dags og tilkynnti honum að hann bæð- ist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þegar leið á daginn komu formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi einn af öðrum á fund forseta og ræddu stöðuna sem upp var kominn. Lauk þeim fundarhöldum ekki fyrr en langt var liðið á kvöld. Ólafur Ragnar fól síðan um hádegisbil þriðjudags 27. janú- ar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formanni Samfylkingarinnar og Steingrími J. Sigfússyni formanni Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs að ræða saman um myndun stjórnar og fól hann Ingibjörgu að stýra þeim viðræðum. Sú stjórn yrði minnihlutastjórn sem varin yrði af þingmönnum Framsóknarflokksins. Bændablaðið hefur heimildir fyrir því að fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafi hist og ræðst við frá því um miðja síðustu viku. Meðal annars hafi fulltrúar Samfylkingarinnar mætt á fund for- ystumanna Vinstri grænna og haft í farteskinu umboð frá þingflokki sínum til að bjóða upp á stjórn- arsamstarf. Margir telja að tilboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að Framsóknarflokkurinn myndi verja slíka minnihlutastjórn falli hafi öðru fremur orsakað það að Samfylkingin hafi látið sverfa til stáls í stjórnarsamstarfi sínu við með Sjálfstæðisflokknum. Hinu er þó ekki að leyna að kröftug og víðtæk mótmæli sem að hófust við þingsetningu þriðjudaginn 20. janú- ar og stóðu linnulítið fram til mánu- dagsins 26. janúar höfðu væntan- lega mikil áhrif á Samfylkingarfólk sem varð ljóst að andstaðan við ríkisstjórnina var orðin geigvænleg. Það staðfestu skoðanakannanir sem birtust á sama tíma en þar kom meðal annars í ljós að ekki nema 20 prósent þjóðarinnar studdu stjórn- ina. Þjóðstjórn út af borðinu vegna kergju fyrrum stjórnarflokka Þegar ljóst var orðið að stjórn- in væri fallin lýstu Vinstri græn yfir vilja sínum til að mynduð yrði þjóðstjórn. Þegar frá leið varð þó nokkuð einsýnt að ekki næð- ist saman um slíka stjórnarmynd- un þar eð Samfylking krafðist þess að slík stjórn yrði undir for- sæti Jóhönnu Sigurðardóttur en Sjálfstæðisflokkur taldi ljóst að slík stjórn yrði að vera undir sinni for- ystu sem stærsta stjórnmálaflokks- ins. Þung orð féllu milli fyrrum samstarfsfélaga í ríkisstjórninni og virtist ljóst að mikil kergja væri komin upp á milli flokkanna. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í sam- tölum við fréttamenn að hann teldi að líkur á þjóðstjórn hefðu minnkað umtalsvert og eftir því sem á leið virtist augljóst að líklegasta nið- urstaðan yrði svokölluð rauð græn minnihlutastjórn. Hreinsa á til í stjórnsýslunni og verja heimilin Helstu áherslu Vinstri grænna í rík- isstjórninni er að skipulagsbreyting- ar verði gerðar í Seðlabankanum og banakstjórar hans verði látnir víkja. Hreinsað verði til innan stjórnsýsl- unnar og meðal annars er talið lík- legt að farið verði fram á að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu verði látinn víkja. Sömuleiðis verði boðaðar breyting- ar í heilbrigðiskerfinu endurskoð- aðar. Vinstri græn vilja jafnframt leggja áherslu á að vextir lækki hraðar hér á landi en áætlað hefur verið og verði rætt við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um endurskoðun stýrivaxtastefnu í því tilliti. Gera þurfi ráðstafanir til að verja heim- ilin í landinu sem og fyrirtækin í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er. Samfylkingin setti fram aðgerða- áætlun í tíu liðum sem var borin á borð fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en að upp úr stjórnarsamstarfinu slitnaði. Heimildir Bændablaðsins herma að sama áætlun verði upp á borðinu í viðræðum við Vinstri græn. Þar er meðal annars tekið fram að áætlun fyrri ríkisstjórn- ar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahagsmálum verði fylgt. Gerðar verði breytingar á stjórn- arskrá hvað varðar fullveldi og auðlindir þjóðar. Jafnframt verði lögð fram tillaga um stjórnlaga- þing, sem verði kosið til samhliða þingkosningum. Skipt verði um yfirstjórn í Seðlabankanum og í Fjármálaeftirlitinu. Stofna skuli Bjargráðasjóð heimilanna sem meðal annars muni koma að því