Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 Aðalfundur Landssambands kúabænda var haldinn dag- ana 27. til 28. mars síðastlið- inn. Á fundinum var Sigurður Loftsson í Steinsholti kjör- inn nýr formaður sambands- ins en Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Tveir voru í kjöri en auk Sigurðar gaf Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli kost á sér. Fóru kosningarnar svo að Sigurður hlaut tuttugu atkvæði gegn fjórtán atkvæð- um Sigurgeirs og telst Sigurður því réttkjörinn formaður. Ný stjórn hittist síðasta laug- ardag og skipti með sér verkum. Auk Sigurðar formanns er stjórn- in þannig skipuð að Sigurgeir er varaformaður, Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum er ritari stjórnar og meðstjórnend- ur eru þeir Jóhann Nikulásson, Stóru Hildisey II og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöllum. Vill ná samkomulagi við stjórnvöld vegna brota á búvörusamningum Sigurður segir mikið starf fyrir höndum hjá nýrri stjórn. „Það eru svo sem ekki ný mál sem við er að glíma heldur áframhaldandi vinna við þau mál sem liggja fyrir. Það liggur ljóst fyrir að við verðum að reyna að finna ein- hverjar lausnir varðandi vanda skuldsettra búa í greininni. Þetta liggur mjög þungt á mörgum bændum. Þessu höfum við verið að nudda áfram og ég mun halda áfram að ýta á stjórnvöld að þau finni einhverjar lausnir í þessum málum. Þetta er eins hjá bænd- um og öðrum, það þarf að koma bönkunum í almennilegan gang og greiða úr lánaflækjum sem upp eru komnar.“ Sigurður segir að annað gríð- arstórt verkefni sem kúabændur hafi fengið í fangið sé sú ákvörð- un stjórnvalda að standa ekki við ákvæði um verðtryggingu búvörusamninga. „Við vorum mjög ósátt við þá niðurstöðu og teljum að þar hafi verið um brot á samningunum að ræða. Við erum komin vel af stað við að greiða úr þessu enda er það okkur ekk- ert kappsmál að standa í illdeilum við stjórnvöld, síður en svo. Ég er ágætlega bjartsýnn á að við lönd- um samkomulagi í þessu máli, enda myndi annað leiða af sér hættu á erfiðari samskiptum milli bænda og ríkisvalds til framtíð- ar.“ Þarf að vinna að framtíðarstefnumörkun Sigurður segir að hann stefni ekki að neinum stórkostlegum breyt- ingum innan stjórnarinnar enda hafi hann setið þar sjálfur um allnokkurt skeið. „Við erum að vinna að framtíðarstefnumörkun innan greinarinnar. Við þurfum að skoða allar forsendur grein- arinnar, stuðningskerfisins, mögulegar breytingar á tollaum- hverfi og vera tilbúin að takast á við þess hluti. Það er þó óljóst hvenær slíkri vinnu líkur en eins og staðan er nú vinnu við bara eftir því kerfi sem við búum við.“ fr Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var annan til þriðja apríl síðastlið- inn var Sigurgeir Sindri Sigur- geirsson í Bakkakoti kosinn nýr formaður samtakanna. Kosið var á milli Sindra og Einars Ófeigs Björnssonar í Lóni og fór svo að Sindri hlaut 25 atkvæði en Einar Ófeigur 19 atkvæði. Sindri tekur því við af Jóhannesi Sigfússyni á Gunnarsstöðum sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi for- mennsku. Sæti Sindra í aðalstjórn tók Þor valdur Þórðarson á Stað í Súg- andafirði og var Ásmundur Daða- son á Lambeyrum kosinn vara- maður hans. Fanney Ólöf Lárus- dóttir á Kirkjubæjarklaustri var jafnframt endurkjörin