Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 18
Bændablaðið | fimmtudagur 27. október 201118 Dagana 4.- 8. október sl. héldu alþjóðasamtökin Rare Breeds International, sem vinna að vernd- un erfðafjölbreytileika búfjár, ráð- stefnu í Háskólanum í Tekirdag í Tyrklandi. Samtökin hafa starfað um tveggja áratuga skeið og var þetta 8. heimsráðstefnan sem þau halda. RBI eiga góða samvinnu við ERFP (Samstarfshóp um verndun búfjárkynja í Evrópu), EAAP (Búfjárræktarsamband Evrópu) og FAO (Matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna). Svo sem áður hefur komið fram hér í blaðinu, síðast í 16. tbl., 15. september sl. bls. 28 og 30, hefur sá sem þetta ritar tekið virkan þátt í þessu verndunarstarfi um áratuga skeið og flutti að þessu sinni erindi um vernd og nýtingu landnáms- kynjanna með tilliti til sjálfbærra búskaparhátta og fæðuöryggis þjóðarinnar. Háskóli við Marmarahaf Ráðstefnan var haldin í Namik Kemal -háskólanum í borginni Tekirdag við Marmarahaf í Evrópuhluta Tyrklands, nánar til- tekið í Þrakíu, um tveggja tíma akstur frá Istanbúl, og skammt frá landamærunum við Grikkland. Heitir háskólinn eftir einu þekkt- asta skáldi Tyrkja sem uppi var á 19. öld. Búvísindakennslan hófst þar árið 1982 og sá starfsfólk og hópur nemenda búfjárræktardeildar að mestu um undirbúning og fram- kvæmd ráðstefnuhaldsins af mikilli prýði undir traustri stjórn dr. Ihsan Soysal prófessors, en hann er mér að góðu kunnur úr ERFP-samstarfinu. Nutu þau góðs stuðnings nokk- urra annarra tyrkneskra háskóla, Landbúnaðarráðuneytis Tyrklands í Ankara og borgarstjórnar Tekirdag. Þátttakendur voru um 200 frá 38 þjóðum og var allt efni erinda og veggspjalda gefið út á bók, auk þess að vera aðgengilegt á veraldarvefn- um (www.rbiglobalconf2011.nku. edu.tr/kongre_sunular). Þess má geta að búvísindanám stunda 400 af 20.000 nemendum Háskólans í Tekirdag, sem er í landbúnaðarhéraði þar sem fjöl- þætt búfjárrækt og akuryrkja eru stundaðar, en meðal veigamestu atvinnugreina í borginni eru marg- vísleg þjónusta og vinnsla landbún- aðarafurða svo og ferðaþjónusta. Einnig vegur háskólinn þungt í borg sem telur um 70.000 íbúa. Móttökurnar voru með afbrigðum góðar enda Tyrkir þekktir fyrir gestrisni. Gróska er í vísinda- og rannsóknarstarfsemi, en minna ber á Tyrkjum í samfélagi búvísinda- fólks en vert væri vegna tungumála- örðugleika. Reynt er að bæta úr, svo sem með enskunámskeiðum fyrir háskólafólk. Í Tyrklandi er fjöldi búfjárkynja og mikill áhugi á að vernda þau, nýta landsins gæði og treysta fæðuöryggið í ljósi hækk- andi matvælaverðs í heiminum. Þess má geta að þar um slóðir, og í löndunum austurundan, var vagga ræktunar búfjár fyrir þúsundum ára. Fagleg og markviss umræða Mikið var fjallað um búfjárkyn og erfðaeiginleika sem eiga í vök að verjast og eru í útrýmingarhættu. Nú þegar hefur mikið tapast og mörg þeirra kynja sem fjallað var um telja aðeins nokkur hundruð gripi, líkt og íslenska geitfjárkynið. Þá fékkst þarna prýðilegt yfirlit yfir þá erfðatækni sem beitt er við rann- sóknir á uppruna og