að lækka greiðslubyrði almennings. Fjármagn til sjóðsins komi meðal annars frá auðmönnum sem ábyrgð báru á bankahruninu og sömuleið- is verði lagt á tímabundið viðlaga- gjald á hátekjufólk. Samfylkingin vil að kosið verði til Alþingis 30. maí næstkomandi. Samhliða þingkosningum fari fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu. Ljóst má vera að ekki er fullkom- in samstaða um öll þessi mál milli flokkanna. Á hitt ber að líta að sam- kvæmt heimildum Bændablaðsins er mikill vilji í báðum flokkum til að ná lendingu. Talið er að helst muni steyta á kröfum um breytingar á samkomulagi við Alþjóða gjald- eyrissjóðinn og aðildarumsókna að Evrópusambandinu. Um flest önnur mál ætti að vera hægt að ná mikilli samtöðu. Vinstri græn hafa reyndar lagt áherslu á að kosningum verði flýtt eins og framast er unnt en telja má líklegt að flokkarnir nái sam- komulagi um það mál. Fróðlegt að sjá hvort VG fallast á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir allar líkur á því að vinstri stjórn verði að veruleika. Hann telur að viðræður þess- ara tveggja flokka séu lengra komnar en forystumenn flokk- anna hafa viljað vera láta. Slík stjórn muni hafa fullt umboð til allra þeirra aðgerða sem að hún myndi fara í en hins vegar séu líkur til þess að hún muni veigra sér við að taka á málum sem séu verulega umdeild í aðdraganda kosninga. Spurður hvort hann telji að Evrópusambandsaðild verði uppi á borðinu í slíkri stjórn segir Baldur ekki hægt að útiloka það. „Það verður mjög fróðlegt að sjá hvort að Vinstri græn ganga að þeirri kröfu Samfylkingarinnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu samhliða þingkosningum í vor. Ég geri fast- lega ráð fyrir því að stjórnin muni stefna að því að gera breytingar á stjórnarskránni sem að heim- ilar að Alþingi deili völdum með alþjóðastofnunum og það má jafn- vel gera ráð fyrir að ákvæði verði sett inn í stjórnarskrá um þjóðarat- kvæðagreiðslur. Ég vil ekki segja að Evrópumálum yrði ýtt til hliðar heldur geri ég frekar ráð fyrir að þessi ríkisstjórn, ef af henni verð- ur, undirbúi jarðveginn fyrir hugs- anlega aðildarumsókn með annars vegar breytingum á stjórnarskrá og hins vegar með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um aðild eða ekki.“ Baldur segist gera ráð fyrir að ný ríkisstjórn muni fylgja eftir áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Setjast þarf yfir matvælafrumvarpið Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði í samtali við Bændablaðið að flest benti til þess að til stjórnarsamstarfsins yrði stofnað. Varðandi málefni landbún- aðarins og hagsmuni bænda lagði Steingrímur áherslu á að tekist yrði á við þá miklu erfiðleika sem stétt- in stæði frammi fyrir. Spurður hvort hann teldi líkur á að matvælafrum- varpið yrði tekið út af borðinu sagði Steingrímur að það frumvarp væri auðvitað komið í meðferð þingsins. „Vissulega gæti þó sá þingmeiri- hluti sem myndast mun haft áhrif á framvindu málsins. Þetta frumvarp var gagnrýnt verulega þegar það kom fram í fyrra og endaði með að stranda í þinginu. Mér fannst nú aðeins liggja í loftinu þegar það kom fram nú á ný að það gæti nú átt eftir að gerast eitthvað slíkt á ný í þinginu. Mér finnst í öllu falli skylt að setjast niður og skoða það mjög rækilega hvort hægt sé að gera betur en nú hefur verið gert og slá upp mun betri vörnum fyrir íslenskan landbúnað. Ég hef velt því upp að setja upp ákveðna svarta lista sem lönd eða svæði verði sett á sem að þýði að innflutningur frá þeim sé ekki sjálfkrafa heimill. Slíkt yrði auðvitað að rökstyðja og hafa efnislega undirbyggt en ég vildi gjarnan láta skoða það. Gagnrýni okkar í Vinstri grænum á þetta frumvarp er mjög þekkt og hefur verið í samræmi við afstöðu Bændasamtakanna. Ef fer eins og horfir að hér verði mynduð aðgerð- arstjórn í stuttan tím til að fara með brýnustu aðgerðir þar til hægt verð- ur að kjósa þá mun ýmislegt frest- ast og þetta mál gæti sem best orðið eitt af þeim.