Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 32
7. tölublað 2009 Miðvikudagur 8. apríl Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 22. apríl Mikill áhugi er á námskeið- inu Heimavinnsla mjólkuraf- urða sem endurmenntunar- deild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri stendur fyrir. Nú eru margir þátttakendur komn- ir á lengra stig og farnir að útbúa eigin framleiðslu undir leiðsögn Þórarins Sveinssonar og Oddgeirs Sigurjónssonar. Bændablaðið fékk að líta inn á námskeiðið og taka púlsinn á námskeiðsgerðinni. Á námskeiðinu heldur Þórarinn Sveinsson fyrirlestur á meðan Oddgeir Sigurjónsson sýnir hvern- ig jógúrt, fastur ostur og "Paneer" indverskur ferskostur er búinn til. Þeir gefa nemendum grunnupp- skriftir að ýmsum ostum, jógúrti, skyri og súrmjólk. Það er svo í höndum þátttakenda á námskeið- inu að fara heim og prófa sig áfram. Þeir sem hyggjast fara í framleiðslu og sölu á mjólkuraf- urðum þurfa að fá rekstrarleyfi og uppfylla opinber lög og reglugerð- ir. Þórarinn og Oddgeir bjóða ein- staklingsráðgjöf í framhaldi af þessu námskeiði og einnig getur Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðgjafi B æ n d a s a m t a k a n n a aðstoðað áhugasama aðila við að komast í samband við þá en hún er einn þátttakenda á námskeiðinu. Með skyruppskrift í vasanum „Ég mæli eindregið með þessum tveim- ur námskeiðum. Námskeið eitt er meiri grunnkynning á heima- vinnslu mjólkurafurða, saga ostsins í mann- kynssögunni rakin og farið í gegnum þróun mjólkurafurða í gegn- um árin. Fólk fer heim í lok námskeiðs með skyruppskrift í vas- anum til að prufa. Á framhaldsnámskeiðinu er þetta orðið dýpra og markvissara, enda sýnikennsla í gangi allan tímann. Að sjálf- sögðu verður fólk ekki fullnuma ostameistarar eða mjólkurfræðingar. Það er langt og stremb- ið nám, enda margt sem þarf að huga að í framleiðslu mjólkuraf- urða. En það er eins með þetta og matreiðslumeistarann, fólk getur prófað sig áfram heima og það getur verið talsverð búbót í því að gera sínar mjólkurafurðir sjálf- ur. Þá getur stjórnað súrbragðinu, þykkt og fleiri atriðum,“ útskýrir Guðbjörg Helga og segir jafn- framt: „Ég vann við markaðssetn- ingu á ostum og viðbiti í sex ár og mér datt aldrei í hug að prófa mig áfram í tilraunaeldhúsinu fyrr en eftir þessi námskeið. Nú get ég ekki beðið eftir helgunum til að prófa mig áfram og þróa mínar eigin afurðir. Námskeiðin hafa því verið mikill innblástur fyrir mig. Ég vona að margir bænd- ur eigi eftir að fara alla leið, þróa sínar eigin afurðir og koma upp vinnsluaðstöðu til framleiðslu og sölu beint frá býli. Það er líka um að gera að hittast í stærri eldhús- um, s.s. félagsheimilum og æfa sig saman í litlum hópum.“ ehg/ghj Í jógúrt-, skyr-, og ind- verskri ferskostagerð! Þórarinn Sveinsson hleypir mjólk með sítrónusafa við framleiðslu á „Paneer“, indverskum ferskosti. Fastur ostur (brauðostur) í press- un undir mysu. Nemendur smakka á ferskri jógúrt sem búin var til á námskeiðinu og hefur verið sýrð í 5 klst. (Myndir ghj). Fastur ostur (brauðostur) formaður og press- aður, tilbúinn til lageringar. Fleiri námskeið Fleiri námskeið eru í bígerð, næst á Egils- stöðum 15. og 29. apríl og á næstu mán- uðum í A-Skaftafellssýslu ef þátttaka verð- ur næg. Á Facebook hefur verið stofnaður hópur sem allir geta verið meðlimir í og kallast „Heimavinnsla mjólkurafurða“. Þarna getur fólk leitað ráða hjá öðrum sem eru í sömu sporum, miðlað af reynslu sinni og deilt uppskriftum og fleira. Einnig getur fólk bent á áhugasamar vefsíður og bækur sem geta hjálpað til. Stefnan er einnig að setja inn námskeið og fyrirlestra um þessi málefni þarna. Slóðin er http://www.facebo- ok.com/group.php?gid=61461163220# Á heimasíðunni www.island.is get- ur almenningur nálgast ítarlegar upplýsingar frá ráðuneytum og opinberum stofnunum um efna- hagsvandann og endurreisn þjóð- arinnar. Endurreisn í þágu þjóðar – upplýsingavefur stjórn- valda www.island.is Eftir efnahagshrunið síðastlið- ið haust hefur fræðsluvefurinn www.island.is tekið stakkaskipt- um og í stað þess að vera ein- göngu leiðarvísir um opinbera þjónustu er nú mikil áhersla á að hafa þar allar upplýsingar frá ráðuneytum og opinberum stofnunum um efnahagsvand- ann og þau úrræði sem standa einstaklingum og fyrirtækjum til boða vegna ástandsins. „Vefurinn er í raun að upplýsa um það sem aðrir geta aðstoðað fólk með en við erum upplýs- ingaveita stjórnvalda og einskon- ar regnhlíf yfir ráðuneytunum og opinberum stofnunum. Nú í endur- reisnarferlinu er það mikil krafa stjórnvalda að upplýsingastreymi sé sem best og við sinnum því. Við reynum að hafa skipulag síðunnar sem einfaldast, en hún skiptist í nokkra flokka, svo sem fyrir ein- staklinga og fyrirtæki og eins er þar sérstök hjálparsíða. Á síðunni má finna sérstakan fréttavef um efnahagsmál, fréttir frá ráðuneyt- unum og virka upplýsingagjöf þar sem núverandi ríkisstjórn leggur áherslu á að upplýsa um dagskrá ríkisstjórnarfunda og frá vikuleg- um blaðamannafundum. Fólk getur einnig sent fyrirspurnir á vefnum, annað hvort með því að hringja í gjaldfrjálst númer eða í gegnum tölvupóst og við komum þeim áfram til réttra aðila,“ segir Rebekka Rán Samper, verkefn- isstjóri yfir vefnum. ehg

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.