eiginleikum búfjárkynja og stofna, þar sem byggt er á sameindalíffræði og erfðafræði. Víða eru komnar upp rannsóknarstofur með fullkominn tækjabúnað, bæði á vegum háskóla og líftæknifyrirtækja. Enn er merkingu og skrásetn- ingu búfjár víða ábótavant, hjarðir eru ekki alltaf staðbundnar og víða herja búfjársjúkdómar sem torvelda verndunarstarfið. Þá taka stríðsátök og náttúruhamfarir sinn toll. Margar leiðir eru farnar, allt frá söfnun sæðis og fósturvísa til djúpfrystingar í genabönkum, yfir í þróun og markaðssetningu afurða til að renna styrkari stoðum undir efnahag bænda sem t.d. halda búfé í útrýmingarhættu. Þar koma einnig Slow Food samtökin mjög við sögu. Þá skipta styrkir verulegu máli og má geta þess að slíkur stuðningur hófst, eftir því sem næst verður komist, fyrst hér á landi með stofn- verndarframlagi fyrir skýrslufærðar geitur árið 1966. Þá voru þær aðeins 165 en eru nú orðnar 729 að tölu. Hefur framlagið tvímælalaust haft jákvæð áhrif en meira þarf að koma til, þ.e.a.s. nýting geitafurða til tekjumyndunar. Best er að verndun, ræktun og nýting fari saman, þannig varð- veitum við gömlu kynin best. Er ánægjulegt að geta sagt frá því á erlendum vettvangi hve áratuga kynbótastarf í hrossarækt, naut- griparækt og sauðfjárrækt hefur skilað miklum árangri hér á landi. Og það án íblöndunar við aðflutt búfjárkyn, sem víða um lönd hefur veikt stöðu heimakynjanna eða útrýmt þeim, og stuðlað að umfangsmiklum, ósjálfbærum verk- smiðjubúskap. Er þróunin sjálfbær? Skipuleggjendur ráðstefnunnar vörpuðu fram þeirri áleitnu spurn- ingu hvort alheimsvæðingin í búfjárræktinni, þar sem verið er að nota tiltölulega fá kyn, sé í raun sjálfbær. Væri það ekki mótsagna- kennt að halda uppi stefnu, sem leiðir til minnkandi erfðafjölbreytni á sama tíma og verið er að berjast fyrir verndun? Ég var á meðal þeirra frummælenda sem gengu hreint til verka og drógu ályktanir af því sem hefur verið og er að gerast víða um heim. Tengslin eru reyndar aug- ljós á milli eyðingar erfðaefnis (e. genetic erosion) annars vegar, og hins vegar hnattvæðingar þar sem viðskiptahagsmunir og nýfrjáls- hyggja ráða ríkjum. Með öðrum orðum, málið er stórpólitískt hvað sem öllum vísindum líður, og það varðar líka fæðuöryggi, aðgerðir gegn útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda, sjálfbæra þróun og margt fleira. Mér hefur oft fundist meira rætt um afleiðingar en orsakir hnignunar eða eyðingar erfðaefnis búfjár, að sumir vísindamenn vilji ekki ræða um slíkt undir yfirskini hlutleysis. Þarna í Tekirdag urðu að mínum dómi þáttaskil. Umræðan var markvissari og opinskárri en áður og æ fleiri eru að átta sig á því að hamslaus markaðshyggja er veigamikill orsakavaldur þeirrar óheillaþróunar sem herjar á líf- fræðilega fjölbreytni, fæðuöryggi, umhverfi og byggðaþróun um allan heim. Mér finnst ýmislegt benda til þess að hugmyndafræði græns hag- vaxtar fari að vaxa ásmegin. Fjárbú heimsótt Eitt það ánægjulegasta við slíkar ráðstefnu- og fundaferðir er heim- sóknir til bænda þar sem m.a. gefur að líta staðbundin