“ Óljóst hvar landbúnaðaráðuneytið lendir Steingrímur segir ekkert orðið ljóst um skiptingu ráðuneyta. „Það hafa ekki farið fram formlegar viðræður og ekkert er ákveðið í þeim efnum. Auðvitað geta menn svolítið lesið í það að ef þetta verður ríkisstjórn þar sem að annar fyrrum ríkisstjórn- arflokkurinn heldur að verulegu leyti áfram en hinn fer frá þá er ekki ólíklegt að nýr flokkur taki að miklu leiti við ráðuneytum flokksins sem frá hverfur. Það er ekki flókið að spá aðeins í það.“ Miðað við þessi orð Steingríms má gera ráð fyrir að Vinstri græn taki við ráðherradóm í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytinu. Heimildir Bændablaðsins herma reyndar líklegast sé tvennt í stöðunni. Annars vegar það að vinstri græn taki við ráðuneytinu. Ekki er ljóst hver muni þá verða ráðherra en nöfn Jóns Bjarnasonar, Árna Þórs Sigurðssonar og Þuríðar Backman hafa verið nefnd í því sambandi. Hinn möguleikinn er að ráðuneyti verði sameinuð í eitt atvinnumála- ráðuneyti þar sem yrðu iðnaðar-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneyti. Slíkt ráðuneyti yrði sennilega á forræði Samfylkingar og líkur eru til að Össur Skarphéðinsson yrði þar ráðherra. Lífsnauðsynlegt að tryggja eðlilega fjármálaþjónustu Steingrímur segir ljóst að Vinstri græn muni leggja áherslu á aðgerðir til að styðja við bændur. „Það koma upp í hugann hlutir eins og aðstaða bænda við virðisaukaskattsuppgjör núna í vetur, áburðarkaupin að vori og auðvitað skuldastaða bænda. Við erum ákaflega meðvituð um erf- iðleika greinarinnar og mikilvægi þess að styðja við hana. Hvað tími vinnst til að gera og hvaða svigrúm við höfum við þessar ákaflega erf- iðu efnahagsaðstæður og jafnvel vinnandi undir utanaðkomandi skilmálum er svo annað mál. Eitt er augljóst mál að það verður að koma starfhæfu bankakerfi almennilega á laggirnar þannig að menn fái eðlilega fjármálaþjónustu við sinn rekstur, það er bara lífsnauðsyn.“ Ekki sótt um ESB-aðild fyrir kosningar Steingrímur telur að afar erfitt verði breyta ákvörðun um afnám verð- tryggingar búvörusamninga. „Ég óttast að það verði mjög þungt. Það yrði erfitt að fara inn í niðurskorin fjárlög og taka þar út einn lið. Hins vegar hefði maður auðvitað helst viljað sjá einhvers konar samkomu- lag við bændur. Maður getur auð- vitað ekki ætlast til þess að bænd- ur samþykki yfir höfuð einhverja skerðingu á sínum samningi en ég þykist hins vegar alveg vita að þeir hafi ekki minni skilning á því en aðrir að allir verða að leggja sitt af mörkum og að þeir myndu vilja það. Mér hefur því þótt koma til greina að ræða bara við þá um stöð- una í heild sinni og grípa kannski til einhverra tengdra aðgerða sem þeir mætu þá mikils á móti. Aðalatriðið er auðvitað að greinin komist af, það verði ekki brestir í nýliðun og menn bregði ekki búi í stórum stíl í haust. Að menn geti haldið uppi þessum lífsnauðsynlega rekstri sem er okkur svo gríðarlega mikil- vægur.“ Steingrímur segir ljóst að það verði ekki sótt um aðild að Evr- ópusambandinu í ríkisstjórn sem Vinstri grænir standi að fram til kosninga í vor. „Það verður ekki með okkar aðild. Hitt er annað mál að þetta stóra mál verður til með- ferðar á næstu árum og ég býst við að það verði rætt hvernig best sé að leysa úr því. Eins og staðan er í dag tel ég hins vegar ekki liggja á því að taka málið upp.“ Samfylking svaraði ekki Bændablaðið reyndi að hafa sam- band við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formann Samfylk- ingarinnar en ekki náðist í hana. Sömuleiðis reyndi Bændablaðið að ná tali af Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar en slökkt var á síma hennar. Hrannar Björn Arnarsson aðstoðarmaður Jóhönnu sagði hins vegar að hann teldi ólíklegt að hún vildi ræða við blaðamann á þess- ari stundu enda væri stjórnin ekki mynduð né Jóhanna orðin forsæt- isráðherra. Því væri óvarlegt að tala um málin á þessu stigi. Hrannar kvaðst myndi koma skilaboðum til Jóhönnu um beiðni Bændablaðsins um viðtal en Jóhanna sá ekki ástæðu til að hringja til baka í blaðið. Rauðgræn minnihlutastjórn í spilunum Samfylking og Vinstri græn líklega í samstarf með hlutleysi Framsóknar. Stjórnarmyndunarviðræður hafnar. Formaður Vinstri grænna leggur áherslu á að tekið verði á erfiðleikum bænda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.