Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is – Matthías Eggertsson me@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Pína frelsarans – og allra hinna Þá er páskahelgin framundan með sinni makalausu blöndu af gleði og sorg, almennum frídögum, hugleiðingum um pínu frelsarans, skíðaferðum, skemmtunum og almennri slökun. Að þessu sinni bætist svo í blönduna rammpóli- tískur metall, kosningabaráttan      Þetta er svo sem í takt við þá undarlegu tíma sem við höfum lifað frá því veröldin hrundi í haust. Í teikniseríunni um Ástrík og hans gæfu Galla segir að það versta sem hent geti þann ágæta  !""     mest sé að himnarnir hrynji ofan í höfuðin á þeim. Þetta má alveg heimfæra upp á okkur Íslendinga og það sem meira er: það sem að helst hann varast vann varð þó að "   #$     vorum að leggja síðustu hönd á smíði fjármálaparadísarinnar þar sem enginn vissi aura sinna tal hrundi spilaborgin. Nú veit eng- inn aura sinna tal – í skuldum. Nú er tími fermingarveisla og annarra samkvæma fjölskyldunn- ar. Þar verða þjóðmálin krufin til mergjar og þar ræðst það hjá mörg- um hvað þeir ætla að kjósa. Svo virðist sem margir ætli að kjósa allt annað en þeir gerðu síðast og þar áður. Það er líka í takt við þessa undarlegu tíma sem við lifum. Ekk- ert er eins og það var í haust. Hálfum mánuði eftir páska ráðast svo úrslitin um það hverjir halda um stjórnvölinn næstu árin. Taugar frambjóðenda eru orðnar nokkuð þandar en eiga eftir að þenjast meira. Þeir velta því nú fyrir sér um hvað sé rætt í ferm- ingarveislunum, skíðaskálunum og á göngutúrunum. Við óskum þeim allra heilla og þótt ekki kom- ist allir á þing þá kemur líka dagur eftir kjördag. Gleðilega páska! –ÞH Í FRÉTT á forsíðu Morgunblaðsins föstudaginn 27. mars sl. mátti lesa um þá óbilgjörnu kröfu Bændasamtakanna, að lög væru skýr. Tilefnið var frumvarp um breytingar á búvörulögum. Þar var því slegið fram að sekta ætti alla framleiðendur um háar fjárhæðir fyrir framleiðslu á mjólk um- fram greiðslumark. Í fréttinni var viðtal við undir- ritaðan og einnig Ólaf Magnússon í Mjólku. Frumvarpið snýst um þrjú atriði. Í fyrsta lagi að eyða óvissu um meðferð umframmjólk- ur. Umframmjólk er innlegg bænda umfram greiðslumark (kvóta) sem ákveðið er árlega. Í öðru lagi að hætta verðtilfærslu. Verðtilfærsla er skattur sem lagður er á innvegna mjólk í afurða- stöð. Skatturinn rennur til ríkissjóðs. Verðtil- færslugjaldinu, skattinum, er síðan ráðstafað til afurðastöðvar aftur til að greiða niður verð, t.d. nýmjólkur og fleiri vara, sú tilfærsla er síðan flokkuð sem ríkisútgjöld til landbúnaðar. Slík breyting einfaldar verulega landbúnaðarkerfið og lækkar opinber útgjöld til landbúnaðar um hundruð milljóna króna. Að auki hefur tilgangur með verðtilfærslu verið að mjólkurvörur væru um land allt á sama verði, hvort sem um er að ræða            ' # "'"  mjólkuriðnaðurinn tryggir það markmið þrátt fyrir breytinguna. Í raun eru ákveðnar mjólkur- vörur hátt verðlagðar til að hægt sé að selja nokkrar grunnvörur undir kostnaðarverði. Í þriðja lagi er verið að koma til móts við tekjuáföll sauð- fjárbænda vegna niðurskurðar bústofns vegna sjúkdóma, í gegnum gæðastýringu. Fyrstu tvö atriði frumvarpsins eru vænt- anlega tilefni deiluefna. Undirverðlagning og verðtilfærsla mjólkurvara er vafasöm til lengdar. Auðséð er að þær vörur, sem eru undirverðlagð- ar, eru viðkvæmastar fyrir erlendri samkeppni. Þær vörur eru ekki endilega helst í matarkörfum barnafjölskyldna, þannig að vafamál er hvort fyr- irkomulagið sé á endanum hagstætt neytendum. Undirverðlagning á t.d. drykkjarmjólk kemur hins vegar mörgum heimilum vel. En að sama skapi eru aðrar vörur óeðlilega hátt verðlagaðar. Þannig vörur hefur einmitt Mjólka valið að hefja framleiðslu á, enda með góða framlegð. Opinber verðlagning mjólkur er neytendum hagstæð. Þannig hefur tekist að koma ávinn- ingi af hagræðingu mjólkuriðnaðarins beint í vasa neytenda. Nú er um 30.000 krónum lægri mjólkureikningur, á hvert heimili, en ef almennri verðlagsþróun hefði verið fylgt. Á sama tíma