Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 14
Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 201114 Fréttaskýring Í árslok 2011 rennur út undan- þáguákvæði sem Íslendingar hafa frá reglugerð í matvælalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Undanþágan snýr að mælingum á leifum varnarefna, s.s. skordýraeitri og illgresiseyðum, í grænmeti og ávöxtum. Í dag er einungis skimað fyrir um 60 varnarefnum, en sam- kvæmt EES-reglum er í dag gerð krafa um mælingu á um 300 efnum. Reglurnar tóku gildi á síðasta ári og eru hluti samræmdrar eftirlitsáætl- unar Evrópusambandsins (ESB) til að tryggja að farið sé að ákvæðum um hámarksgildi varnarefnaleifa í og á matvælum. Ný matvælalöggjöf tók gildi á Íslandi 1. mars 2011. Hún hefur víð- tæk áhrif á opinbert eftirlit með fram- leiðslu matvæla og fóðurs. Þann 1. nóvember nk. munu öll helstu ákvæði laganna eiga að vera innleidd, m.a. ákvæði er varða eftirlit með búfjár- afurðum auk víðtækari ákvæða um eftirlit og mælingar á varnarefnum. Hluti af matvælalöggjöfinni felur í sér útnefningu opinberra greining- araðila á alls 21 skilgreindu sviði matvælaöryggis. Matvælastofnun leggur fram tillögur og veitir umsögn til ráðherra sjávarútvegs- og land- búnaðarmála um það hvaða aðili er best til þess fallinn að sinna slíku. Það er síðan í höndum ráðherrans að útnefna opinberu greiningaraðilana. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segir að fyrirtækið hafi þá sér- fræðiþekkingu sem þarf til að sinna þeim mælingum sem falla undir 13 af þessum sviðum, en nauðsynleg rann- sóknartæki vanti miðað við kröfur reglugerðanna. „Undanþáguákvæðið varðandi varnarefnin byggist á því að þessar mælingar verði gerðar hér á landi í framhaldinu,“ segir Sveinn. „Við áformum að verða okkur úti um nauðsynlegan tækjabúnað til að geta sinnt þeim og jafnframt að veita mælinga- og rannsóknaþjónustu vegna eftirlits með merkingum erfðabreyttra matvæla, greiningu þungmálma og annarra hættulegra mengunarefna – auk þörungaeiturs í skelfiski. Neytendavernd tengd matvælum hér á landi mun í kjölfarið aukast. Við höfum sótt um styrk til ESB til að standa straum af kostnaði vegna tækjanna.“ Hollustuhættir og eftirlit Matvælalöggjöfin fjallar um holl- ustuhætti og eftirlit í matvæla- og fóðurframleiðslu, með það að mark- miði að vernda líf og heilsu manna og tryggja frjálst flæði vöru á EES- svæðinu. Lögboðið er að mæla varnarefni og önnur óæskileg efni, jafnt í innfluttum matvælum sem og matvælum af innlendum uppruna. Matvæli sem eiga uppruna sinn að rekja til EES-svæðisins eru þó almennt ekki skoðuð nema sérstök ástæða sé til þess, enda er megin- reglan að matvælaeftirlit innan EES- svæðisins fari fram í upprunalandi. Þó er rétt að geta þess að allnokkur hluti þeirra sýna sem varnarefni eru mæld í hér á landi kemur úr vörum frá EES- svæðinu. Uppbygging á tækjakosti Varðandi uppbygginguna á tækja- kostinum segir Sveinn að um nokkur rannsóknartæki sé að ræða. „Gerð var ábatagreining til að greina hvaða rannsóknartæki og mæliaðferðir væri hagkvæmt að setja upp hérlendis. Styrkurinn sem sótt er um nemur um 300 milljónum króna og er ekki ein- vörðungu til tækjakaupa, hluti af þeim stuðningi fælist í að setja tækin upp hjá Matís, faggilda aðferðir og þjálfa starfsfólk. Tækjabúnaður vegur um tvo þriðju af heildarkostnaði við verk- efnið, samkvæmt áætlunum. Komi til þess að verkefnið verði að veruleika, mun fara fram útboð á tækjunum á EES-svæðinu.