Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 1
24
Eftirlit með salmon-
ellu hefur komið í
veg fyrir faraldra
32
Ostagerðin
nýtur mikilla
vinsælda
7. tölublað 2009 Miðvikudagur 8. apríl Blað nr. 302 Upplag 20.200
10-11
Draumastarf í Mat-
vælasmiðjunni á
Höfn í Hornafirði
Stungið saman nefjum
Og hvernig líst ykkur svo á Icesave-málið? gætu þeir verið að segja þessir ábúð-
arfullu hrútar sem skeggræddu þjóðmálin í krónni á tilraunabúinu Hesti í Borgarfirði
um síðustu helgi. Á laugardaginn var opið hús þar fyrir almenning og notuðu margir
tækifærið til að kynna sér starfsemina og heilsa upp á starfsmenn og ferfætlinga.
Sjá fleiri myndir Áskels Þórissonar á bls. 14
Allnokkrar hræringar eru í póli-
tíkinni nú þegar rúmar tvær
vikur eru til kosninga. Föstu-
daginn 3. apríl síðastliðinn sendi
L-listi fullveldissinna frá sér yfir-
lýsingu þar sem fram kom að
listinn myndi ekki bjóða fram til
Alþingiskosninga 25. apríl næst-
komandi. Skýringin sem for-
svarsmenn framboðsins gáfu á
þeirri ákvörðun var sú að ólýð-
ræðislegar aðstæður yllu því
að aðkoma listans að kosninga-
baráttunni væri ekki á jafnræð-
isgrunni ef miðað væri við stærri
flokkana. Þar fyrir utan hefðu
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri
græn haldið við andstöðu sína
varðandi Evrópusambandsaðild,
en helsta stefnumál L-listans var
andstaða við slíka aðild.
Enginn bóndi leiðir lista
Með því að L-listinn hefur ákveð-
ið að bjóða ekki fram hverfur eini
listinn sem hafði bónda í efsta sæti.
Ákveðið hafði verið að Guðrún
Guðmundsdóttir bóndi á Guðlaugs-
stöðum í Blöndudal myndi leiða
lista framboðsins í Norðvesturkjör-
dæmi en af því verður ekki af fyrr-
greindum ástæðum.
Í síðasta Bændablaði var fjallað
um stöðu bænda á framboðslistum
flokkanna. Hlutur bænda er held-
ur rýr í efstu sætum flokkanna. Ef
miðað er við nýjustu skoðanakann-
anir mun aðeins einn bóndi kom-
ast kjördæmakjörinn inn á þing.
Það er Arndís Soffía Sigurðardóttir
ferðaþjónustubóndi í Smáratúni í
Fljótshlíð sem er í öðru sæti á lista
Vinstri grænna á Suðurlandi.
Ásmundur gæti farið inn sem
uppbótarþingmaður
Ef horft er á skoðanakönnun Capa-
cent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og
Morgunblaðið frá 2. apríl síðast-
liðnum þar sem fylgi flokkanna er
greint eftir kjördæmum og sömu-
leiðis könnun fyritækisins fyrir
Norðvesturkjördæmi sérstaklega
sem birt var 6. apríl síðastliðinn
má sjá að sá bóndi sem er næstur
því að komast inn sem kjördæma-
kjörinn þingmaður er Ásmundur
Einar Daðason á Lambeyrum sem
skipar þriðja sæti á lista Vinstri
grænna í Norðvesturkjördæmi.
Ásmundur er næstur því að kom-
ast inn kjördæmakjörinn í kjör-
dæminu og þyrfti flokkurinn að
bæta við sig einu og hálfu pró-
senti í stuðning á sama tíma og
Framsóknarflokkurinn tapaði
sama atkvæðamagni til þess að
Ásmundur velti öðrum manni
Framsóknar. Ekki er ólíklegt að
Ásmundur gæti farið inn á þing
sem jöfnunarmaður í kjördæminu
ef úrslit yrðu í samræmi við kann-
anir enda mikill ónýttur stuðningur
að baki honum.
Sindri í Bakkakoti og Þorsteinn á
Unaósi varaþingmenn samkvæmt
könnunum
Mun lengra er í að Sigurgeir Sindri
Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti,
sem skipar þriðja sæti hjá Fram-
sóknarflokknum í kjördæminu, nái
inn sem kjördæmakjörinn þing-
maður. Þriðju menn Vinstri grænna,
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks
eru allir á undan honum í röðinni.
Sindri er hins vegar varaþingmað-
ur eins og stuðningur við flokkana
birtist í þessari könnun.
