Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 29
29 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 Fólkið sem erfir landið Grindvíkingurinn Lára Lind Jakobsdóttir er 13 ára gömul og hefur mest gaman af saum- um og heimilisfræði í skólanum. Hún slær sjaldan slöku við og æfir hvorki meira né minna en körfubolta og fótbolta og stundar píanónám í þokkabót. Nafn: Lára Lind Jakobsdóttir. Aldur: 13 ára. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Sólvöllum 2. Skóli: Grunnskóli Grindavíkur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmti- legt í saumum, heimilisfræði og í mörgu öðru. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pasta og pítsa. Uppáhaldshljómsveit: Mér finnst margar mjög góðar. Uppáhaldskvikmynd: High School Musical og Friends. Fyrsta minningin þín? Það var þegar ég fór einu sinni í útilegu í Skaftafell að sjá Svartafoss þegar ég var lítil. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi körfubolta og fótbolta og ég æfi á píanó. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að fara inn á netið og í leiki. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikkona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Farið í klikkaðan rússíbana sem snýst á hvolf. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Beðið á flugvelli. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt um páskana? Já, fara á skíði og borða páskaegg. ehg Lára Lind stefnir á að verða leikkona þegar hún verður stór. Borðar páskaegg og fer á skíði um páskana Bjarni Guðmundsson prófess- or á Hvanneyri heldur áfram að velta vöngum yfir myndum sem tengjast innreið Fergusonanna í íslenskt samfélag. Í síðasta blaði spurði hann um nafn á manni en segist ekki vera búinn að upplýsa til fulls hver hann sé. Þó er hann kominn með í það minnsta tvær nokkuð vel rökstuddar vísbend- ingar. Niðurstaðan verður birt hér þegar hún liggur fyrir. Nú á hann nýtt erindi við lesendur: Um leið og þökkuð eru viðbrögð lesenda við myndar-fyrirspurnum mínum í síðasta Bændablaði langar mig að vita hvort einhver kannast við staðinn eða tilefnið, sem með- fylgjandi mynd er af? Myndin er fengin frá Danmörku, úr nýútkom- inni Ferguson-bók þar, en höfundur hennar veit ekki hvaðan myndin er komin; taldi hana etv. tekna í Noregi. Mér finnst hins vegar flest drög myndarinnar vísa til þess að hún hafi verið tekin á Íslandi. Mér þykir líklegast að þá muni hún hafa verið tekin á árunum 1958-1960. Ef einhver kannast við vettvang- inn væri gaman að heyra um það. Vinsamlegast hafið samband í síma 894 6368 eða til bjarnig@lbhi.is Bændur og aðrir jarðræktarmenn Höfum til sölu og afgreiðslu vatnsfyllta valtara, dragtengda með þrítengibúnaði til flutnings. Vinnslubreidd 3 metrar, þvermál 1 meter, lágmarksþyngd 1250kg. Hámarksþungi c.a. 3,5 tonn.          búpening.                 !""  "#"  " Nánari uppl. í síma 487-8136 eða 482-1980. Vélsmiðja Suðurlands Áratuga þjónusta við íslenskan landbúnað Hestamenn! Kynnið ykkur vinsælu slitþolnu þriggja eininga Manúmélin Kúlutenging méla við stangir tryggir að klemma ekki um of munnvik og kjálka við átak taums. Vegna vogaraflsstan- ga skal þess vandlega gætt að stilla mél minnst við 0,5 cm. neðan munnvika þá beislað er. Uppl. í síma 438-1198 - Magnús Ó. Jónsson Hvar er myndin tekin? Vegur milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar þarf í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur ákveðið að lagning nýs vegar milli Kjálka- fjarðar og Vattarfjarðar í Barðastrandarsýslu þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Talið er að framkvæmdin geti haft neikvæð áhrif á heimkynni hafarnarins. Vegurinn liggur fyrir botni tveggja fjarða, Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar, sem gengur inn úr Kerlingarfirði. Þar mun þurfa nýjar brýr og uppfyllingar. Að öðru leyti liggur veg- urinn að mestu á núverandi vegarstæði. Stytting leiðarinnar verður 5-9 km eftir því hvar Mjóifjörður verður þveraður. Í febrúar síðastliðnum var fyrri áfangi leiðarinnar frá Vatnsfirði í Vattarfjörð boðinn út, en það var 16 kílómetra kafli frá Þingmannaá í Vatnsfirði á Barðaströnd að Þverá í Kjálkafirði. Gert er ráð fyrir að hann verði lagður í sumar. Síðari áfanginn hefur nú verið úrskurðaður í mat og er það niðurstaða stofnunarinnar að framkvæmdin sé það umfangsmikil að annað sé ekki hægt, enda fer hluti hennar inn á svæði sem njóta verndar af ýmsu tagi. Nefnt er að ernir kunni að verða fyrir neikvæðum áhrifum vegna framkvæmdanna og hún muni að auki geta haft verulega neikvæð áhrif á landslagsásýnd svæðisins. Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna vegna 5. gr. Aðlögunarsamningsins Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsókn- um um framlög til þróunar- og rannsóknaverk- efna vegna ársins 2009, samkvæmt 5. gr. Aðlög- unarsamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands/Sambands garðyrkjubænda. Viðmiðunarreglur um kröfur til styrkumsókna og verklagsreglur um úthlutun og afgreiðslumáta       garðyrkjubænda, www.gardyrkja.is. Þar eru einnig umsóknareyðublöð til útfyllingar. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda á netfanginu bjarni@gardyrkja.is Umsóknarfrestur er til 1. maí 2009. Stjórn Sambands garðyrkjubænda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.