“ Sveinn segir að það sé hægt að semja við erlenda rannsóknaraðila um að taka að sér að vera opinberir greiningaraðilar fyrir Ísland. Þá yrðu öll sýni send úr landi. Slíkt fyrirkomulag verði líklega niður- staðan ef tækjabúnaður verður ekki byggður upp á Íslandi og rekstur hans tryggður. „Það er ljóst að það myndi hafa marga ókosti í för með sér,“ segir hann og nefnir nokkur atriði. „Biðtími eftir niðurstöðum mælinga kynni að verða langur, en þekkt eru dæmi um biðtíma allt að þremur vikum. Því ferli mætti flýta með kaupum á forgangsþjónustu í flutn- ingum og hjá mæliaðilum erlendis, en kostnaður eykst þá verulega. Sóun matvæla kynni jafnframt að verða meiri þar sem fersk matvara eins og ávextir og fiskur getur eyðilagst hjá matvælaframleiðendum og birgjum meðan beðið er eftir niðurstöðum mælinga erlendis frá. Einnig hefur komið fyrir að sýni hafi eyðilagst, mengast og týnst í flutningum frá Íslandi til erlendra rannsóknaraðila. Flutningafyrirtæki eiga í erfiðleik- um með að tryggja að sýni berist óskemmd á áfangastað ef um er að ræða viðkvæm sýni og langan flutningstíma. Ef sýni skemmast, er kostnaðarsamt að senda ný sýni, auk þess sem það lengir enn frekar biðtíma eftir niðurstöðum mælinga. Á þeim tíma eru neytendur útsettir fyrir mögulegri hættu og ef varan reynist óhæf til neyslu getur reynst kostnaðarsamt að innkalla hana, auk þess sem neytendur kunna að hafa neytt vöru sem í raun var óhæf til neyslu. Flutningar til og frá landinu, sér í lagi loftflutningar, geta rofnað t.d. vegna náttúruhamfara eða stríðs- ástands. Mikilvægt er að hafa aðgang að búnaði til mælinga sem kannar öryggi matvælanna hér á landi, komi slík staða upp. Þá er vert að nefna að samfara uppbyggingu tækjabúnaðar- ins byggist upp og viðhelst þekking á áhættumati á sviði matvælaöryggis, sem auðveldar áhættustjórnun við núverandi eða aðsteðjandi vá vegna þess að þekking og aðstaða er til í landinu. Ef mælingarnar verða fram- kvæmdar erlendis mun það hafa í för með sér hærri kostnað á hvert sýni sem mælt er. Slíkt mun svo aftur hafa í för með sér að færri sýni verða mæld, nema til komi aukin útgjöld. Yrði þetta raunin myndi vöktun matvæla í raun ekki vera nægileg. Þetta gæti stofnað orðspori íslenskrar matvælafram- leiðslu í hættu. Um leið myndi það hamla því að íslenskir sérfræðingar og vísindamenn gætu tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem snýr að matvælaöryggi. Það hefði svo í för með sér að erfitt yrði að tryggja að sjónarmið Íslands kæmu fram, en slíkt stuðlar að því að styrkja hags- muni okkar.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Matís hefur er styrkumsóknin í ferli hjá þeim stofnunum innan Evrópusambandsins sem hafa með hana að gera. „Á þessum tímapunkti er of snemmt að segja til um niðurstöðu málsins,“ segir Sveinn. „Uppbygging búnaðarins er mikilvæg fyrir hags- muni matvælaframleiðenda og neyt- enda á Íslandi, en frá mínum sjónarhóli er mikilvægt að grundvöllur sé fyrir rekstri tækjanna. Verulegur niður- skurður hefur verið á opinberu fé til rannsókna og þróunar á sviði mat- vælaframleiðslu síðustu ár. Gildir það jafnt á sviði nýsköpunar og varðandi matvælaöryggi. Á sama tíma hefur kostnaður hækkað, m.a. vegna dýrari aðfanga. Matís hefur lagt áherslu á mikil- vægi þess að hér sé til staðar öflugur tækjabúnaður og vel þjálfað starfsfólk sem tryggt getur aðgang innflutnings- fyrirtækja – sem og matvælafram- leiðenda á Íslandi – að hagkvæmri, öruggri og fljótvirkri þjónustu á sviði lögbundinna mælinga. Með það í huga var ákveðið að leggja vinnu í styrk- umsóknina á sínum tíma. Hinsvegar á eftir að greina frekar áhrifaþætti á rekstrarlíkan tækjanna, s.s. fjármagn til mælinga og vöktunar, en ekki kemur til greina frá minni hendi að ráðist verði í uppbyggingu tækjabún- aðar og þjálfunar starfsfólks innan Matís nema rekstrarforsendur séu fyrir hendi.