sem full- trúi Suðurlands í stjórn og Oddný Steina Valsdóttir í Butru í Fljótshlíð var kjörin varamaður hennar. Aðrir í stjórn eru Þórarinn Ingi Pétursson í Laufási og Baldur Grétarsson á Kirkjubæ. Mikill fjöldi ályktana var sam- þykktur á fundinum. Ber þar helst að nefna að fundurinn mótmælti harðlega niðurfellingu á verðtrygg- ingu í búvörusamningum, hafnað var í ályktun aðildarviðræðum við Evrópusambandið og það harm- að að sláturleyfishafar hafi ekki greitt bændum viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda síð- astliðið haust. Allar ályktanir og samþykktir aðalfundarins má finna á vefsíðu samtakanna, saudfe.is Horfi jákvæðum augum til aukins útflutnings Hinn nýi formaður segist ekki ætla sér að gjörbylta starfi samtakanna. Hins vegar sé það þó alltaf svo að nýtt fólk komi með einhverjar nýjar áherslur. „Ég sagði á aðalfundinum að ég væri mjög bjartsýnn til fram- tíðar fyrir greinina. Það byggi ég á því að eftirspurn eftir matvælum í heiminum fer vaxandi og á eftir að aukast enn frekar. Kjötneysla er að aukast verulega og kaupmáttur hefur verið að aukast þó að það kunni að verða tímabundinn aftur- kippur í þeim efnum núna. Þegar horft er á alla þessa þætti finnst mér borðleggjandi að hér á landi, ekki síður en erlendis, séu sóknar- færi í aukinni framleiðslu. Ég horfi mjög jákvæðum augum á útflutn- ing og tel að þar eigum við góða möguleika. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar sem mikið er í umræðunni nú þurfum við að auka framleiðslu. Við önnum ekki að framleiða nema um helm- ing þess matar sem þjóðin þarf á að halda í dag. Við verðum því að auka framleiðsluna og ég horfi til útflutnings á landbúnaðarvörum í því tilliti. Það er vænlegur kostur enda myndum við þá búa að auk- inni framleiðslu til að brauðfæða þjóðina ef til þess kæmi að landið myndi lokast um einhvern tíma.“ Útflutningur á landbúnaðarvöru hefur fram til þessa verið erfiður en Sindri segist telja að bjartari fram- tíð geti verið framundan, einkum þegar slakna fer á efnahagskrepp- unni í heiminum. Til þess að geta aukið framleiðslu í þá veru sem hann nefnir má þó ljóst vera að bæta þurfi kjör sauðfjárbænda. En hvernig á að ná upp tekjunum? „Við höfum verið að reyna að vinna að því með útgáfu viðmið- unarverðs og höfum reynt með því að fá sláturleyfishafana til að borga hærri verð. Það hefur verið mikið gagnrýnt í röðum bænda að verð frá þeim sé ekki hærra og slát- urleyfishafar hafa jafnframt gagn- rýnt verslunina fyrir að ekki fáist hærra skilaverð. Ég held að það sé rétt að vissu marki. Hagtölur sýna nú að í tuttugu prósent verðbólgu hefur lambakjöt ekki hækkað nema um tíu prósent á sama tíma. Ég tel þess vegna mikilvægt að við sauð- fjárbændur ræðum við verslunina á næstu vikum. Ég tel að ef við eigum að ná árangri þurfum við að eiga í góðum samskiptum við smá- salana. Við verðum að gera öllum ljóst að það verður að standa vörð um frumframleiðsluna, við fram- leiðum ekki mat fyrir þessa þjóð öðruvísi.