Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 23
23 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 Veggspjald af íslenska hundinum Tvær stærðir eru í boði af spjaldinu af íslenska fjárhundinum, 88 sm X 61 sm og A3. Verð er kr. 1.500 af stærri gerðinni og kr. 900 af litlu spjöldunum. Að auki bætist við sendingarkostnaður. Einnig eru fáanleg stór veggspjöld af sauðfé, nautgripum og hrossum þar sem fram koma helstu litir og litaafbrigði íslensks búfjár. Hringdu í síma 563-0300 eða sendu tölvupóst á netfangið jl@bondi.is til þess að panta veggspjald. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseðil. Ný veggmynd af íslenska fjárhundinum fæst nú hjá Bændasamtökunum. Alls eru 27 fjölbreyttar ljósmyndir af hundum á öllum aldri í glæsilegu umhverfi. www.bondi.is FRAMSÓKN ÍSLENSK UR LANDBÚN AÐUR FYRIR OKKUR ÖLL Breyting á skattlagningu söluhagnaðar ófyrnanlegra eigna Til þessa hefur bændum sem selja jarðir sínar eða greiðslumark, verið heimilt að telja aðeins helm- ing söluverðs til skattskyldra tekna. Heimild þessa var að finna í 15. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Með lögum nr. 164/2008 var þessi skattalega ívilnun afnumin. Fyrsta grein síðar- nefndu laganna hljóðar þannig: Í stað orðsins „Skattaðila“ í 3. mgr. 15. gr. laganna kemur: „Mönnum utan atvinnurekstrar“. Eftir breytingu er málsgreinin þann- ig: Mönnum utan atvinnurekstrar er jafnan heimilt að telja helming söluverðs til skattskyldra tekna í stað söluhagnaðar skv. 2. mgr. Ofannefnd breyting hefur þau áhrif að söluhagnaður ófyrnanlegra eigna, sem seldar eru eftir síðustu áramót, verður skattlagður að fullu hjá bændum og öðrum aðilum í atvinnurekstri. Samkvæmt túlk- un ríkisskattstjóra er maður sem stundar atvinnurekstur atvinnurek- andi til dauðadags, hversu langt sem er síðan hann hætti rekstri. Það skiptir því ekki máli þótt eng- inn búrekstur hafi verið á jörð í einhver ár þegar síðasti eigandi/ ábúandi selur hana. Söluhagnaður telst að fullu til skattskyldra tekna og hlýtir jafnframt almennri skatt- lagningu, eða með öðrum orðum þá fellur slík sala ekki undir fjár- magnstekjuskatt. Ekki er vitað hvort reynt hefur á þessa túlkun fyrir yfirskattanefnd eða dómstól- um og því óvíst hver endanleg nið- urstaða kynni að verða. jó Fágaður söngur á Flúðum Karlakórinn Heimir í Skagafirði gerði góða ferð til Suðurlands 28. mars og hélt tónleika á Flúðum og í Hveragerðiskirkju. Minnst var óperusöngvarans Stefáns Íslandi og rakinn æviferill hans allt frá æskudögum í Skagafirði til æviloka. Á efniskránni voru fjölmörg lög sem hann var hvað kunnastur fyrir. Áheyrendur sem voru fjölmargir hrifust af þeim fágaða söng sem þessi vinsæli karlakór hafði fram að færa. Kórfélagar eru flestir bændur eða bændasynir sem eykur enn frekar á vinsældir hans meðal íbúa dreifbýlisins. Á myndinni sem Sigurður Sigmundsson tók á tónleikunum eru þeir Óskar Pétursson og Þorgeir Andrésson að syngja O sole mio með kórnum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.