Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 Beint frá býli, félag heima- vinnsluaðila, var stofnað þann 29. febrúar 2008. Tilgangur félagsins er að hvetja til heima- vinnslu og sölu, tryggja neyt- endum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki er í fyr- irrúmi og hvetja til varðveislu margvíslegra framleiðsluað- ferða og kynningar á svæðis- bundnum hráefnum og hefðum í matargerð. Aðdragandinn að stofnun félagsins nær aftur til ársin 2004 þegar landbúnaðarráðherra skip- aði nefnd sem falið var að athuga hvernig bændur gætu staðið að heimasölu. Árin 2005-2007 var sérstakur vinnuhópur að störfum um verkefnið og stýrihópur vann að því á árunum 2007-2008. Fyrsti formaður félagsins var Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu. Á aðal- fundi félagsins þann 27. mars sl. tók Hlédís Sveinsdóttir, frá Fossi í Staðarsveit, við formennsku. Bændablaðið hafði samband við Hlédísi af því tilefni og tók púls- inn. Mikill hugur í bændum Það er gríðarlegur hugur í bænd- um um þessar mundir þegar kemur að nýsköpun og framþróun á vörum þeirra. Í dag eru 62 býli aðilar að Beint frá býli og fer fjölgandi enda mikill uppgangur í alls kyns nýrri og fjölbreytilegri framleiðslu. Bændur vilja líka hafa meira að segja um verðlagn- ingu, markaðssetningu og sölu á sínum afurðum. Ég kem inn í þennan félagsskap núna þegar ákveðið undirbúningsstarf hefur verið unnið, en ég er full áhuga að taka við formennsku í þessu frá- bæra félagi. Þeir sem hafa byggt þetta félag upp, eins t.d. Marteinn Njálsson í Suður-Bár (núver- andi ritari) og Guðmundur Jón Guðmundsson í Holtseli (núver- andi gjaldkeri) eiga hrós skilið.“ Þörf á endurskoðun á reglugerðum Hlédís vill ekki alveg samþykkja að yfir þessu sviði hafi hvílt ákveðinn doði á Íslandi. „Ég veit ekki hvort hægt er að kalla það doða. En vissulega er sú vitundar- vakning sem á sér stað núna bæði fólgin í því að margir bændur vilja fá að verðleggja, markaðsetja og selja sínar afurðir sjálfir eins og ég sagði áðan. En einnig er krafa neytenda meiri um að hafa aðgang að vörum beint frá býli, neytendur vilja fá að vita hvaðan varan er og hvernig hún var unnin. Það hefur verið opinber stefna í landbúnaði að hagræða, fækka og stækka. En nú er komin reynsla á það og ég held að við getum verið sammála um það sé ekki endilega leiðin sem við viljum fara. Ég er full bjartsýni á að allir aðilar sem koma að stefnumótun landbún- aðarmála séu tilbúnir að skoða t.d. reglugerðir með tilliti til þess að bændur vilji framleiða og fullvinna sínar vörur sjálfir. Við erum alls ekki að tala um að draga úr gæðum afurðanna, það er alltaf gott að hafa reglur og vottorð til að fara eftir, en sumt má taka til endurskoðunar með heimaframleiðslu fyrir augum. Það er þörf á heildarstefnumót- un allra aðila sem koma að þess- ari starfsemi og ég held að það sé eitthvað sem allir séu tilbúnir að skoða, því með sölu Beint frá býli græða allir; framleiðendur (bænd- ur) og neytendur. Brúa þarf bil markaðar og framleiðslu Þrátt fyrir greinilegan áhuga neyt- enda á afurðum beint frá býli, virðist almenningur þó vera frek- ar illa upplýstur um þá möguleika sem hér bjóðast. Hlédís segist hafa orðið vör við þetta og þegar fengið nokkrar hringingar frá neytendum sem eru að forvitnast um þetta. Hún segir að fyrir þá sem vilja kaupa sem mest beint frá býli sé hægt sé að skrá sig á póstlista á vef félagsins, www.beintfrabyli.is. „Í stuttu máli sagt þá er eftirspurn- in til