hefur hlutur bænda í útsöluverði mjólkur haldist þokkalega, sameiginlegur árangur sem bændur og neytendur geta verið ánægðir með. Öllum framleiðendum sem hafa framleiðslu- aðstöðu sem uppfyllir opinberar kröfur fyrir mjólkursöluleyfi, er heimilt að framleiða umfram- mjólk. Þau ákvæði sem breyting á búvörulögum snýst um, eiga einungis að skerpa á gildandi laga- fyrirmælum um ráðstöfun og upplýsingaskyldu vegna umframmjólkur. Séu núverandi ákvæði laga ekki virt geta sektarákvæði komið til skv. frum- varpinu, en sektarákvæðin eru einu nýmælin sem tengjast ráðstöfun umframmjólkur. Allt annað sem tengist umframmjólk er nú þegar til staðar í lögum. Sektir vegna óheimillar ráðstöfunar umframmjólk- ur, og því að upplýsingaskyldu sé ekki sinnt, eru * $  #    ""    af framleiðslustýringarkerfi ESB! Þar er þó geng- ið enn lengra og bændum hreinlega refsað með háum fjársektum fyrir að framleiða umfram kvóta. #$        " frumvarpinu er ætlað að eyða, kviknaði með inn- komu Mjólku á markaðinn. En ekki vegna Mjólku, heldur túlkun yfirvalda á gildandi búvörulögum. Bændasamtökin vöktu strax athygli á því þá og voru frá fyrsta degi ósammála þeirri túlkun yfir- valda. Sú ábending hefur stöðugt verið túlkuð sem sérstök andúð Bændasamtakanna á Mjólku sem er grófur útursnúningur, því fram að þeim tíma var mjög skýrt að mjólk framleidd utan greiðslumarks færi á útflutningsmarkað eða væri ráðstafað með öðrum hætti. Bóndi sem hefur kvóta (greiðslumark) til mjólkurframleiðslu býr við bæði réttindi og "       #$    í opinberum framlögum (beingreiðslum) sem koma til lækkunar á verði mjólkurvara til neyt- enda með skilvirkum hætti. Skyldurnar felast í s.k. framleiðsluskyldu sem tryggir neytendum nægt framboð á þessari nauð- synjavöru. Framleiðsluskyldan er einnig grund- völlur undir fæðuöryggi þjóðarinnar. Bóndi sem ber slíkar skyldur hlýtur að spyrja hvaða stöðu hann hefur gagnvart þeim sem hafa ekki undir- gengist slíkar skuldbindingar. Við undirbúning frumvarpsins kom m.a. Verðlagsnefnd búvöru til skjalanna og á lokastig- um var henni gerð grein fyrir því að forsvars- mönnum Mjólku hafi verið kynnt efni þess. Mjólka hefur hins vegar kosið að taka frumvarpið sem sérstaka árás á starfsemi sína, sem er miður, því framleiðsluvörur Mjólku standa vel fyrir sínu. Staksteinahöfundur Morgunblaðsins hefur þær áhyggjur helstar daginn eftir að Bændasamtökin hafi áhuga á troða málinu áfram. Þær áhyggjur eru réttmætar því Bændasamtökin munu halda áfram að berjast fyrir einfaldara „kerfi“ og búa bændur undir samkeppni, þó aðrir hafi ekki áhuga á því. Bændasamtökin fagna opinni umræðu um slíkt hagsmunamál sem frumvarpið er. Skorað er á Morgunblaðið og alla áhugasama að horfa á málið frá öllum hliðum. Morgunblaðið gæti t.d. byrjað á að ræða við burðarás íslenskrar mjólk- urvinnslu, MS. En eins kunnugt er þá er nýr for- stjóri MS fráfarandi forstjóri Árvakurs og ætti að vera blaðinu vel kunnur. Er honum óskað heilla í mikilvægu starfi fyrir bændur og neytendur. HB Ekki af baki dottnir LEIÐARINN Nýtt veggspjald af íslenska fjárhundinum Bændasamtökin hafa um árabil selt veggspjöld af íslensku búfé. Nú er komið út veglegt veggspjald sem sýnir íslenska fjárhundinn í allri sinni dýrð. Alls eru myndirnar 27 og sýna fjöl- breytt litaafbrigði, aldur og kyn. Félagar í deild íslenska fjárhundsins hjá Hundaræktarfélagi Íslands hafa unnið að gerð spjaldsins í samvinnu við Bændasamtökin en Erfðanefnd land- búnaðarins styrkir gerð þess. Tvær stærðir eru í boði af spjaldinu af íslenska fjárhundinum, 88 sm X 61 sm og A3. Hundamyndirnar bætast nú í fjöl- breyttan hóp íslensks búfjár en að auki eru fáanlegar veggmyndir af kúnni, hestinum og sauðfénu. Veggspjaldið fæst hjá Bændasamtökum Íslands og eru áhugasamir beðnir um að hringja í síma 563-0300 eða senda tölvu- póst á netfangið jl@bondi.is til þess að panta veggspjald. