Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 15
15 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009
Ný fínhakkavél fyrir Fóðurstöð Suðurlands
Myndatexti: Bjarni Stefánsson (t.v) og Þorsteinn Magnússon hjá Lýsingu
sáttir og ánægðir með nýja fjármögnunarsamninginn fyrir Föðurstöð
Suðurlands. Á milli þeirra stendur Sævar Jóhannesson, framleiðslustjóri.
Nýverið fjármagnaði Lýsing hf.
nýja fínhakkavél fyrir Fóðurstöð
Suðurlands. Hakkavélin er notuð
til framleiðslu á loðdýrafóðri í
húsnæði Fóðurstöðvarinnar á
Selfossi og kemur í stað eldri
vélar sem hafði gegnt hlutverki
sínu í aldarfjórðung.
„Ég er hæstánægður með nýju
vélina, þetta er algjör bylting fyrir
Fóðurstöðina. Það er líka sérstak-
lega ánægjulegt að greinin hafi
aðgang af fjármagni til nauðsyn-
legrar endurnýjunar tækjabúnaðar.
Lýsing hefur sýnt það og sannað
að ekki eru öll sund lokuð þegar
kemur að fjármögnun atvinnu-
tækja þrátt fyrir núverandi ástand
efnahagsmála,“ sagði Bjarni Stef-
ánsson, loðdýrabóndi í Túni í
Flóahreppi og starfandi formaður
stjórnar Fóðurstöðvarinnar. Stöðin
þjónar í dag sex loðdýrabúum
á Suðurlandi og eru starfsmenn
stöðvarinnar fjórir.
Lýsing hefur um árabil fjár-
magnað atvinnutæki í landbúnaði
og eru bændur í hópi traustustu
viðskiptavina fyrirtækisins. „Lýs-
ing hefur verið sterkur bakhjarl í
atvinnulífinu á Íslandi í yfir 20 ár
og verður áfram. Þrátt fyrir hina
tímabundnu erfiðleika sem nú
ganga yfir íslenskt efnahagslíf þá
mun Lýsing áfram fjármagna tæki
til góðra verka í landbúnaði sem
öðrum greinum,“ sagði Þorsteinn
Magnússon ráðgjafi á fyrirtækja-
sviði í samtali við blaðið. MHH
Einar Öder liðs-
stjóri á HM
Einar Öder Magnússon í Hala-
koti var á dögunum ráðinn
landsliðseinvaldur Íslendinga
fyrir Heimsmeistaramótið í
hestaíþróttum sem fram fer í
Sviss í sumar.
Einar hefur mikla reynslu á
þessu sviði og hefur verið við-
loðandi landsliðið í tvo áratugi,
bæði sem keppandi og aðstoð-
arliðstjóri. Hann hefur unnið til
fjölda verðlauna, m.a. níu sinnum
hampað gulli á Norðulandamóti.
Síðastliðið sumar var hann svo
liðsstjóri íslenska liðsins á NM í
Noregi og því má segja að val hans
í starf einvaldar nú komi ekki á
óvart.
Aðspurður segist hann hlakka
til að takast á við starfið og hvet-
ur áhugasama knapa til að hafa
samband og kynna sig og segist
gjarna vilja sjá meiri þátttöku en
verið hefur í úrtökumóti Íslendinga
fyrir HM í vor. Landsliðið er sett
saman á þrjá vegu, þ.e. knapar sem
veljast í gegnum úrtökumót hér
heima, núverandi heimsmeistarar
sem eiga sjálfkrafa þátttökurétt og
svo knapar sem valdir eru af lands-
liðseinvaldinum.
Úrtökumótið mun fara fram í
Víðidal í Reykjavík 16.-18. júní
nk.
HGG
Einar Öder Magnússon nýráðinn
liðsstjóri íslenska landsliðsins í
hestaíþróttum situr hér stóðhest
sinn Glóðafeyki frá Halakoti.
Ljósm.: HGG
Bændablaðið á netinu...
www.bbl.is