Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 5
5 Bændablaðið | miðvikudagur 8. apríl 2009 Vegagerðin hefur að undanförnu boðið út nokkur stór verkefni og þau tilboð sem þegar hafa borist í verkefni hafa verið mjög hag- stæð. „Það er ánægjulegt fyrir okkur að tilboðin sem við höfum verið að sjá að undanförnu eru okkar afar hagstæð,“ segir Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra en undanfarna daga hafa nokkur tilboð verið opnuð. Kostnaðaráætlun þeirra verk- efna sem tilboð hafa borist í nemur um 2,1 milljörðum króna, en sam- anlagt nema lægstu tilboð í verkin 971 milljón króna. „Vitanlega er lægstu tilboðunum ekki alltaf tekið, en það er augljóst að við munum geta farið í þessar framkvæmdir og átt eftir eitthvert fjármagn,“ segir Kristján. Nú eru þrjú útboð í farvatn- inu, m.a. stórt verkefni við Raufarhafnarveg og Hófaskarðsleið og verða tilboð opnuð um miðjan apríl. Um er að ræða 14 kílómetra langan vegakafla og er áætlað að verkefninu verði lokið um miðj- an ágúst á næsta ári. Þá hefur Vegagerðin óskað eftir tilboðum í gerð Bræðratunguvegar, milli Skeiða- og Hrunamannavegar og Biskupstungnabrautar. Verkið felst í lögn Bræðratunguvegar á 7,2 kílómetra löngum kafla og 1,2 kílómetra löngum tengingum við hann. Einnig er inni í verk- inu sér smíði 270 metra langrar steyptar bitabrúar yfir Hvítá og gerð leiðigarða. Loks má nefna að Vegagerðin hefur óskað eftir til- boðum í efnisvinnslu í Bitrufirði á Ströndum. Um er að ræða mölun á efra burðarlagsefni og klæðing- arefni í einni námu. Þessi tilboð verða opnuð nú í apríl. „Þegar við sjáum tilboðin kemur í ljós hversu mikið fé við munum eiga til ráðstöfunar í önnur verk- efni, m.a. í tengivegi og fleiri brýn- ar framkvæmdir til sveita,“ segir Kristján. Hann nefnir að ánægju- legt sé að í gangi verði á næstunni vegagerðarverkefni fyrir um 21 milljarð króna. BÆNDUR Mikilvægi þess að varðveita fóðrið vel hefur aldrei verið meira Orkuver ehf. er nýr umboðsaðili fyrir 5laga rúlluplast Með 5laga SuperGrass rúlluplasti er enn auðveldara að varðveita gæði fóðursins SuperGrass 5laga hefur meira þol vegna hnjasks og högga heldur en 3ja laga hefðbundið plast SuperGrass 5laga þolir meiri strekkingu heldur en 3ja laga hefðbundið plast SuperGrass 5laga er loftþéttara en 3ja laga hefðbundið plast SuperGrass 5laga hentar sérstaklega vel til pökkunar á stórböggum Hafi ð samband og kynnið ykkur kjörin. Sími 824-1840 sími 5 34 34 35 orkuver@orkuver.is www.orkuver.is Nýtt fjárhús á Fjalli á Skeiðum Nýtt og glæsilegt fjárhús fyrir um 600 fjár var formlega tekið í notkun á bænum Fjalli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi nýlega þegar sveitungunum var boðið á opið hús til að skoða húsið. Um er að ræða límtréshús frá Danmörku, sem var keypt í gegnum Húsatækni. Vítt er á milli veggja og hátt til lofts í nýja húsinu og öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar. Fénu líður sérstaklega vel í húsinu og þar er sérstök „fæðingadeild“ fyrir sauð- burðinn. MHH Ábúendurnir á Fjalli í nýja fjárhúsinu, talið frá vinstri: Svala Bjarnadóttir og Ingvar Hjálmarsson, Bryndís Jóhannesdóttir og Bjarni Ófeigur Valdimarsson. Á myndinni eru einnig tveir af drengjum Svölu og Ingvars, þeir Einar Ágúst, átta ára og Valdimar Örn, fjögurra ára. Bróðir þeirra Eyþór Ingi, tæplega eins árs, var sofandi þegar myndin var tekin. Hjálmar Ágústsson frá Langstöðum í Flóa og Hjalti Gestsson, fyrrverandi sauðfjárræktarráðunautur, voru á meðal fjölmargra gesta sem skoðuðu nýja fjárhúsið á Fjalli. Verkefni í vegagerð fyrir um 21 milljarð króna Einkar hagstæð tilboð berast í verkin www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.