“ Mikilvæg störf í húfi Ef styrkurinn fæst ekki, mun Matís ekki byggja upp þjónustu sem opinber greiningaraðili með sama hætti og fyrirhugað hefur verið. „Ef til þess kemur mun sennilega verða vand- kvæðum bundið að sinna lögbundnum mælingum á Íslandi m.t.t. innleiðingar síðari hluta matvælalöggjafarinnar þann 1. nóvember nk.,“ segir Sveinn. „Komi sú staða upp er veruleg hætta á að mikilvæg störf sem krefjst sér- þekkingar hverfi úr landi, þar sem kaupa þarf þjónustuna að stórum hluta erlendis, að líkindum í Evrópu, en þar er að finna nokkra aðila sem hafa getu til að starfa sem opinberir greiningaraðilar.“ Sveinn segir að við ábatagrein- inguna hafi verið tekið tillit til þess hvaða rannsóknartæki og mæliað- ferðir væri hagkvæmt að setja upp hérlendis; hvaða þætti á sviði mat- vælaöryggis sé hagkvæmt að reka hérlendis miðað við að kaupa þjón- ustu erlendis frá. „Í því sambandi var litið til fjárfestingarkostnaðar, uppsetningar á rannsóknarstofu, almenns rekstrarkostnaðar, þjálfun- ar starfsfólks og uppbyggingar sér- fræðiþekkingar. Ekki var tekið tillit til hagsmuna matvælaframleiðenda, sem eru verulegir eins og áður segir. Niðurstaðan var sú að áformað er að byggja upp forgangsrannsóknartæki sem talin eru nauðsynleg til að sinna þeim sviðum sem hagkvæmara er að reka á Íslandi en kaupa þjónustuna erlendis frá.“ /smh Evrópsk löggjöf í íslensku ljósi Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður hjá MAST, segir ástæðu þess að innleiðingu matvælalöggjafar Evrópska efnahagss- væðisins (EES) á Íslandi sé skipt upp í tvo hluta eiga sér nokkra forsögu. Ísland hafði tímabundna undanþágu varðandi EES-lög- gjöf um búfjárafurðir – og Ísland hefur því haft eigin landsre- glur á því sviði. Þegar samningurinn um EES var endurskoðaður árið 2007 varð niðurstaðan sú, að kröfu Evrópusambandsins (ESB) og með samþykki Íslands, að fella niður þessa undanþágu Íslands. Löggjöf ESB á þessu sviði hafði gilt hér á landi varðandi fóður, fiskvinnslur og almenn matvælafyrirtæki og þess vegna voru fiskafurðir í frjálsu flæði innan EES. „Í ESB tók ný löggjöf um opinbert eftirlit og hollustuhætti matvæla og fóðurs gildi þann 1. janúar 2006, en ekki hér á landi þar sem samn- ingurinn um EES var til endurskoðunar. Þegar til lengdar lét hafði þetta óheppileg áhrif á sölu á fiskafurðum vegna þess að hér á landi var ekki unnið samkvæmt sömu hollustuháttalöggjöf og annars staðar innan EES. Þegar breytingin á samningnum um EES var samþykkt á Alþingi síðla árs 2009 var af þessum sökum ákveðið að nýja löggjöfin skyldi taka gildi 1. mars 2010 varðandi fóður, fisk og almenn matvæli, þar sem eldri Evrópulöggjöf hafði gilt til margra ára, en 18 mánuðum síðar, 1. nóvember 2011 fyrir búfjárafurðir, þar sem landsreglur voru í gildi. Þessi tími var nauðsynlegur til aðlögunar og innleiðingar nýrrar löggjafar; fyrir fyrirtæki til að koma á nauðsynlegum úrbótum og fyrir opinbera aðila til að tryggja hlutlaust eftirlit, uppfæra eftirlitsáætlanir og eftirlitshand- bækur, koma á áhættumati og endurnýja gagna- og eftirlitsskráningar, svo nokkur atriði séu nefnd.“ Sigurður segir að þó að grunni til sé verið að innleiða nýjar reglur um hollustuhætti og opinbert eftirlit, þá fylgi einnig umfangsmikil lög- gjöf um ýmsa aðra sérhæfða þætti. „Í því sambandi mætti nefna t.a.m. landamæraeftirlit, örverufræðileg viðmið, súnur (sjúkdómar og/eða sýkingar sem smitast náttúrulega á milli dýra og manna), salmonellu, tríkínur (þráðormar í spendýrum), aðskotaefni, lyfjaleifar ofl. Þessu fyl- gja um leið auknar kröfur um sýnatökur og greiningar af hálfu opinberra aðila og kröfur á matvæla- og fóðurfyrirtæki, sem bera ábyrgð á að lög- gjöfin sé uppfyllt.