“ Gera þarf sáttmála um fæðuöryggi Sindri segir að í sínum huga sé ljóst að menn verði að fara að setj- ast niður og marka stefnu til fram- tíðar í sauðfjárbúskapnum. „Við verðum að huga að því hvert við viljum stefna í greininni til framtíð- ar. Ætlum við að búa hér við fá og stór bú, sem ég tel að sé ekki skyn- samlegt, eða ætlum við að búa við mörg bú af misjafnri stærð sem ég er hlynntur? Það hefur verið talað um þjóðarsátt og bændur eigi að koma að slíkri sátt. Ég tel að það sé mjög brýn þörf á að það verði gerður sáttmáli um fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er líklega brýn- asta öryggismál þjóðarinnar nú um stundir.“ Staða sauðfjárræktarinnar nú um stundir helgast af sömu aðstæð- um og aðrar greinar landbúnaðar. Segja má að fjárfesting í grein- inni hafi kannski ekki verið jafn mikil og í ýmsum öðrum greinum en hækkandi aðfangaverð, verð- bólga og fjármagnskostnaður hittir greinin þó mjög fyrir. Sindri segir ljóst að erfiðleikar séu framundan í greininni en er þó bjartsýnn á að bændum takist að kljúfa þá erf- iðleika. „Stóru verkefnin framund- an eru auðvitað að koma hlutunum þannig fyrir að bændur búi við stöðugleika og sjáist fyrir til fram- tíðar. Eitt af því sem liggur fyrir nú er að finna lausn á því hvernig gengið verði frá búvörusamningum eftir brot ríkisvaldsins á samning- unum nú við síðustu fjárlög. Ég hef trú á að okkur takist að ná sam- komulagi við stjórnvöld um þau mál þannig að allir geti staðið sáttir upp frá borðum.“ fr Hörður Harðarson í Laxárdal er nýr formaður Svínaræktarfélags Íslands en hann var kosinn í embættið á aðalfundi félags- ins 4. apríl síðastliðinn. Ingvi Stefánsson í Teigi, fyrrum for- maður, baðst lausnar vegna anna en hann hefði að óbreyttu átt eftir eitt ár í embætti. Ingvi segir að breyttir hagir ráði mestu um að hann lætur nú af störfum sem formaður Svínaræktarfélagsins. „Við höfum verið að auka um- svifin, keyptum bú í Reykjadal sem við rekum ásamt búi okkar hér í Eyjafjarðarsveit, það fjölg- aði líka í fjölskyldunni nýlega þannig að það er í mörg horn að líta. Þetta var líka orðinn dágóð- ur tími og því tímabært að hleypa nýjum manni að.“ Ekki urðu aðrar breytingar á stjórn og sitja þeir Guðbrandur Brynjúlfsson á Brúarlandi og Geir Geirsson á Vallá áfram ásamt Herði í stjórninni. Karvel Karvelsson á Hýrumel var hins vegar kosinn nýr búnaðarþingsfulltrúi á fundinum í stað Jóhannesar Eggertssonar á Sléttabóli sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Skilningur á mikilvægi landbúnaðar meiri nú en oft áður Ingvi segir umhverfið sem svína- bændur og kjötframleiðendur almennt búi við sé langt í frá hag- stætt um þessar mundir. „Við höfum lent í miklum hamförum Íslendingar og þar er kjötmarkaður- inn ekki undanskilin. Aukinn inn- flutningur á kjöti kemur harkalega niður á bæði bændum og afurða- sölufyrirtækjunum. Nú eru kjöt- framleiðendur að glíma við him- inháa vexti og gríðarlegar hækk- anir á flestum aðföngum þannig að aukinn innflutningur á kjöti er eitthvað sem greinin ræður ekki við að óbreyttu. Þrátt fyrir þetta vil ég leyfa mér að vera bjartsýnn fyrir hönd íslensks landbúnaðar til lengri tíma litið. Enda er skilningur á mikilvægi okkar framleiðslu mun meiri nú en hann hefur verið um langt skeið.