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseð- il. Verð er kr. 1.500 af stærri gerðinni og kr. 900 af litlu spjöldunum. Að auki bæt- ist við sendingarkostnaður. Einnig er hægt að nálgast hundaveggspjaldið á skrifstofu Bændasamtakanna í Bændahöllinni í # "'" Íslenski fjárhundurinn The Icelandic Sheepdog Ljósmyndir: Ágúst Ágústsson, Árni Sigurðsson, Elís E. Stefánsson, Erla Björk Theodórsdóttir, Guðni Ágústsson, Kolbrún Grétarsdóttir, Maggy Peace og Þorsteinn Thorsteinson. Þýðing: Helga Andrésdóttir. Styrktaraðili: Erfðanefnd landbúnaðarins Umsjón og samstarf: BÍ og HRFÍ/díf. B Æ N D A S A M T Ö K Í S L A N D S T H E F A R M E R S A S S O C I A T O N O F I C E L A N D www.bondi.is Svartbotnóttur, þrílitur hundur með blesu. Black tricolour dog with a blaze. Svartur, þrílitur hundur. Black tricolour dog. Rauðgulstrútóttur hundur með tík í sama lit og annarri grágulri, kolóttri. Reddish tan dog with a white collar with a bitch of the same colour and another light tan bitch with a black mask. Blesóttir og skjömbóttir hvolpar. Puppies, some with a blaze and other with half a white face. Ljósgulur hundur á vetrardegi. A light reddish tan dog on a winter’s day. Ljósgulur tveggja vetra hundur. Light tan two year old dog. Rauðgul- og grágulkolóttar tíkur. Reddish tan and light tan bitches, both with black masks. Dökkrauðgulur, kolóttur hundur. Reddish brown dog with a black mask. Rauðgulstrútótt tík. Reddish tan bitch with a white collar and blaze. Grágulkolótt þriggja vetra tík. Light tan three year old bitch. Tvær tíkur, önnur ljósgul, hin rauðgulstrútótt. Two bitches, one light tan, the other reddish tan with a white collar. Rauðgulkolóttur hvolpur, sex vikna gamall. Reddish tan puppy with a black mask, six weeks old. Rauðgul, fl ekkótt tík. Pied reddish brown bitch. Rauðgulstrútóttur hundur. Reddish tan dog with a white collar. Dökkrauðgulur hundur. Reddish brown dog. Svört, þrílit tík. Black tricolor bitch. Grágulkolóttur, kolhærður, strútóttur hundur. Light tan dog with a black mask and white collar. Svartur, þrílitur tíkarhvolpur. Black tricolour bitch puppy. Rauðgulkolóttir hvolpar. Reddish tan puppies, all with black masks. Grágulskjömbótt tík. Light tan bitch with half a white face. Grágulstrútótt tík. Light tan bitch with a white collar. Ljósgulstrútóttur, kolóttur hundur með mjóa blesu. Light tan dog with a white collar, black mask and narrow blaze. Svartur þrílitur og kolóttir hvolpar. Tricolour and black masked puppies. Stolt móðir með hvolpinn sinn, bæði ljósgulkolótt. Proud mother with her puppy, both light tan with black mask. Rauðgulkolóttur, blesóttur hundur. Reddish tan dog with a black mask and a blaze. Rauðgulur, blesóttur hundur. Reddish tan dog with a black mask. Flekkóttur, mórauður hvolpur. Pied chocolate brown tricolour puppy. Dagur landbúnaðarins í kosningabaráttunni  +/; ' Fundir með frambjóðendum Nú styttist í landbúnaðardag kosningabaráttunnar sem haldinn verður fimmtudaginn 16. apríl. Bændur hafa skipulagt fram- boðsfundi á fjórum stöðum á landinu þar sem farið verður yfir landbúnaðarmálin með frambjóðendum til Alþingis. „Við vonumst til að fá sem flesta frambjóðendur og bændur, al- menning og einnig þá sem starfa við landbúnaðinn á fundina. Til- vonandi alþingismenn verða spurðir ákveðinna spurninga sem m.a. snúa að fæðuöryggi, atvinnu í dreifbýli og hvaða stefnu þeirra flokk- ur hafi í landbúnaðarmálum. En fyrst og fremst ætlum við að skiptast á skoðunum og ræða þau efni sem eru efst á baugi,“ segir Tjörvi Bjarnason sem starfar á útgáfu- og kynningarsviði BÍ. Í tilefni af kosningunum hafa Bændasamtökin gefið út bækling sem tengist viðhorfum bænda gagnvart ESB en sem kunnugt er hafa þau beitt sér gegn því að farið verði í aðildarviðræður við sam- bandið. Þá verður dreift á fundunum og til allra frambjóðenda stuttu riti um mikilvægi landbúnaðar fyrir samfélagið þar sem fjallað er um fæðuöryggi, atvinnumál og ekki síst þær áskoranir sem landbúnaður stendur frammi fyrir á heimsvísu. Fundirnir hefjast allir kl. 20:30 fimmtudagskvöldið 16. apríl og verða haldnir á Hótel Selfossi, Hlégarði í Mosfellsbæ, Hótel Borgar- nesi og á Hótel KEA á Akureyri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.