“ Opinberir greiningaraðilar ekki enn verið tilnefndir Eins og fram kemur í viðtalinu við Svein Margeirsson hefur Matís þá sér- fræðiþekkingu sem þarf til að sinna mælingum á 13 af 21 skilgreindu sviði matvælaöryggis hér á landi. Sigurður segir að MAST hafi viðurkennt nokkra aðila sem opinberar rannsóknarstofur. Ekki hafi þó verið gengið frá neinum tilnefningum fyrir svokallaðar tilvísunarrannsóknarstofur, en stefnt sé að því að ljúka því á næstunni. Matís og fleiri rannsóknarstofur hafi þá sérfræðiþekkingu sem til þurfi til að vera tilnefndar á allnokkrum sviðum. „Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum mun líkast til taka að sér það sem er á þeirra sérsviði í tengslum við fóður, matvæli og dýraheilbrigði. Á þeim sviðum þar sem ekki eru starfandi íslenskar rannsóknarstofur erum við tilneydd að tilnefna erlendar – og þau eru nokkur. Þar er um að ræða dýrar mælingar og sérhæfðar og rekstrar- grundvöllur er erfiður hér á landi fyrir slíkar mælingar. Þessi svið eru Mjólk og mjólkurafurðir, Greiningar á dýrapróteinum í fóðri, Lyfjaleifar og aðskotaefni í dýraafurðum, Aukefni í dýrafóðri, Erfðabreyttar lífverur, Efni og hlutir sem ætlað er að snerta matvæli, Sveppaeitur, PAH (Poly Aro- matic Hydrocarbons), Díoxín og PCB. Sumum sviðum er skipt upp og þar kemur íslensk rannsóknastofa til greina fyrir hluta sviðsins, en ekki allt. Sýni úr eftirliti hafa lengi verið send til erlendra rannsóknastofa til að tryggja öryggi íslenskra matvæla og mun það verða gert áfram, nema uppbygging verði á rannsóknastofum hér á landi,“ segir Sigurður. Innleiðing matvælalöggjafar EES á Íslandi: Matís áformar að fjárfesta fyrir um 300 milljónir króna vegna eftirlits – skima á fyrir 300 varnarefnum í stað um 60 í dag Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður hjá MAST. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. Eftirlit með varnarefnaleifum í ávöxtum og grænmeti á Íslandi Varnarefni eru efni sem notuð eru við framleiðslu og vinnslu matvæla. Helstu flokkar eru illgresiseyðar, sveppalyf, skor- dýraeitur og stýriefni (efni sem stjórna vexti plantna). Notkun þessara efna miðast við að koma í veg fyrir að upp- skera skerðist eða matvæli skaðist t.d. af völdum skordýra eða myglusveppa. Á Íslandi hefur verið skimað eftir leifum varnarefna í um 275 sýnum ár hvert. Þetta samsvarar yfr 90 sýnum fyrir hverja 100.000 íbúa, sem eru hlutfallslega mun fleiri sýni en á Norðurlöndunum Að sögn Ingibjargar Jónsdóttir, sérfræðings hjá MAST, sýna niðurstöður þessa eftirlits með varnarefnaleifum að ekki greinist mikið af þessum efnum hérlendis. Árið 2010 var skimað fyrir 60 varnarefnum í 275 sýnum af innfluttu og innlendu grænmeti og ávöxtum. Af þeim voru 179 (65%) sýni án varnarefnaleifa, 94 (34 %) með leifar varnarefna við eða undir hámarksgildum og 3 (1%) sýnanna með leifar af varnarefnum yfir hámarksgildum. Alls voru tekin 63 sýni af íslensku grænmeti árið 2010 og ekkert þeirra innihélt leifar þeirra varnarefna sem skimað var fyrir. Alls voru tekin 210 sýni af innfluttum ávöxtum og grænmeti. Í 116 (55%) erlendum sýnum mældust engar varnarefnaleifar, í 91 (43%) sýni mældust varnarefnaleifar við eða undir hámarksgildum og í 3 (1,5%) sýnum mældust varnarefnaleifar yfir hámarksgildum. 2 sýni voru tekin til að fylgja eftir sýni sem inni- hélt varnarefnaleifar yfir hámarksgildi. Varnarefnaleifar geta verið utan á vörunni, í berki/hýði, í steinum eða kjarna auk þess að vera í holdinu. Þegar sýnin eru búin undir mælingar eru þau því hvorki þvegin né afhýdd. Með þessu er verið að greina efnin í öllu sýninu en ekki aðeins æta hlutanum. Mælingarnar eru gerðar á þennan hátt til að fá heildarmynd af notkun efna, frekar en bara innihaldi í ætum hluta. Leifar varnarefna sem finnast í ávöxtum eru að stórum hluta í ysta lagi, þ.e. hýði eða berki. Það er því góð regla að skola ávexti og grænmeti vel fyrir neyslu og fjarlægja ysta lag þar sem við á. Fjöldi sýna eftir uppruna árið 2011

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.