“ Búið að móta framtíðarsýn Hörður segir að í formannstíð Ingva hafi verið unnið mjög gott starf. „Það er búið að móta sýn nokkuð fram á veginn og ég á ekki von á að það verði neinar stórvægilegar breytingar. Það umhverfi sem við búum við breytist hins vegar ákaf- lega hratt. Það sem við erum að tak- ast á við núna er eitt og annað sem lítur að þáttum eins og matvæla- löggjöfinni. Við erum að vinna að því ásamt Bændasamtökunum að teknar verði upp merkingar á land- búnaðarvörum og það var gagnrýnt á fundinum hversu hægt sú vinna hefur gengið. Við þurfum því að bretta upp ermarnar hvað þá vinnu varðar. Við erum sömuleiðis að vinna að því að fá flutt inn erfða- efni til að uppfæra stofninn hjá okkur en það er ákaflega mikilvægt mál fyrir greinina. Þetta eru svona helstu málin sem að eru á dagskrá hjá okkur, þau hafa verið á dag- skrá að undanförnu og munu vænt- anlega verða það enn um skeið.“ Hörður segir að hann eigi ekki von á öðru en að félagið haldi svip- uðum kúrs og verið hefur. Því sé hins vegar ekki að leyna að staða greinarinnar sé þröng nú um stund- ir. „Staða greinarinnar endurspegl- ast mjög í því árferði sem er við lýði í þjóðfélaginu nú um stundir og allir þeir sem eru að framleiða búvöru verða að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Svínabændur eru engin undantekning þar á.“ Evrópusambandsaðild yrði náðarhögg greinarinnar Spurður hvort hann telji að svína- bændum muni takast að standa í lappirnar í gegnum kreppuna seg- ist Hörður telja stöðuna nokkuð breytilega milli búa. „Ef ég tala bara um greinina almennt þá er hún mjög skuldsett og það liggur ljóst fyrir að við verðum að tak- ast á við breyttar aðstæður, meðal annars vegna aukins innflutnings á kjötvöru. Aukinn innflutningur getur haft mjög neikvæð áhrif fyrir greinina í heild sinni í samkeppni á markaði.“ Hörður segir að helstu mál sem rædd voru á fundinum hafi verið innflutningur, upprunamerk- ingar, samskipti við neytendur og Evrópusambandsmál. „Það tóku ýmsir til máls á fundinum og töl- uðu mjög afdráttarlaust gegn aðild að Evrópusambandinu. Menn töldu í raun að slík aðild yrði náðarhögg- ið fyrir greinina og íslenskan land- búnað í heildina.“ fr Hörður í Laxárdal nýr formaður svínabænda Greinin mjög skuldsett og takast verður á við nýjar aðstæður Sigurður Loftsson nýr formaður kúbænda Verður að finna lausn á skuldsetningu búanna Sigurgeir Sindri nýr formaður sauðfjárbænda Telur einsýnt að auka þurfi framleiðslu til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar              Vestfirskt sjónvarpsefni leiðinlegt? Sjónvarpsstöðin Skjárinn hefur haldið úti auglýsingaherferð þar sem áhorfendur eru minntir á að þeir hafi val um sjónvarpsefni og bend- ir í því sambandi á gríðarlegt úrval af efni í svokölluðum Skjá Bíó. Auglýsingar stöðvarinnar sýna dæmi um það sem talið er vera sérlega leiðinlegt sjónvarpsefni og þar er notað myndefni frá Vestfjörðum. Meðal annars getur þar að líta myndir frá Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Ýmsum Vestfirðingum hafa sárnað þess- ar auglýsingar og spyrja hvað sé svo leiðinlegt við vestfirskt sjón- varpsefni, segir í frétt á vef Bæjarins besta. Markaðsstjóri Skjásins segir við vefinn að ekki hafi verið hugsað út í að myndefnið væri frá Vestfjörðum: „Þetta hefði getað verið tekið hvar sem er á landinu og snerist ekki um að þetta væri á Vestfjörðum.“ Strax eftir að talningu lauk var hnýtt á Sigurð græn slaufa í anda forvera hans Þórólfs Sveinssonar sem nú lætur af starfi formanns eftir áralangt starf í þágu sam- bandsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.