staðar, við erum með harð- duglegt fólk, tæknin og þekkingin er til staðar og markaðurinn vill fjölbreyttari landbúnaðarafurðir. Það þarf bara að brúa bilið þarna á milli, það þarf að gera bænd- um kleift að þróa og vinna sínar afurðir eins og hver og einn vill. Svo á bóndinn að fá að verðleggja sína afurð í samræmi við útlagð- an kostnað, ekki að hann bíði eftir verði frá þriðja aðila á haustin – það er eitthvað rangt við það. Og með því að selja sjálfur sína vöru þá eykst hans partur af svokall- aðri virðiskeðju, þ.e.a.s. hans hlutur af sölunni verður meiri án þess að það bitni á neytanda. Aftur komum við að því sama: allir græða.“ „Í mínum huga þá liggur fjár- sjóður í íslenskum landbúnaði. Við höfum svo gríðarlega sérstöðu í framleiðslu okkar, að ég tali nú ekki um okkar einstöku sauðfjár- og kúakyn. Ég held að íslenskur land- búnaður eigi eftir að sækja í sig veðrið. þetta er grunnatvinnuvegur og sé rétt haldið á spöðunum þá er ekki nokkur spurning að hann á bara eftir að vaxa og dafna. Í skoðanakönnun meðal bænda um hvaða nýbreytni bændur teldu vera æskilegastar í landbúnaði á Íslandi næstu 10 árin, nefndu 60% svarenda verkefni tengd upp- runamerkingum og 44% nefndu verkefni tengd fullvinnslu afurða heima á býlunum. Viljinn er fyrir hendi, við verðum bara að búa til umhverfi sem hægt er að vinna í. Þá held ég að við ættum að gera meira af því að kynna landbún- aðarafurðir fyrir ferðamanninum. Beint frá býli á í góðu samstarfi við Ferðaþjónustu bænda og Opinn landbúnað. Allt helst þetta í hendur.“ Gæði umfram magn Hlédís segir að fyrst og fremst sé það sérstaðan og gæði framleiðsl- unnar sem geri vörur beint frá býli eftirsóknarverðar. „Það eru gæðin en ekki magnið sem ræður ríkjum hjá okkar framleiðendum. Ef við bökkum aðeins út úr þess- um hagræðingarpakka sem hefur verið ráðandi t.d. í afurðastöðvum og ýtum undir litla framleiðend- ur þá náum við fram sérstöðunni. Við erum samkeppnishæf bæði innan- og utanlands þegar kemur að gæðum og sérstöðu. Við getum boðið upp á rekjanleika alla leið til bóndans. Með internetinu er það leikur einn og gerir alla mark- aðssetningu svo miklu auðveldari. Það er af sem áður var og nú er virkilegt sóknarfæri í íslenskum landbúnaði og bændur gera sér æ betur grein fyrir því. Ég held líka að það séu gríðarleg sókn- arfæri erlendis og bændur ættu að vera óhræddir að vinna þá mark- aði,“ segir Hlédís Sveinsdóttir sem á sér draum um að opinber stefna í landbúnaðarmálum (innan bændaforystu og í stjórnkerf- inu) taki í framtíðinni aukið til- lit til heimaframleiðslu og sölu. -smh Hlédís Sveinsdóttir er nýr formaður Beint frá býli Bændur vilja verðleggja, markaðssetja og selja sínar afurðir sjálfir Opið hús á Hesti í Borgarfirði Kennslu- og rannsóknafjárhús Landbúnaðarháskóla Íslands að Hesti í Borgarfirði voru opnuð almenn- ingi sl. laugardag og nýttu fjölmargir sér tækifærið til að komast í nánari snertingu við starfsemina og ekki síður dýrin sem þar eru. Það var heilmikið spáð og spekúlerað, menn námu fróðleik sem komið var fyrir á spjöldum, þukluðu á gripunum og svo þurfti auðvitað að taka smátörn á landsmálunum. Áskell Þórisson var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir af gestunum og því sem fyrir augu bar. Frá aðalfundinum Þorbjörn Oddsson, bóndi á Háafelli í Hvítársíðu, nýr formað- ur Hlédís Sveinsdóttir og fráfarandi formaður Jóhanna Þorvaldsdóttir á Háafelli. mynd | TB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.