Ef horft er á stöðu flokkanna
í Norðausturkjördæmi þar sem
Vinstri græn eru með langmest-
an stuðning sést að Þorsteinn
Bergsson bóndi á Unaósi er örugg-
ur varaþingmaður miðað við fylgið
eins og það mælist nú. Hins vegar
þarf flokkurinn að bæta allverulegu
fylgi við sig til að Þorsteinn kom-
ist á þing sem kjördæmakjörinn
þingmaður. Leiða má líkum að því
að Sjálfstæðisflokkurinn fái annað
uppbótarþingsætið í kjördæminu
miðað við fylgi í könnuninni og
teljast má afar ólíklegt að Þorsteinn
gæti dottið inn á þing sem uppbót-
arþingmaður. Erfitt er þó að spá
fyrir um það hvar uppbótarþingsæti
lenda í hverju kjördæmi enda er
margt sem þar getur haft áhrif.
Ef horft er á umræddar kannanir
eiga aðrir bændur en þeir sem eru
nefndir hér að ofan ekki möguleika
á þingsætum, hvorki sem kjör-
dæmakjörnir þingmenn né í upp-
bótarsætum. Þó ber að hafa vara á
því að hér er einungis um að ræða
kannanir og getur fylgi flokkana
auðvitað orðið allt annað á kjördag.
Bændablaðið óskar öllum bænd-
um sem eru í framboði til Alþingis
góðs gengis og minnir á að aldrei
hefur verið mikilvægara að standa
vörð um landbúnaðinn heldur en
nú. fr
Fjórir bændur þingmenn eða varaþingmenn samkvæmt nýjustu könnunum
Einn bóndi kjördæmakjörinn þingmaður
samkvæmt nýjustu tölum um fylgi flokkanna
Mestar líkur á að bændur fari á þing fyrir Vinstri græn
Bændablaðið
óskar
lesendum
sínum gleði-
legra páska
Verðmæt
lambaskinn
í þróunar-
vinnslu
Fyrirtækin Loðskinn ehf. á
Sauðárkróki og Eggert feld-
skeri ehf. í Reykjavík hafa
fengið styrk úr fagráði í sauð-
fjárrækt vegna áforma um nýt-
ingu skinna af lömbum sem
drepast á sauðburði. Skinnin
þykja hafa mjög sérstætt útlit
og léttleiki skinnanna einstakur.
Vinnsla á skinnum af þessu tagi
er vel þekkt í heiminum og verð
á þeim er afar hátt miðað við
önnur lambskinn.
Um er að ræða styrk til hráefn-
iskaupa sem yrði 100% á fyrsta
ári en 50% á öðru ári. Leggur fag-
ráðið þannig fram 1000 kr. styrk
á skinn en fyrirtækin 250 kr. á
móti þannig að hlutur bænda fyrir
hráefnið nemi 1250 kr. fyrir allt
að 3000 skinn, en það mun vera
lágmarksfjöldi til að marktækar
niðurstöður fáist úr verkefninu.
Talið er að verðmæti á flík úr slíku
skinni gæti verið um 200 þúsund
kr. í heildsölu.
Hugmyndin er að Loðskinn fái
styrkinn og láti hann síðan ganga
til Eggerts feldskera í lægra verði
skinna. Þannig fylgir stuðning-
urinn þróun verkefnisins, en ef allt
gengur að óskum er gert ráð fyrir
því að verkefnið verði sjálfbært á
þriðja ári.
Jón Viðar Jónmundsson, ráðu-
nautur Bændasamtaka Íslands,
hefur skoðað vanhaldahlutfall
lamba á árunum 1998-2006 og
birti niðurstöður í riti Fræðaþings
landbúnaðarins 2009 [bls. 321-
329]. Þar kemur fram að lömb
fædd dauð, drepast í fæðingu og
drápust á sauðburði er um 5-6% á
þessum 122 búum sem hann skoð-
aði á umræddu árabili. Fanney
Ólöf Lárusdóttir, formaður fagráðs
í sauðfjárrækt, segir að ætla megi
að um 40 þúsund lömb sé að ræða
á ári. „Þau eru þó ekki öll nýtileg.
Sum lömbin fæðast fyrir tím-
ann, önnur eru löngu dauð í móð-
urkviði og því farið að slá í þau og
svo framvegis. Það gætu kannski
verið um 30.000 skinn nýtileg.
Hafa þarf einnig í huga að bóndinn
þarf að flá lömbin rétt og eins að
hafa aðstöðu til að geyma skinnin.
Við reiknum með að farið verði í
skipulega söfnun á slíkum skinn-
um til vinnslu,“ segir Fanney.
-smh