Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 „Hugmyndin kom upp þegar ég varð í fyrsta sinn á ævinni atvinnulaus um miðjan nóvem- ber,“ segir Sigurður Haraldsson á Jaðri í Reykjadal. Hann hefur að undanförnu smíðað gripi úr ryðfríu stáli, m.a. vasa til að nota undir blóm á leiði. Þeir hafa vakið nokkra athygli þeirra sem séð hafa. Sigurður er fæddur og uppalinn á Jaðri, hann keypti jörðina árið 1994 og hefur búið þar síðan. Ekki hefur hann þó stundað búskap, starfaði lengi sem vélstjóri á sjó en á liðnum árum hefur hann starf- rækt eigið fyrirtæki sem sér um að byggja og reisa stálgrindarhús. „Það var mikið að gera í þessu, við reistum m.a. hesthús, reiðhallir og útihús ýmiss konar,“ segir hann. Eftir að kreppan skall á lands- mönnum af miklum þunga í haust hættu menn að byggja og þar með datt botninn úr starfseminni, segir Sigurður. „Þegar verkefnum fór að fækka og ég hafði ekkert að gera fór ég auðvitað að líta í kringum mig eftir einhverju sem gæti gefið einhverjar tekjur,“ segir hann. Áður hafði hann dundað við að smíða margs konar gripi úr ryðfríu stáli, skrautmuni ýmiss konar, en datt svo niður á sérhannaða blómavasa til að setja á leiði. „Maður verður að bjarga sér einhvern veginn,“ segir hann og bætir við að hann kalli vasa sína „kreppuvasa“. Vasar Sigurðar hafa það fram yfir innflutta leiðisblómavasa að þeir eru viðhaldsfríir og þá eru þeir nokkuð þungir, svo engin hætta er á að þeir fjúki burt eins og algengt er með léttari vasa. „Ég hugsaði mér þetta nokkuð veglegt og var- anlegt,“ segir hann. „Ég hef ekkert kynnt þetta enn, aðeins sýnt vas- ana í blómabúðum og mönnum líst vel á, en salan er einkum og sér í lagi á vorin og fyrir jólin, þá hugar fólk að leiðum ástvina sinna,“ segir Sigurður. MÞÞ Sigurður Haraldsson á Jaðri smíðar leiðisvasa úr ryðfríu stáli „Maður verður að bjarga sér í kreppunni!“ Sigurður Haraldsson á Jaðri í Reykjadal. Að ofan sjást dæmi um framleiðslu hans, vasi og harpa sem ætlað er til skrauts á leiði lát- inna. „Þetta er á hugmyndastigi enn sem komið er en ég er byrjaður að kynna málið,“ segir Logi Óttarsson sem nýverið kynnti hugmynd sína um uppbyggingu sögugarðs í Eyjafjarðarsveit, m.a. fyrir atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar. Horfir Logi til Melgerðismela í þeim efnum, þar eigi sveitarfélagið land sem ekki er nýtt en gæti verið kjörið undir sögugarð. Logi vinnur ásamt félaga sínum að gerð heimildarmyndar um sögustaði í Eyjafjarðarsveit og segir að við þá vinnu hafi hann sökkt sér ofan í gamlar heimildir um sögu sveitarinnar. „Það gerð- ust margir afar merkir viðburð- ir í þessu sveitarfélagi,“ segir hann, en við upptöku á myndinni í fyrrasumar fengu þeir til liðs við sig þýskan leikara þegar þeir sviðsettu ákveðna atburði sög- unnar. „Hann var eiginlega hissa á að ekki væri til einhvers konar garður þar sem fólk gæti kynnst þessari sögu og ég fór að velta þessu fyrir mér í framhaldi af ummælum hans,“ segir Logi. Það eru einkum Grund og Munkaþverá sem koma við sögu atburða á fyrri öldum, margt stórmenna Íslandssögunnar var fætt á þessum stöðum eða ólst þar upp og nægir þar að nefna Jón Arason og Þórð kakala. Þá bendir Logi á að endalok Sturlungaaldar hafi orðið þegar síðasti höfðingi Sturlunga, Þorgils Skarði, var veginn á Hrafnagili. Stór garður með veglegum skála Hugmynd Loga gengur m.a. út á að reisa stóran garð þar sem m.a. yrði veglegur skáli í líkingu við þann er Sighvatur reisti við Grund á sínum tíma. „Ég hugsa mér þetta þannig að menn gangi bókstaflega inn í þennan gamla tíma, geti upplifað atburðina í garðinum, m.a. með því að settir yrðu upp eins konar sýndarbar- dagar þess tíma og fleiri atburð- ir. Fólk gæti farið í búninga frá þessum tíma, prófað vopn og smakkað á svipuðum matvælum og á borðum voru og þar fram eftir götunum,“ segir Logi. Hann bendir á að á milli 50 og 60 skemmtiferðaskip komi á hverju sumri til Akureyrar og getur sér þess til að fjöldi ferða- manna myndi gjarnan vilja upp- lifa gömlu sturlungaöldina með viðkomu í sögugarði af þessu tagi. „Þjóðverjar eru mjög vel lesnir í okkar sögu og þekkja hana, ég geri ráð fyrir að þeir yrðu áhugasamir um að skoða svona garð,“ segir Logi. „Ég held að eftirspurn sé eftir afþreyingu á borð við sögugarð.