búfjárkyn sem flestum eru ókunnug. Um 25 km austur af Tekirdag fengum við að heimsækja fjárbú með um 500 sauðfjár af Kivircik-kyni og 50 geitur af Saanen- og Kilis-kynjum. Aðallega er um kjötframleiðslu að ræða en einnig er nokkur mjólkur- framleiðsla. Búið, sem ber heitið „Kilisli“, er einnig með nokkra alifuglarækt og eigandinn sýndi okkur stoltur 25 vetra gamlan veð- hlaupahest sem hann á. Um tíu ára skeið hefur eigandi þessa bús einnig rekið veitingastað í Istanbúl sem heitir líka „Kilisli“ og þangað fer allt kjötið. Taldi hann sig hafa sögulegar heimildir fyrir því að Tyrkjasoldánar (Ottómanar) hafi helst viljað hafa kjöt af Kivircik-fé á borðum sínum. Hann sagði gesti sína spyrja um náttúruafurðir, helst með lífræna vottun, og stefndi hann sem mest inn á þá braut. Skrokkarnir eru með um 15 kg meðalfallþunga. Flest er féð hvítt, ærnar kollóttar og hrútarnir hyrndir. Verndunarstyrkir Evrópusambandsins Síðasta morguninn fundaði svokall- aður SUBSIBREED-hópur undir stjórn Drago Kompan frá Slóveníu. Hópurinn er að draga saman upp- lýsingar um stofnverndarstyrki í Evrópulöndum og verður væntan- lega gefin út bók um efnið að sumri. Þar sem ég hef svarað spurninga- könnunum hópsins sem tengiliður Íslands, nú síðast í haust, var mér boðið að vera með á fundinum og varð margs vísari um þá styrki sem þeir bændur njóta sem vilja taka þátt í verndun búfjárkynja, bæði í Evrópusambandinu og utan þess. Þar með var rædd sú hugmynda- fræði og þær reglur sem lagðar eru til grundvallar við slíkar styrkveit- ingar. Þetta gæti skipt máli í viðræð- um vegna umsóknar Ríkisstjórnar Íslands um ESB-aðild. Hef ég undir höndum ýmsar upplýsingar sem að gagni gætu komið. Frumkvöðlar heiðraðir Tveir frumkvöðlar að stofnun RBI voru heiðraðir í lok ráðstefnunnar, þeir Keith Ramsay frá Suður-Afríku, fyrrverandi forseti, og Lawrence Alderson frá Bretlandi, núverandi forseti. Hafa þeir báðir unnið mikið og gott starf í þágu verndunar erfða- efnis búfjár, sem hófst með björgun kynja í útrýmingarhættu en nær nú til allra búfjárkynja um allan heim. Lawrence þekki ég frá fyrri tíð en þarna sá ég Keith í fyrsta skipti og varð margs vísari í viðræðum við hann. Höfundurinn, Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, er landsráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, stofnfélagi í Geitfjárræktarfélagi Íslands, Eigenda- og ræktenda- félagi landnámshænsna og Forystufjárræktarfélagi Íslands, og formaður þess síðastnefnda. Nánari upplýsingar ord@bondi.is Verndun búfjárkynja stuðlar að fæðuöryggi – Tímamótaráðstefna í Tyrklandi Kilis og Saanen geitur á „Kilisli“ búinu skammt frá Tekirdag. Kivirick ær og hrútur. Mynd IS Anddyri ráðstefnuhallar Namik Kemal Háskóla i Tekirdag. Starfsfólk Tyrkneska Ríkissjónvarpsins tók viðtöl við skipuleggjendur ráðstefnunnar og bóndann á "Kilisli" búinu fyrir búnaðarþáttinn sem er fastur dagskrárliður. Lawrence Alderson forseti RBI stendur lengst t.v. og Ihsan Soysal prófessor í Tekirdag er að tala í hljóðnemann.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.