“ Almennt sé ekki mikil afþreying fyrir hendi í Eyjafjarðarsveit, en hann sér líka fyrir sér að hægt verði að tengja handverksfólk á svæðinu við garðinn sem og sveitamarkað, þar sem bændur seldu varning sinn beint frá býli sínu. Kostnaður við uppbyggingu sögugarðs er umtalsverður, en Logi segir að þó viðtökur við hugmynd sinni hafi verið jákvæðar geti reynst þrautin þyngri að útvega fjármagn til að hrinda henni í framkvæmd. „Það er í rauninni hvergi hægt að fá peninga um þessar mundir,“ segir hann. Hugmynd um að reisa sögugarð í Eyjafjarðarsveit Tvö merkisfélög í Biskupstungu héldu upp á stóraf- mæli sín með afmælishátíð í Aratungu 21. mars sl. Þar var fagnað 80 ára afmæli Kvenfélags Biskupstungna og 50 ára afmæli Hestamannafélagsins Loga. Félögunum var sýndur margháttaður sómi en enginn þó rausnar- legri en gjöf sem Búnaðarfélag Biskupstungna afhenti kvenfélaginu. Óttar Bragi Þráinsson afhenti Guðrúnu Magnúsdóttur í Bræðratungu, formanni kvenfélagsins, ávísun að upphæð þrjár milljónir króna. Hátíðin var hin glæsilegasta og voru gestir hátt í 300 talsins. Sigurður Sigmundsson var á ferð með myndavélina og tók meðfylgjandi myndir. Tvöföld afmælishátíð í Tungunum Af tíu stofnfélögum Loga, sem enn eru á lífi, voru níu mættir og þeir voru gerðir að heiðursfélögum. Guttormur Bjarnason í Skálholti, formaður ungmenna- félagsins, afhenti forkunnarfagran hest sem veita skal íþróttamanni ásrins hjá Loga. Gripinn gerði Ragnh. Magnúsdóttir (Ranka í Koti). Boðið var upp á mörg ágæt skemmtiatriði, m.a. var mikið sungið af heimagerðum gamanvísum. Formenn félaganna, þau Haraldur Þórarinsson og Guð- rún Magnúsdóttir, óska hvort öðru til hamingju með afmælið. Óttar Bragi Þráinsson, formaður Búnaðarfélags Bisk- upstungna, afhenti Guðrúnu Magnúsdóttur formanni kvenfélagsins ávísun að upphæð þrjár milljónir króna sem eflaust á eftir að koma sér vel í störfum félagsins. Verðlaun fyrir úrvalsmjólk voru afhent þeim kúabændum sem stóðust kröfur um úrvals- mjólk fyrir árið 2008 á aðal- fundi Norðausturdeildar Auð- humlu sem haldinn var í Svein- bjarnargerði á dögunum. Kröfur sem gerðar eru til úrvalsmjólkur eru eftirfarandi: Margfeldis- meðaltal frumutölu fari ekki yfir 220.000 í hverjum mánuði og margfeldismeðaltal líftölu fari ekki yfir 40.000 í hverjum mán- uði. Standist mjólkurframleið- endur þetta yfir heilt almanaksár fá þeir verðlaunin. Á landinu öllu stóðust 32 mjólkurframleiðendur framantald- ar kröfur og þar af voru 18 kúa- bændur á Norðausturlandi, 10 í Þingeyjarsýslum og 8 í Eyjafirði. Alls eru 746 kúabú í landinu. Eftirtaldir kúabændur stóðust kröfur fyrir úrvalsmjólk í Þingeyj- arsýslu. Fagranesbúið Félagsbúið Hjarðarbóli Félagsbúið Arndísarstöðum Ólafur og Friðrika, Bjarnarstöðum Ingvar og Bergljót, Halldórsstöðum Ingjaldsstaðabú ehf. Kristján og Hrefna, Árlandi Baldvin og Sigurborg, Engihlíð Sigtryggur Garðarsson, Reykjavöllum Jón Helgi og Unnur, Víðiholti. Eftirtalin kúabú í Eyjafirði fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk 2008. Jóhann Tryggvason, Vöglum Félagsbúið Espihóli, Espihóli Félagsbúið Villingadal Hlynur og Linda, Akri Leifur og Þórdís, Klauf Þríhyrningur ehf. Gunnsteinn og Dagbjört, Sökku Sveinn og Steinunn Elfa, Melum. Þingeyskir og eyfirskir kúabændur sem stóðust kröfur um framleiðslu úrvalsmjólkur á aðalfundi í Sveinbjarnargerði nýlega. Er þingeyska mjólkin best?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.